Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1997, Blaðsíða 8
8- PRIÐJUDAGUR 28.0KTÚBER 1997 FRÉTTASKÝRING L I^wr Samið var í gær Samið hefux verið við kennara iiiu umtalsverðar kauphækkanir. Sveitarstjómarmenu em ekki á eitt sáttir um það hvort rétt sé að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður samtaka sveit- arfélaga, segir fráleitt að banka aftur upp á hjá rík- inu. Sveitarfélögin hafi gert ágætan samning við ríkið og kjarasamningar við kennara séu alfarið á þeirra ábyrgð. Það komi ekki til greina að senda ríkinu reikninginn, frekar en það komi til greina að sveitarfélögin taki þátt í að greiða 500 milljónir króna vegna lækk- unar á tekjuskattinum, sem ríkið spilaði út til að greiða íyrir samningum á hinum al- menna vinnumarkaði í vetur sem leið. „Þar hanga á spýtunni miklu meiri fjármunir, en felast í þeirri viðbót sem kennarar eru að fá umfram aðra,“ segir Vilhjálmur og hætir við að sveitarstjórnarmenn muni „aldrei láta það yfir sig ganga.“ Vilhjálmur segir að samningarnir við kenn- krefja ríkið inii meira fé vegna grunnskólans, en samið var iim á sínum tíma þegar sveitarfélögin tóku við rekstri hans. ara kosti samtals á samningstímanum um 5-600 milljónir umfram það sem útsvarshækkunin frá 1995 gefi sveitarfélögunum. „Þetta eru um það bil 150 milljónir á ári og ekki eins og það leggi sveitarfélögin að velli. Eg minni á að jöfnunarsjóður sveitarfélaga borgar 450 milljónir á ári vegna vangreiddra meðlaga. Ef okkur tækist að auka skilin, þá kæmu þeir peningar beint í sjóði sveitarfélaganna, ekki síst í dreifbýlinu." Vilhjálmur segist hafa meiri áhyggjur af því að kennarasamningarn- ir hafi meiri áhrif á aðra sem samið hafi ver- ið við. „En ég hef skilið það svo að það sé einskonar þjóðarsátt um að gera vel við kenn- ara og vonandi fylgir þar hugur rnáli." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Allt kemur til greiua Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, seg- ir að þegar samið hafi verið við ríkið á sínum tíma, hafi verið bent á að ef til vill yrði að endurskoða samninginn, ef launaleiðrétting- ar til kennara yrðu of brattar fyrir sveitarfé- lögin. Ljóst sé að kennarar fái mun meira en samið hafi verið um við aðra og rétt sé að taka þetta mál upp við ríkið. „Já ég er þeirr- ar skoðunar." Jakob bendir á að sveitarfélögin séu að fjár- festa m.a. vegna einsetningar og hafi reynt að verða við metnaðarfullum óskum skólastjómenda um bætt skólastarf. Það kosti allt peninga. „Þetta er spurning um getu og tekjumöguleika. Víða út um land eru sveitarfélögin með útsvarsnýt- ingu í botni og ekki mikið að sækja þar.“ Jakob segir að frestun framkvæmda leysi í sjálfu sér engan vanda nema í skamman tíma, en auðvitað sé hugsanlegt að fresta ein- setningu eða öðrum framkvæmdum. „Það kemur í sjálfu sér allt til greina. Þetta verða menn að skoða hver fyrir sig, þegar niður- Jakob Björnsson. staðan liggur fyrir og menn fara að sjá áhrif á hverjum stað.“ Dugar engan veginn Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, segir ljóst að þeir fjármunir sem samið var um að íylgdu grunnskólanum frá ríki til sveitarfélaga dugi ekki til og hann vill við- ræður við ríkisvaldið um endurskoðun samn- inga. „Það kom í ljós í fyrra að þetta dugði engan veginn til. I Kópavogi vantar t.d. tugi milljóna upp á miðað við óbreyttan rekstur. Það finnst mér nægjanleg ástæða til að krefj- ast þess að málið verði tekið upp aftur. Síð- Valþór Hlöðversson. an er alveg ljóst að samningar við kennara hafa í för með sér tugmilljóna króna kostn- aðarauka á ári fyrir sveitarfélag eins og Kópavog." Hann er hins vegar ekki mjög bjartsýnn á að það takist að fá ríkið að samningaborðinu aftur. „Ríkið hefur þennan samning. Hann var undirritaður og frágenginn. Það er ekki létt verk að fá leiðréttingu, en mér finnst lág- markið að fara fram á það, hvað sem út úr því kemur.“ Ábyrgð sveitarfélaganna Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, segir að því verði tæpast haldið fram að sveit- arfélögin hafi samið af sér, en hugsanlega hafi menn ekki gert sér grein fyrir hversu stór krafa kennara um launabætur yrði. Það sé hins vegar ekki rétt að halda nú á fund ríkisins með reikninginn. „Þetta er verkefni sem sveitarfélögin tóku við með samningum við ríkið og auðvitað verða þau að bera ábyrgð á því. Ef það kemur í ljós að þarna var falinn einhver vandi er sjálfsagt að taka Kristján Þór Júliusson. það upp, en ég held að flestir hafi vitað af óánægju kennara með kjör sín,“ segir Kristján. Honum líst heldur illa á að hækka útsvar til þess að greiða fyrir launahækkanir kenn- ara. „Sumstaðar er hægt að hækka útsvarið, en í flestum sveitarfélögum út um land er ákaflega