Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13 .NÓVEMBER 1997 - 27 X^wr BÍLAR OG VETUR Harðkoma dekk sækj a í sig veðrið Svokölluð harðkoma dekk eru sífelltað auka við vinsældir sín- ar. Þau em framleidd hérlendis samkvæmt íslenskri hugmynd. Þetta er þriðji veturinn sem Sólning hf. framleiðir harðkorna dekk. „Við byrjuðum frekar smátt í þessu, síðan jukum við þetta allverulega í fyrravetur. I vetur höfum við varla haft und- an að framleiða,11 segir Jón Stef- ánsson, sölustjóri hjá Sólningu hf. „Við framleiðum jrau jafn- hliða hinum dekkjunum sem við framleiðum ekki með harðkorn- um en með nöglurn." Harðkorna dekkin eru sóluð dekk og munurinn á þeim og hefðbundnum sóluðum dekkj- um er að hörðum karbít stálögn- um er dreift í sólann um leið og hann er vafinn upp á dekkið. „Þegar við sólum dekk þá er belgurinn sem við ætlum að sóla raspaður niður þannig að hann verður alveg sléttur. Síðan er hann límborinn. Þá fer hann í tölvustýrða vél sem sér um að vefja gúmmíinu upp á belginn eins og lakkrísborða." Sléttir lakkrfsboróar Jón líkir gúmmíinu í heitsóln- ingunni við slétta lakkrísborða. „Um leið og þeir vefjast upp á dekldð hrynja kornin ofan í gúmmíið sem er heitt. Þegar það magn er komið sem á að vera á dekkinu, þá fer það inn í pressur og þar er munstrið mót- að í dekkið. Þetta er sett í rosa- legan hita í pressunni sem þrýst- ir mótunum inn í gúmmíið og myndar þannig munstrið. Þessi korn eru alveg frá innsta Iagi og upp í það efsta og fyrir bragðið eru þessi dekk mun stamari en venjuleg ónegld snjódekk,“ út- skýrir Jón. Hann viðurkennir að harð- korna dekkin komi ekki alveg í staðinn fyrir nagladekk. „Við verðum svolítið að hugsa um að- stæður. Úti á landi þar sem eru miklir svellbunkar eru naglarnir betri. En um leið og naglarnir eru farnir að ganga svolítið út úr dekkinu og leggjast, þá eru þeir farnir að verða að litlu gagni. En harðkorna dekkið heldur alltaf sínu gildi sem það hafði upphaf- lega.“ -OHR Jón Stefánsson og harðkorna dekkin sem eru að sækja í sig veðrið á markaðnum. Alvöru ieppi á verði iepplings IVITARA 1998 Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega stöðuga fjöðrun og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjádu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara sr vinsœlasti jeppinn á Islandi. Og skyldi engan undra. SUZUKI AFI. OG ÖRVGGI; SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. SULUUMBUÐ: AKranes: Olatur G. Olatsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA ht., Lautasgotu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og buvelasalan ht, Miðasi 19, simi 47 Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Sími 568 51 00. • • « «« « • • • • « * * •••••*•«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.