Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 15
Tkyur FIMMTVDAGUR 13.NÓVEMBER 1997 - 31 LÍFJÐ í LANDINU Ereitthvað öðruvísi að vera stelpa oghafa áhugaá stjómmálum en að vera strákurog hafa áhuga á stjórmálum? Vilja stelpur eitthvað artnaö en strákar? Ekki villÁsdís Halla Bragadóttir, formaður SUS meina það. Hvað vllj a stelpur í stj ómmálmn? Vilja stelpur eitthvað annað en strákar? Ekki vill Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS meina það, en hún var ein frummælenda á fundi Kvenrétt- indafélags íslands í gærkvöldi. Ásdís er ekki fremur ung að árum, en hún hefur talsvert langa reynslu af stjórnmálum og hefur velt f>TÍr sér þáttöku kvenna í því sambandi og hugs- anlegum mun kynjanna.. „Ég tel að stelpur vilji alveg það sama og strákar í stjórnmál- um, en auðvitað er það per- sónubundið hvað hver og einn vill, alveg óháð kyni,“ segir hún. „Það er allt of mikið gert úr muni kynjanna finnst mér og þó ímyndin kannski þybhinn karl á besta aldri... ímyndin af karlkyns stjórnmála- manni sé kannski miðaldra maður með kúlumaga, þá eru væntingar karla og kvenna ekki svo ólíkar þegar það er krufið til mergjar. Konur þurfa að koma fyrr inn í stjórnmálastarfið, því ef þær bíða með það þangað til börnin eru orðin stór og þær búnar að koma sér fyrir í lífinu, þá hafa karlar einfaldlega for- skot fram yfir þær. Þeir hafa þá verið lengur í stjórnmálum og hafa komið sér upp neti til að koma sér áleiðis," bætir Halla við. Stelpur duglegri nú Það hefur lengi viljað loða við að stelpur séu óviljugar til að taka mikinn þátt í félagstarfssemi og þá sérstaklega hvað varðar stjórnun. Ásdís segir það vera að breytast hratt nú og kennarar segi svo komið að stelpur séu að taka yfír nemendafélögin. „Það er hið besta mál, því konur mega gjarnan láta meira í sér heyra, þannig mun þeim vegna betur í stjórnmálum,“ segir Ásdís að Iokum. Rembingsleg spennnmynd The Peaccmaker * í The Peacemaker eru Nicole Kidman og George Clooney í hlutverkum sérfræðinga sem leita kjarnavopna sem hryðju- verkamenn hafa undir höndum. Leikurinn berst víða, meðal annars til Austurríkis, Bosníu og Rússlands en honum lýkur í New York. Ekkert virðist til sparað að gera umgjörð myndarinnar sem vand- aðasta en það hrekkur skammt gagnvart stirðbusalegu handriti og dauðyflislegum leik. Þarna er nóg af eltingaleikjum og sprengj- um sem springa með tilheyrandi látum en hamagangurinn nægir ekld til að halda áhorfandanum ánægðum í sæti sínu. Nicole og George tekst ekki að gæða persónur sínar trúverð- ugleika, og allra síst þegar þeim er ætlað að sýna að bak við harða skel leynist viðkvæmni og samkennd. Þá fela þau andlitið í höndum sér og nokkur tár leka niður hvarma, en þau eru fljót að ná sér enda tímabundin í því annasama starfi að hjarga heimsfriðnum. Armin Mueller Stahl er líklega mesti hæfileikamaðurinn í hópi leikara myndarinnar en hann er fljótlega skotinn í tætlur og þá er enginn leikari eftir sem áhorf- endur geta haft samúð með. Af- leiðingin er vitanlega sú að áhorfendum stendur nokk á sama hvernig fer. Myndin er rembingsleg og full af innihaldslítilli sjálfsánægju. Leitast er við að skapa henni dýpt með því að sýna áhorfend- um hvaða hörmulegi atburður það var sem straumhvörfum olli í lífi hryðjuverkamannsins. Oll þau atriði eru með endemum vond og byggja á gamalkunnum klisjum. Myndin er rúmir tveir tímar og allt of