Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 8

Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 8
24-laugardagur i .nóvember 1997 LÍFIÐ í LANDINU Tveirhópar í þjóðfélaginu hafa náð umtalsvert betri ár- angri í kjarabaráttunni í ár enaðrir. Þetta eru annars vegar leikskólakennarar og hins vegar grunnskóla- kennarar. Nýgerður kjarasamningur hinna síðar nefndu er um margt afar athyglisverður. Ekki síst fyrir þá sök að kennaraforyst- unni hefur tekist að sannfæra þjóðina um að leiðrétta beri kjör þeirra umfram önn- ur og allt að 33% launataxtahækkun sé sjálfsögð. Leikskólakennarar náðu Iíka mjög góðum kjarasamningum. Þeir hafa tekið svo á sínum málum hin allra síð- ustu ár að breytast úr sundruðum hópi fóstra um allt land í öflugt félag og hafa starfsheitið Ieikskólakennari og vera við- urkenndur starfshópur í skóla viður- kenndum af menntamálaráðuneytinu. Það vita það áreiðanlega ekki allir að for- menn þessara tveggja félaga eru hjónin Björg Bjarnadóttir og Eiríkur Jónsson. Björg hefur verið formaður síns félags í rúmt ár en var varaformaður áður, en Ei- ríkur hefur verið formaður KÍ í rúmlega þrjú ár. Okkur lék forvitni á að heyra í þessum ungu verkalýðsleiðtogum sem svo mikla athygli hafa vakið. Kynntust í starfinu Það eru gömul sannindi og ný að fólk sem er í forystu í félagsmálum, og þá ekki síst í launþegafélögum, hefur ekki mikinn tíma aflögu fyrir tómstundastarf. Þau voru því fyrst spurð hvar þau hjónin hafi kynnst? Þau urðu svo lítið kankvís á svip- inn og sögðu að það hafi einmitt verið í félagsmálastússi fyrir þremur árum síðan. „A þeim tíma voru félögin að hefja meira samstarf en verið hafði vegna þess að þá var öllum kennarafélögum á Norð- urlöndum steypt saman í ein samtök. Þessi erlenda samvinna kallaði á meira samstarf félaganna hér heima. Það var í kringum þetta stúss allt saman sem við kynntumst," seg- ir Björg, sem þá var vara- formaður Félags leik- skólakennara. Þau eru sammála um að í starf þeirra sem for- menn félaganna tveggja fari mikill tími og að það sé rétt að tómstundir séu fáar. Þau eru bæði starfsmenn sinna félaga samhliða því að vera formenn þeirra. „Vinnutíminn er eitthvað sem maður veit í raun ekki hvað er. Hann bara kem- ur og verkefnin verður að leysa burt séð frá hvað tímanum liður. Vissulega er þetta dálítið misjafnt og má segja að starfið sé tarnavinna. Mitt formannsstarf byijaði á því að undirbúa kröfugerðina fyrir kjarasamningana 1995, sem kostaði 6 vikna verkfall. Eftir það tók við flutn- ingur grunnskólans frá ríki yfir til sveitar- félaganna. Næst tók við vinna í kringum lagasetninguna um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og lífeyrisréttinda málið og þar á eftir undirbúningur fyrir nýgerða kjarasamninga og samningaþófið Vinnutíminn ereitt- hvað sem maður veit í raun ekki hvað er. Hann bara kemurog verkefnin verðurað leysa burtséðfrá hvað tímanum líður. í kringum þá. Þannig að alltaf þegar mað- ur hélt að törnin væri búin og maður gæti aðeins rétt úr sér og andað, þá tók bara næsta törn við. Starfið er svona,“ segir Eiríkur. Viirnan tekin með heim Sagt er að maður eigi ekki að taka vinn- una með sér heim. Það sé óhollt. En það læðist að manni sá grun- ur að þau hjónin hljóti samt að gera það, annað sé óhjákvæmilegt. Þau segja það rétt, þau taki vinnuna með sér heim og ræði hana þar. Og þá al- veg sérstaklega þegar kjarasamningar eru f gangi, eins og verið hefur í haust. „Ég skal viðurkenna að það er mikið álag á heim- ilið þegar kjarasamninga- undirbúningur er í gangi og samningalotan stend- ur yfir. Ég er hins vegar ekki í vafa um að það er styrkur fyrir okkur að vera bæði í þessu. Ég finn það svo vel hvað það er gott að geta rætt málin við konuna þegar ég kem heima á kvöldin með kollinn full- an af hugmyndum og hugsunum um það sem maður er að fást við hverju sinni. Þá er gott að geta talað við einhvern sem veit nákvæmlega hvað verið er að tala um og hefur sjálfur upplifað það sama,“ segir Eiríkur og Björg tekur undir þetta og seg- ir það ómetanlegan stuðning að eiga maka sem hægt er að ræða málin við af fullri þekkingu. Að virkja alla félagsmenn Miðað við þann árangur sem þau Björg og Eiríkur hafa náð sem forystufólk sinna félaga voru þau spurð hvernig ástandið hafi verið í launamálum þeirra umbjóð- enda þegar þau komu í forystusveitina? „Ég byxjaði sem varaformaður KÍ árið 1989 og var það þar til ég tók við for- mennskunni 1994. Kennarar lágu lágt í Iaunum á þessum árum eins og reyndar margir aðrir. Það var því orðin veruleg þörf á að taka til og reyna að lagfæra launin. Til þess að það mætti takast þurfti að vinna mörg verk. Ég tel að við höfum verið í algerri varnarbaráttu allan þann tíma sem ég var varaformaður. Ég hef hins vegar alltaf haft það að mark- miði að brjótast út úr því láglaunasvæði sem kennarar voru komnir á. Ég vildi fá það viðurkennt að kennarastarfið væri þess eðlis að þeim bæri góð laun. Þess vegna settum við markið hátt,“ segir Ei- ríkur. Hann var spurður hvernig á því stæði að kennarar virtust vera einu starfshóp- arnir í Iandinu sem eru tilbúnir að beita verkfallsvopninu ef á þarf að halda. Hvort þeim hafi verið blásinn einhver fídons- andi í bijóst? „Nei, það held ég ekki. Við höfum aftur á móti afar gott og virkt trúnaðarmanna- kerfi í Kennarasambandi íslands. Við höf- um lagt kapp á að hafa upplýsingastreymi til félaganna eins gott og við getum. Við höfum notfært okkur allar nýjungar sem koma fram í því sambandi og erum til að mynda með allar upplýsingar fyrir kenn- ara á netinu. Þannig geta kennarar um allt land alltaf vitað nákvæmlega hvað er að gerast 1' félaginu. Það er bara þegar Karphúsinu er skellt í lás og menn bind- ast trúnaði um að segja ekkert að upplýs- ingastreymið stöðvast. Ég vil einnig nefna að forystufólkið í KÍ heldur reglulega

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.