Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - 21
Vgpr
LÍFIÐ í LANDINU
Einar Benediktsson hittir
Krapotkín fursta
„EinarermestcL ólíkindatól og kemurmanni
stöðugt á óvart, “ segir Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingursem síðustu þrjú árin hefurunnið að
rannsóknum á lífi og starfi Einars Benediktsson-
arskálds og athafnamanns. Hluta afþeim af-
rakstri eraðfinna ífyrsta bindi ævisögu skálds-
ins sem Guðjón hefurritað og væntanleg erá
markað innan skamms. Þar er aðfinnafjölda
nýrra upplýsinga um þjóðskáldið eins og Kol-
hrún Bergþórsdóttirkomst að í spjalli við höf-
undinn.
Hvaða atburður heldur þú að
hafi mótað Einar Benediktsson
mest á ævinni?
,/Eska hans og uppeldi. Saga
foreldra hans skýrir mjög margt
í hans ferli og fari. Sú saga er
átakamikil og átakanleg. Bene-
dikt, faðir Einars, var dúx í skóla
en hætti námi eftir pereatið
1850 og réð sig sem heimilis-
kennara á höfðingasetrið Reyni-
stað í Skagafirði. Þar var hann í
tvo vetur. Húsbóndinn á Reyni-
stað ákvað að kosta hann til
stúdentsprófs og laganáms í
Kaupmannahöfn og festi honum
dóttur sína, Katrínu, sem þá var
ellefu ára gömul. Benedikt sneri
heim frá Kaupmannahöfn þegar
Katrín var átján ára og þau gift-
ust.
Benedikt varð dómari við
landsréttinn og mjög áberandi
maður í þjóðlífinu. Hann varð
óreglumaður og heimilislífið var
snemma í uppnámi. Katrín, sem
var stórlát kona, yfirgaf mann
sinn þegar Einar sonur þeirra
var sjö ára gamall. Það Iýsir hug-
rekki hennar að hún skyldi fara
því á þessum tíma var nær
óþekkt að fólk af yfirstétt sliti
samvistum og við sambúðarslitin
varð hún öreigi. Tvö yngstu börn
þeirra hjóna fylgdu henni en
Einar varð eftir hjá föður sínum.
Eg held að þessi aðskilnaður
hafi haft djúp áhrif á Einar.“
Endurspeglaðist hann að ein-
hverju leyti í einkalifi Einars síð-
ar meirl
„Hjónabandssaga Einars líkist
að nokkru sögu foreldra hans.
Þegar Einar er þijátíu og tveggja
ára tekur hann upp samband við
fimmtán ára stúlku, Valgerði
Zoega. Óneitanlega vaknar sú
spurning hvort öryggisleysi og
ástleysi í æsku hafi ekki átt þátt
í því að hann valdi sér svo unga
stúlku. I byijun dáði Einar konu
sína, en þau voru oft aðskilin
mánuðum saman meðan hann
var í útlöndum og það var ekki
til að styrkja böndin. Hjóna-
bandið var stormasamt á köflum
og endaði með skilnaði eftir ald-
arfjórðung."
Bænarskjal til Krapotkins
Einar tengdist frægu sakamáli,
svonefndu Sólborgarmáli. Hann
er sagður hafa trúað því að Sól-
borg fylgdi sér. Var hann hjátrú-
arfullur í eðli st'nu?
„Faðir Einars var frávita af
myrkfælni. Einar virðist hafa
smitast af honum, var myrkfæl-
inn alla ævi og gat ekki sofið
einn í herbergi. Einar var afar
hjátrúarfullur maður. Svaf til
dæmis alltaf með sokk um háls-
inn, einhver hafði sagt að hon-
um að það myndi færa honum
vernd. Hann átti erfitt með að
sofa í stórum herbergjum, vildi
sofa í litlum herbergjum því
hann taldi að veggirnir héldu vel
að sálinni.
En ef við víkjum að Sólborgar-
málinu þá var það fyrsta málið
sem hann fékk í hendur eftir að
hann var settur sýslumaður í
Þingeyjarsýslu. Sólborg hafði
lent í þeirri ógæfu að eignast
barn með hálfbróður sinum og
bera það út. Hún og bróðir
hennar voru ágætar manneskjur
og ég held að Einar hafi fremur
viljað komast hjá því að dæma
þau. Einar gat verið ósvífinn og
umtalsillur en hann var ætíð
góður lítilmagnanum. En Sól-
borg svipti sig lífi, svo að segja í
höndunum á honum. Hann tók
það nærri sér og kann að hafa
verið haldin sektarkennd.
