Dagur - 27.11.1997, Síða 13

Dagur - 27.11.1997, Síða 13
 FIMMTUDAGUR 27.NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR L Landsliðið á æfingu fyrir siaginn við Júgósiavana i kvöid. mynd: e.úl Nauðsynlegt að taka harkalega á þeim Hvaða brögðum kem- ur Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari til með að beita í leikn- uin mikilvæga gegn Jngðslavíu í kvöld. Dagur leitaði til Atla Hilmarssonar, þjálf- ara KA, til að þefa það upp hvernig Þorbjöm myndi stiUa liði sínu upp. Atli spáir jöfnum leik í Laugar- dalshöllinni í kvöld, þar sem hann segir þó sigurmöguleika Is- lendinga aðeins meiri. „Við verð- um að beita hörku. Eg held það sé nauðsynlegt að taka harkalega á þeim, trufla sóknarleikinn og stoppa spil þeirra í fæðingu með því að láta þá fá aukaköst. Þá fara þeir að væla og það er okkur í hag,“ segir Atli og bætir því við að stórsigur Islands í Kumamoto komi liðinu ekki til góða nú, nema síður sé. „Eg veit ekki hversu góður þessi níu marka sigur er núna. Júgóslavar voru hræðilega slakir í þeim leik og þeir eru örugglega ekki búnir að gleyma þessum úrslitum." PáU í stað Dags Að framansögðu er það nokkuð ljóst að KA-þjálfarinn var nokk- uð vantrúaður á að Þorbjörn ensson mundi leggja það fyrir íslenska liðið að spila 6-0 vörn, jafnvel þó Nenad Perunicic, helsta stórskytta Júgóslava, sé fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Líldegt er að Þorbjörn stilli upp 3-2-1 varnarleik, sem oft hefur gefist vel á móti Júgóslövum, en á æfingu liðsins í gær lagði Þor- björn þrenns konar varnaraf- brigði fyrir menn sína, 6-0, 4-2 og 3-2-1. Aðspurður um það af hverju hann léti liðið æfa allar þrjár tegundirnar svaraði Þor- björn því til að þó hann trúði því að ein taktik virkaði best, þá gæti hann ekki sett allt sitt traust á hana. „Eg hef svo oft lent í því að taktik gengur ekki upp og þá verður maður að vera tilbúinn til að gera breytingar." Líklega verður lagt upp með 3- 2-1 vörnina og ef eitthvað er að marka uppstillinguna á æfingu þá kemur það í hlut Páls Þórólfs- sonar að taka stöðu Dags Sigurð- arsonar, sem jafnan hefur leikið í „senterstöðunni“ í vörninni. Islenska landsliðið lék svokall- aðan 3-3 varnarleik og fóru langt út á móti Júgóslövum í leiknum í Kumamoto, en Atli sagði það mjög ólíklegt að íslenska liðið mundi reyna það í kvöld. Slík taktik er stundum reynd gegn liðum sem hafa mjög sterkum skyttum á að skipa, en veikara línuspili. Júgóslavneska liðið er hins vegar án sinnar helstu skyttu og auk þess eru þeir með línumanninn Dragan Scribic sem leikur með þýska liðinu Hameln og er erfiður viðureign- ar á línunni. Fá far með einka- vél Júgóslava Júgóslavneska landsliðið og að- stoðarmenn létu fara vel um sig í 200 manna leiguvél af gerðinni Boeing 737, sem þeir neyddust til að leigja eftir að ferðaáætlun þeirra fór út um þúfur. Júgóslav- neski hópurinn kom ekki hingað til lands fyrr en í gærkvöld, en þess má geta Islenska hand- knattleikssambandið hefur þegar samið um far með vélinni til Belgrad á morgun og íslenski hópurinn sleppur því við þreyt- andi ferðalag í síðari leikinn. Ferðalag júgóslavneska hóps- ins fór algjörlega út um þúfur, þegar í ljós kom að þeir þurftu að skipta um Ilugvöll í Lundúnum. Þeir þurftu vegabréfsáritun til að ferðast í Lundúnum og hana hafði liðið ekki. Var því liðinu nauðugur sá kostur að snúa aft- ur til síns heima og þar var sú ákvörðun tekin að leigja vélina til að koma hópnum hingað til lands í tæka tíð. Atli taldi það vel mögulegt að Rostko Stefanovic, sem lék með Celje Piovarna Lasko gegn KA- mönnum, verði í byrjunarliðinu í stað Perunicic og leiki þá á miðj- unni og að Nedeljo Jovanovic, sem verið hefur á miðjunni, verði færður í skyttustöðuna vinstra megin. Hugsanlegum uppstillingum á sóknarleik íslenska liðsins fækk- ar til muna við það að missa Dag út úr liðinu. Það virðist nokkuð sjálfgefið að Patrekur Jóhannes- son byrji á miðjunni og líklegast er að fyrrum samherji hans frá KA, Julian Róbert, verði í skyttu- stöðunni vinstra megin og Kon- ráð Olavson í horninu. Þorbjörn hefur haft orð á sér fyrir að treysta