Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 01.11.1997, Blaðsíða 2
18-1. NÓVEMBER.OKTÓBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Linda Björg Ámadóttir fatahönnuður, sem vahti mikla athygli í Smimoff keppninni ekki íyrir mörgxun árum með öðruvísi fatnaði úr vömhum, er enn á svipuðum slóðum. Ekki er langt síðan fréttist af henni hjá Skinnaiðnaði á Akureyri, en þar var hún í þeim tilgangi að reyna að búa til hálfgegnsætt leður fyrir japanskan fatahönnuð. Ekki er vitað hvemig til tókst en allavegana er það að frétta af henni að hún hannaði fatnað á fjöllistafólkið í Gus Gus og er núna í París við nám og störf. Mikil hátíðarhöld verða á Grand Rokk í dag. Þá heldur Hrafn Jökulsson, fyrrver- andi ritstjóri Alþýðublaðsins og Mann- lífs, upp á afmæli sitt. Hinir ijölmörgu vinir Hrafns þóttust illa sviknir fyrir tveimur ámm þegar kappinn forsómaði að halda upp á þrítugs afmæli sitt. En nú segir Hrafn tíma íyrir hátíðarhöld þar sem hann sé hálfnaður með reitina á skákhorðinu. Meðal þeirra sem era á boðslista Hrafns em vinir hans úr fjöl- miðlastétt, íyrrverandi félagar úr Al- þýðuflokknum og núverandi samherjar í Sjálfstæðisflokknum. Grenvfldngurinn Díanna Ómel hefur aldeilis slegið í gegn í Reykjavík, fengið nóg að gera við að sauma föt íyrir fólk og fjölmiðlar standa í hiðröð eftir við- tali. Eftir að viðtalið hirtist í Degi fýrir nokkram vikurn hefur síminn á rit- stjóminni ekki stoppað. Fyrst var það rás 2, sem vildi spjalla um muninn á landsbyggð og höfuðborgarsvæði, svo var það Aðalstöðin og nú heyrum við að Stöð 2 verði með viðtal við hana í 19- 20 eftir helgi. Þar verður Svavar Öm Svavarsson hárgreiðslumaður að verki en hami hefur sem kunnugt er verið með stutta þætti, til dæmis um tískuna... Dianna Úmel. Og í gærkvöldi mátti sjá Evu Maríu Jóns- dóttur, sjónvarpskonu í Dagsljósi, upp- fylla gamlan draum Andra Snæs Magn- ússonar um að fá ungfrú ísland til að standa á stóra brettinu í Sundhöllinni, lesa ljóðin hans og stinga sér svo til sunds með þessa buslubók. Draumurinn var uppfylltur en í stað þess að fá ungfrú ís- land til verksins leysti ungfrú Norður- lönd, Norðlendingurinn Dagmar íris GyHadóttir, úr verkefninu með prýði. Á meðan sat lítill fimm mánaða gutti, sonur Andra Snæs, í bflstólnum sínum á sund laugarbakkanum og hlustaöi andaktugur. í heila tvo tíma og það heyrðist ekki bofs... Aðalstöðin hampar nú morgunþætti með Eiríki Jónssyni, sem ber heitið Ei ríkur og Ijóskan, og er hann þar í sam- vinnu við Önnu Gullu Rúnarsdóttur fatahönnuð, ljósku með meiru. Margir hafa vorkennt Önnu Gullu og velt fyrir sér hvort heitið á þættinum sé enn einn niðrandi ljóskubrandarinn en svo er vist ekki. Anna Gulla átti hugmyndina að nafninu á þættinum og segir reyndar fáeina ljóskubrandara sjálf. Það er alltaf svo gaman að ljóskunum... Anna Gulla Rúnarsdóttir Jólagleði auglýsenda er hafin. „Finnstþetta alltofsnemmt, “ segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Þjóð- kirkjan á ekki að hafa bein afskipti af þessu,“ segir sr. Gunn- laugur Garðarsson. „Ég heyri á fólki að því finnst þetta fullmikið af hinu góða. Sjálfum þætti mér eðlilegt að menn færu af stað með jólaaug- lýsingar mánuði fyrir jól, eða í byrjun aðventu. En Þjóðkirkjan á ekki að hafa bein afskipti af þessu. Kaupmenn