Dagur - 26.11.1997, Blaðsíða 2
2 — MIÐ VIKUDAGUR 26.NÓVEMBER 1997
Thyptr
FRÉTTIR
Fáir taka veraldleg auðæfi sín með sér f gröfina, en ríkidæmið sem Islendingar skilja eftir sig áður en þeir fara í hina hinstu ferð verður sífellt
meira og meira sé tekið mið af erfðaskatti. mynd: e.ól
Islendin&ar deyja
sífellt ríkari
Erfðafjárskattur liefur
hækkað þriðjioigi meira
en aðrar tekjur ríkissjóðs
á síðustu fimm árum, og
bendir til að þeir sem dóu
í fyrra hafi látið eftir sig
5-6 milljarða króna.
Eignatilfærslur í þjóðfélaginu vegna
erfðamála eru geysimiklar og vaxandi.
Má áætla að a.m.k. 5-7 milljarðar hafi
skipt um eigendur með þeim hætti í
fyrra - t.d. svona þúsund meðalíbúðir.
Innheimtur erfðafjárskattur var 460
milljónir á árinu og hefur hækkað
Iangt umfram aðra skatta á síðustu
árum, þannig að Islendingar virðast
deyja ríkari og ríkari. Islenskir erfingj-
ar geta líka flestir hrósað happi yfir lág-
um erfðafjárskatti. Svo dæmi sé tekið
myndu synir Karls og Díönu sleppa
með tæpar 200 milljónir í erfðafjár-
FRÉTTA VIÐ TALIÐ
skatt hér á landi, í stað þeirra 840
milljóna sem þeim er gert að borga í
Bretlandi
Hækkað um 66% á fáiun áruin
Innheimtur erfðafjárskattur hefur
hækkað um 66% frá 1992 á sama tíma
og aðrar tekjur ríkissjóðs hafa hækkað
innan við fjórðung, samkvæmt ríkis-
reikningi. Hlutföll erfðaljárskatts hafa
ekki breyst, þannig að þetta þýðir að
landsmenn hafa fengið a.m.k. þriðj-
ungi, eða væntanlega kringum 1,5
milljarð, hærri upphæð að raungildi í
arf í fyrra en aðeins fimm árum áður.
Samkvæmt upplýsingum frá sýslu-
mannsembættinu eru erfingjar í yfir-
gnæfandi tilfella maki og börn. Maki
borgar engan erfðaskatt, en börn frá
5% á fyrstu 650.500 kr., 6% á næstu
650.500 kr. og þannig stighækkandi
upp í 10% að hámarki, en þá aðeins á
þá upphæð sem arfur á hvert barn er
umfram 3,2 milljónir. Sýnist því ólík-
legt að meðalskattprósenta fari yfir 8-
9%, jafnvel þótt foreldrar og systkyni
þurfi að greiða 15-25% á arf sem þau
fá og ennþá fjarskildari 30-45%. Um
fjórðungur dánarbúa er skráður eigna-
laus, sem þýðir að eignir eru ekki um-
fram t.d. 350 þús. kr. á bankabók eða
kannski bílskrjóður, sem áætlað er að
fari upp í útfararkostnað. Samkvæmt
því gæti útfararkostnaður hér numið
kringum 600-700 milljónum á ári.
Líklega vægt áætlað
Þarna mun þó líklega vægt reiknað, því
erfðaskattur af fasteignum er t.d. lagð-
ur á fasteignamat sem oftast er tölu-
vert lægra en síðan fæst fyrir eignirnar
þegar þær eru seldar. Einnig þykir
næsta víst að peningar á bankabókum
skili sér ekki allir á erfðafjárskýrslur.
Og sömuleiðis töluvert um það að af-
komendur séu búnir að „fá arfinn fyr-
irfram" ef svo má segja. A.m.k. hefur
það vakið athygli hvað eignir ekkna eru
að jafnaði miklu minni en helmingur
af eignum hjóna á svipuðum aldri, sem
sýnist benda til að ekkjunum haldist af
einhverjum óútskýrðum ástæðum
fremur illa á fjármunum. - HEI
Formaður dans-
íþróttasambands
íslands, Birna
Bjömsdóttir, sagöi
þá sögu um daginn
að hún hcfði verið
á fundi í heilbrigö-
isgeiranum og þar
hcfói einn fundar-
manna drifið alla
út á gólf í kúrekadans/línudans. Henni þótti að
vonum gaman að þessu og taldi þama vera
komna hina bestu leið til að auka hreyfingu
fófks og létta því lund um leið.
