Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 2 6 .NÓVEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR L Hollendingar æfír yfír aðstoðunni Landsliðsþjálfari Hol- lendinga var æfur er liðið mætti á æfingu í LaugardalshöUinni á mánudagskvöld vegna þeirrar aðstöðu sem honum og liði hans er hoðið upp á hér á landi. Hann neitaði hlaðamanni Dags iun viðtal og bannaði fyr- irliða liðsins að tala við blaðamann. Þjálfari hollenska landsliðsins var allt annað en blíðnr á mann- inn er hann mætti með lið sitt á æfingu í Laugardalshöllinni á mánudagskvöldið. Er blaðamað- ur Dags ætiaði að fá viðtal við kappann brást hann fúll við og sagðist ekki tala við blaðamenn strax. Það sem hann hafði helst á hornum sér var sú aðstaða sem Hollendingarnir höfðu hér á landi. Liðið gistir á Hótel Kefla- vík, sem honum fannst ekki nógu gott og auk þess sem það er í 45 km. fjarlægð frá Laugardals- höllinni og það tæki iiðið klukkutíma að komast á æfingu. Þá var þjálfarinn mjög óánægður með aðstöðuna í Laugardalshöll- inni og það sem hann setti út á var, að ekki voru vatnsbrúsar til taks handa leikmönnum hans er þeir komu á æfinguna. Stórmál það og ófyrirsjáanlegt vandamál fyrir landsliðsþjálfarann. Ekki tók betra við er Dagur ætlaði að fá stutt spjall við fýrir- liða hollenska liðsins. Þjálfarinn bannaði honum að tala við blaðamenn að svo stöddu. Gerði hann blaðamanni Dags skiljan- legt að ekki þýddi að reyna frek- ari viðtöl fýrr en honum væri runnin reiðin, annað hvort eftir æfinguna eða næsta dag. Eini maðurinn sem ræddi við Dag var fararstjóri liðsins sem tók geð- illsku þjálfarans nærri sér en þakkaði blaðamanni fyrir að út- vega þjálfaranum og leikmönn- um nothæf vatnsílát. Er Dagur ræddi við Pétur Sig- urðsson, framkvæmdastjóra KKÍ, sagði hann ástæðu þess að hollenska liðið gisti í Keflavík þá að Körfuknattleikssambandið væri með góðan samning við Hótel Keflavík. Það væri gott hótel og þó það tæki Hollending- ana rúman hálftíma að koma sér til og frá æfingum væri það ekki meira en gerðist í stórborgum Evrópu eins og t.d. Amsterdam. - GÞÖ Guömundur Bragson og félagar börðust hart á slöustu æfingu áður en Jón Kr. valdi liðlð sem keppir við Hollendinga i kvöid. Góðir möguleikar Griiiimiir varnarleHair og skyusamur sóknar- leikur er lykHlinn ad góðum árangri í Evrópu- leiknum við HoUendinga í kvöld. Hraði og góð hittni úr þriggja stiga skotum er aðaH íslenska liðsins. Átta af tíu leikmönum ís- lands eru góðar þriggja stiga skyttur. íslendingar leika sinn fyrsta leik í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í kvöld er þeir taka á móti Hollendingum í Laugar- dalshöllinni. Islenska liðið hefur aldrei náð jafn langt í alþjóðleg- um körfubolta og því ríkti mikil spenna meðal þjálfara og leik- manna er Dagur leit við, í Höll- inni, á æfingu hjá liðinu. „Jú, það eru allir við hesta heisu og til í slaginn," sagði Jón Kristinn Gíslason Iandsliðsþjálf- ari. „Það er búin að vera mikil keyrsla á æfingunum og ég sé ekki betur en að allir séu í góðu formi. Við vorum á mjög erfiðum æfingum í gær og fyrradag og því Jón Kristinn, karlinn í brúnni. bjóst ég við smá þreytu hjá þeim nú en það er alls ekki. Þeir eru allir mjög