Dagur - 30.10.1997, Síða 4

Dagur - 30.10.1997, Síða 4
20-FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 ro^ir UMB ÚÐALAUST Heima er best - í rasli og skít Bandarískir kunningj- armínirsem voru á ferð hérí haust - eins og dyggir lesendur mínirmuna - áttu ekki orð yfir íslensk heim- ili. Þau væru svo hugguleg. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR SKRIFAR Hrein og þrifaieg, alvöru lista- verk á veggjum og kertaljós um allt. Ég hafði aldrei spekulerað í þessu, en samsinnti þeim svo. Þessi lýsing átti að minnsta kosti við heimilin sem við heimsótt- um. - Vert er að taka fram að fyrstu dagana voru þau á heimili systur minnar sem er annáluð smekkkona. Það er svo smart hjá henni að margir halda að hún hafi fengið hönnuð í málið. Það gerði hún ekki, hún hefur bara óbrigðulan smekk. Blandar saman nýju og gömlu þannig að útkoman verður persónulegur og fallegur stíll. Núverandi heimili mitt er alls ekki eins flott, ekki af því að ég hafi ekki einnig góðan smekk, ég hef bara ekki nennt að koma mér almennilega fyrir þar sem ég bý núna. Búslóð mín er dreifð á nokkra staði enda eru komin mörg ár síðan ég hef ver- ið umkringd öllu mínu dóti. Frá því að ég flutti úr foreldrahúsum fjórtán ára gömul hef ég búið á svo mörgum stöðum að vinir mfnir færa heimilisfang mitt ætíð í heimílisfangabækur sínar með blýanti. Ég þorði því ekki öðru en að undirbúa þau undir komuna heim til mín, þar væri alls ekki jafn smart og langt frá því að vera jafn þrifalegt. Þegar ég var í námi í New York kynnti ég eina skólasystur mína fyrir aldraðri íslenskri vinkonu minni. Það fór vel á með þeim en sú MARÍNG. HRAFN SDÓTTIR SKRIFAR Ég vildi óska að ég ætti ekki búslóð. Hún heftir mig á allan hátt. Þeir sem ekki eiga búslóð s'tökkva miklu frekar til útlanda í nám eða flækjast um Asíu þegar slíkt dettur í kollinn. Menning er víst allt sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur og þar sem þetta blað í dag er allt um flotta sófa og stell þykir mér rétt að vara fólk að- eins við. A síðustu fimm árum hef ég flutt búferlum svona Ijórum Mennmgarvaktin bandaríska furðaði sig á því hversu hreint og fínt var inni hjá löndu minni og spurði hvort Is- lendingar væru mjög þrifnir. Ekkert fram úr hófi taldi ég, flestir skúruðu út úr dyrum vikulega en sú tíð væri löngu iið- in að húsfreyjur strykju yfir eld- húsgólfið daglega. Hún hváði og ég þurfti að lýsa í smáatriðum hvað fælist í laugardagstiltekt á islenskum heimilum, þurrkað af, tekið til, viðrað, ryksugað og skúrað o.s.frv. Hún spurði hvers vegna við værum alltaf að skúra, hvort okkur stæði svona mikil ógn af bakteríum. Sjálf sagðist hún vera búin að búa í fbúðinni sinni í sex ár og aldrei skúrað. Ekki hafði henni orðið meint af og sosum mér ekki heldur þrátt fyrir tíðar komur til hennar (ég fór reyndar ekki nema einu sinni úr skónum því sokkarnir urðu svo óhreinir). „Hún var hrelnleg með eindæmum“ Síðan hef ég dregið svo úr skúr- ingum - sem og öðrum húsverk- um - að ég á það ekki Iengur á hættu að það verði tekið fram í minningargreinum um mig að það hafi alltaf verið nýtiltekið hjá mér. Hjá mér heitir það að ég þurfi að forgangsraða tíma mínum og hafi valið að hafa skft og drasl inni hjá mér til að geta sinnt öðru sem mér finnst meira aðkallandi, eins og að vera með dóttur minni. