Dagur - 11.11.1997, Qupperneq 4
20-ÞRIBJUDAGUR 1 1 . NÓVEMBER 1997
Ðíypvr
UMBÚÐALAUST
Rógurhjá
starfsmamii LÍÚ
Wg/M GUÐMUNDUR
g 'Æ THORSSON
Síðastliðinn föstudag birtist í
Morgunblaðinu fróðleg grein
eftir Jónas Haraldsson starfs-
mann LIU sem ekki er hægt að
skilja öðruvísi en svo að þar fari
þessi lögmaður fram á það við
nýstofnuð Náttúruverndarsam-
tök íslands að þau víki Arna
Finnssyni úr félagsskapnum og
meini honum að tala í nafni
þeirra, enda sé Arni starfsmaður
hryðjuverkasamtakanna Green-
peace.
Nú er það alkunna að LIÚ-
menn telja sig eiga nokkuð und-
ir sér - Kristján Ragnarsson talar
löngum eins og allir sem ósam-
mála eru honum um hvaðeina
séu óhlýðnir starfsmenn LIU,
hvort heldur þar er um að ræða
ritstjóra Morgunblaðsins eða
jafnvel sjálfan sjávarútvegsráð-
herra, sem Kristján talar ævin-
lega um eins og undirmann
sinn. Og Jónas Haraldsson hef-
ur áður vakið athygli fyrir ein-
staklega heiftúðug skrif um
Greenpeace-samtökin fyrir þá
sök að þau samtök hafi óhlýðn-
ast fyrirmælum LlU um stefnu í
umhverfismálum. En hér kastar
tólfunum: með skrifi sínu er
hann í raun réttri að fara fram á
það að Arni Finnsson sé sviptur
bæði félagafrelsi og málfrelsi á
Islandi - hann fer fram á það að
Árna Finnssyni sé gert óvært á
Islandi og hann hrakinn úr
landi; hann vill gera Árna að
nokkurs konar skógarmanni í
opinberri umræðu, að þjóðin öll
komi fram við hann eins og
pestarsjúkling, svikara, Iand-
ráðamann, allt vegna þess að
Árni hefur starfað innan vé-
banda Greenpeace-samtakanna,
er andvígur hvalveiðum og hefur
haft hugrekki og manndóm til
að láta þá skoðun einarðlega og
málefnalega í Ijós.
Við þetta er margt að athuga.
I fyrsta lagi sú krafa starfsmanns
LÍU sem lúrir að baki greininni
að allir skuli vera hér sammála
um þetta mál. Hví skyldum við
öll vera á einu máli um nauðsyn
hvalveiða? Ekki er ég hvalveiði-
maður, það eru ekki mínir hags-
munir að hvalveiðar séu hér
stundaðar; það eru ekki þjóðar-
hagsmunir heldur hagsmunir
fyrirtækis sem heitir Hvalur hf.
og nokkurra hrefnuveiðimanna,
hagsmunir sem reynslan hefur
sýnt okkur að skipta engu máli í
þjóðarbúskapnum. Hvað sem
Magnús Guðmundsson kann að
gefa til kynna í myndum sínum
þá er það mér ekki lífsmáti að
vera hvalveiðimaður - eða yfir-
höfuð veiðimaður - fremur en
yfirgnæfandi meirihluta þjóðar-
innar. Ég er skrifstofublók og
hef fullan rétt til að hugsa sem
slíkur. Hinu er þó ekki að leyna
að mér hefur alltaf þótt hvalaást
Greenpeace-samtakanna og
annarra náttúruverndarmanna
úti í Evrópu en einkum þá Am-
eríku svolítið kjánaleg, og á eins
og aðrir íslendingar bágt með að
skilja að ekki megi veiða hvali af
því þeir séu svo gáfaðir, en
drepa megi öll hin dýrin af því
þau séu svo vitlaus - til dæmis
kýr sem sagðar eru ámóta vitrar
og hvalir.
