Dagur - 01.11.1997, Page 19

Dagur - 01.11.1997, Page 19
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 - 35 LÍFIÐ í LANDINU Landogþjóð Ifið lónið mikla. Þessi mynd var tekin á dögun- um viö mikiö lón á hálendinu, en nú er veriö aö hækka stíflugarö þess vegna virkjunarfram- kvæmda. Lóniö er á Suðurlandi, en í þaö renna tvær af vatnsmestu ám landsins. Lónið sjálft er 9. stærsta stöðuvatn landsins og eralls 19 ferkíló- metrar að flatarmáli. Hvaða lón erþetta? 1. Þekkt laxveiðiá í Hnappadal á Snæfells- nesi var á sínum tfma í eigu Thors-ættar- innar. Um ána og veiðiréttindi í henni risu seinna upp miklar deilur. A hverju byggð- ust þær? 2. Júpíter og Mars hét útgerðarfyrirtæki Tryggva Ofeigssonar. Hvaða himintungla- nöfn báru togarar fyrirtækis hans og hvaða starfsemi er nú í stórhýsi því sem Tryggvi byggði sem frystihús á Kirkjusandi í Reykjavík? 3. Hið mikla Iistaverk, Brennu-Njálssaga, hefst á frásögn um Mörð þann er kallaður var gígja. Hvar bjó Mörður þessi, að því er segir í Njálu? Söngvin frændsystkin. i sumar héldu þessi frændsystkin; Konnararnir á Akureyri, nokkrar söngskemmtanir á Norðurlandi, en þau eru vel- þekkt fyrir söng. Hér erum við að tala um afkom- endur Jóhanns Konráðssonar og Fanneyjar Odd- geirsdóttur, en meðal sona þeirra er Kristján Jó- hannsson. Bræður hans tveir sjást á þessri mynd og hér spyrjum við hvað þeir heita og hvar á Norðurlandi vestra stunda þeir sveitabúskap? Eldfim kirkja. Kirkjan, sem hér sést, skemmdist illa i etdsvoða fyrir réttu einu ári síðan, þ.e. 1. nóv- ember 1996. Um þær mundir var viðgerð á kirkj- unni að Ijúka og var talið að eldur hefði kviknað út frá málningarefnum. En sóknarbörn fóru þegar afstað með viðgerð á kirkjunni, sem nú stendur yfir. Kirkjan hefur menningarsögulegt gildi og er á skrá hjá Húsafriðunarnefnd, og var það meðal ástæðna þess að farið var i endurgerð hennar. Hver er kirkjan ? mynd; -gg. í Eurovision. Þessir kumpánar, Stefán Hilmars- son og Sverrir Stomsker, voru fulltrúar íslands í Eurovision 1988 og náðu þar venjubundum ár- angri íslendinga í keppninni, skv. því sem titt var um þær mundir. Þeir kumpánar sungu i laginu um margar af helstu hetjum heims en lagið hét Þú og þeir. Spurt er; hvaða ár var þetta lag fram- lag okkar í Eurovision, i hvaöa sæti lenti það og hve oft hefur Stefán H/lmarsson verið fulltrúi ís- lands í keppninni?. mynd: -sjónvarpið. Keppt á Sólheimum. Á fyrsta degi apríl mánað- ar ár hvert er efnt til næsta sérstæðrar spila- keppni á Sólheimum í Grímsnesi. Þar er ekki keppt um í bridds eða um Bermúdaskál, heldur er léttleikinn þarna ofar öllu og spilið sem keppt er í er afar auðlært. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum í einni þessari Só/heimakeppni - en i hvaða spilamennsku er keppt? myndir: -sbs. 4. Hann er yngsti bæjarstjóri landsins og þarf að leysa mesta fjárhagsvanda sem eitt sveitarfélag glímir við. Frá þessum manni var sagt í Degi nú í vikunni. Hvað heitir maðurinn og var er hann starfandi? 5. Hve langur er hringvegurinn, skv. nýjustu tölum? 6. Hvað heitir Ijallvegurinn sem farið er yfir þegar er ekið frá Unuósi, sem er ysti bær í Eiðaþinghá og þaðan yfir í Borgarfjörð eystri? 7. Ur hvaða kaupstað á landsbyggðinni eru þeir fjórmenningar sem hér eru nefndir: Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islands- flugs, Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, og Pálmi Gestsson leikari? 