Fyrir norðan spruttu strax sög-
ur um að Sólborg gengi aftur og
menn virtust stundum viljandi
spila inn á myrkfælni Einars
þegar þeir sögðu Sólborgu fylgja
honum. Meðan Einar bjó á
Stóra-Hofi á Rangárvöllum var
hann sannfærður um að hún
fylgdi sér. Einhver gaf honum
síðan ráðleggingar um hvernig
hann ætti að losna við hana.
Þegar hann færi í síðasta sinn
frá Stóra Hofi átti hann að
halda rakleitt að prestsetrinu á
Odda og ganga til altaris. Eftir
það mátti hann aldrei koma aft-
ur að Stóra Hofi. Þetta hélt
hann og virðist hafa trúað því að
Sólborg hefði að mestu hætt að
fylgja sér.“
Einar var mikill framkvæmda-
maður og eldhugi og af honum
fara margar sögur. Segðu mér
einhverja semfáir þekkja.
„Einar fór í fyrsta sinn til
London 1895 og er þá um þrí-
tugt. Hann hafði verið í
kompaníi og nánu vinfengi við
Frímann B. Arngrímsson, sem
var fyrstur manna til að boða Is-
lendingum fagnaðarerindi raf-
magnsins. Þeir Frímann voru
mildir aðdáendur anarkistans
Krapotkíns fursta sem þá var í
útlegð í London. Einar og Frí-
mann sömdu bænarskjal til
Krapotkíns þar sem þeir báðu
hann að vekja athygli umheims-
ins á kúgun Dana á íslending-
um. Þeir gerðu sér síðan lítið
fyrir og gengu á fund
Krapotkíns. Krapótkín tók við
bréfinu og fór með það til kunn-
ingja síns, doktors Jóns Stefáns-
sonar sem þá bjó í London.
Krapotkín var hálfpartinn í öng-
um sínum vegna bréfsins og
vissi ekki hvernig hann ætti að
bregðast við erindinu. En þessi
gjörð Einars lýsir honum mjög
vel. Hann var óbanginn við að
koma fyrirætlunum sínum í
framkvæmd."
Hann var stórhuga maður,
hvaða þýðingu hafði hann fyrir
samtíð sína?
„Einar dreymdi um að gera ís-
land að iðnvæddu landi. Hann
keypti til dæmis Nesjavelli í
Grafningi, hugðist nýta jarðhit-
ann og í þeim tilgangi stofnaði
hann félag í London. A vegum
þess félags komu hingað til
lands verkfræðingar sem hoss-
uðust á hestbaki yfir holt og
hæðir til að kanna aðstæður.
Þeim féllust hendur. í Reykjavík
var engin höfn og því gátu stór
skip ekki lagst að bryggju. Þar
voru heldur engir vegir. Án
þessa gat ekki orðið af fram-
kvæmdum. En það hafði Einar
gleymt að segja þeim. Stundum
vantaði endapunktinn í fram-
kvæmdir Einars og hann var
ekki alltaf úthaldsgóður. En
samt var Einar áratugum á und-
an samtíð sinni. Hugmyndir
hans fóru ekki saman við þróun
þjóðmála hér á landi. Hann vildi
til dæmis laða að erlent fjár-
magn til íslands, en lög sem sett
voru á Alþingi komu í veg fyrir
það. Stóriðja, nýting rafmagns
og jarðhita voru meðal baráttu-
mála hans. Svo ótalmargt sem
við búum við í dag og teljum
sjálfsagða hluti var í upphafi
hugarsmíð hans.“
Hvers langt nær þetta bindi og
hvar hefst saga annars bindis?
„Þetta bindi nær til ársins
1907 og þá er Einar 43 ára gam-
all. A þeim tíma verða þáttaskil í
Iífi hans því hann flyst til Lund-
úna. Þar stofnaði Einar mörg
fyrirtæki með breskum aðilum í
þeim tilgangi að efla viðreisn Is-
lands. Þar var ekki ráðist á garð-
inn þar sem hann var lægstur.
Helsti félagi Einars í London
hét Rawson. Hann kom til ís-
lands árið 1910 með Einari og
gekk á fund Björns Jónssonar
ráðherra og bauðst til að útvega
fjármagn f enskan banka á Is-
landi, Enska bankann svo-
nefnda. Rawson var ekki síður
ævintýraleg persóna en Einar og
endaði feril sinn sem umdeildur
trúarleiðtogi. Ævi hans er efni í
sérstaka bók.
Englandssagan er viðburðarík
og að mörgu leyti lykillinn að at-
hafnasemi Einars Benediktsson-
ar. En það er önnur saga og ný
bók sem vonandi kemur út að
ári.“
Guðjón Fridriksson hefur skráö sögu Einars Benediktssonar og þar kemur ýmislegt! Ijós sem áður
var ókunnugt um.