verða að finna meðalveginn og viðskipta- vinir að láta í sér heyra ofbjóði þeim auglýsingagleðin," segir sr. Gunnlaugur Garðarsson, prest- ur í Glerárkirkju á Akureyri. Kaupmenn eru byrjaðir að aug- lýsa jólavarning. Samt sem áður er nóvember rétt að byrja - og það er útborgun á mánudag. Þá á fólk eftir að fá útborgun í des- ember og jólabónus um miðjan þann mánuð. Ætla má að þá fyrst hrökkvi jólakauptíðin í gang. Nema Kastró byltingar- leiðtogi fari á stjá og fresti jólum fram í mars, einsog sannsögu- legar heimildir greina frá. Hjá Kringlunni og í hjá Miðbæj- arsamtökunum í Reykjavík hefur verið mótuð stefna um að fara ekki af stað með jólaauglýsingar fyrr en um miðjan nóvember, enda þó einstaka verslanir geti þurft fyrr af stað, aðstæðna eða sérstöðu vegna. „Mér finnst of snemmt að fara af stað með jólaauglýsingar núna, svo ég tali fyrir sjálfa mig. Ég fer ekki að hugsa um jólin fyrr en í byrjun desember,“ segir Erla Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri Kringl- unnar. Hún segist þess þó vör að fólk sé þegar byijað að kaupa jólagjafir á ýmsum afsláttartil- boðum í Kringlunni. Systurnar Fríða Dóra og Jóna Ósk Vignis- dæturstanda fyrir föndurnámskeiðum á Akureyri, ásamt Ásdísi Jóhannsdóttur, móður þeirra. Fyrstu námskeiðin eru að fara af stað, en Fríða segir ráðast af tíð- arfari hvort fólk sé komið íjólaskap um þetta leyti. Eins og sjá má á auglýsing- unni hér til hliðar er jólasveinninn þegar kominn í Holtagarða þó þjóðtrúin segi að sveinki komi ekki til byggða fyrr en þrettán daga fyrir jól. eru að fara af stað á næstu dögum og þar verður klippt, saumað, málað og teiknað í anda jólanna næstu kvöld. „Það verður að fara snemma af stað með þessi námskeið,11 segir Fríða Dóra. „Það fer voðalega mikið eftir veðri hvort fólk er komið í jólagírinn þegar námskeiðin hefjast. Sé snjór getur svo verið, en fólk er ekki í jólaskapi í svona blíðuveðri eins hefur verið að undanförnu," segir Fríða Dóra. -SBS. Ragnar Sverrisson, kaupmað- ur í Herradeild JMJ eyri og formaður mannafélag Akureyrar segir að auglýsingar félagsmanna í sérstökum blöðum fari af stað um 20. nóvember. Þá verði opnunartími verslana lengri frá þessum tímpuntki og skreyting- ar settar upp í miðbænum. „Mér finnst ekkert að því að menn minni á sig. Við erum í sam- keppni við útlönd og meðan tíð er góð getur fólk verið á ferð- inni. Við vitum aldrei hvernig færð hér nyrða spillist," segir Ragnar. Á Akureyri standa mæðgurnar Fríða Dóra og Jóna Osk Vignis- dætur og Ásdís Jóhannsdóttir, móðir hennar, fyrir jólaföndur- námskeiðum. Fyrstu námskeiðin Halldór er niaður vUaumar Fjaðrafok! DýrlegtJjaðrafok! Halldór hækkar gjöldin í nafni landsbyggðarinnar og nethausarhvar sem þeirná að tengja fá kast. Kjördæmavikafyrirnorð- an ogfjarskiptaráðherrann í vellystingumpragtug- lega að kankast á við atkvæðin sín áAkureyri þegar kemurkallfrá Davíð: „Halldór! Komdu á teppið - strax!“ Okkarmaðursuðurog Samkeppnisstofnun farin að væla um einhverjarforsendur, Jóhannes í Neytendasamtökunum vændurum „óheilindi“ og eilífthlás í leiðurum blaðanna. Nei, enginn maður hefurkallaðyfirsig annan eins eld og brennistein i þessari viku og ráðherra gjaldskrárhækkana. Hann erBlöndal vikunnarog beygði af.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.