8. Hvar á Suðurlandi starfa ungmennafélög- in Samhyggð og Vaka? 9. Þjórsá er lengsta á landsins. En hve Iangt er frá upptökum hennar við Hofsjökul og til sjávar? 10. Býsna óvenjuleg fiskvinnslustarfsemi fer fram að Laugum í S-Þingeyjarsýslu, það svo Iangt fjarri sjó. Hvaða starfsemi er það? Svör: •qE>]JEitin;jo3j\ e iipps rua uBgjs uios EsnEij>|SJOt| tnjjncj pE [ij uue -j;i[gJEf gtA 'jij j n>|sjjl:onB j jsejou mnonB j yot •p8uo[ gE UJJ| og^ S[[E j.j BSJOfcI (, iddojijjBfæqBfjaAjnBg J g88AquiBg uo 'iddujqsi[oqi:JJíiijji.^ j lUji’j :n[sÁssDUjy ugjDAUEgau i ‘eou i 8q[3j iss.h| ejjejs [gæg '8 Bunjddn qe Ji:ÍiU|qiA|o;| ji[|B mo jBSuiuuauuof] issaq ■ /_ •gJBJ|SSUJBy\ UJ 'LU5I T8£'I S[F uuijnSoASuuq jo i:jj,\| j pjj uinjoj jiuæAquiBg Éc •g88Áqjnjs3y\ j ijpfjsjEfæq J.a 8o uosi:8[0[[ jBgi/y .iijiaq uin jjnds jd Jpq ujas uuungBjy p ■ jdd.ij qs]oA j [ uingjaAUBjo i ja nu luas ‘i[[3A P ofq jngjopq •£ 'jq -spuB[S[ snq 8ep i jo ipuEsnfqjrq e jgSSÁq uuuq rúos gisÁqjojs ua ‘jbuossSiojq ba33ájj jejbSoj njpq snuBjq ‘jajjdnf ‘sJEpq ‘snunjdafq •£ 'jUUB I BpUIJJOJjgj.JA UB QElj U3 ‘BJEgJI!f[[E] [ gB pUO[ njjp uias jeuis JjgJEf -i.ncj np|3S jiliJí'JBJoq j gB iAcj b jsngSSÁq gE gj>jjA ja uias JBUjnjjaj I •[ •luujuddaq i spuE[S[ jnJljjnj gj -jaA uinuuis jBASjjcj oas Jnjaq UBjaj§ jjæs g\ j jjcj njua[ 8o 88gi g;jp uotsiAOJng j uSujpuaj -s[ jBnjjqnj njOA jaqsuuojg 8o upjajg Jjoq t ■ n[sÁssu jbabu n} j i Efqjj>[BU||EA Ja uin unds ja jaq uias UBfqj;^] * •igjjjBSBqs j isauBjSajj j dEqsnq jnpunjs uias ‘jbj/\| uuEqpf 8o ‘njsÁs -sujBABunjj-jnjsny j |E(]-E|ji-| j jpuoq ‘jeabas rna puÁui b jspfs jaq uias suBfjsjjjq jngæjg t •juo[B8uBjjBj|ns jb ja ujpuÁjy t nuguveiðar að vetri (41) Á Iaxastefnu sem haldin var að tilhlutan Norður-Atlantshafssjóðsins um síðustu helgi kom margt misjafnlega merkilegt fram um ástand laxastofnins. Sjálfur sat ég þenkjandi undir og líst ekki alveg á blikuna. Á það var bent á ráðstefnunni að 1996- 1997 verði 52 milljörðum króna varið til orkuverka og stóriðju hér á Iandi. Menn töluðu sig heita um stórurriðann í Soginu sem næstum hvarf við virkjun (“Sprengj- um! Sprengjum!" sagði Sverrir Her- mannsson). Menn minntu á að eyðingu fiskistofna af völdum virkjana væri ekki bara vegna gamalla vanrækslusynda „því menn vissu ekki betur“. Sjóbleikjustofn- inum á Kili var nýlega fórnað á altari Rlönduvirkjunar - nokkuð sem alltof litla umfjöllun og athygli hefur fengið. Við getum því engan veginn gengið út frá því að menn muni virkja af varfærni á næst- unni. Hér er engu að treysta. Laxastofninn Síðustu 20 ár hefur toppveiðin numið um 50 þúsund löxum, síðustu tvö ár farið niður fyrir 30 þúsund, lélegasta árið gaf 24 þúsund laxa. Við erum í neðri mörkum veiðinnar þessi árin. Atlantshafslaxinum hnignar stöðugt: þetta er stofn sem er í bráðri hættu. Síðan 1975 hefur veiðin farið úr 4 milljónum villtra laxa niður í sex hundruð þúsund. En það er ekki allt búið. Kyn- blöndun ógnar stofn- inum. Upprunalegi stofninn Ekki verður betur séð en blikur séu á lofti um heilsufar stofnsins sjálfs. Jón Erlingur Jónasson hjá landbúnaðar- ráðuneytinu sagði frá því að víða væri ekkert eftir af hinum upprunalega stofni. Bandaríkjamenn veiða bara sleppilax. I Noregi hefur orðið hrun. Eldislax veldur miklum usla í náttúrulegum stofnum með kynblöndun, og þá eru seiðasleppingar