Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 7
Xfc^HT' ÞRIÐJUDAGVR 28. OKTÓBER 1997 - 7 ÞJOÐMAL Maimauður og skólastarf eða hundalækningar ÞORSTEINN GUNNARS SON REKTOR HÁSKÓLANSÁ AKUREYRI SKRIFAR þessari grein mun ég fjalla um mannauðskenninguna svoköll- uðu og tengsl hennar við nýjustu matsskýrslu OECD frá 1997 um efnahagsmál á Islandi. I ljósi þessarar kenningar og mats- skýrslunnar mun ég síðan fjalla um þann félagslega og hagræna veruleika sem við er að glíma í ís- lensku skólastarfi. Maimauðskenniiigm Mannauðskenningin kom fram í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugarins. Helsti forsvarsmað- ur hennar er bandaríski hag- fræðingurinn Theodore W. Schultz. I stuttu máli gengur kenning hans út á að mann- eskjan og mannvitið sé allt í senn fjármagn, framleiðsluþáttur og afleiðing fjárfestingar. Að dómi Schultz er mennta- kerfið heildstætt framleiðslu- kerfi sem framleiðir verkamenn og tæknimenn nútíma samfé- lags. Hann taldi menntakerfið svo öflugt að þegar nemendur kæmu útskrifaðir þaðan væru þeir hinir nýju auðmenn nútím- ans. Nánar tiltekið þá eru meg- inatriði kenningarinnar eftirfar- andi: • Þekking og færni er ljármagn og þetta íjármagn er afleiðing fjárfestingar, t.d. í menntakerf- inu. • Fjárfesting í mannauði (þekk- ingu og færni) er meginorsök hagvaxtar og jafnframt meginor- sök framleiðsluyfirburða þróaðra ríkja. 9 Mismunandi lengd menntun- ar leiðir til mismunandi launa. • Fjárfesting í mannauði kemur fram á ýmsum sviðum þjóðfé- lagsins en nokkur af þeim mikil- vægari eru: Fonnleg skólaganga Fullorðinsfræðsla Þjálfun á vinnustað Fleilsugæsla og þjónusta. A grundvelli mannauðskenn- ingar Schultz reiknaði Denison, annar hagfræðingur, 42% hins milda hagvaxtar Bandaríkjanna á þessari öld til menntunar vinnu- aflsins. Mannauðskenningin vakti mikla athygli og varð mikil uppspretta rannsókna en jafn- framt vakti hún í fyrstu talsverða andstöðu íhaldsamari hagfræð- inga. Kenningin hefur þó hægt og sígandi unnið á og má nú telja hana viðtekna skoðun stjórn- valda og margra menntamanna í flestum vestrænum ríkjum varð- andi mikilvægi formlegrar skóla- göngu. Einnig hefur undra- hraður uppgangur nútíma hug- búnaðarfyrirtækja, sem byggist nær eingöngu á hugviti einstak- linganna sem þar vinna, verið notaður sem dæmi um öflugt forspárgildi kenningarinnar. Eft- ir því sem árin hafa liðið hafa ýmsir húmanistar komist í mannauðskenninguna og tálgað grófustu hnýflana af hagfæti hennar. Hér á landi verður fyrst vart við kenninguna í skólamála- umræðu í frægu erindi Wolf- gangs Edelstein „Breyttir samfé- lagshættir og hlutverk skólanna“ sem hann flutti fyrir hóp skóla- stjóra á Laugarvatni árið 1966. Telja má að íslensk yfirvöld menntamála hafi verið misjafn- lega móttækileg fyrir þessum hugsunarhætti og benda má á að Wolfgang var skákað úr ráðgjaf- arstörfum sínum fyrir mennta- málaráðuneytið næstum 20 árum síðar þó að í því tilviki hafi önnur atriði ráðið en tryggð Wolfgangs við mannauðskenn- inguna. Islensk þjóðarsál hefur farastofnuninni í París (OECD). Síðarnefnda stofnunin, hér á eft- ir nefnd OECD, sem u.þ.b. 30 ríki eiga aðild að, hefur fram- kvæmt reglulega mat á ýmsum sviðum íslensks samfélags, t.d. menntamálum, vísindamálum og efnahagsmálum. Matsskýrsla OECD Það vakti athygli mína að nýjasta matsskýrsla OECD um efna- hagsmál sem gefin var út á þessu ári er helguð menntamálum og eins og góðra hagfræðinga er von og vísa er mannauðskenningin leiðarljós skýrsluhöfunda. Afar lega áberandi er að ekkert OECD land ver hlutfallslega eins litlu fjármagni til háskólamála og Is- land. Og ef tekið er tillit til þjóð- arframleiðslu sem er mjög há á Islandi þá er Island hlutfallslega langneðst af OECD ríkjum hvað varðar framlög til