Dagur - 30.10.1997, Síða 14

Dagur - 30.10.1997, Síða 14
rD^tr 30 — FIMMTUDAGUR 30.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU Á hliðarsvipnum sést greinilega form stallbaksins, þ.e.a.s. það er ekki ósvipað þvíað bætt hafi veríð aftan við stallbak tii að búa tii iangbak, en það kemur ekkert illa út - mynd: ohr Frábærar hirslur fyrir miðju er látinn halda sér upp á mælaborðið en inn í hann eru felld ýmis tæki og tól svo sem klukka, út- blástur miðstöðvar, útvarp, hnappar fyrir miðstöð o.fl. En rúsínan í pylsuendanum og það sem helst skarar þessum bíl fram úr mörgum af keppinautunum eru hirslur og kyrnur undir botninum á farangurs- rýminu aftast. Þegar plötunni í botnin- um er lyft kemur í Ijós önnur plata ansi skemmtileg. Það er ekki nóg með að þar sé Ijöldinn allur af geymsluhólfum heldur er þar líka fata sem felld er ofan í plötuna og hægt er að taka með sér eða nota undir eitt og annað. Þetta er upplagður útbúnaður fyrir karla eins og mig sem þurfa sífellt að vera með eitt og annað smálegt, t.d. úr verkfæra- kassanum, með sér á ferðalögum. Maður er nefnilega yfirleitt í mestu vandræðum með þessa smáhluti og þeir eru nánast alltaf týndir einhvers- staðar í bílnum þegar til á að taka. En í Suzuki Baleno er aldeilis frábær geymslustaður fyrir þessa nauðsynja- hluti sem sumir eiga það til í ógáti að kalla „drasl.“ Baleno er ljúfur akstursbíll. Upptak- ið í 1600 vélinni er ekkert rífandi en allt í Iagi og dugar fjölskyldubílnum fyllilega. Vegna sítengda aldrifsins eru aksturseiginleikar bílsins með ágætum og hann liggur vel á malarvegum. Þrátt fyrir að bíllinn, sem var reynsluekið væri kominn á nagladekk var veghljóð- ið sáralítið. Eyðslan fannst mér vera í meira lagi þar sem aksturinn var að mestu Ieyti utanbæjar og tiltölulega hlýtt í veðri en hún mældist 10,86 lítr- ar á hundraðið. En bíllinn er gefinn upp fyrir mun minni eyðslu. Baleno er með rafmagn í rúðum, samlæsingar og veltistýri sem staðalbúnað. ABS hemlar eru boðnir sem aukabúnaður. Mundi ég? Mundi ég kaupa svona bíl? Já, Suzuki Baleno langbakur kemur sterklega til greina sem fjölskyldubíll hjá mér. Ástæðan er fyrst og fremst fjórhjóla- drifið og að þarna er um að ræða nokk- uð vel búinn bíl sem kostar rétt um 1.600 þúsund krónur, þ.e.a.s. hann er á tiltölulega góðu verði. Ýmsar stærðir Breidd 1.690 mm Eigin þyngd (4WD) 1.105 kg Hæð 1.460 mm Heildarþyngd (4WD) 1.580 kg Hjólahaf 2.480 mm Afl v/6.000 sn 99 hö Spomdd f 1.440 mm Tog v/3200 sn 127 Nm Sporvfdd a 1.435 mm Uppgefin eyðsla (4WD): Lægsti punktur 155 mm Innanbæja 9,5 1 Beygjuradius 4,9 m Utanbæjar 6,8 1 Tankur 2WD 51 1 BI. akstur 7,8 1 Tankur 4WD 48 1 Á dögunum var fj ó r hj ó 1 a d r i fn u m Suzuki Baleno Iangbak reynsluekið. Þessi bfll er boðinn í þremur útgáfum hér- Iendis sem langbakur: Beinskiptur og sjálf- skiptur með framdrifi og beinskiptur með fjórhjóladrifi. Suzuki kom inn á markaðinn hérlendis upphaflega með smá- bíla og flestir kannast við Suzuki jeppana sem alltaf hafa verið Iitlir en farið stækkandi jafnt og þétt. Suzuki bílar hafa þar af Ieiðandi þá mynd á sér að þeir séu smáir. Þó Suzuki Baleno sé að sumu leyti í smærra lagi þá er þetta enginn smábíll. í rauninni er þetta mjög álitlegur fjöl- skyldubíll og fyllilega samkeppnisfær við bfla í svipuðum stærðarflokki, þ.e.a.s. hafi einhver haft einhverjar efasemdir um það. Rak hofuðið 1 I smærra lagi segi ég. Þegar ég settist inn í bílinn í fyrsta sinn rak ég höfuðið harkalega í dyrakarminn að ofanverðu. Framrúðan er afturhallandi vegna straumlínulagsins á bílnum og fyrir vikið er hurðargatið heldur lægra en gengur