Dagur - 11.11.1997, Page 11
Xk^Hr
PRIÐJUDAG UR 1 1 .NÓVEMBER 19 97 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
Harðviðurfrá
Ameríku er
þurrkaðurá
Húsavík og
sendur tiljapan.
Margternýtt
undir sólinni.
í verksmiöju Aldins hf. á Húsavík þegar Finnur ingóifsson iðnadarrádherra sótti starfsemina
heim. Hér sést Gunnlaugur Stefánsson, framkvæmdastjóri, aðstoða ráðherrann við að saga
harðvið.
Harðviður á
Húsavík
„Við höfum ekki að aðalmark-
miði að selja framleiðsluvörur
okkar á innanlandsmarkað. Við
höfum heint markaðsstarfi okk-
ar á Evrópulönd, en einnig selt
harðvið til fjarlægari landa,
einsog Japan,“ segir Gunnlaug-
ur Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Aldin hf. á Húsavík. Fyrir-
tækið er í eigu Kaupfélags Þing-
eyinga, Kaupfélags Eyfirðinga,
Stefáns Oskarssonar, Norður-
víkur ehf, Karls Asmundssonar
og fleiri - en fyrirtækið sagar og
þurrkar harðvið, sem fenginn er
frá NA-fylkjum Bandaríkjanna.
Grunnurinn að rekstri verk-
smiðjunnar á Húsavík, svo að
segja á hjara veraldar, er ódýrt
heitt vatn sem notað er við
þurkun viðarins.
„Þó áherslur í okkar markaðs-
starfi séu miðaðar við erlendan
markað höfum við engu að síð-
ur áhuga á innanlandsmarkaði.
Við gerum okkur vonir um að
markaður hér á landi fyrir harð-
við stækki smám saman og Is-
lendingar eignist öflug fyrirtæki
í úrvinnslu úr harðviði, sem
muni auka fjölbreytni íslensks
atvinnulífs — og einnig styrkja
þau fyrirtæki sem eru fyrir í
þessari atvinnugrein,“ segir
Gunnlaugur Stefánsson. Hann
segir starfsemi Aldins hafa vaxið
síðustu tvö ár, en fyrirtækið var
stofnað haustið 1995. Stefnt er
að því að á næsta ári verði velt-
an komin í 180 millj. kr., að
unnir verði 2.500 m3 af harðviði
og starfsmenn verði orðnir 13,
en í dag eru þeir níu talsins.
Sitthvað er framleitt og smíð-
að úr harðviði. Má þar nefna
húsgögn af ýmsum toga sem og
eldhúsinnréttingar. Fram til
þessa hefur harðviður verið not-
aður við þá framleiðslu, en
einsog Gunnlaugur segir er þess
vænst að í næstu framtíð stækki
markaðurinn hér heima og
Húsavíkur-harðviður verði í rík-
ara mæli notaður við þessa
framleiðslu. -sbs.
NYJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGIJR
Eru Kristján og Glóbus við
Eitt stöndugasta fyrirtæki Akur-
eyrarbæjar er Kristjánsbakarí,
sem rekur heljarmikla brauðgerð
efst á Brekkunni á Akureyri.
Fyrirtækið var stofnað snemma
á öldinni af Kristjáni þeim, sem
það er eftir nefnt. En frumherj-
inn er löngu fallinn frá og af-
komendurnir eru teknir við af
þessum áa sínum.
Það var svo fyrir nokkrum
árum sem landsþekktur bóksölu-
maður sem einnig hefur gert
garðinn frægan íýrir dægurlaga-
söng mætti inn í bakríið og
hugðist kaupa brauð og kökur.
En þar sem þessi bókmennta-
sinnaði söngvari lætur ekki
bjóða sér hvað sem er var hann
vandlátur á viðurgjörning af-
greiðslufólks, og þegar honum
var nóg boðið spurði hann ein-
faldlega hvort Kxistján sjálfur
væri nokkuð við. En þá hristi
brauðsölustúlkan einfaldlega
höfuð og sagði: „Nei, það er ekki
hægt, hann Kristján er löngu dá-
• „ «
ínn.
Landsþekkt er svo svipuð saga
af manni sem mislíkaöi eitthvað
þjónustan hjá Glóbus hf. í
Reykjavík. Eftir Ianga mæðu og
langa leit eftir því sem hann
vantaði brast manninum þolin-
mæði og spurði einfaldlega
hvort hann Glóbus sjálfur væri
ekki á staðnum.
