Dagur - 27.11.1997, Side 6

Dagur - 27.11.1997, Side 6
6- FIMMTUDAGUR 27.NÓVEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Sfmbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Barist uiii miðjima í fyrsta lagi Framsóknarmenn eru sýnilega að reyna að styrkja sig í sessi sem miðjuflokkur nú þegar vinstrimenn eru farnir að vinna að því af fullri alvöru að ná saman um stefnuskrá og einhvers konar sameiginlegt framboð fyrir næstu alþingiskosningar. I því ljósi verður að líta á áskorun miðstjórnar Framsóknar- flokksins til flokksmanna um að í sem flestum sveitarfélögum verði borinn fram hreinn flokkslisti við byggðakosningarnar næsta vor. Þar er augljóslega ekki verið að amast við samstarfi framsóknarmanna í Reykjavík innan R-Iistans í þessari um- ferð, heldur fyrst og fremst verið að marka flokknum sterkari stöðu á milli vinstriflokkanna og Sjálfstæðisflokksins. í öðru lagi Ræða Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundinum bar það með sér að flokkurinn telur sig hafa náð verulegum árangri í stjórnarsamstarfinu. Sé það rétt'mat er Ijóst að það endurspeglast ekki í niðurstöðum skoð- anakannana. Þar virðist Sjálfstæðisflokkurinn græða vel á rík- isstjórnarsamstarfinu, en Framsóknarflokkurinn tapa. Það er reyndar ekki óalgengt þegar flokkurinn lendir í stjórnarsam- starfi til hægri. í þriðja lagi Auðvitað bíða margir spenntir eftir að vita hvort sameiginlegt framboð vinstrimanna verður að veruleika fyrir næstu þing- kosningar. Ef af því verður mun slagurinn í kosningunum alls ekki standa um vinstrafylgið í landinu. Þvert á móti; þá munu allar þrjár fylkingarnar - sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og vinstrimenn - beijast af kappi um atkvæðin á miðjunni og um þá kjósendur sem eru sífellt að leita að nýjum pólitískum draumaprinsi. Þannig verður það hin breiða miðja íslenskra stjórnmála sem ráða mun úrslitum um hvernig litróf stjórn- málanna lítur út eftir næstu þingkosningar. Elías Snæland Jónsson. Duglegur maður Bjöm Björn Bjarnason er duglegur maður. Hann er sífellt að og unir sér ekki hvíldar í að ná fram stefnumálum sínum og Sjálfstæðisflokksins. Enda er almælt hversu mikið vinnu- mórallinn í menntamálaráðu- neytinu hefur breyst við komu hans í húsið. Embættismenn eru t.d. alveg hættir að fara í veggtennis og badminton í vinnutímanum - hafa ekki tíma lengur. Og fáir stjórn- málamenn hafa úthald í það að halda úti sínu einkamálgagni á Net- inu eins og Björn gerir, en á heimasíðu sinni dundar hann sér við það á sunnudagskvöld- um að stinga á kýlum samfélagsins og reyna að vinna sjálfstæðis- stefnunni og Sjálfstæðis- flokknum eitthvað gagn. Heimasíðan Og það var einmitt á heima- síðunni sem þjóðin varð vitni að nýjasta dugnaði Björns Bjarnasonar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Björn fór að skrifa um samstarfsflokkinn og sak- aði hann um að leika tveimur skjöldum í stjórnmálum. Ekki nóg með það, Björn gekk lengra og sagði flokkinn ekki ráða almennilega við þessa tvöfeldni og því hafi farið sem raun ber vitni - flokkurinn komi illa út í skoðanakönnun- um. í útskýringum Björns á þessari kenningu sinni kemur fram að þátttaka framsóknar í Reykjavíkurlistanum geti ekki samrýmst því að flokkurinn standi utan við sameiningu jafnaðarmanna. Þessi skrif Björns hins duglega eru aug- Ijóslega ætluð framsóknar- mönnum og tilgangurinn með þeim að skapa þar óánægju með þátttökuna í Reykjavík- urlistanum. Hann er að reyna að búa til samsvörun milli dalandi fylgis í könnunum og R-Iistans. Björn telur greini- lega að slíkt kynni að hjálpa sjálfstæðismönnum í Reykja- vík. Bjöm og Jón duglegi Björn gleymir því hins vegar að bæði fram- sóluiarmenn og aðrir vita nákvæmlega hvers Framsóknar- flokkurinn er að gjalda í skoðanakönn- unum. Hann geldur stjórnarsamstarfsins í ríkisstjórn, en ekki R-listans og þess vegna tekur enginn mark á þessum skrifum Björns. Hins vegar er öllum það svo augljóst að Björn er í einu af sínum dugnaðarköst- um fyrir flokkinn sinn - og það kunna Islendingar að meta. Dugnaður - já takk. Atli Magnússon blaðamaður skrif- aði einu sinni um Jón duglega sem naut þjóðarvirðingar fyrir dugnað sinn. Var það haft til marks um dugnað hans, að einhverju sinni þegar hann vann ofan í lest á skipi við uppskipun á fiski hamaðist hann svo mikið að hann rak höfuðið í sperru og rotaðist. Eins er með Björn Bjarnason. Hann rak höfuðið líka í sperru á heimasíðu sinni. En hann er duglegur maður, Björn - því verður ekki neitað. GARRI JOHANNES SIGUBJÓNS- SON skrifar Gleðilegur málnmgar- mánuður Þegar er farið að örla á því að menn kasti ekki kveðjum á borð við „góðan daginn“ og „gott kvöld“ á þá sem þeir hitta á förn- um vegi, heldur segi einfaldlega „gleðileg jól!