Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 1
Fiske í
hverju
húsi
Það erhátíð í Grímsey 11.
nóvember árhvert. Daniel
Willard Fiske, mesti velgjörð-
armaður eyjunnarjyrr og síð-
ar, varfæddurþann dag
1831 og minnast eyja-
skeggjar afmælisdags hans
með veglegrí hátíð árhvert.
Dagurfórá Fiske-hátíð í
Grímsey
Ekki fór á milli mála, strax þegar við lögð-
um af stað til Grímseyjar, að mikið stóð til.
I flugvélinni voru leikarar og matreiðslu-
menn frá Akureyri með kokkabúninga
undir hendinni og steikarhnífa í tösku.
Kartöflusalat í plastfötum var í farangurs-
geymslu fram í trýni vélarinnar. Þegar var
svo lent í eynni var þangað kominn fjöldi
fólks - sé miðað við mælikvarðann í
Grímsey, en þar búa tæplega 100 manns.
Og réttilega stóð mikið til, framundan
voru hátíðahöld á þjóðhátíðardegi eyja-
skeggja, sem er 11. nóvember.
KirkjuMukkur, taflinenn og
bokasaln
Daníel Willard Fiske hét maður sá sem
Grímseyingar minnast sem mesta vel-
gjörðarmanns síns. Hann var fæddur 11.
'
Skemmtiatridi skólabarna voru uppistaða Fiske-hátíðarinnar. Nemendur við grunnskólann i vetur eru þrettán, ellefu skrákar og tvær stelpur. Þær eru báðar sjö ára, en
víðfrægt var að engar Grímseyjarstelpur fæddust í árafjöld. myndir: brink.
nóvember 1831 vestur í Bandaríkjunum
og þegar hann nam við háskóla í Nýju Jór-
vík vaknaði áhugi hans á norrænum fræð-
um. Árið 1879 kom Fiske til hingað til
lands og ferðaðist víða. Fór meðal annars
í hringferð umhverfis landið með eimskipi
og sá þá í fjarska eyjuna sem síðan átti hug
hans allan.
Fljótlega eftir þetta fóru gjafir að gerast
til Grímseyinga frá Fiske, sem var sterk-
efnaður maður. Má nefna kirkjuklukkur,
sem hann fékk í skiptum fyrir Guðbrands-
biblíu. Hæst ber nafn Fiske þó fyrir að leg-
gja skáldist í eynni lið. Fyrir því eru og
traustar heimildir að fyrr á öldum hafi
eyjaskeggjar verið afbragð annarra í skák
og vorið 1900 sendi Fiske skákborð og
taflmenn á heimilin þrettán í eynni. Ári
síðar sendi hann veglega bókagjöf til eyja-
skeggja, sem hafði að geyma fræði-,
mynda- og skákbækur. Er þetta safn enn
varðveitt í eynni. Fiske lést árið 1904 og
arfleiddi Grímseyinga þá að stórri pen-
ingagjöf, sem næstu áratugi varð varasjóð-
ur þeirra.
Fjöldasöngur og tslendtngasögux
Hefð er fyrir því að halda afmælisdag
Fiske hátíðlegan í Grímsey og frá henni
var ekki vikið nú. Haldin var skemmtun í
félagsheimilinu Múla sem velflestir eyja-
skeggjar sóttu. Skemmti fólk sér við
heimatilbúin skemmtiatriði af ýmsum
toga, á stokk stigu upplesarar, veitt voru
verðlaun íyrir góðan árangur í skák, sung-
in var Ijöldasöngur og í lokin var slegið
upp mikilli veislu.
„Það er búið að halda Fiskedaginn há-
tíðlegan síðan ég man eftir mér,“ segir
Þorlákur Sigurðsson oddviti í Garði. Hann
segir að hátíðin hafi vitaskuld breyst í ár-
anna rás. „Eg man að þegar ég var strákur
var kennari hér, Sæmundur Dúason, sem
fór alltaf með Islendingasögur á þessum
degi og ég held að varla hafi skeikað orði,
svo vel kunni hann þær.“
Þj óðhátíðardagnr
Stundum hefur verið um það rætt hvort
Islendingar séu full meðvitaðir um hvers-
vegna efnt sé til þjóðhátfðar 17. júní ár
hvert, en ekki einhvern annan dag. Rétti-
lega er það vegna þess að þá fæddist frels-
ishetjan Jón Sigurðsson. En vita það allir'?
„Hér býr Fiske í hverju húsi,“ sagði einn
Grímseyingurinn við okkur Dagsmenn
þegar við könnuðum mannlíf og móral
þar. Þannig virðast eyjaskeggjar full með-
vitaðir um hversvega efnt sé til hátíðar 11.
nóvember. Þar er það hluti af uppeldi
barna að segja þeim sögur af Fiske og starf
í grunnskólanum er miðast að miklu leyti
við það, fram eftir hausti, að undirbúa
hátíðina sælu, sem haldin var með svo
eftirminnilegum hætti þetta árið.
Svo verður vonandi áfram meðan
byggð helst í Grímsey.
-SBS.
Sjú meira um
Grímsey ú bls. 19.
; Veitum hagstæð
lán til kaupa á
landbúnaðarvélum
m
Reíknaðu með
® SP-FIÁRMÖGNUN HF
Þoö tekur aöeins
einrt m u
■virkan
dag
að koma póstinum
þínum til skila
Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201