og gerist í sumum öðrum bíl- um. Þegar maður er sestur inn Iiggur hægri leggurinn heldur þétt utan í miðjustokknum og maður er svolítið að vandræðast með vinstri olnbogann á sér í byrjun. En þetta venst fljótlega og maður fer að kunna ágætlega við sig undir stýrinu. Þegar maður sest aftur í er ágætlega rúmt um mann. Baleno er laglegur bíll. Að sjá á hlið langbaksins er að vísu eins og tekinn hafi verið stallbakur, þakið Iengt og bætt við gluggum og skottloki og afturrúðu breytt í afturhlera og útkoman orðin langbakur. En þetta kemur ágætlega út. Vindskeið uppi að aftan með bremsuljósi er staðalbúnaður á lang- baknum og hún setur mikinn svip á bílinn. Samlitir stuðarar eru einnig staðalbúnaður. Að innan er bíllinn líka fallega hannaður þó án íburðar, með tvílitu snyrtilegu áklæði. Stokkurinn Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar • Kengúran lifir allt sitt líf án þess að þurfa að drekka vatn. • Aska magnesíum málmsins, sé hann brenndur, er þyngri en samsvarandi magn af málmi. • I Japan greiða vélmenni til stéttarfé- laga. • Stóru hafnarboltafélögin í Bandaríkj- unum kaupa um 18000 bolta hvert á leiktímabili. • Marocco var fyrsta landið til að viður- kenna Bandaríkin árið 1789. • Á nafnspjaldi A1 Capone stóð að hann seldi notuð húsgögn. • Stafrófið í Kambódíu hefur 74 stafi. • Indverski flóðhesturinn vegur um 2000 kg. en getur eigi að síður náð um 80 km. hraða. • Þegar tunglið er beint yfir Ameríku, er aðdráttarafl þess nægjanlegt til að hækka landið um 15 sm. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA Að pissa undir Ég á 11 ára gamlan dreng sem pissar enn undir. Það gerist ekki á hverri nóttu, heldur svona 3svar í viku. Stundum nokkrar nætur £ röð og svo ekki smá tíma, en ég sé ekkert mynstur. Þetta fer illa með sjálfstraust hans og hann vill helst ekki bjóða til sín vinum sínum. Strákum er hættara við að pissa undir en stúlkum og þeir gera það Iengur. Oft er hægt að kenna um streitu eða einhverjum áhyggjum sem börnin búa yfir og er þá mikilvægt að tala við þau og reyna að komast að því hvort svo er. Kannski líður drengnum illa í skólan- um, á við námsörðugleika að stríða, eða þá hann verður fyrir stríðni. Ef ekkert af þessu er fyrir hendi, þá ættir þú að fara með hann til læknis, kannski hefur hann snert af blöðru- bólgu eða þarf einfaldlega að læra að stjórna þvaglátum sínum betur. Vigdís svarar í símaun! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9-12. Síminn er S63 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is PaprLkukartöflm' Fín kartöfluuppskrift með hvftlauksívafi. Ætlað 4. 8 stórar paprikar 700 gr. kartöflur 6 lauf hvítlaukur 2 tsk. dillfræ 175 ml. af ólífuolíu Hitið ofninn í 180°C. Skerið stilkinn af paprikunum, ljarlægið fræin. Þvoið kart- öflurnar og skerið í teninga, fremur Iitla. Blandið saman við hvítlaukinn, fræin og 3 tsk. af olíu. Kryddið ef vill með salti og pipar. Látið í paprikurnar og setjið þær í ofnfast form. Hellið afganginum af olí- unni yfir og bakið í l'A klst. Takið paprik- urnar af diskinum, sjóðið upp á vökvan- um sem hefur lekið af þeim, þykkið að- eins ef vill og hellið yfir paprikurnar. Ber- ið fram með brauði og salati. Matarlitur HÞað hefur verið spurt um mat- arlit sem notaður er í kökur og kökuskreytingar. Þessi litur er mun sterkari en sá venjulegi og hefur fengist t.d. í Húsasmiðjunni. En hann fæst líka í Húsgagnahöllinni og ef til vill £ Pipar og salt. I amerísku kökubókunum er mikið talað um svona lit, það þarf ekki nema 2-3 dropa til að lita heilmikið krem. t

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.