lykilmönnum sínum vel og það er lítil hætta á öðru en að Bergsveinn, Geir, Valdimar og Ólafur skipi hinar fjórar stöðurn- ar, nema hvað Bjarki á sjálfsagt eftir að skipta eitthvað við Valdi- mar í sóknarleiknum í takt við það hvernig leikurinn þróast. Hvernig leyst verður úr þessu á eftir að koma í Ijós og það er til að mynda ekki gefið að Duranona sé fyrsti kostur í sókn- arleiknum þegar leikið er gegn 3- 2-1 vörn. „Júgóslavnesk lið eru þekkt fyrir að spila 3-2-1 vörnina mjög vel, en hins vegar kæmi mér það ekki á óvart þó liðið mundi stilla upp flatri vörn, þar sem flestir leikmenn liðsins eru hávaxnir," sagði Atli. - FE Atli Hilmarsson. Tryggvi á kald- an klakann Tryggvi Guðmunds- son hefur víða reyut fyrir sér í haust með atviimumennsku í huga. Síðast var hann hjá Aberdeen, jiar sem hann lék með ungl- ingaliði félagsins. í dag er Tryggvi í Tromsö í Noregi jiar sem klakinn fer seint úr jörðu. íslandsmeistarinn, markakóng- urinn og besti leikmaður Is- landsmótsins, Tryggvi Guð- mundsson, skrifaði undir samn- ing við norska úrvalsdeildarliðið Tromsö í gærkvöld. Hann er annar íslendingurinn sem gerir samning við Tromsö, sem er nyrsta fyrstudeildarfélag í heim- inum í dag. KR-ingurinn og fyrr- um félagi Tryggva, Hilmar Björnsson, gerði munnlegan samning við félagið ekki fyrir löngu en var ekki búinn að skrifa undir í gærkvöld. Vitað er að Tryggvi hefur verið ofarlega á lista hjá forráðamönn- um Tromsö að undanförnu. Þeir ætla sér að styrkja liðið til muna Tryggvi Guðmundsson. fyrir komandi keppnistímabil en liðið rétt náði að bjarga sæti sínu í úrvalsdeildinni í lok síðustu leiktíðar. Allar aðstæður liðsins eru góðar þrátt fyrir að náttúru- legar aðstæður séu með þeim kaldari sem gerast. Það hefur ekki gengið allskostar vel hjá Tryggva Guðmundssyni að koma sér í atvinnufótboltann. Eftir að hafa flakkað um álfuna og reýnt fyrir sér, m.a. hjá Válerenga í Noregi og Aberdeen í Skotlandi, varð það Tromsö liðið sem gat hugsað sér að nýta krafta besta knattspyrnumanns Islands árið 1997. —gþö Birgir Lcilur í hópi 75 bestu Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér sæti á Challenge-mótaröð- inni í golfi f gærdag, þegar hann loks náði að klára fjórða hring sinn á úrtökumóti evrópsku mótaraðarinnar í golfi á Spáni. Mótinu var tvívegis frestað vegna veðurs og það var eldvi fyrr en í gær að Birgir Leifur náði að ljúka leik á þremur síðustu hol- um Guadalminavallarins. Hann lekk par, 5 högg á 16. og 17. holu vallarins eftir að hafa misst pútt fyrir „fugli“ á báðum þeirra, en náði að leika lokaholuna á þremur höggum, einu höggi undir pari. Lokapúttiö dugði honum til að vinna sér sæti á meðal 75 efstu kylfinganna og sæti á Challenge-mótaröðinni. Birgir Leifur lék hringina á 74, 73, 72 og 72 höggum, eða sam- tals á 291 höggi, en hefði þurft að leika á þremur höggum færra til að fá inngöngu á PGA-mótun- um í Evrópu. „Eg er nokkuð sáttur við þenn- an árangur og geri mér vonir um að þó ég hafi ekki náð í hóp þeirra fjörtíu bestu, þá komi ég til með að spila á tveimur til þremur mótum á „Evróputúrn- um“ á næsta ári,“ sagði Birgir Leifur. Hann sagðist hafa verið þokkalega ánægður með leik sinn, nema hvað járnahöggin hefðu oft verið betri, en ósáttur við þá ákvörðun sem mótshald- ararnir tóku í fyrradag um að fimmti hringurinn yrði ekki leik- inn. Birgir Leifur sagði að ekkert hefði verið hægt að kvarta yfir aðstæðum í gær. Birgir Leifur Hafsteinsson. Heim á leið Birgir Leifur mun halda heim á leið á næstu dögum og mun dveljast hér á landi framyfir ára- mótin. Ekki hefur verið ákveðið hvað Birgir Leifur tekur þátt í mörgum Challenge-mótum, en þau byrja í mars og fer fyrsta mótið fram í Suður-Afríku. Síð- an verða mót vítt og breitt um Evrópu og góð frammistaða á þeim gæti opnað honum dyr inn á evrópsku PGA-mótin, þar sem keppt er um miklu hærra verð- launafé. Birgir Leifur ætti að eiga góða möguleika á að taka þátt í þeim mótum þar sem verð- launaféð er tiltölulega Iítið og staðirnir úr alfaraleið, eins og til dæmis mót sem haldið er í Marokkó.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.