Dagur - 01.11.1997, Síða 4

Dagur - 01.11.1997, Síða 4
20 - L AU G AR DAGUR l.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU L X^ur „Skammastniín fyrirlandmitt!“ Þýski rithöfundurinn Gunther Grass heldur áfram að pirra valdamenn í heimalandi sínu með skeleggum, gagnrýnum málflutningi. Hann hélt upp á sjötugsafmæli sitt nýverið með því að saka Þjóðverja um að láta kynþáttafordóma enn sem fyrr ráða afstöðu sinni til manna og málefna, og fékk fyrir miklar skammir frá ráðandi mönnum. Sem fyrr lætur Grass sér fátt um finnast og heldur sínu striki án þess að taka hið minnsta tillit til þess sem fjandmenn hans kunna að segja eða gera. Það hefur reyndar alla tíð átt við þennan merka þýska rithöfund; hann hefur farið eigin leiðir ára- tugum saman - jafnt í opinber- um yfirlýsingum sem í skáld- verkum. „Ég skanunast mfn Grass var aðeins þijá daga um sjötugt þegar hann hélt ræðu í Frankfurt í tilefni af afhendingu friðarverðlauna bókahátíðarinn- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur 4. sýn. föd. 7/11 örfá sæti laus - 5. sýn. fid. 13/11 uppselt 6. sýn. Id. 15/11 nokkur sæti laus - 7. sýn. sud. 23/11 uppselt Fiðlarinn á þakinu eftir Boch/Stein/Harnick Id. 8/11 nokkur sæti laus föd. 14/11 - Id. 22/11 Þrjár systur eftir Anton Tsjekhof sud. 9/11 - sud. 16/11. Sýningum fer fækkandi. Smfðaverkstæðið kl. 20.30 Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman fid. 6/11 -Id. 8/11 - fid. 13/11 - Id. 15/11 LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mád. 3/11 kl. 20.30 „Himneskir tónar“. Sophie Marie Schoonjans og Marion Herrera spila á tvær hörpur verk eftir ýmis tónskáld. Kynnir: Arína Magnúsdóttir, tónlistarfræðingur. Miðasala við inngang. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.- sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ar þar til tyrkneska höfundarins Yassers Kemals. Hann gagnrýndi þýsk stjórnvöld harðlega fyrir meðferðina á innflytjendum og fyrir að selja Tyrkjum vopn sem þeir noti svo til að drepa Kúrda umvörpum. „Eg skammast mín fyrir land mitt,“ þrumaði hann yfir hausamótunum á virðuleg- um samkomugestum. Viðbrögð framkvæmdastjóra stærsta stjórnarflokksins, Kristi- legra demókrata, voru dæmigerð fyrir svör kerfisins: Grass, sagði hann, hefur Ioksins kjaftað sig út úr þeim hópi rithöfunda sem hægt er að taka mark á. Talsmenn jafnaðarmanna komu Grass hins vegar til varn- ar. Ekki svo að skilja að honum hafi verið mikil þægð í því; hann sagði sig úr flokki þeirra fyrir nokkrum árum þegar jafnaðar- menn studdu aðgerðir til að tak- marka aðgang flóttafólks að Þýskalandi. Stormiim í fangið Grass hefur alltaf haft storminn í fangið og nýtur þess, enda mikill bardagamaður. Gagnrýnendur hafa slátrað mörgum bóka hans miskunnarlaust, þar á meðal þeim sem Þjóðveijar hafa sfðar tekið upp á arma sína. Alræmt var þegar einn þekktasti gagnrýn- andi Þýskalands reif í tætlur - í bókstaflegri merkingu - nýja skáldsögu eftir Grass í sjónvarps- Fjölhæfni FeriII Grass ein- kennist af ótrúlegri fjölhæfni. Hann hefur fengist við flestar tegundir skáldskapar: samið skáldsögur, ort ljóð og Gunther Grass: kominn yfir sjötugt og hvassyrtur sem fyrr. skrifað Ieikrit - auk þess sem hann hefur ritað heil ósköp um málefni samtímans á hverjum tíma. Allir eru þó sammála um að skáldsögurnar séu hæsti tindur sköpunarverks hans. Þar á meðal er sagan sem gerði hann frægan sem rithöfund; „Blikktromman" (Die Blechtrommel) frá ár- inu 1959. Hún fjallar um lífið í Þýskalandi nasismans. Það við- fangsefni, og þýskt þjóð- líf á árunum eftir síðari heimsstyijöldina, er fyr- irferðarmikið í öllum skáldskap hans. Aðrar kunnustu skáldsögur Grass eru „Katz und Maus“ (1961), „Hundejahre" (1963), „Órlich Betaubt" (1969) sem m.a. Ijallar um stúd- entauppreisnina 1968, „Aus dem Tagebuch einer Schnecke" (1972) og „Der Butt“ (1977), en hún hefur að geyma í senn gagnrýna og grínaktuga greiningu á samfélaginu (lýsir m.a. réttarhöldum femínista yfir fiskgreyinu sem nafn sögunnar vísar til). Sumir segja reyndar að „Der Butt“ sé merkasta skáldsaga Grass og sannkallað meistaraverk. þætti fyrir nokkrum árum. Sú