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég hef gefist upp á að virkja manninn minn sem hefur allt annan skíta- og draslstuðul, en ég hef oft hug- leitt í alvöru að fá ókunnuga manneskju sem er til í að þrífa skítinn undan okkur gegn sann- gjörnu gjaldi. Mér skilst að slfk heimilishjálp Ieysi allt að helm- ing allra hjónabandsvandamála. Það fer jú ekki aðeins orka í að vinna þessi verk heldur einnig í að ræða og rífast um þau. Mörg- um konum finnst hins vegar óviðeigandi að borga annarri konu - því fáir karlar taka þetta að sér - fyrir þetta, finnst líklega húsmóðurheiður sinni í veði. Af hverju má ekki borga fyrir þessa þjónustu rétt eins og aðra? Við látum þrífa bílinn, förum með föt í hreinsun, kaupum skyndi- bita - gerum sumsé ýmislegt til Það er lítil hætta á að Ragnhildar Vigfúsdóttur verði minnst fyrir eilffar skúringar eða ryksog enda talar hún m.a. um að sjálfsagt sé að kaupa þá þjónustu eins og hverja aðra. mynd: gs að létta okkur heimilislífið. Af hverju má þá ekki borga ein- hverjum fyrir að þrífa húsið? Ég hitti nýlega konu sem er á kafi í Feng Shui. Þau fræði boða meðal annars að fólki líði illa í drasli. Auk þess verður að huga að orkuflæði í íbúðinni með samspili glugga og hurða, vanda litaval, meira að segja gaflinn á hjónarúminu getur skipt sköp- um um farsæld hjónabandsins. Ég hef lengi vitað, án þess að hafa getað vitnað í vísindalegar úttektir, að mér líður illa í drasli. Nú þegar ég hef séð það svart á hvítu að sjálf geðheilsa mín er í veði mun ég gera eitthvað í mál- inu. Basl að eiga búslóð sinnum og þó ég vorkenni mér alltaf rosalega á meðan á þess- um leiðindum stendur veit ég að enginn annar gerir það því 15% þjóðarinnar er á fartinni með borðbúnað sinn á ári hverju. Og þá Iíklega í því sama menningar- ástandi og ég að prútta um verð á rúmfermetrann í vöruflutn- ingabílum (sem kostar á milli 3- 4000 krónur)? Ég tel mér það þó til tekna og er áreiðanlega fremri margnum hvað ég er fær í að flytja. Ég er svo vön að það er unun að sjá hve ég pota í öll göt og eyður. Hér má koma handklæði og hér má láta rúmfötin taka höggið af lampanum brothætta. Og ég troðfylli allar hirslur af þungum borðbúnaði því vöruflutningar mæla verð sitt aðeins í rými ekki þyngd! Þetta getur reyndar ver- ið vandræðanlegt því í fyrra var mannræfillinn sem kom að sækja dótið hjá mér bakveikur og greindi mér auk þess frá því að hann ætti nú bara eitt ár eftir í eftirlaunin! Reyndar finnst mörgum ég frekar glannaleg þegar að flutn- ingum kemur því eins og við þekkjum hafa menn komið sér upp mismikilli tortryggni í garð brothættra hluta. Ég á það sem sagt til, þegar vöruflutningabíll- inn er farinn, að tæma einn eld- hússkápinn og einmitt þann sem geymir glös og skálar í stóran svartan plastpoka. Þetta finnst sumum glapræði en ég hef í ár- vissum flutningum mfnum kom- ist að því að glerdót hefur mun minni tilhneigingu til að brotna en menn hafa álitið til þessa. Ég er sem sagt að flytja og ómenningarlegri hlut er ekki hægt að hugsa sér. Það er alveg makalaust hvað manni líður illa þegar kassar fara að staflast upp og naglarnir í veggjunum horfa glottandi á mann. Ég vildi óska að ég ætti ekki búslóð og færi með Iitla þægilega bakpokann minn á puttanum til Reykjavík- ur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.