Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Tveir kylfingar heppnir að sleppa lifaiHU frá eldingum Birgir Leifur Hafþórs- son þarf að leika þrjár síðustu holumar á Guadalmina-veHmum á Spáni á fjórum höggum undir pari tH að viuna sér sæti á evrópsku mótaröð- iuni. MiJklar eldingar og vatnsveður hafa sett aUt mótshald úr skorðum og tveir kylíingar voru heppn- ir að sleppa lifandi þegar eldingum laust niður á golfvöUunum þar sem mótið er haldið. Birgir Leifur á enn eftir að leika þrjár holur í fjórða hringnum sem hann byrjaði á í fyrradag og í gærdag var ekki vitað hvort Birgir Leifur mundi ná að ljúka fjórða hring sínum í dag. „Það á að reyna í fyrramálið (i dag), en ef veðrið verður eitthvað í þess- um dúr á morgun, þá verður ekki spilað," sagði Björgvin Þorsteins- son, aðstoðarmaður Birgis Leifs, og bætti því við að hann hefði al- veg eins trú á því að komið yrði á fót nýju móti, ef kylfingar næðu ekki að klára fjórða hring sinn í dag. Steingrímur áfraui með KA Steingrímur Eiðsson, sóknar- maður KA í knattspyrnu, verður áfram með liðinu næsta sumar, en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Heyrst hafði að Steingrímur væri á leið til Leifturs í Olafs- firði en ekkert verður úr því. Þetta eru góð tíðindi íyrir 1. deildarlið KA en Steingrímur var markahæsti Ieikmaður þeirra síðasta sumar með átta mörk. Tveir Dalvíkingar hafa einnig ákveðið að ganga til liðs við KA liðið en það eru þeir Þor- Ieifur Arnason og Stefán Gunn- arson. Skamkvæmt heimildum Dags eru KA-menn í viðræðum við fleiri leikmenn þessa dagana og er ætlunin að styrkja hópinn enn meira. — Jj Birgir Leifur Hafþórsson á litla mögu- leika á sæti á evrópsku PGA-mótaröd- inni. Lítil von Birgir Leifur náði að leika fimm holur í fyrradag og spilaði þær á einu höggi undir pari. I gær fékk hann „skolla“ á 5. holunni og þeirri þrettándu. Hann á þrjár holur eftir og tvær þeirra eru par fimm holur, sem Birgir Leifur hefur náð að slá inn á í tveimur höggum. Það má því segja að enn sé von hjá Skagamanninum, en hún er ekki mikil. Ef Birgir Leifur leikur holurnar þrjár á einu undir pari skipar hann sér í hóp þeirra 75 bestu og vinnur sér keppnisrétt á Challenge-mót- unum, sem leikin eru víðs vegar um Evrópu. Ef veður leyfir mun Birgir Leifur klára fjórða hring sinn í dag. Eftir að fresta þurfti keppni l'talinn Alberto Binaghi var heppinn að sleppa lifand/ þegar eldingu laust niður í regnhlíf hans í fyrradag. í fyrradag, var ákveðið að fækka mótsdögum um einn og í gær tóku mótshaldarar þá ákvörðun að sleppa fimmta hringnum, vegna þess hve veðurspáin er slæm og hversu vellirnir eru orðnir blautir. MikiII meirihluti kylfinganna hefur Iokið keppni og fjörtíu þeirra hafa komið inn á 288 höggum eða færra og fastlega er búist við því að sú tala verði ráð- andi um það hverjir komast á evrópsku mótaröðina. Meðal þekktra kylfinga sem tryggðu sér skírteinið voru Gary Nicklaus, sonur Jack Nicklaus, sem var á sínu þriðja úrtökumóti, Englend- ingurinn Paul Way og Nýsjálend- ingurinn Michael Campell. Besta skor mótsins var 280 högg og það voru Hollendingarnir Chris Van der Veld og Robert Jan Derksen, Englendingurinn Phil Golding og Svíinn Fredrik Henge sem því náðu. Heppiim að sleppa lifandi Keppni var frestað í fyrradag vegna eldinga og Björgvin sagði að illa hefði getað farið þegar einn keppandi, sem var tveimur ráshópum á undan Birgi Leif og Björgvini á Guadalmina-vellin- um, fékk eldingu í golfkylfu sína. Hann sagðist ekki vita um afdrif hans, en hann var fluttur á sjúkrahús í fyrradag. Einn besti kylfingur Itala, Al- berto Binaghi, sem meðal annars hefur keppt fyrir þjóð ' sína í heimsbikarnum og í liðakeppn- inni á Dunhill Cup, var einnig lánsamur að ekki skyldi fara illa þegar hann var á gangi fyrir aft- an 14. flötina á San Rogue vell- inum. Nýbúið var að fresta keppninni þegar eldingu laust niður í regnhlíf Italans og kastaði honum til jarðar. „Ég er mjög heppinn að vera á lífi. I tuttugu mínútur gat ég ekki hreyft fæturnar og þremur klukkustundum síðar var ég enn með sinadrátt í fótunum. Lækn- ar á sjúkrahúsinu sögðu mér að ef eldingin hefði varað tveimur sekúndum lengur