Dagur - 01.11.1997, Side 7

Dagur - 01.11.1997, Side 7
T^u- LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 19 97 - 23 LÍFIÐ í LANDINU Sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatns- firði, gægist út um einn Ijóra Vatnsfjarðar- kirkju. Engurgerð og hleðsla kirkjugarðsins í Vatnsfirði er iistiiega gerð en henni hefur stjórnað Ari Jóhannesson frá Kollafirð/ viö Breiðafjörð. mynd/r: gs Bær Þorvaldar VatnsfLrðings fundinn? Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur hittir í and- anum VestJjarðahöfð- ingjannÞorvald Snorrason, syrgir bændamenninguna og hefur ákveðnar skoð- anirá mannanöfnum í Vatnsfjarðarspjalli við Geir Guðsteinsson. Fyrrum tíð voru 60 manns undir vopnum í Vatnsfirði, nú eru þar 50 sóknarbörn. Sr. Baldur Vil- helmsson hefur setið á staðnum í fjóra áratugi og gott betur, hann lifir og hrærist í sögu stað- arins. Hann segir að í fornöld hafi menn iðulega flúið til kirkju til að njóta griða. Oft hafi kirkjuveggurinn staðið við kirkjugarðsvegginn innanverðan og þannig hafi bæjargöngin og virkið verið hluti af sjálfum kirkjugarðinum. Það hafi komið í Ijós þegar rústir fundust í Vatnsfirði. Þjóðminjavörur og húsafrið- unarnefnd hafa skoðað rústirn- ar og verða þær rannsakaðar frekar síðar. Að sinni verður ekki hægt að ljúka endurhleðslu kirkjugarðsveggsins, sem Breið- firðingurinn Ari Jóhannesson hefur haft umsjón með og gert af mikilli list. Ein og hálf ráðherrareisa! „I Vatnsfjarðarsókn eru ekki nema um 50 manns og því alveg ljóst að sóknarbörnin geta ekki fjármagnað þessa framkvæmd. Kirkjugarðasjóður á nokkurt fé, en þessi framkvæmd kostar hálfa aðra milljón króna. Aður fyrr voru framkvæmdir mældar í ærgildum og kúgildum en nú vil ég mæla þetta í því hversu marg- ar utanlandsreisur eins ráðherra þetta eru. Ætli þetta sé ekki ein og hálf reisa, alls ekki meira,“ segir sr. Baldur Vilhelmsson. „Það hefur tvímælalaust komið í ljós við þennan upp- gröft að hér eru gömul göng og kirkjan hefur snúið rétt miðað við kaþólska tíð. Ég var búinn að lesa um þennan bæ í göml- um ritum og hafði grun um að hann væri að finna hér á þeim slóðum sem hann finnst nú. Ég tel reyndar mjög ólíklegt að bærinn hafi verið að finna ann- ars staðar, hann gat t.d. ekki verið fyrir ofan bæjarlækinn. Það voru sextíu manns undir vopnum hér í Vatnsfirði á þrett- ándu öld á tímum Þorvaldar og Órækju, en nú eru breyttir tím- ar, aðeins við hér tvær mann- eskjurnar. Bændamenningu hnignar Hér ofan við er varða sem kölluð er Grettisvarða. Talið er að Grettir sterki Asmundarson frá Bjargi í Miðfirði hafi flúið hing- að, en það er alrangt. Þessi varða var hlaðin vegna þess að þetta er viti og þegar eldar voru þar kynntir mátti sjá að ófriður var í héraðinu því héðan var hér- aðinu stjórnað alla þrettándu öld og gott lengur.“ Gagnger endurgerð hefur einnig farið fram á Vatnsfjarð- arkirkju, utan sem innan, kirkj- an m.a. klædd innan með panel og hefur Húsafriðunarnefnd verið sóknarnefndinni innan handar með það verk. Allt sem byggt er fyrir 1918 fellur undir hennar verksvið, en Vatnsfjarð- arkirkja er byggð 1912. Sr. Baldur hefur þjónað í Vatnsfirði frá árinu 1956 og seg- ir að á þeim tíma hafi bænda- menning sem fylgt hafi þjóðinni frá öndverðu tekið miklum breytingum og til hennar hafi Framsóknarflokkurinn sótt sitt fylgi en á þvf hljóti að verða breyting því straumhvörf hafi orðið í þeirri menningu. »Ég er stöðugt sannfærðari um að það hafi verið önnur og betri tíð í landinu þegar bænda- menningin var við lýði í þessu landi en hún hafði einnig sínar ljótu hliðar. Það má sjá á fjölda hreppsómaga og fátæks fólks en hvernig er ástandið í dag? Allt logandi í eiturlyfjum og vitleysu. Nú erum við hjónin orðin ein eftir í Vatnsfirði en hér bjuggu t.d. í Sveinhúsum þeir Dósóþeus og Tímóteus sem eru grísk nöfn, tekin úr Bibh'unni. Þessi nöfn yrðu ekki leyfð í dag, svo mikið er víst. Ég er sjálfur mjög strangur hvað varð nafngiftir á börnum og mundi ekki ljá máls á því að skíra börn þessum nöfnum í dag. Ég hef þó ekki þurft að neita foreldri um nafn á barni nema tvisvar. í fyrra skiptið var það áður en þessi boð og bönn um nöfn komu til en þá kom til mín ung stúlka sem vildi skíra barnið Kent en barnið hafði hún átt með einum „verndaranum“. Ég gat allt eins skírt barnið eftir annarri tóbaks- tegund eins og Chesterfield enda fara svona nafnskrípi illa í málinu. í dag veit barnið ekki, sem er komið um miðjan aldur, hverjum það á tveimur góðum, íslenskum nöfnum að þakka,“ segir sr. Baldur Vilhelmsson. gg Prófasturinn lyftir hellu í bæjarrústunum sem hann telur fortaksiaust að sé frá tíö Þorvaldar Vatnsfirðings. Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur Þorvaldur Snorrason Vatnsfirð- ingur var giftur Þórdísi Snorra- dóttur Sturlusonar, en Snorri gifti dæturnar héraðshöfðingj- um til að treysta fallvölt völd á Sturlungaöld. Valdatæki Snorra voru því ekki mannsöfnuður og vígaferli heldur stjórnkænska og giftingar. Þorvaldur varð höfðingi yfir Vestfjörðum með því að.drepa keppinaut sinn, Hrafn Svein- bjarnarson á Eyri við Arnar- ijörð, foringja Seldæla, en syn- ir Hrafns hefndu föður síns árið 1228 með því að brenna Þorvald inni. Eldri synir hans voru svo vegnir árið 1232. Órækja Snorrason Sturlu- sonar kom síðan til stjórnar í Vatnsfirði vegna kröfu Snorra um mannaforráð á Vestfjörð- um í nafni dóttursonar síns. gg

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.