löng. Lokaatriðið, elt- ingaleikurinn í New York, er vel unnið og spennandi en fær þó engan veginn bjargað innan- tómri hávaðamynd frá falli. SMÁTT OG STÓRT Nei takk við Sighvati Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokks- ins, sló í gegn í afburðaskemmtilegum þætti Árna og Ingós á þriðjudagskvöldið og bauð alla Alþýðubandalagsmenn velkomna í flokk með sér meðan allaball- arnir á landsfundi Margrétar Frímanns fitjuðu upp á nefið og sögðu nei takk við Sighvati. Sig- hvatur kvaðst vonast til að við- ræður um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna hæfust á næstu dögum. Sameiningarmál flokkanna þyrftu að ganga upp nú því að annað eins tækifæri kæmi ekki aftur. Brandarar um stjórnmál og stjórnmálamenn tíðkast wðast hvar og geta orðið mjög svæsnir um þekktustu stjórnmálamenn- ina. Ekki þekkjum vér neinn brandara um Sighvat enda fremur fátítt að segja brandara um íslenska stjórnmálamenn. Hér kemur hins vegar eitt svæs- ið sýnishorn um Margréti Thatcher, sem enn er sprelllif- andi. Hún var borin út úr kirkj- unni í kistu sinni þegar hún stakk höfðinu upp og sagði við burðarmennina: „Gætið þess að vanda ykkur, ég vil ekki verða fyrir hnjaski," og þá var einn þeirra fljótur til svars: „Góða, slakaðu á og hættu að rífa þig. Það vill enginn vinna ánægjuverk á svona stundu." Aimar hver er uppljóstrari I tilefni þess að kaldastríðsfílingurinn sé að líða undir lok hér á landi eins og annars staðar verður að rilja upp nokkra póli- tíska brandara frá Sovét og ná- grenni. Seinna má það víst ekki Englendingur, Þjóðverji og Rússi voru eitt sinn að deila um það hver þjóðanna þriggja væri hugrökkust. „Við erum hugrakk- astir,“ fullyrti Englendingurinn, „vegna þess að tíundi hver Eng- lendingur drukknaði." „Vit- leysa,“ mótmælti Þjóðverjinn. „Við erum hugrakkastir því að sjötti hver okkar lést í stríðinu.“ „Þið hafið báðir rangt fyrir ykkur," sagði þá Rússinn. „Við erum hugrakkastir því að annar hver okkar er uppljóstrari og samt segj- um við brandara um stjórnmál. Fortíðardýrkendur: hætta! Sighvatur safnar ekki vísum sínum og ekki er víst að hann eða aðrir íslenskir stjórnmálamenn safni þeim bröndurum um sjálfa sig sem kannski fyrirfinnast. Það gera þó stjórnmálamenn annars staðar. Hér kemur einn sem Birna Þórðardóttir og aðrir fortíðar- dýrkendur og ldofningssinnar í Alþýðubandalaginu kunna líklega ekki að meta: í hléi á fundi stórveldanna í Helsinki fyrir mörgum árum spurði Carter Bandaríkjaforseti Brezhnev forseta hvort hann safnaði sarnan bröndurum gegn sjálfum sér. „Auðvitað," sagði Brezhnev. „Áttu marga?“, spurði Carter. „Tvær fullar fangabúðir." Hvemig á að segja? Talandi um fjölmiðla. í fyrsta tölublaði Nýja Mánudagsblaðsins, sem kom út um síðustu helgi, er frásögn af því að blaðið eigi að vera öðruvísi fréttablað, sem þori að taka á málum sem aðrir fjöl- miðlar sinni ekki. Nýja blaðið telur upp langa runu af málum sem það ætlar ekki að sinna enda sé feykinóg að hinir sjái um það. I tilefni þessa kcmur stutt um fjölmiðla: Kennedy Bandaríkjaforseti var í opinberri heimsókn í Moskvu. Khruschev skoraði á hann að koma í keppni umhverfis Kreml. Kruschev keyrði í sovéskri limúsínu en Kennedy vann á Thund- erbird. Daginn eftir kom frétt í Prövdu: „Félagi Khruschev ók prýðiiega og blés varla úr nös í markinu. Kennedy forseti varð næstsíðastur í mark.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.