þá hefði ég dáið,“ sagði hinn 32 ára Itali. Þrátt fyrir hremmingarnar tók Binaghi það ekki í mál að hætta keppninni. v -FE KNATSPYRNA Bað Irvvin afsökunar Paul Bosveldt, Ieikmaður hol- lenska liðsins Feyenoord, hefur beðið Denis Irwin, leikmann Manchester United, afsökunar á ljótri tæklingu hans í Evrópuleik liðanna í síðasta mánuði. Bosveldt braut illa á Iruán með þeim afleiðingum að Irwin hefur ekki getað leikið síðan og óvíst er hvort hann muni leika meira með enska liðinu á þessu keppn- istímabili. Evans á förum frá Liver- pool? Sögusagnir um að Roy Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, verði látinn taka pokann sinn hafa fengið byr undir báða vængi, eftir tapið gegn Barnsley um síðustu helgi. Nils Arne Eggen, sem stjórnar norska lið- inu Rosenborg í sfðasta sinn eft- ir tvær vikur, hefur verið orðaður sem Iíklegur eftirmaður og í ný- legu viðtali sagði hann starfið hjá Liverpool vera mjög áhugavert. Steve McMahon er hins vegar efstur á lista veðbanka, með hlutföllinn 4-1 á bakvið sig. McMahon var leikmaður hjá Liverpool í sjö ár og hefur náð góðum árangri með 1. deildarlið Swindon. Forsala á landsleik Forsala aðgöngumiða á landsleik Islands og Júgóslavíu í riðla- keppni EM í handknattleik verð- ur í versluninni Útilíf í Glæsibæ og hófst hún í gær. Miðaverð er kr. 1000 fyrir þá sem eru 12 ára og eldri, þeir sem eru á aldrinum 6-11 ára greiða 500 kr. en að- gangur er ókeypis fyrir börn fimm ára og yngri. Jordan vallim leik- maður vLkunnar í NBA Michael Jordan var kjörinn besti leikmaður síðustu viku í NBA deildinni. Jordan skoraði 37,3 stig að meðaltali í þremur úti- leikjum Chicago. Hann tók einn- ig 4,7 fráköst og átti 4,3 stoðsendingar á félaga sína. Jordan er nú kominn á forn- ar slóðir stigaskor- un og er efstur á lista 95-87, og vann þar með sinn 6. leik í röð. Penny Hardaway lék á ný með liðinu og skoraði 1 5 deildinni með 27,7 stig að meðaltali í leik. Þrír æsispennandi leikir fóru fram á aðfaranótt þriðjudags. Portland lagði Toronto, 91-90, með mjög umdeildri sigurkörfu frá Rasheed Wallace á síðustu sekúndu leiksins. Þar með tapaði Toronto sínum 10. leik í röð og er það met í stuttri sögu félags- ins. Porlland lék án hins skap- stóra I. Rider en hann var dæmd- ur í 3 leikja bann á dögunum fyr- ir að hrækja á áhorfanda á leik liðsins í síöustu viku! Orlando sigraði Washington, stig. Rony Seikaly var hins vegar stigahæstur með 24 stig. Ekkert gengur hjá Washington og virðist það Iitlu hafa breytt þó liðið hafi skipt um nafn á þessari leiktíð. Chris Webber var eini maðurinn sem eitthvað gat hjá liðinu og skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Að lokum sigraði Utah Jazz hið efnilega lið Minnesota í fram- lengdum leik, 133-124. Karl Malone var bestur í liði Utah og skoraöi 33 stig. Stephon Mar- bury átli hins vegar stórleik hjá Minnesota og skoraði 38 stig og átti 10 stoðsendingar. Kynuing á PartHle-cup Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn vinnur nú að kynningu á Partille-cup handknattleiksmót- inu, sem haldið verður í Svíþjóð dagana 27. júní til 3. júlí á næsta ári. Framkvæmdastjóri mótsins, Stefan Albrechtson, er nú hér á landi ásamt fleiri starfsmönnum mótsins og munu þeir gangast fyrir kynningu í KA-heimiIinu í kvöld kl. 18. Partille-cup er mót fyrir yngri aldursflokka og hefur verið mjög íjölmennt á undan- förnum árum. Um það bil 500 lið tóku þátt í mótinu í fyrra. Kópavogslistinn Opinn borgarafundur um bæjarmálefni í Kópavogi fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Undirbúningshópur nýs bæjarmálafélags, Félags um jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsi, boðar bæjarbúa til kynningar- og málefnafundar um sameiginlegt framboð í Kópavogi. Á fundinum verður fjallað um aðdraganda, tilgang og markmið sameiginlegs framboðs til bæjarstjórnar Kópavogs, einnig verður fjallað um málefnaáherslu og fundargestum gefst kostur á að skrá sig til þátttöku í málefnastarfi og stefnumótun. Fundurinn er opinn öllum Kópavogsbúum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi og stefnumótun Kópavogslistans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.