Það hefur heyrst að Nóatúiis-
verslanimar séu að undirbúa
nýja keðju, bónuskeðju, lág-
vörubúðir, sem þá myndu
keppa bcint við Jóhannes i
Bónus. Þvl er fagnað í pottin-
um enda sjá menn fram á að
geta fyllt innkaupakerrurnar
fyrir enn mhnia fé en hingað
Jóhannes
Jónsson.
tn.
Hugmyndir em nú komnar á kreik um þaó í
heita pottinum að sameina Reykjavík, Skil-
mannahrepp og Akranes. AUsstaðar er verið að
sameina sveitarfélög til að hagræða og gera þau
styrkari. í sumar mun Kjalamesið verða hluti af
Reykjavík og þar með syðri endi ganganna und-
ir Hvaifjörð. Gefur nú auga leið að rétt væri að
hafa hhm gangaendaiin í sama svcitarfélagi, en
þau koina nú upp í Skilmannahreppi sem er upp-
lagt að saineina Akranesi og verður Akranes þá
nyrsta hverfi Reykjavíkur. Einn höfuðkostanna
er sá að þá þarf ekki að flytja Landmælingarnar
frá Reykjavrk!..
Þorsteinn Hilm-
arsson
upplýsi iigafu lltrúi
Landsvirkjunar.
Tímamót verða í Kröflu-
virkjun í víkulok þegar
seinni vélasamstæða virkj-
unarinnar verður tekin í
notkun. Á ýmsu hefurgeng-
ið en virkjunin er loks húin
aðyfirstíga áratuga hyrjun-
arörðugleika.
Björt framtíð blasir
við hjá Kröfluvirkjim
„Nú standa yfir prufukeyrslur á vélinni og ef
allt gengur vel fer þessi vél í notkun á hálf-
um afköstum til að byrja með og á næsta ári
munum við svo keyra hana á fullu. Raf-
magnsframleiðslan verður um 45 MW í
vikulok en fer í 60 á næsta ári. Virkjunin er
hönnuð fyrir tvær vélar og þetta hefur geng-
ið vel að undanförnu.“
Er fullborað?
„Við vonum það en hins vegar er mögu-
legt að ein hola verði boruð í viðbót."
Og þær eru hve margar alls?
„31 og við munum nýta um 19 holur af
þeim. Þær skiptast í háþrýsti- og lágþrýsti-
holur en um 12 holur eru ónýtar."
„Menn liljóta að spyrja sig hvort getigið
hafi verið til góðs þegar kostnaðurinn og
hrakfarir upphafsúratina eru skoðaðar?
„Landsvirkjun var ekki tengd byggingu
virkjunarinnar í upphafi heldur keyptum við
hana af ríkinu árið 1986. Við greiddum eðli-
legt verð fyrir hana þá og hún hefur borið
sig sem fjárfesting okkar. Augljóslega kost-
uðu jarðhræringarnar mikið og menn lentu
í miklum hremmingum vegna breytinga á
gufuöflun. Landsvirkjun hefur hins vegar
rekið þessa einu vél með fullum afköstum
eins og við ætluðum."
Menn segja að óstöðugleiki svæðisins
valdi þvt' að virkjunin sé eitt vanda-
samasta jarðhitaverkefni til raforkufratn-
leiðslu setti sögur fara af Er framtíðin
trygg?
„Já. Boranir hafa gengið vonum framar að
undanförnu. Þarna er mikil orka og við sjá-
um ekki ástæðu til annars en að framtíðin
sé björt. Þarna er líka sérlega fært starfsfólk
sem sumt hvert hefur unnið frá upphafi við
reksturinn."
Hvaða þýðingu hefur virkjunin núna
fyrir þjóðarbúið?
„Hún er mjög mikilvæg núna þegar þessi
mikla uppbygging er að eiga sér stað í raf-
orkukerfinu. Við erum að gera samninga við
nýja aðila sem koma inn í landið með orku-
freka starfsemi. Járnblendifélagið, Norðurál
og ISAL. Þessi þrjú verkefni auk markvissr-
ar raforkuaukningar milli ára þýðir að frá
1996 og fram til ársins 2000 eykst raforku-
framleiðsla Landsvirkjunar um 50%. Krafla
er auðvitað mildlvægur liður í þessu, þótt
Sultartangavirkjun sé stærsta verkefnið.
Krafla er á mjög mikilvægu landsvæði,
þarna á Norðurlandinu. Langstærstur hluti
raforkuframleiðslunnar á sér stað hérna fyr-
ir sunnan en það er mjög hagkvæmt fyrir
þjóðina að framleiðslan dreifist. — bþ