umdeildar. A ráðstefnunni töldu margir að þær hefðu litlum sem engum árangri skilað. Jón Er- lingur skýrði frá því að kynblöndun ylli skaða og hefði alvarleg áhrif á hæfni nátt- úrulegra fiska í hverri á til að komast af. Nú er svo komið að menn flokka fisk- inn í ánum eftir því hve nærri hann stendur uppruna sínum. Á fæstum stöð- um er um að ræða hreinan „upprunaleg- an villtan lax“, sem ekki hefur orðið fyrir neinum áhrifum frá eldi og sleppingum. Þessi „fyrsti flokkur Iaxa“ er hin sanna perla hverrar ár. Áin hefur fóstrað sinn eigin sérstaka stofn. Á hverjum stað ber okkur skylda til að vernda hann og varð- veita. Þeir erfðaeiginleikar sem krýna „konung fiskanna" eru í hættu. Þegar „frumbyggjanum" í ánni sleppir er um að ræða fleiri flokka fiska sem geta laxiim? haf áhrif á Iífslíkur upprunalega stofns- ins: I annan flokk setja menn „villtan Iax“; hann hefur verið allt sitt líf í náttúrulegu umhverfi og foreldrar einnig. En hann kann að eiga uppruna sinn að þakka öðr- um en frumbyggjum árinnar. I þriðja flokk setja menn „náttúruaðlag- aðan Iax“; hann lifir allt sitt líf í náttúr- unni, en er af foreldrum sem koma úr klaki. (Svo dæmi sé tekið frá Laxá í Aðal- dal, þá eru 85% af þeim löxum sem veið- ast talin „upprunaleg"; 15% koma í ána vegna seiðasleppinga. Eitthvað af seiða- sleppingalaxi hrygnir auðvitað á hverju ári. Undan honum kemur þá „náttúruað- lagaður lax“ og hefur áhrif á „frumbyggja- stofninn“.) I fjórða flokk setja menn lax úr seiða- sleppingum (og seiðin eru ekki alltaf undan foreldrum í sömu á og þeim er sleppt í). Margir telja seiði úr eldi mun veikari en villt og hafi ekki jafn góða eiginleika til að rata í ána og búa sér ból og hin villtu seiði. Fimmti flokkurinn er svo hrein- ræktaður eldislax: sleppilax í ár eða lax sem gengur úr hafbeitar- stöðvum eða kemst undan úr kví- um og gengur í ár. I öfgafyllstu tilvikunum er laxinn settur í ár þar sem lax á hreinlega ekki heima og drepur af sér náttúru- lega stofna annarra fiska; í öðrum tilvik- um spillir hann stofni frumbyggja. Dæmi af Elliðaánum setur að mönnum hroll, því þar hafa eldisfiskar komist í miklum mæli á hrygningastöðvar og verið mjög hátt hlut- fall af veiði. Er sam- band þar á milli og hnignandi veiði? Jón Erlingur segir að blöndun sé ekki nærri jafn stórt vandamál hér og annars staðar, en þegar hugsað er um blöndunarmöguleika hinna Ijögurra „óæðri flokka" við hinn eina sanna frumbyggjastofn verður málið grafalvarlegt. Er ástandið þekkt? Lax er ekki lax. Hver á eða vatnakerfi hefur sinn stofn. I fiskifræðinni er líka þekkt sú kenning að hver hylur, eða ár- hluti, fóstri Ijölskyldu fiska af tilteknum stofni. Þessar „fiskafjölskyldur" eru af- rakstur af jafnvægisstillingu náttúrunnar sem tekist hefur að finna á árþúsundum. Hvert frávik af völdum manna ætti þvf að athugast mjög vandlega áður en það er leyft. Og hvernig er ástandið í hverri einstakri á hér á landi? Hver er styrkur frumbyggj- ans, sem móðir náttúra ól sér við brjóst, í samkeppni við erfðaspillta fiska þeirra sem vilja pína veiðistofninn upp með gjaldskránni? Fróðlegt væri að sjá það veiðikort íyrir Island. Áfæstum stöðum erum að ræða hreinan „upprunalegan villtanlax“. Við erumþarað tala um hinn hreina náttúru- lega stofn sem hefuraðlagað sig umhverfinu og lifað af um þúsundirára.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.