Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 1
vor. Hún sé þegar búin að vera í forystu Framsóknar í 20 ár af þeim 30 árum sem hún hefur tekið þátt í verkalýðsmálum. Hún segir að Framsókn muni ekki gera tilkall til formennsku í hinu nýja stéttarfélagi en vara- formennskan verður hins vegar þeirra. Þá er búið að velja fjögur nöfn sem koma til greina sem nafn á nýja félaginu. Skoðana- könnun verður meðal félags- manna um nýja nafnið fljótlega eftir áramótin. A meðan ríkir samkomulag á milli félaganna að upplýsa ekki um nafnalistann. Sem kunnugt er þá var sam- eining Dagsbrúnar og Fram- sóknar samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í alls- herjar atkvæðagreiðslu í Dags- brún og á félagsfundi í Fram- sókn. Hið sameinaða félag tekur til starfa 1. janúar nk. en stofn- fundur verður haldinn 6. desem- ber nk. — GRH Hvalskurður á Húsavík I gær var unnið að hvalskurði í Suðurfjörunni á Húsavík en það mun í fyrsta sinn í áraraðir sem búrhvalur er skorinn á Islandi. Hvalamiðstöðin á Húsavík á hvalinn og hyggst koma beina- grind hans fyrir á hvalasafninu. Reður hvalsins mun hins vegar fara á Reðursafnið í Reykjavík. Þegar hvalskurðurinn hófst í gær var komin talsverð ólykt af hvalnum og lagði mikla fylu yfir allan suðurbæinn. Vísindamenn sem á staðnum voru kváðu upp úr með það að skepnan væri ekki vansköpuð heldur hefði hún misst neðri kjálkann í einhvers konar átökum eða slysi, þar sem greinilegt væri af beinum að kjálkinn hefði brotnað. Þrátt fyr- ir þessa fötlun var hvalurinn í ágætum holdum. Til stóð að selja kjötið í refafóður í Skagafirði, en ekkert verður af því og það því urðað. Sjá einnig Víkurblaðið Ekki útilokað að Sókn, Iðja og Félag starfsfólks í veitinga- húsum sameinist Dagsbrún og Fram- sókn. Yrði álíka stórt og VR. Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, telur ekki útilokað að stéttar- félög ófaglærðra í borginni, eins og t.d. Iðja, Sókn og Félag starfs- fólks í veitingahúsum, muni sameinast sameinuðu félagi Dagsbrúnar og Framsóknar. Ef það gengur eftir verður félagið eitt hið stærsta og öflugasta inn- an ASI með á 12-13 þúsund fé- lagsmenn, eða álíka fjölmennt og Verslunarmannafélag Reykjavík- ur. Sigurður Guðmundsson, for- maður Félags starfsfólks í veit- ingahúsum, segir það nær öruggt að félagið muni leita eftir sameiningu við Dagsbrún og Framsókn þegar nýja félagið verður tekið til starfa. Hann segir að við sameiningu Iíf- eyrissjóðanna í Framsýn hafi það verið rætt að sameina félögin undir einn hatt. Hinsvegar hafi mál þróast á þann veg að Dagsbrún og Framsókn riðu á vaðið. Hann segir að menn vonist bara eftir því að sú samein- ing takist vel. Gangi það eft- ir sé þeim í Félagi starfsfólks í veitingahúsum ekkert að vanbúnaði, enda sé það byrj- unin á einhverju stærra í skipulagsmálum stéttarfélaga ófaglærðra í höfuðborginni. Formaður Framsóknar bendir á að hugmyndir um sameiningu félaganna tveggja hafi byrjað þegar lífeyrissjóðir sjö stétt- arfélaga voru sameinaðir í líf- eyrissjóðinn Framsýn. Tvö þessara félaga, Hlíf og Framtíðin í Hafnarfirði, hafa hins vegar ákveðið að kanna viðhorf fé- lagsmanna til sameiningar þeirra og því óvíst hvort þau vilji sameinast félögunum í Reykja- vík. Ragna Bergmann segir að hún muni hætta afskiptum af verka- Iýðsmálum þegar ný stjórn verð- ur kosin í sameinuðu félagi Dagsbrúnar og Framsóknar nk. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, telur að skýringa á slæmu gengi Framsóknarflokksins í skoðanakönnun- um kunni að vera að leita í starfi hans í R-listanum. Óljós afstaða Framsóknar Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, segir erfitt að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn getur annars vegar fylgt þeirri stefnu að standa utan við sam- einingu á vinstri vængnum og hins vegar staðið að R-listanum í Reykjavík. „Er ég sannfærður urn að þessi óljósa staða Framsóknarflokks- ins á mikinn þátt í því að flokk- urinn nær sér ekki á strik sam- kvæmt skoðanakönnunum. Aðild hans að R-listanum annars vegar og andstaða við vinstri samein- ingu hins vegar, ruglar kjósendur Framsóknarflokksins," segir Björn og bætir við. „Það þarf í senn styrk og leikni til að leika þannig tveimur skjöldum.“ Ekki náðist í Halldór Asgríms- son í gær til að fá viðbrögð hans við skýringum Björns, en fram- sóknarmenn sem Dagur ræddi við töldu stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn nærtækari skýringu á fylgistapi flokksins, en samstarfið í R-listanum. — VJ FatafeHan kærir Fatafellan „Lena“, sem starfar á veitingastaðnum Vegas í Reykja- vík, Iagði í gær fram kæru um líkamsárás á hendur Haraldi Böðvarssyni, einum eiganda staðarins. Fullyrðir konan að eig- andinn hafi veist að sér sl. föstu- dagskvöld á skrifstofu sinni. Eig- andinn vísar sakargiftum á bug. Framgangur kærunnar sjálfrar til lögreglunnar í Reykjavík og með- ferð hennar varð óvenjuleg fyrir það að eigandinn tengist lög- reglustjóra fjölskylduböndum. Böðvar Bragason lýsti því hins vegar yfir að embættinu bæri skylda til að taka við öllum kær- um. ¥ Villijáliiiiir með 14. bókina Blað 2 íslend- ingar deyja ríkir Bls.2 pt BLACKSl DECKER1 Handverkfæri E SINDRI -sterkur í verki ' jgj i i 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.