menntamála. Þetta litla Ijármagn sem fer til menntamála hefur að sjálfsögðu ýmsar afleiðingar. Hvergi í Evr- ópu er skólaárið styttra í grunn- skólum en hér á landi og í þessu sambandi má benda á að víða í dreifbýli hér á landi hefur skóla- árið verið ennþá styttra en í þétt- býli. Varðandi kennaralaun á Is- Aðeins fjögur OECD lönd verja hlutfallslega minna fjármagni til menntamála en l'sland þrátt fyrir að hlutfall ungs fólks á skóla- aldri á íslandi sé með því hæsta sem þekkist innan OECD. enda borið mismikla virðingu fyrir menntun og boðberum hennar, kennurum. I Heimsljósi Laxness (bls. 273) kemur skýrt fram eftirfarandi vanmat hrepps- nefndarmannsins Þórðar á Horni á skólamenntun og kenn- urum. „Það var kominn nýr kennari. I hreppsnefndinni kom til álita hvort Ólafur Kárason mundi vera maður til að lækna hunda, en Þórður á Horni þvertók fyrir að trúa honum fyrir sínum hundi úr því að hann hafði ekki ort kvæði um tengdamóður hans, sagði að maðurinn væri ekki skáld, heldur aumingi, það mesta sem hann dygði til væri að undirvísa byrj- endur í kristindómi og reikning sem aðstoðarkennari.“ Síðustu áratugina hafa bú- ferlaflutningar hér á landi þó sýnt að fólkið flytur þangað sem framboð hinnar opinberu þjón- ustu, einkum menntunar og heilsugæslu, er sem fjölbreyttast og mest. Þrátt fyrir næga at- vinnu á landsbyggðinni hefur straumur fólksflutninga því legið frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins í leit að þeim lífs- gæðum sem munu byggja upp mannauð afkomenda þeirra sem flytjast búferlum. Landsbyggð- arfólkið hefur því greitt atkvæði með fótunum og sagt skilið við Þórð á Horni og hans líka og leit- að á vit mannauðsins á höfuð- borgarsvæðinu og oft reyndar einnig til annara landa. Mannauðskenningin er mikið nýtt af alþjóðasamtökum sem Is- land tengist t.d. Evrópusam- bandinu og Efnahags- og fram- lítið hefur verið fjallað um niður- stöður þessarar skýrslu á opin- berum vettvangi. I því sambandi vekur athygli að fjölmiðlar, t.d. dagblöðin, virðast aðeins hafa fjallað um efnahagshluta henn- ar, þar sem fátt nýtt kemur fram, nema sú staðreynd að söluverð á raforku til stóriðju á íslandi er það langlægsta sem þekkist á meðal OECD landa. Raunar er orkuverðið til stóriðju hér á landi svo lágt að það mælist varla á kvarða OECD. Þrátt fyrir að full- ur þriðjungur skýrslunnar fjalli um menntamál hafa fjölmiðlar nær algjörlega sleppt að fjalla um þann þátt. Eg vil því leyfa mér að nota þetta tækifæri og ræða stuttlega um skýrsluna, m.t.t. félags og hagfræðilegs veruleika íslensks skólastarfs í samanburði við önnur OECD Iönd. Eg vil taka fram að niður- stöður þesarar skýrslu eru svart- ar, jafnvel kolsvartar, ef Islend- ingar sjá ekki að sér. Að mati skýrsluhöfunda þá er íslenska menntakerfið miðstýrt, miðað við önnur OECD-lönd, og aðeins á grunnskólastiginu hafa sveitarfélögin nýlega tekið við fjárhagslegri stjórn og ábyrgð. Abyrgð á námsskrá og námsefni er enn í höndum menntamála- ráðuneytis. Skýrsluhöfundar benda einnig á að hér á landi er litlu fjármagni varið til menntamála. Aðeins fjögur OECD lönd verja hlut- fallslega minna fjármagni til menntamála en Island þrátt fyrir að hlutfall ungs fólks á skólaaldri á íslandi sé með því hæsta sem þekkist innan OECD. Sérstak- landi þá eru þau aðeins helming- ur af meðal kennaralaunum í OECD ríkjunum. Um skólasókn íslenskra barna þá vekur athygli að hvergi f Evrópu er eins lágt hlutfall 5-14 ára barna sem sæk- ir skóla nema í Tyrklandi. Og varðandi skipulag skólahalds þá er Island eitt af fáum ef ekki eina landið í OECD sem er með tví- setna skóla. Þess má reyndar geta að einsetningu skóla á að fullu að vera komin á hér á landi eigi síðar en árið 2002. Skólinn og iramtíðm Það þarf því varla