Dagur - 01.11.1997, Page 11

Dagur - 01.11.1997, Page 11
Xfc^ur LAVGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - 27 í tilefni af frönskum dögum á Akureyri erekki úr vegi að bjóða uppá franskt sveitapaté í Matargatinu. Á frönskum dögum á Akur- eyri var boðið upp á listvið- burði á franska vtsu. Franskan kabarett, úrval franskra bíómynda og að sjálfsögðu franskan mat svo eitthvað sé nefnt. Vil ég þess vegna tileinka þennan pistil minn hefðbundnum frönskum sveitamat, paté, sem þó hefur orðið fyrir áhrifum af þeirri staðreynd að ég er Islendingur og elda aðallega fyrir samlanda mtna. Eftirfarandi upp- skrift er þvi að hluta til mitt eigið hugarfóstur sem ég vona að falli t góðan jarðveg lesenda. Deig: 2 stk. af hnoðun og 2 af deigi í formi 450 g hveiti 225 g lint smjör 1 tsk. salt 5 msk. vatn LÉgg Sigtið hveitið á borðið og myndið góðan haug, skerið smjörið í teninga og setjið í miðjuna á haugnum ásamt saltinu, vatn- inu og egginu. Nuddið smjörinu vel sam- an við hveitið með fingurgómunum þar til deigið loðir saman, þá skal það hnoðað vel og gerð úr því kúla sem er kæld í 2 til 4 tíma áður en hún er flött út og lögð innan í paté form eða stórt brauðform. Kjötfylling: 250 g svínakjöt 250 g svínaspekk 250 g lambalifur 1 dl rauðvín 1/4 dl koníak eða brandí 1 msk. nýmulinn svartur pipar 1 msk. ferskt timjan 1 msk. fersk salvía 1 msk. söxuð steinselja rifið múskat Kjötið, spekkið og lifrin er skorið í bita og blandað vel saman við vín og krydd og geymt í hálfan til einn sólarhring í kæli- skáp. Þá er þetta allt hakkað saman og blandað vel, kælt og þá hakkað aftur og að lokum í þriðja sinn (eða marið í gegn- um sigti). Gott er að kæla hræruna vel á milli þess sem hún er hökkuð, þá vinnst fitan betur saman við kjötið og fallegri áferð verður á patéinu. Kjötfyllingin er síðan sett ofan í formið, sem hefur verið þakið að innan með deiginu. Fyllið form- ið ekki alveg. Bakið patéið í vatnsbaði í 50-60 mín. við 140°C hita. Setjið þá álpappír yfir formið og bakið áfram í 20-30 mfn. við 180°C hita, eða þar til fitan sem flýtur á patéinu er tær, eða hitinn í því miðju er u.þ.b 78°C-80°C. Þá er formið tekið út, kælt vel og fitan hreinsuð ofan af. Athug- ið að patéið þarf að vera vel kalt þegar kjöthlaupinu er hellt yfir. Kjöthlaup: 2 dl grugghreinsað svínasoð (má vera af teningi) 4 matarlímsblöð 2 msk. koníak eða brandí Matarlímið er iagt í kalt vatn, soðið og vínið er soðið saman í 5-10 mín. við væg- an hita. Þá er látið renna vel af matarlím- inu og því blandað saman við soðið og það kælt. Það þarf að vera 30°C heitt eða kaldara þegar því er hellt ofan á patéið og það þarf að fá að kólna vel áður en patéið er tekið úr forminu. Hvítkálssulta með kúmeni 'á höfuð hvítkál 100 g sykur safi úr einni sítrónu 1 tsk. kúmen 2 msk. hvítvín 1 msk. hvítvínsedik Kálið er saxað smátt á meðan sykurinn er settur í heitan pott ásamt sítrónusafanum og blandan soðin þar til sykurinn er orð- inn fallega gylltur. Þá er hvítvíninu og ed- ikinu hellt yfir og þá kálinu og kúmeninu. Soðið við vægan hita undir loki í 25-30 mín. og kælt. Hvítkálssultan er borin fram köld með patéinu en einnig má borða hana heita með kjötréttum og villi- bráð. Berjaedikssósa 2'A dl blönduð frosin ber 1 dl rauðvín 'A dl hindberjaedik 3 msk. sykur örlítið rifið múskat Rauðvínið, edikið og sykurinn er soðið saman í 5 mín., þá eru berin og múskatið sett út í og iok á pottinn, látið standa í 20 mín. Því næst er þetta maukað með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Sósan á að vera svolítið súr, og harmonerar þá vel við hvítkálssultuna. Patéið er borið fram með sósunni, hvít- kálssultunni og fersku salati, gott sem forréttur og einnig á hlaðborðið. B011 appétit!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.