* * *
En það er fullkomið aukaat-
riði. Það er ekki von á góðu ef
Islendingar halda að Green-
peace-samtökin séu „hryðju-
verkasamtök" eins og Jónas hef-
ur eftir forsætisráðherra. Þar er
alvarlegur hugtakaruglingur á
ferðinni. Það eru ekki hryðju-
verk að standa fýrir utan ráð-
stefnur með borða; það eru ekki
hryðjuverk að birta auglýsingar
þar sem vakin er athygli neyt-
enda á því að tilteknar þjóðir
veiði hvali; það eru ekki hryðju-
verk að reyna að fá stóra kaup-
endur á fiski til að beina við-
skiptum sínum í þá staði þar
sem hvalveiðar séu bannaðar -
hins vegar unnu Frakkar hryðju-
verk á Greenpeace-samtökunum
þegar Rainbow Warrior var sökk
um árið svo mannsskaði hlaust
af.
Manni getur þótt stefna
Greenpeace bjánaleg en það að
berjast á móti einhverju sem
einhverjir Islendingar hafa
áhuga á að stunda er ekki
hryðjuverk í sjálfu sér. Kjarni
málsins er að samtökin saman-
standa af einlægu fólki sem
berst fyrir náttúruvernd og eitt
brýnasta hagsmunamál íslensku
þjóðarinnar er jafnframt bar-
áttumál þessara öflugu samtaka:
bann við losun eiturefna í sjó.
Umfram allt: Árni Finnsson
hefur heilagan rétt til að tjá sig
um umhverfismál og til að reyna
að vinna sjónarmiðum sínum
fylgi. Þann rétt hefur starfsmað-
ur LÍÚ líka - en rógur á borð við
þann sem hann hefur uppi í
Morgunblaðinu síðastliðinn
föstudag er hins vegar til þess
fallinn að gera óða hvalverndun-
arsinna úr öllum ærlegum
mönnum.
Meimingarvaktin
Gerum Guðna að ráðherra
KOLBRUN
BERGÞÖRS-
DOTTIR
SKRIFAR
í málefnaþurð fyrir síðustu
kosningar fann Framsóknar-
flokkurinn upp slagorðið Fólk í
fyrirrúmi og tókst á einhvern
furðulegan hátt að kjafta sig inn
á þjóðina. Síðan hefur flokkur-
inn markvisst hummað af sér
fylgið. Meðan allflestir ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins ganga að
verkefnum sínum af einbeitni
hins vinnusama manns virðast
ráðherrar Framsóknarflokksins
ekki hafa full tök á verkefnum
sínum. Og engan sérstakan vilja
til að sinna þeim. Stirðbusalegir
ráðherrar flokksins eru hnípnir
menn í vanda en geta engum
kennt um öðrum en sjálfum sér.
Á engan hátt verður séð að
ráðherrar Framsóknarflokks hafi
þrótt til að lappa upp á ímynd
sína. Af framgöngu þeirra mætti
ætla að ráðherradómur ræni
menn Iífsgleði og frumkvæði.
Þeir mæta fyrir framan sjón-
varpsvélar og svara spurningum
fréttamanna af ólundarlegri
skyldurækni. Afstöðuleysið virð-
ist stíga villtan tangó í hugar-
fylgsnum þeirra. Kjósendur eru
aldrei nokkru nær og vita það
eitt að Framsóknarflokkurinn er
með ýmis mál í athugun.
Nú má vissulega deila um það
hvort lýðræðislega kjörin ríkis-
stjórn eigi að hafa skemmtigildi.
Það er hins vegar heldur vont
mál þegar framganga einstakra
ráðherra er með slíkum hætti að
þjóðin fyllist tilvistarleiða í hvert
sinn sem hún ber þá augum.
Er ekki kominn tími til að tosa
þá menn upp úr ráðherrastólum
sem greinilega leiðist vistin þar?
Innan þessa ört minnkandi
flokks hlýtur að finnast þing-
maður sem getur tekist á við
ráðherradóm. Hugur minn
hvarflar reyndar samstundis til
Guðna Ágústssonar. Hann er
glaðlyndur og hressilegur ná-
ungi og skáld í frístundum. Hin
lýríska taug hans mun vísast
heilla þjóðina. Auk þessa hefur
hann þann ótvíræða kost, fram-
yfir ráðherra flokksins, að hafa
skoðanir.
Ég á ekki von á því að hin
hugmyndasnauða forysta Fram-
sóknarflokksins telji þörf á end-
urnýjun innan sinna raða. En
það yrði óneitanlega hressileg
tilbreyting fyrir kjósendur ef í
ríkisstjórn Islands fyndist
skyndilega framsóknarmaður
með lífsmarki.