að undra að í alþjóðlegum samanburðarrann- sóknum hefur komið í ljós að ár- angur íslenskra skólabarna er í lakara lagi. I þessum könnunum hefur komið fram að íslensk börn eru í meðallagi í lestri en talsvert fyrir neðan meðallag OECD-ríkja í stærðfræði og raungreinum. Onnur einkenni á íslenska skólakerfinu eru að iðn- og starfsmenntun er lítils metin og mjög Iágt hlutfall nemenda legg- ur stund á það nám. Hér er lík- lega m.a. ein af þeim skýringum á því hversu hátt brottfall nem- enda er í framhaldsskólum hér á landi. Því er svo líka við að bæta að íslenska skólakerfið er mjög úr tengslum við íslenskt atvinnulíf. Þrátt fyrir að sjávarútvegur skapi stóran hluta útflutningsteknanna hófst nám í sjávarútvegsfræði á háskólastigi á Islandi ekki fyrr en 1990 og þá hér í háskólanum. Fábreytni og einhæfni atvinnu- lífsins hér á landi hvetur heldur ekki til aukinnar menntunar. I nýlegri rannsókn Gerðar G. Ósk- arsdóttur kemur fram að úr hópi 24 ára starfsmanna unnu 33% við störf sem kröfðust ekki lestr- arkunnáttu, 29% við störf sem kröfðust ekki skriftrarkunnáttu, 18% við störf sem kröfðust ekki stærðfræðikunnáttu og 65% unnu ekki við tölvur. Það er því djúp gjá á milli atvinnulífs og skóla hér á landi sem verður að brúa t.d. með því að leggja meiri áherslu á starfsmenntun. Frá byggðasjónarmiði þá hefur aðalhlutverk hefðbundinnar há- skólamenntunar hér á Iandi ver- ið að útskrifa háskólafólk, að verulegum hluta opinbera emb- ættismenn, sem starfa og stjórna í höfuðborg landsins. Aukin áhersla á mat á skóla- starfi má að einhverju leyti rekja til mannauðskenningarinnar. Það er ljóst að stjórnvöld og al- menningur vill hafa einhverjar viðeigandi mælistikur m.a. til þess að meta þá auðlegð sem í skólastarfinu felst. Hér er reynd- ar um flókinn raunveruleika að ræða sem stundum líkist þ\4 að verið sé að skjóta á hreyfanlegt skotmark í myrkri. I harðnandi heimi alþjóðlegrar samkeppni er Ijóst að auðlindir hafsins eða orkuverð til stóriðju, sem er svo lágt að það er vart mælanlegt, duga skammt til þess að standa undir lífvænlegu samfélagi hér á landi. Framtíðin krefst þess að Islendingar rækti mannauðinn. Menntakerfi og atvinnulíf verða að taka höndum saman og leggja áherslu á aukna almenna þekk- ingu og færni og færni í ákvarð- anatöku og tæknikunnáttu. Til að fást við þann félagslega og alþjóðlega veruleika sem nú- tíma Islendingar búa við þarf að auka útgjöld til menntamála einkum til starfsmenntunar og háskólamenntunar og til að hækka laun kennara. Það er brýnt bæði að lengja skóladaginn og Ijölga skóladögum sérstaklega á grunnskólastigi. Sú viðbót sem þannig fæst mætti nýta til að leggja meiri áherslu á lifandi kennslu í stærðfræði, raungrein- um, upplýsingatækni, tungumál- um og starfstengdri menntun. Lokaorð Við mat á skólastarfi þarf að taka tillit til þeirrar félagslegu og hag- rænu umgjarðar sem skólastarfið er hneppt í. Miðað við þann þrönga stakk sem íslensku skóla- starfi er skorinn er hægt að full- yrða að íslenskir nemendur og kennarar ná mjög góðum árangri. Ég vil leyfa mér að vona að bætt- ar matsaðferðir í skólastarfi hvetji íslensk stjórnvöld til að setja menntamál ofar á sinn for- gangslista. Að lokum vil ég enn og aftur minna á að íslensk þjóð er í harðri samkeppni við önnur lönd um sinn mannauð, unga vel menntaða Islendinga; Ég ætla rétt að vona að Þórður á Horni vakni ekki upp afturgenginn með sínar hundalækningar í einhverri valdastöðu í stjórnarráðinu í höf- uðborginni. Því ef svo færi þá munu Islendingar flýja bæði höf- uðborgina og landsbyggðina á vit meiri mannauðs í öðrum löndum og skilja lítið eftir nema ef vera kynni yfirgefin álver og tilgangs- Iausar virkjanir á miðhálendinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.