SMÁTT OG STÓRT
Smástráltar ybba gogg
Átök voru á landsfundi Alþýðubandalagsins fyrir
og um helgina svo að um munaði, formaðurinn
„lét sverfa til stáls“ og smástrákurinn kom upp í
þingmönnum Hokksins og þeir gerðu sitt besta
til að ybba gogg undir fallegum orðum flokksfor-
mannsins um samfylkingu vinstri manna án
þess að skella þó aftur alltof mörgum hurðum -
ekki vilja þeir fórna sætinu.
Meðan allaballar voru að
ldofna á landsfundinum í
ReykjaMk sameinuðust þeir
annars staðar. Þannig var til
dæmis á Akureyri þar sem
vinstri menn féllust í faðma
fyrir nokkru og ákváðu að
bjóða fram saman til bæjar-
stjórnar næsta vor. Maður
spyr: Faðmlög fyrir norðan
en innantómt hjal í þing-
húsinu fyrir sunnan? Innantómt hjal eða faðmlög? Það er
spurningin.
Möglunarlaus
afgreiðsla?
Og svo vekur athygli í Mogganum um helgina nokkuð sem við
fyrstu sýn virðist tregða í heilbrigðisráðuneytinu en er það auð-
vitað alls ekki. Þar hafa embættismenn til umfjöllunar umsóknir
frá norskum sem hafa sótt um lækningaleyfi á íslandi. Blessaðir
embættismennirnir segja að dregist hafi að afgreiða umsóknirnar
því að læknarnir séu að „stytta sér leið“. Nám þeirra taki 8-9 ár í
Noregi en fimm og hálft á íslandi. Ekki sé hægt að hafna um-
sóknunum (...það hefur auðvitað hvarflað að þeim...) því að
EES-reglur heimili það ekki. Ollu venjulegu fólki virtist sem
embættismannakerfið væri þarna í klemmu en svo er víst ekki:
„Hafi þetta verið vandamál er búið að leysa það,“ segir kerfið á
röggsaman hátt. Hvernig? Það skyldi þó ekki vera að menn neyð-
ist til að fara eftir reglunum og afgreiða umsóknirnar möglunar-
laust?
Hvaö eiga
bömin að
gera?
Slæmar fréttir berast af
perlu Reykvíkinga, sjálfri
Tjörninni, því að þar ku
ákveðið að hætta að gefa
gæsunum brauð til að hlífa
gestum við skít og drullu
og hlýtur það að koma nið-
ur á kosti vesalings and-
anna sem hafa mátt þola
yfirgang og frekju í garg-
andi gæsum og frekum
svönum í áraraðir til að geta sinnt gestum sínum, gjafmildum
börnunum með brauð í poka. Sumir myndu nú fara að hafa
áhyggjur af blessuðum börnunum sem hafa orðið að vaða skítinn
upp að hnjám og berjast við ágengnar gæsir til að gefa öndunum
brauð. Breytir þetta nokkru um reglulega gesti Tjarnarinnar?
Hætt að gefa öndum brauð?
Varað vlð sigur-
vissu
Keppnisandinn er alltaf sam-
ur við sig í landanum og að
sjálfsögðu vænta menn
einskis annars en sigurs þeg-
ar liðin fara á heimsmeistara
þetta og heimsmeistara hitt.
Nú heyrast fréttir af því að
ungir iðnaðarmenn ætli að
„Gleðibanki" á ólympíuleikum taka þátt í ólympíuleikum
iðnaðarmanna? ungra iðnaðarmanna í
Kanada á næsta ári. Sjálfsagt
eiga þeir eftir að slá í gegn
þessir bráðefnilegu bakarar, hárskerar og húsgagnasmiðir. Þeir
eru sjálfsagt löngu byrjaðir að baka, greiða eða klippa og smíða
enda er fyrsta hugsunin sem kemur upp í hugann: nú vinnum
við. Nákvæmlega eins og í fyrstu Evróvisjón-keppninni um árið.
Auðvitað hljótum við að sigra en Dagur getur ekki stillt sig um
að vara við: „Vonandi lendum við þó ekki í nýju „gleðibanka-
dæmi“ líkt og Norðmenn á sínum lýrstu leikurn. Þeir sendu 8
keppendur og reiknuðu jafnvel með sigrum en enduðu óvart í
neðsta sæti í öllum 8 riðlunum."