Dagur - 30.10.1997, Page 6

Dagur - 30.10.1997, Page 6
22 — FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 199 7 Ðggur HEIMILISLÍFIÐ í LANDINU L Fjölburarþurfa meirapláss undirsig en einburareða ein- bimi og sjálfsagt erþörfá mik- illi skipulagsgáfu efallt á að komastfyrir, hvortsem um tví- bura,þríbura eðajafnveljjór- Rúmin eru sérsmíðuð Þríburarnir Sif, Sara og Guðjón, 7 ára, hafa þijú herbergi út af fyrir sig, eitt til að sofa í, annað til að leika og læra í og það þriðja er niðri í kjallara. Þar er tölva, dúkkuvagnar og allt stóra dótið. Það myndu ekki öll systkini geta deilt herbergi en þetta gengur auðveld- lega hjá þríburunum. „Lausnin varð sú að Iáta þau sofa öll í sama herbergi. Þau vakna á misjöfnum tíma á morgnana og geta vakið hin þegar þau kveikja ef dótið er inni herberginu. Það er miklu þægilegra að geta farið út og inn í næsta herbergi til að leika sér þannig að það hefur reynst mjög vel. Það er þá friður fyrir þá sem eru sofandi ef eitt þeirra vaknar langfyrst," segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þríburamóðir í Kópavogi. Sofa saman í herbergi Þríburarnir hafa alltaf sofið saman í her- bergi frá því þau fæddust fyrir tæpum átta árum. Þau hafa nú þrjú herbergi út af fyrir sig, tvö uppi í risi og eitt niðri í kjallara. Þau sofa í öðru herberginu í risinu og hafa dót og aðstöðu til að læra í hinu. I svefnher- berginu hefur rúmunum þeirra verið raðað upp við veggina svo að hægt sé að athafna sig á miðju gólfi. Rúmin voru sérsmíðuð svo að þeim yrði öllum komið fyrir inni í her- berginu og þau hafa þann stóra kost að hægt er að stækka þau um Ieið og eigend- urnir þurfa á stærri rúmum að halda. Þá er bara hliðarbríkin tekin úr og lengri sett í staðinn. „Það er mjög algengt hjá þríburafjölskyld- um að bömin sofi öll saman í herbergi og séu svo með annað herbergi undir dótið. Reynsl- an hefur verið góð af þessu," segir hún. bura erað ræða. Dagurfékk að kikja inn í herbergi hjá tvibur- um og þríbumm og komst að raun um að skipulagsgáfunnar eralltafþörf Guðbjörg býst við að þurfa að skipta þeim upp þegar unglingsaldurinn fari að nálgast og þá fái Guðjón sennilega sérherbergi en stelpurnar verði kannski saman í herbergi, að minnsta kosti til að byija með. Læra á eldhúsborði „Þegar þau byrjuðu í skóla kom upp vanda- mál því að þá fór ég að spekúlera í því hvort ég ætti að hafa þrjú skrifborð í herberginu þeirra eða eitt langt eftir miðjunni. Her- bergið er ekki það stórt að það var ekki um mikið að velja. Svo duttum \dð niður á að kaupa eldhúsborð og þá geta þau setið með góðu móti þrjú. Ef það eru fleiri þá er hægt að draga það fram og sitja við hinn endann á því þannig að þetta var frábær lausn og hefur dugað vel hingað til. Þetta á örugg- Iega eftir að duga þeim töluvert," segir Guð- björg. Skápaplássið er skipulagningunni háð enda er reynt að grisja reglulega og skipu- Ieggja vel í allar skúffur og hillur. Þríburarn- ir ganga jafrít í öllum fötum og eiga því ekki hvert sína skúffu. Stóru leikföngin eru í Ieikherberginu niðri í kjallara, þar er líka tölva, dúkkukerrur, körfur og borð til að sitja við. Ef krakkar koma í heimsókn þá getur hópurinn skipt sér, verið í leikherberginu uppi eða niðri í kjallara. -En eru þau farin að hafa skoðanir á því hvernig herbergin séu r „Þau eru ekki farin að skipta sér af því sem hefur verið gert, ekki ennþá,“ segir hún. -GHS Þríburarnir Sif, Sara og Guðjón hafa þrjú herbergi út af fyrir sig. Þau sofa öll í sama herbergi og hafa si'o hin sem leikherbergi. Ef einhver vaknar langfyrstur getur hann farið fram að leika án þess að vekja hin. Rúmin eru sérsmíðuð og þau er hægt að stækka þegar aldurínn færístyfir. myndir: hilmar þór Þegar plássið er lítið getur verið erfitt að skipuleggja vinnuaðstöðu. Það leystist þó þegar þetta eldhús- borð fannst því að nú geta þríburarnir setið öll við það í einu og lært. Skríða upp í hjá bróður Tvíburarnir Sindri Már og Andri Orn Hjartarsynir skríða stund- um upp í rúm hvor hjá öðrum. Það er því gott fyrir þá að sofa í sama herbergi. „Þetta er ekkert annað en skipulagning fram og til baka, frá A til O. Það fylgir helmingi meira tveimur börnum en einu. Þeir deila öllu nema kannski rúminu en það er stundum skriðið upp í ef það er ekki skriðið upp í hjá mömmu og pabba,“ segir Guðrún Jóna Val- geirsdóttir tvíburamóðir. DeUa öUiun leUdöngiun Guðrún Jóna og Ijölskylda henn- ar hafa búið í gömlu einbýlis- húsi við Laugarnesveg í 13 ár. Börnin eru Ijögur, tvö uppkomin og tvíburarnir, sjö ára. Þeir sváfu fyrstu tvö árin inni hjá pabba og mömmu en allir fylgihlutir voru í öðru herbergi, skiptiaðstaða, grindur og svo framvegis. Þegar þeir urðu tveggja ára fóru þeir í sérherbergi og hafa verið í sér- bergi síðan. Þegar stóra systir flutti að heiman fluttu tví- burarnir niður í kjallara í gamla herbergið hennar og þar hafa þeir bæði rúmin sín og leikföng. - Það hefur ekki verið höfuð- verkur að koma inn stærri rúm- um þegar skápurinn er fyrir öðru rúminu? „Bróðir þeirra er í helmingi stærra herbergi þannig að við erum að spá í að svissa. Það er þó fjarlægara í tíma, við ætlum að bíða í smá tíma,“ svarar hún og neitar því að þeir hafi sýnt nokkra tilburði til að hafa áhrif á það hvernig herbergið þeirra sé skipulagt. Þeir séu sennilega of litlir til þess enn sem komið er. Það er mikið af leikföngum sem fylgir strákunum en Guð- rún grisjar dótið reglulega og endurnýjar eftir þörfum. Það eru alltaf einhverjir pokar með dóti úti í bílskúr. Strákarnir fylgjast voðalega mikið að, deila öllu jafnt þó að auðvitað slettist stundum upp á vinskapinn hjá þeim eins og öllum öðrum systk- inum. -GHS Sindri Már og Andri Örn Hjartarsynir sofa ísama herberginu. Þegar þeir stækka skipta þeir kannski á herbergi við stóra bróður sem hefur nú helmingi stærra herbergi til um- ráða.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.