Dagur - 01.11.1997, Síða 15

Dagur - 01.11.1997, Síða 15
T LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997- 31 LIFIÐ I LANDINU Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, nýrumsjónar- maður Stundarinnar okkar, hefurekki alltafver- iðjafn klassísk í klæðaburði og hún erí dag. Sem unglingurvarhún hippa-pönkari og klæddist fótum frá Fríðu frænku. „Ég hef alltaf haft áhuga á menntun og fræðslu fyrir börn hvort sem það er í sjónvarpinu eða kennslustofunni," segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir að- spurð um nýja starfið. „Það sem ég hef í huga við undirbúning þáttanna er að kenna börnunum eitthvað án þess að verða of „Ég er alltaf voða „fín“. Hefþennan klassíska stfl. En ég hefekki alltafklætt mig þannig. Þegar ég var unglingur var ég í hippa-pönkara stíl.“ myndifc e.úl. fræðileg. Reyna að víkka sjóndeildarhring þeirra, fræða þau og skemmta þeim í leiðinni." Hún nefnir að það að eiga barn sjálf hafi hjálpað henni heilmikið í þessu nýja starfi. „Sonur minn er á þessum týpíska Stundarinnar okkar aldri og ég get óneitanlega tekið mið af því í gegnum hann hvar áhugi barnanna liggur." En við undirbúning þáttanna fylgir höfuðverk- urinn hvemig maður eigi að vera klæddur. Olli það einhverjum áhyggjum hjá þér t upphafi að hugsa til þess að þú þyrftir að klæða þig upp fyrir hvem þátt og móta þér einhvem stú í þætti sem er fyrir höm? „Já, til að byrja með fékk ég í magann þegar ég var að ákveða hvað passaði og hvað ekki. Það rjátlaðist nú af mér, allavega í bili, en það kemur í ljós eftir áramót hvort ég fæ aftur í magann. Þegar fer að ganga á fataskápinn." Finnst þér skipta miklu máli í hverju þú ert í þáttunum? „Já, ég held að það geri það. í þætti sem þess- um má maður ekki vera of uppstrílaður. Það gengur t.d. ekki að vera í dragt eða einhveijum slíkum fatnaði. Mér fannst skipta máli að ég væri þægilega klædd og snyrtileg, meira eins og kennari." Notar þú alltafþínföt í þáttunum? „Já, nánast alltaf. En systir mín og frænkur hafa gaukað einhverju að mér. Ég er samt oftast í mínu. Ég á það mikið af fötum að þetta er ekki svo mikið mál.“ Klæðir þú þig svipað og þú gerir dags daglega? „Já, ég geri það.“ Hvaða stíll er það þá sem þú aðhyllist? „Ég er alltaf voða „fín“. Hef þennan klassíska stíl. En ég hef ekki alltaf klætt mig þannig. Þegar ég var unglingur var ég í þessum hippa-pönkara stíl og var m.a. valin flippaðasta manneskjan í Garðaskóla þegar ég var þar. Það var á þessum tíma þegar allir gengu um í Milletúlpu og galla- buxum en ég klæddi mig þá í föt frá Fríðu frænku. Ég snéri þokkalega við blaðinu, hef samt alltaf haft persónulegan stíl, er ekki í dragtinni upp úr og niður úr. Ég reyni að blanda svolítið saman.“ Hefurðu gaman affatnaði? __ „Ég er með algera fatadellu og hef alltaf haft. Ég kaupi mér líka töluvert af fötum en svo er það líka eitt að ég hef notað sama númerið í tíu ár, þannig að ég get notað föt frá því ég var 16 ára og geri það hiklaust. Ég kaupi mér líka yfirleitt „Ég hefalgera dellu fyrir brúnum skóm og gráum buxum. Þetta er mín ástríða. Eins með peysur, mér finnst ég aldrei eiga nógu margar peysur." vandaðan fatnað í klassískum sniðum sem er grunnurinn en ég tíni síðan utan á það eitthvað ódýrara, eitthvað sem er meira í tísku þá stund- ina.“ Ert þú með dellufyrir einhverju sérstöku? „Ó guð, já. Ég hef algera dellu fyrir brúnum skóm og gráum buxum. Þetta er mín ástríða. Líka fyrir peysum, mér finnst ég aldrei eiga nógu marg- ar peysur.“ Hvað finnst þér skipta máli ífatnaði og stíl? „Að finna sér sinn eigin stíl.“ Fylgistu með tískunni? „Já, og hef alltaf gert. Að vísu meira með hátísk- unni og því sem er að gerast í útlöndum. Mér finnst götutískan ekki spennandi og þá síst núna, hún er eitthvað svo drusluleg og höfðar ekkert til mín. En ég fylgist mjög vel með því sem er að ger- ast hveiju sinni, það er ekki spurning." iibg Leikfélag Akureyrar 4TROMPÁHENDI Hart S bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu Laugardaginn 1. nóvember kl. 16.00 UPPSELT Laugardagskvöld 1. nóvember kl: 20.30 UPPSELT Föstudagskvöld 7. nóvember UPPSELT Laugardaginn 8. nóvember aukasýning kl. 16.00 UPPSELT Laugardagskvöld 8. nóvember kl.20.30 UPPSELT Sunnudagurinn 9. nóvember aukasýning vegna mikillar aðsóknar laus sæti Föstudagskvöld 14. nóvember laus sæti Laugardagskvöld 15. nóvember UPPSELT Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru í fyrirrúmi ...“ AuSur Eydar í DV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stflfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinn Haraldsson í Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfúndur) fögur ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson í Degi „ Af því að ég skemmti mér svo vel.'"^-^r“fc Arthúr Björgvin Bollason Dagsljós ♦ Á ferð með frú Daisy Frumsýning d Renniverkstœðinu 21. des. Titiihlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Frumsýning i Samkomubúsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Frumsýning dRenniverkstœðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Aðgangskort á frábærum kjörum s. 462-1400 Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 ]gj er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.