Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 13.11.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1 3.NÚVEMBER 1997 - 21 XWtor MENNINGARLIFIÐ I LANDINU L. Blómaskoðun Hálfdans Steinunn Sigurðar- dóttir hefur sentfrá sér skáldsöguna Hanami. Þarsegirfrá Hálfdani Fergussyni sem einngóðan veður- dag kemst að þeirri niðurstóðu að hann sé látinn. Hcmami heitir hókin, hvaðan kemur þessi óvenjulegi titill? „Hanami er japanskt orð og þýðir blómaskoðun. Blóma- skoðun fer fram þegar kirsu- blómin springa út á vorin og fólk sest undir tré með mat og drykk og heldur stórveislu. Þessa blómaskoðun má tengja við sög- una mína en svo fannst mér á vissan hátt gaman að gefa bók- inni sérkennilegan titil.“ Bókin fjallar um mann sem trúir því að hann sé dáinn. Hvemig fékkstu þessa hugmynd? „Vinur minn Magnús S. Magnússon sagði mér að til væru sjúklingar sem trúðu því að þeir væru dánir. Mér fannst þetta merkilegt og gott efni í bók. A þessum tíma var ég að skrifa Hjartastað en var hálf strönduð. Eg byrjaði því að skrifa nokkra kafla þessarar bók- ar. Hugmyndin gerjaðist í nokk- ur ár og togaði alltaf jafn mikið í mig. Ég byrjaði síðan á bókinni af fullum krafti strax og ég hafði lokið við Hjartastað." Er þetta kannski grallaraleg- asta skáldsagan þín? „Já, framan af. Svo breytist hún, það færist yfir hana ró og friður enda finnur aðalpersónan sína Paradís." En hvað með þig, ert þú sjálf sannfærð um að það taki ekkert við eftir dauðann? „Ég veit það ekki. En ég veit að ef eitthvað tekur við þá er það miklu ótrúlegra og skrýtnara en við gerum okkur í hugarlund, ekki þessi útþynnti heimur sem spíritistar lýsa, þar sem allt er örlítið sætara og betra en hér. En það er svo margt skrýtið og dularfullt sem hefur gerst í sam- bandi við söguhetjurnar í bók- unum mínum og þá sem virðast vera fyrirmyndir þeirra. Það er stundum eins og verið sé að stríða mér. Þegar ég var að ljúka við Síð- asta orðið flutti ég í Bogahlíð- ina. I húsinu bjuggu tveir pipar- sveinar sem báðir héldu til í Safnahúsinu við Hverfisgötu, eins og piparsveinarnir í Síðasta orðinu gerðu. Síðan kom í ljós að ég var nágranni Lýtings Jóns- sonar en ein aðalsöguhetjan í Síðasta orðinu bar það nafn. Þeir voru á sama aldri, og hvor- ugur hafði gifst né eignast börn. Ég hef einnig frétt af konum úr sömu ætti sem eru eins og beinar fyrirmyndir kvennanna úr Hjartastað, aðstæður, útlit og nöfn fara þar saman í veiga- mestu atriðum." Þú hefur verið að skrifa í mörg ár, eru erfiðleikarnir alltaf þeir sömu eða fara þeir eftir verkinu sem þú ert að vinna hverju sinni? „Erfiðleikarnir eru misjafnir frá bók til bókar. Það er alltaf „Ég skemmti mér einna mest við að skrifa þessa bók, kannski vegna þess að söguhetjan er karlmaóur. Það gaf mér skemmtilegt frelsi." mynd: e.ól. erfitt að koma fyrsta uppkasti á blað og handavinnan í lokin er alltaf jafn leiðinleg. Ég er sífellt að gera tillögur að texta og er endalaust að breyta. Þetta er basl og barningur. En ég skemmti mér einna mest við að skrifa þessa bók, kannski vegna þess að söguhetjan er karlmað- ur. Það gaf mér skemmtilegt frelsi.“ Hefurðu sniíið baki við Ijóða- gerðinni? „Sannarlega ekki. Næsta bók mín gæti vel orðið ljóðabók. Annars hélt ég alltaf að ég væri leikskáld og skrifaði leikrit en þau voru svo léleg að ég þorði ekki að sýna þau. Þau eru ofan í skúffum og ég held að þau verði þar til dómsdags." Nií ertu flutt á Selfoss, finnst þér betra að skrifa í dreifbýli en þéttbýli? „Það er ekki komin mikil reynsla á það en ég held að frið- urinn og kyrrðin hjálpi mér rnikið." Hvað gerirðu ífrístundum? „Ég rækta tré í Austur-Skafta- fellssýslu þar sem pabbi og mamma eiga sumarbústað. Eg fer í langar gönguferðir og ég les mildð en vinirnir hafa orðið nijög útundan. Síðustu árin hafa að mestu farið í að skrifa bækur og flakka um. Nú ætla ég að fara að sinna vinum rnínum, ef einhverjir eru eftir.“ Hinn marg umtalaði og eftirspurði kabarett „í BOÐI SVEITASTjÓRNAR,, verður framinn í Freyvangi næstkomandi laugardagskveld 15. nóvember kl. 22. Forsala aðgöngumiða er fimmtudag 13. nóvember kl. 20-22 í Freyvangi. Miðaverð kr. 1.600. Tökum ekki greiðslukort Hreint aldeilis gljúrin hljómsveit llluga leikur fyrir dansi. Ekki missir sá sem fyrstur fær...Hvað? Freyvangsleikhúsið. Leikfélag Akureyrar 4 Hart ✓ i bak Af fwí ég skenimti rnér svo vel. Arthúr Bjiirgvin Bollason í Dagsljósi. 'kr föstudagskvöld 14. nóv. kl. 20.30 laus sæti laugard. 15. nóv. kl. 16.00 laus sæti laugardagskvöid 15. nóv. kl. 20.30 UPPSELT Sunnudaginn 16. nóv. kl. 20.30 laus sæti föstudagskvöid 21. nóv. kl. 20.30 laus sæti laugard. 22. nóv. kl. 16.00 laus sæti laugardagskvöld 22. nóv. kl. 20.30 UPPSELT Næst síðasta sýningarhelgi föstudagskvöid 28. nóv. ki. 20.30 laus sæti laugard. 29. nóv. ki. 16.00 laus sæti Næst síðasta sýning laugardagskvöld 29. nóv. kl. 20.30 laus sæti Síðasta sýning Missið ekki af þessari bráðskemmtilegu sýningu. Á ferð með frú Daisy eftir Alfrcd Uhry í hlutverkunum: Daisy Werthan: Sigurveig Jónsdóttir Hoke Coleburn: Þráinn Karlsson Boolie Werthan: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Frumsýning á Renniverkstæðinu annan í jólum, 26. des. kl. 20.30 2. sýning 27. dcs. kl. 20.30 3. sýning 28. des. kl. 20.30 4. sýning 30. des. Gjafakort í leikhúsið Jólagjöf sem gleður Verð: Almenn kort 1800 krónur Kort á Söngvaseið: Fullorðnir: 2.400 kr. Börn: 1.300 kr. Eldri borgarar: 1.500 kr. Söngvaseiður Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir frumsýning í Samkomuhúsinu 6. mars ^ Markhúsar- guðspjall liinivikur Aðalsteins Bcrgdal Frurnsýning á Renniverksræðinu um páska Sími 462 1400 Munið Leikhúsgjuggið FIUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 er styrktaraðili Leikfélags AkurejTitr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.