takmarkað svigrúm til útsvarshækk- unar og í mörgum tilfellum ekki neitt. Menn eiga ekki aðra kosti til að mæta þessu en með einhverjum tilhliðrunum í rekstri eða draga úr framkvæmdum," segir Kristján Þór og býst við að sú leið verði farin á Isafirði. Viðræður við rfMð „Mér fannst persónulega að sveitarfélögin hefðu átt að setja smá varnagla í samkomu- lagið við ríkið vegna yfirfærslu grunnskól- ans,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og vísar til þess að ef sveitarfélögin neyðist til að semja við kenn- ara um mun meira en áætlað hafi verið, verði ríkið að koma að því máli. Guðjón segir nauðsynlegt að ræða þessi mál þegar niðurstaðan í samningunum við kennara liggi fyri r. Eins og gengið var frá samningum vegna yfirfærslu grunnskólans, þá eiga sveitarfélögin enga hönk upp í bakið á ríkinu, en hann telur að ríkið hafi sloppið allvel frá þeim samningi. Bæjarstjórinn telur að einsetning skóla og kjaramál kennara verði að skoða í heild sinni. Sveitarfélög séu misvel í stakk búin til að standa undir kostnaði vegna kjarasamn- inga kennara og framkvæmdum við einsetn- ingu. I því sambandi minnir hann á að fé- lagsmálaráðherra hefði á fundi í Eyjum ekki alls fyrir löngu, imprað á þeim möguleika að fresta einsetningunni. Það væri hinsvegar ekki inni í myndinni nema sýnt þætti að fjár- hagur sveitarfélags væri með þeim hætti að hann stæði ekki undir rekstri grunnskólans og fram- kvæmdum við einsetningu á sama tíma. — GRH RíMð ber líka ábyrgð „Mér finnst það ákaflega undarlegt að ríkið geti staðið hjá þegar þessar viðræður við kennara ganga yfir, án þess að leggja nokkuð til málanna. Mér finnst því nauðsynlegt að halda því opnu hvort ástæða sé til að ræða við ríkið um kostnað þegar niðurstaða hefur fengist í kjaramál kennara," segir Smárí Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Neskaup- stað. I lann bendir á að ríkið sé yfir menntamál- um í landinu þótt sveitarfélögin fjármagni xgkstur grunnskólans. Síðast en ekki sfst hafi ríkið slcílið þannig við grunnskólann að það geti siðferði- lega eldd látið eins og kjaramál kennara séu þeim óviðkomandi. Smári Ieggur einnig áherslu á að það sé ekki hægt að líta á einsetningu skóla sem eitt atriði og kjaramál kennara sem eitthvað ann- að. Þess í stað þarf að horfa á þessi mál út frá heild sinni en ekki sem aðskilda og sjálf- stæða málaflokka. Til álita komi að endur- skoða einsetningu skólanna, þegar séð verði Smári Geirsson. hvaða kostnaður lendi á sveitarfélögunum vegna kjarasamnings kennara. — GRH Kennaradeilan var farsællega til lykta ieidd eftir miklar sviptingar um helgina. Litlu munaði að veg fyrir að samningar næðust í kjölfar frumkvæðis Taugastríð í Helgin var söguleg í samningaviðræóiiin sveitarfélaga og kenn- ara. Pólitískt vægi deilunnar varð ljóst og taugatitringur slík- ur að við lá að aUt færi í bál og brand. „Hvað er eiginlega að gerast?“ hugsuðu margir þegar ljósvaka- miðlarnir gerðu grein fyrir óvænt- um blaðamannafundi kennara á sunnudagsmorgni. Taugastríðið vegna yfirvofandi verkfalls var í algleymingi og tiltölulega sakleys- isleg frétt í sunnudagsmogganum var tilfefnið. Fréttin var greinilegt innlegg í áróðursstríðið sem sveitarfélögin höfðu látið kenn- ara um að heyja allt til þessa. Verkí’allsskjálftinn braust út með offorsi. Eiríkur Jónsson, foringi kenn- ara, túlkaði Moggafréttina svo að reynt væri að grafa undan borgar- stjóranum í Reykjavík og koma í veg fyrir að frumkvæði hennar til að hafa áhrif á gang mála gæfi góða raun. „Pólitískur hráskinna- leikur með grunnskólann," sagði Eiríkur í hádegisfréttum út- varpanna og taugastríðið greini- lega í hámarki þegar 12 tímar voru í verkfall. Laugardagsfimdur A föstudag óskaði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri eftir laugardagsfundi með forystu- mönnum stærstu sveitarfélaga og launanefnd til að fara yfir stöðu mála, enda verkfall yfirvofandi. Forræðið var í höndum launa- nefndar, en pólitíska ábyrgðin kirfilega hjá kjörnum fulltrúum. Þá stóðu málin svo að kennarar harðneituðu að fara niður fyrir 41%, sveitarfélögin höfðu boðið 27-8% og kennarar túlkað sem enn eina móðgunina. Þeir áttu eftir að móðgast meira. En það grunaði engan á síðdegis á laug- ardag meðan fundurinn stóð. Klukkan 11.30 hafði launanefnd- in hist. Þar voru kynnt gögn sem sýndu tekjudreifingu kennara: samkvæmt tilboðinu sem þá stóð hækkuði meðalheildarlaun úr 150 þúsundum fyrir kennara í Reykjavík í 189 þúsund. Tekju- hæstu skólastjórarnir færu lang- leiðina í 350 þúsund á samnings- tímabilinu. í hádeginu hófst svo fundur borgarstjóra með bæjarstjórum helstu sveitarfélaga og launa- nefndinni. Hann stóð í fjórar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.