Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 3
Ðagur MANNLÍFIÐ 1 LANDINU FIMMTUDAGUR 13 .NÓVEMBER 1997 - 19 Beðið norður- ljósum Kaupfélag sem selurpakkasúpur og sement, Englendingur sem stundarjóga og útgerðarmað- ursemgerireittsumarað 37 árum. Grímseyer „Fólki finnast Grímseyingar á hjara veraidar. Fyrír því hefég aidrei fundið, “ segir Hannes Guðmundsson útvegsbóndi í Efri Sandvík. ótrúleg. „ 0« , Kaupfélaginu í Grímsey var lok- að með íyrra fallinu á þriðjudag. Það var eðlilegt, enda var ejjan sjálf og allir íbúarnir að fara í spariföt í tilefni Fiske-hátíðar. Við vissum þó að ekki væri langt að fara til þess að hitta kaupfé- lagsstjórann. Hrafnhildur Osk Jónsdóttir býr í Nýja-Sjállandi, sem stendur við hliðina á útibúi KEA. Þetta er embættisbústaður nyrst staðsetta kaupfélagsstjóra á Islandi. Jólaskraut og veidarfæri „Eg sá auglýsingu í Degi í sum- ar, þar sem auglýst var eftir úti- bústjóra hjá KEA hér í Grímsey. Þetta greip mig og fáum vikum síðar vorum við flutt hingað," sagði Hrafnhildur Osk. Eigin- maður hennar, Erlendur Har- aldsson, er Grímseyingur og fyr- ir nokkrum árum gerðu þau til- raun til heilsársbúsetu þar. En hurfu frá þar sem atvinna var ekki næg. En nú eru breyttir tímar og þau Hrafnhildur og Er- lendur hafa sett sér að verða í eynni næstu fimm ár, ásamt börnum sínum tveimur. Kaupfélagið í Grímsey er sér- stæð verslun, jrví þar fæst allt. Skemmtiblaðið Séð og heyrt, Maggi-súpur, Ajax hreingerning- arlögur, stílabækur, Opal-pakkar og gjafavörur úr lvristal. A lag- ernum er vöruúrval enn skraut- Iegra. Verkfæri, jólaskraut og veiðarfæri. Síðan er hægt að panta allt úr landi, eins og til dæmis semet og ]>aksaum. Sá varningur kom með síðustu ferð Sæfara út í eyju. „Ég sé um búð- ina og annast afgreiðslu hér. En svo vantaði afgreiðsludömu og þá réð ég Erlend, [50 hann hefði ætlað sér að vera á sjó. Hann sér um olíuafgreiðlu og annast um- boð fyrir Sæfara,“ segir Hrafn- hildur. Hlustað á næturbrunlð Fólk velur sér misjafnan lífsstíl og Englendingurinn Mark Hardimham, sem hefur búsetu í húsinu Sæbergi, fer ótroðnar slóðir. Hann hefur í árafjöld siglt um sollinn sæ á flutninga- skipum og verið sérlega heillað- ur af norðurslóðum. Hann kom til íslands í fyrsta sinn í vor sem leið og lagði j:>á leið sína í Grímsey. Strax gripu eyjan og mannlíf þar hann föstum tökum og hann einsetti sér að koma aftur við fyrsta tækifæri. I októ- berbyrjun kom hann og hyggst vera ytra fram í janúar. — Þá fer liann út, en okkar maður mun koma aftur í Grímsey um jtað leyti og lundinn sest í björg. Mark Hardimham segist heillaður af lslendingum vegna afslappaðs lífsstíls þeirra. Þar beri Grímeyingar af. Hann seg- ist einmitt sækjast eftir þessu og gott sé að láta dagana líða með því að æfa jóga, reykja pípuna, lesa bækur og skrifa bréf. „Ég fer oft í göngutúra á nóttinni. Er einn með sjálfum mér og hlusta á brimið. Horfi upp í himininn. Ég vona að það fari að létta til því mig langar til Jress að sjá norðurljós. Ég bíð eftir j)ví,“ segir Hardimham. Eitt sumar er 37 ár „Þetta eina sumar sem ég ætlaði að vera hér er orðið langt. Alls 37 ár. Mér fannst ég strax eiga heima hér þegar ég kom hing- að,“ sagði Hannes Guðmunds- son, útvegsbóndi í Efri-Sandvík. Við hittum hann niður við höfn, en þá var hann á leið í salthús sitt. Við fórum með honum jrangað. Hannes stundar útgerð og vinnslu með sonum sínum, tveimur. „Ég er nú orðið lítið við þetta. Vinn ekki nema hálfan daginn og varla það. Ég get orð- ið lítið unnið vegna veikinda. Það er þetta hér,“ segir Hannes og leggur hendi sina á hjarta- stað. Hann segir að engan beyg setji að sér að vera í Grímey sök- um veikinda sinna svo Iangt frá heilbrigðisþjónustu. „Ég er Iöngu búinn að sætta mig við ]>etta.“ Á hjaxa veraldar Islenska j>jóðarsálin er sérstæð. íslendingum finnst vænt um Grímseyinga og láta sig afkomu þeirra sig talsverðu varða. „Þetta er alveg rétt,“ segir Hannes Guðmundsson, þegar þessi kenning er borin undir hann. Astæðuna telur hann vera þá að fólki á fastalandinu finnst Grímseyingar vera hreinlega úti á hjara veralda. „Það er hinsveg- ar nokkuð sem ég hef aldrei fundið fyrir,“ segir Hannes, um leið og hann strýkur sigggróinni hendi sinni um skeggrótina.-SBS. Efþað fæst ekki í kauþfélaginu þá vantar mig það ekki! En það fæst allt í kauþfélaginu i Grímsey. Hrafnhiidur Ósk Jónsdóttir v/ð hiHurnar. Myndir: Brink.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.