ferskir og spenntir fyr- ir kvöldinu. Við erum búnir að bíða eftir þessu tækifæri í eitt ár, eða síðan við unnum okkur rétt- inn til að taka þátt í riðlakeppn- inni, og ég get lofað ykkur miklu fjöri í HöIIinni í kvöld og því skiptir miklu máli að fá sem flesta áhorfendur á staðinn." - Hvemig ætli þjálfaranum sé innanbrjósts svona réttfyrir stærs- ta leik Islands til þessa? „Ég er náttúrulega rosalega spenntur. Ég er búinn að horfa svo mikíð á körfubolta í vetur og nú er Ioksins komið að því að taka þátt í baráttunni. Nú get ég ekki beðið lengur,“ sagði lands- liðsþjálfarinn tilbúinn í leikinn. Ætlum að standa okkur Guðmundur Bragason er fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins og annar tveggja atvinnumanna þess í íþróttinni. Hann leikur í Þýskalandi og hefur því ágæta yf- irsýn yfir körfuboltann á megin- landinu. „Eg þekki hollenska liðið ekki mikiö núna. Þeir eru búnir að skipta um þjálfara og liðið er því nokkuð breytt frá því við lékum síðast við þá. Gert Hammick, miðherjinn þeirra, leikur með Alba Berlín og er mjög sterkur. Ég hlakka bara til að glíma við þá.“ - Nií er það ekki ný bóla hjá þér að eiga við mun stærri leikmenn en þú ert sjálfur. „Neí, ég tel mig líka kominn með ágætis reynslu við það sem vonandi nýtist okkur vel í Iands- Herbert þekkir Hollendingana best. leikjunum. Við þurfum líka að spila grimman varnarleik, vera duglegir að ná varnarfráköstun- um, ná upp góðri keyrslu, hitta vel úr þriggja stiga skotunum og hafa dálitla fjölbreytni í leiknum." - Hvemig er mórallinn i lið- inu? „Andinn er frábær í hópnum. Það er gaman að sjá unga stóra menn koma inn í þetta. Nú er ég ekki stærstur lengur og því er ég bara bjartsýnn á framhaldið. Þetta er það sem við erum búnir að vera að keppa að allan þennan tíma, að komast í þessa Evrópu- keppni og nú ætlum við að stan- da okkur.“ Herbert þekkir HoHending- ana „Ég þekki til nokkura þessara leikmanna," sagði Herbert Arnar- son, atvinnumaður í Belgíu. Það eru þarna tveir leikmenn sem ég lék með í Hollandi í fyrra. Svo eru þarna nokkrir sem spila í Belgfu, þar sem ég er núna. Þetta eru alll góðir leikmenn og til þess að vinna þá verðum við allir að Guðmundur leiðir sfna menn á vellinum. leika sérstaklega vel. Við þurfum að halda þeim frá varnarfráköst- unum en megum samt ekki ein- blína á stóru karlana þeirra. Þeir eru með menn inn á milli sem eru alveg hörku skyttur. Ef við náum góðum varnarleik og skyn- sömum sóknarleik eigum við góða möguleika. Sagan sýnir að við getum alveg unnið Hollend- inga og að því stefnum við nú.“ - Er körfuboltinn í Hollandi mikið frábrugðinn boltanum hér heima? „Hann er frábrugðinn að því Ieyti að í hverju einasta liði þar er alvöru miðherji. Þeir eiga nóg af stórum mönnum. Þjálfari lands- Iiðsins er Belgi, sem þjálfaði liðið sem ég leik með núna og hann vill mjög mikinn aga og kerfis- bundinn körfubolta. Ég vænti þess að þeir reyni mildð að koma boltanum inn í teiginn á stóru mennina. Þannig geta þeir líka opnað vel fyrir ulan. Þetta er aðal munurinn á íslenska og hol- Ienska boltanum. Þeir eru kerfis- bundnari og eiga meira af stórum mönnum," sagði Herbert. —GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.