Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 - 9 FRÉTTIR r upp fyrír Ijósmyndara Dags. Þeir hafa hins er við lýði, ganga hlutirnir vel. Þetta byrjar allt hjá foreldrunum." AnMnn van- máttur og úr- ræðaleysi „Já, það er rétt að vinnuálagið hefur aukist mjög hjá mér á síðustu misserum. Miklu meiri tími fer í ráð- gjöf bæði með for- eldrum og börnum en áður. Eg finn í auknum mæli fyrir vanmætti og úr- ræðaleysi hjá fólki og þá ekki endi- lega vegna fjár- hagserfiðleika. Það virðist alveg ljóst að hlúa verði mun sterkar að fjölskyldunni,“ segir Halldór Guð- mundsson, félagsmálastjóri Dalvík- urbæjar Eins og fram kom í Degi í gær sagði Halldór að hvað fíkniefni og vímuefnavanda varðaði, væri engin ástæða til að ætla að bæjarfélögin úti á landi væru betur sett en höf- uðborgarbúar þótt fréttir þaðan séu mjög ríkjandi í íslenskri fjölmiðlun. „Við í litlu samfélögunum segjum oft að krakkarnir okkar njóti miklu meira frelsis en í borginni. Með því að gefa börnunum frelsi komi þau feit og fín til okkar aftur líkt og sauðir sem koma af fjalli á haustin. Börn og sauðir eru bara ekki það sama og menn hafa e.t.v. ekki áttað sig á því. Við ættum kannski að fara að endurskoða þessar frelsishug- myndir okkar," segir Halldór. Nú stendur fyrir dyrum öflugt vímuvarnastarf á Dalvík með sam- vinnu fjölmargra aðila. Halldór seg- ir fleiri en Dalvíkinga þurfa að bregðast við á svipaðan hátt þótt allt kosti þetta peninga. „Það ætti að vera öllum ljóst að við erum ekki að búa til neinn ímyndaðan veruleika. Vandinn er raunverulegur og við þurfum öll að stilla saman strengi okkar.“ Verslmiariiienn vilja kasta gamla kjaramódelinu Launahækkanir tengd- ar afköstum, gæðum og hagnaði. Aðferða- fræðin sótt til handar- íska hílaiðnaðarins. Samkeppni á oddinn. „Ég gæti alveg trúað því að við gerð næstu kjarasamninga mun- um við ekki gera ákveðnar kröfur um kauphækkanir eins og verið hefur. Þess í stað mundum við stilla fram einhverri kauphækk- unarformúlu sem tæki mið af af- komu fyrirtækja og framleiðni- aukningu," segir Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður fjármála- sviðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fyrirmyiidiii í bandaríska bílaiðnaóinuin Gunnar Páll reifaði þessar nýj- ungar í gerð kjarasamninga á morgunverðarfundi hjá VR, sem haldinn var í tengslum við út- komu skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands um framleiðni og fjárfestingar í íslensku at- vinnulífi. Fyrirmyndin að þessari framtíðarsýn í kjaramálum versl- unarmanna er sótt í smiðju bandaríska bílaiðnaðarins. í framkvæmd yrði hún álíka og svonefndir fyrirtækjasamningar. Samkvæmt henni yrði ekki samið um ákveðnar prósentuhækkanir launa eða krónutöluhækkanir í aðalkjarasamningi eins og verið hefur. Lágmarkslaun eða ein- hvers konar gólf verður þó til staðar ásamt ýmsum trygginga- og réttindaákvæðum. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi hefði t.d. 148% framleiðniaukning í smá- söluverslun á tímabilinu 1982- 1993 skilaði starfsfólki um 70% raunhækkun launa að viðbættum launahækkunum vegna verðlags- breytinga. Laun tengd framleiðni Sem dæmi um innihald þessara samninga verður t.d. sett það markmið að ná 6% framleiðni- aukningu á samningstímanum. Af því fær launafólk 50% af fram- leiðniaukningunni í sinn hlut, f næstu kjarasamningum mun versiunarfóik gera kröfu tii þess að laun þess hækki í samræmi viö afköst, gæði og hagnað fyrirtækja. í staðinn munu þeir leggja tii hliðar gömlu kjaramálapólitíkina þar sem gerðar eru kröfur um ákveðnar prósentu- og krónutöluhækkanir launa í aðalkjarasamningi. eða 3% launahækkun á ári auk verðlagshækkana. Þá skuldbinda fyrirtæki sig til að lækka verð af- urða sinna um 1 -3% á ári eftir út- reikning á mismun á framleiðni- aukningu vinnuaflsins og hækk- un heildarkostnaðar fyrirtækis. Hugmyndin að baki þessu er að auka samkeppnisstöðuna sem aftur leiðir til aukinnar sölu og hagnaðar, eykur nýtingu og veld- ur frekari framleiðni. Þá verður starfsmönnum heimilt að leggja niður vinnu ef gæði afurða upp- fylla ekki þá gæðastaðla sem starfsmenn og fyrirtæki hafa samið um. Samráðsvettvangur I þessari framtíðarsýn kjarasamn- inga er stefnt að því að atvinnu- rekendur semji við verkalýðs- hreyfinguna um ábataskiptakerfi sem byggir á ábata eða hagnaði starfseminnar. Jafnframt verður komið á samráðsvettvangi at- vinnurekenda og verkalýðshreyf- ingar um meiriháttar ákvarðanir. Þar má m.a. nefna verðlagningu afurða, innkaup hráefna, mark- aðsmál og auglýsingar, fram- leiðsluaðferðir, innleiðslu nýrrar GLÆSILEG Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veidimadurinn Hafnarstræti 5 Rvík. SuNNEVA DESIGN HVANNAVÖLLUM 1R AK. tm tækni, fjárfestingar og undirverk- töku. Þá munu atvinnurekendur takmarka fjöldauppsagnir. Ef slíkar uppsagnir eru óhjákvæmi- legar verður verkalýðshreyfingin höfð með í ráðum. — GRH Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraba

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.