“ Og halda því nátt- úrlega áfram það sem eftir lifir árs. Jólin nálgast sem sé og eru raunar þegar skollin á og hafa staðið svo Iengi um miðjan mán- uðinn að maður fær það á til- finninguna að þau séu að baki í kringum 16. desember. Þá er jólaglöggið búið að fossa lengi um fyrirtækin og klístra þar skrifstofuhúsgögn og skapa ríf- lega yfirv'innu fyrir hreingern- ingafólk sem veitir víst ekki af smá jólaglaðningi í Iaunaumslag- ið í þessum mánuði. Hin ómstríða jólaauglýsinga- sinfónína hefur hljómað í góðan mánuð á Ijósvakanum og jólalög- in fara að tröllríða þeim í tíma og ótíma, svo mörgum liggur við ógleði þegar fyrstu tónar „Jóla- sveinsins míns sem ætlar að koma í kvöld“ fara að hljóma. Að lifa af jólin Þegar eru farnir að birt- ast varnaðar- og hvatn- ingapistlar sem beint er til hús- mæðra: Látið ekki jólin ganga gjör- samlega frá yltkur; svindl- ið örlítið í jólahrein- gerningunni og sópið undir teppið; bakið að- eins tólf smákökusortir í stað þrettán; fáið börnin til að hjálpa ykkur; hættið að kaupa jólagjafir handa fjarskyldustu ættingjum; biðjið guð þess á hverju kvöldi að kallinn veiji jafn miklum tíma í að hjálpa ykkur eins og hann eyðir í glöggið með vinnustaða- vinunum; hetra er að lifa af fá- brotin jól en láta lífið eftir stórkostlega gjaldþrota- hátíð í glans- andi hrein- um húsa- kynnum. Þetta eru hollráðin til húsmæðr- anna sem horfa með hryllingi til jólanna. Og á sama tíma auglýsa verslanir sem höndla með pensla og málningu að nú fari í hönd „málningarmánuður." Málning- armánuður? Eiga menn nú ofan á allt annað að fara að mála íbúðina í desember? Flatan niðursknrð á jólin Þegar fólk er farið að horfa með hryllingi til jólanna og þau eru farin ríða að heilsu fólks og fjár- hag að fullu, þá er kannski kom- inn tími til að staldra ögn við og endurskoða þessa ágætu hátíð, rifja upp um hvað hún snýst, fyr- ir hverja hún er og í hvaða til- gangi við höldum heilög jól. Jólin hafa verið og geta aftur orðið tími friðar og íhugunar, hvíldar og gleði. Ef við kjósum það sjálf. Ef ekki, þá verða stjórnvöld e.t.v. að hafa vit fyrir okkur í þessu máli eins og svo mörgum öðrum þar sem forræð- isumhyggjan er höfð að leiðar- Ijósi, og boða 50% flatan niður- skurð á jólahaldi Islendinga. Það væri stjórnvaldsaðgerö sem myndi ugglaust gleðja ýmsa. Skv. tillögum nefndar umforgangsröðun í heilbrigðisþjónustu verður fólk ekki látið gjalda þess að heilsu- leysi sé afvöldum lífs- hátta þess, s.s. reykinga eða ofáts. Ertu sam- mála? Gunnlaugur K. Jónsson fomaðurNáttúruhekningafélagsís- lands. Nei, ég er ekki sam- mála því og hvers eiga þeir að gjalda sem viðhafa ábyrga lífs- hætti? Sá sem lifir óheilbrigðu lífi getur því, þegar heilsan bilar, bankað upp á hjá sameiginlegum sjóðum lands- manna og sagt: hér er ég og nú skuluð þið laga mig. Þetta er ekki hvetjandi fyrir áróður um heilsusamlegt líferni. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir meinatæhnr og þolfimikennari á Ak- ureyri. Nei, mér finnst ekki hægt að láta fólk gjalda þess að hafa étið á sig gat eða reykt einsog strompur. Slíkt er sjúkdómur, sem er greinilega mjög erfitt að ráða við. Þorgrúnur Þráinsson framkvæmdstjóri Tóbáksvamanefndar. Það er tæp- ast hægt að draga fólk í dilka í þess- um efnum, því ástæður óheilbrigðra lífshátta geta verið margar og mönnum reynist erfitt að losna undan oki fíknar. Eg treysti Ingi- björgu Pálmadóttur, heilbrigðis- ráðherra, fullkomlega til að leysa þau mál sem upp koma í heil- brigðisgeiranum. Hún hefur staðið sig vel í ráðherratíð sinni. Niltulás Sigfússon yfirlæknir Hjartavemdar. Það er vafa- samt að refsa fólki fyrir lifnað- arvenjur. Fólk kann að líta svo á að um sjálf- skaparvíti sé að ræða, en málið er ekki svo einfalt. Ef þetta lýrir- komulag yrði tekið upp gætum við eins refsað fólki fyrir að stunda ekki líkamsrækt. Þá eru vísbendingar um að ofneysla á mat og áfengi sé erfðatengd og það styður enn frekar að taka ekki upp þá stefnu að fólk greiði fyrir heilbrigðisþjónustu, þó líf- erni þess sé heilsunni óæskilegt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.