ofstækis- athöfh hafði hins vegar engin áhrif á góðar viðtökur bók- arinnar meðal al- mennings. Hann hefur sagt þjóð sinni til synd- anna áratugum saman jafnt í ræðu sem riti, og lítur á það sem skyldu sína að vara landsmenn við ef hann telur þá stefna inn á hættu- legar brautir - eins og varð með svo hrikalegum afleið- ingum á tímum nas- ismans. Sjálfur Ienti hann sem unglingur í Hitlersæskunni og þýska hernum og þekkir því að eigin raun hversu auðvelt er fyrir slóttuga ráðamenn að blekkja þjóðina og leiða hana inn á villigötur. Samdi til að lifa af Um þessarmundir stenduryfir tónlistar- hátíð tileinkuð meist- urunum Schubert og Brahms. Daníel Þor- steinsson píanóleíkari ereinn aðstandenda hátíðarinnar. Hátíðin hófst 19. október og henni lýkur 23. nóvember og á henni verða tónleikar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á tón- leikum á sunnudag í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju verða flutt m.a. Sónata í B-dúr fyrir píanó eftir Schubert og sónata fyiri víólu og píanó eftir Brahms, auk sönglaga. Tilefni hátíðarinn- ar er að í ár eru tvö hundruð ár frá fæðingu Schuberts og hund- rað ár frá dauða Brahms. Á há- tíðinni eru einkum verk frá síð- ari hluta æviskeiðs þeirra og meðal þeirra eru einhver feg- urstu kammerverk sögunnar s.s. Strengjakvintett í C-dúr eftir Schubert og Klarinettukvintett Brahms, auk annarra verka. Daníel segir að fyrir tveimur árum hafi hann ásamt Sigurði Halldórssyni sellóleikara staðið fyrir svipaðri hátíð á afmælisári Gabriel Fauré og Paul Hind- ermith og hátíðin nú hafi þróast út frá þeirri fyrri, en auk þeirra stóð Ármann Helgason ldar- inettuleikari að undirbúningi hátíðarinnar. „Maður verður samt að passa sig á því að festast ekki í svona þema. Við lítum samt fyrst og fremst á þetta sem tækifæri til að spila góða tón- list.“ „Schubert og Brahms eru á margan hátt ólík tónskáld, og það má segja að Schubert sæki margt til Mozart meðan Brahms sækir enn aftar; í pólyfóníska tónlist Bach,“ segir Daníel. „Þeir þurftu báðir að bijótast frá Beet- hoven, en Schubert leit aldrei á sig sem arftaka Beethovens, heldur samdi bara til að lifa af og þá á ég við andlega. Brahms sagði einhvern tímann: Hvernig heldurðu að það sé að lifa við það að heyra alltaf hin þungu skref risans fyrir aftan sig, og átti þá við Beethoven.“ „Schubert veldur mönnum á margan hátt svipuðum heila- brotum og Mozart að því leyti að menn spyrja sig hvert hann hefði haldið í tónsmíðum sínum ef hann hefði ekki dáið 31 árs. Það má segja að hann hafi yfir- keyrt sig á síðustu mánuðum ævi sinnar. Verkin sem hann samdi þessa síðustu ævidaga sína vísa á framtíðina, en ein- hvern veginn virðist enginn hafa tekið upp þráðinn." „Brahms setur sinfónískan kraft í verk sín og líkist Beet- hoven í því, meðan Schubert er bara að koma frá sér hugmynd- um sínum, hvað sem það kostar. Hann er sparsamari og í síðustu verkunum er þetta nánast hrein tónlist og maður þreytist aldrei á einfaldleikanum, hversu oft sem maður hlýðir á verkin." „Það má segja að öll ár séu Schubert ár og Brahms ár, en það sem við erum að gera er að nota tækifærið til að flytja svona mörg verk þeirra beggja á stutt- um tíma. Það var ekki meðvituð ákvörðun að flytja síðustu verk þeirra, en þetta þróaðist í þá átt, þar sem þessi verk höfðuðu mest til okkar flytjendanna á há- tíðinni sem er hópur fólks.“ „Mér fannst strax mikilvægt að hafa tónleika bæði á Akureyri og í Reykjavík og þar skipti auð- vitað miklu að Akureyringar hafa eignast þennan yndislega flygil sem hentar vel bæði fyrir einleik og kammermúsík." „Við sem stöndum fyrir þess- ari hátíð erum að þessu vegna þess að við trúum að tónlistin sé mannbætandi. Það má ekki gleyma því að þessi tónlist var ekki samin fyrir menntuð eyru, heldur á hver sem er að geta notið hennar, þó hún sé í eðli sínu þannig að hún krefjist færni af flytjendum sínum. Þessi tónskáld eru komin frá venju- legu fólki; Brahms kemur úr lág- stéttarfjölskyldu og faðir Schuberts var kennari. Þannig að þetta er ekki tónlist fyrir neina aðra en okkur öll.“ hh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.