Dagur - 02.12.1997, Síða 1

Dagur - 02.12.1997, Síða 1
Kertaljósijifrá Eyjum eru í hörkusamkeppni við innflutning. En harkan býrí mýkt- inni: Ijósinfrá kerta- verksmiðjunni Heimaey eru unnin með hjartanu á vemd- uðum vinnustað fyrir fatlaða. Heima- eyjarkertin em í mikilli sókn. Kertalj ós og kauphækkun Forsetahjónin, biskupinn, kerti og hljóðfæraspil. Þannig kom aðventan í hjörtu þeirra sem mættu á Kjarvalsstaði á sunnu- dag og dáðust að ljósadýrðinni frá Eyjum. Fegurð og birta um- lukti gesti, en í bakgrunni er hörkusamkeppni á kertamark- aðnum. Kertaverksmiðjan Heimaey er verndaður vinnu- staður fyrir fatlaða, sem hefur verið í mikilli sókn. Markmiðinu um að selja 200 þúsund kerti á einu ári hefur verið náð, og það í upphafi aðventu. A bak við þennan góða árangur liggur vilj- inn til að gera betur. Kauphækkun Fjölmenni dáðist að ljósadýrð- inni og naut helgistundar með hjóðfæraleik og ávörpum. Ný- vígður biskup, herra Karl Sigur- björnsson, bað fólk að hleypa ljósinu í huga sér á aðventu, og forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, tendraði fyrsta Ijósið. Logandi kertin spegluðust í gluggum Kjarvalsstaða og sýndust skipta þúsundum. Fulltrúi kaupmanna sagðist myndu Ieggja söluátakinu lið og endurómaði þann góða vilja sem kom fram í garð Heima- eyjar. Þarna er á ferðinni átak sem hver einasti einn getur lagt lið: fyrir jólin fá jú allir eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Kertin frá Heimaey eru vissulega falleg eins og gestir á fyrsta sunnudegi í aðventu sáu. Starfsmenn Heimaeyjar hafa fengið 30% kauphækkun vegna þess hve vel hefur gengið. Kaup- ið er því samræmt því sem geng- ur og gerist á vernduðum vinnu- stöðum, en svo var ekki meðan afköst og sala voru mun minni. Nýlega var fötluðum starfsmönn- um fjölgað úr 12 í hálfu starfi í 21 og verksmiðjan rekin á fullum afköstum. Það er mikill munur frá því sem var þegar fólkið fékk vinnu með höppum og glöppum. Staðan er nú sú að nær allir Eyjabúar sem þurfa á vernduðum vinnustað að halda fá vinnu. Áður var biðlisti. Vonin er sú að smám saman fái fatlaðir þá þjálf- un sem gerir þá gjaldgenga á al- mennum vinumarkaði. Stefnt hærra Ef salan verður góð í desember á að endurnýja tæld og bæta að- stöðu starfsmanna. Stefnan er nú sett á aukið úrval kerta og fjölbreyttari framleiðslu. Heima- ey er í samkeppni við innflutn- ing, og hefur aðeins um 5-10% af markaðnum. Innfluttu kertin koma einkum frá Svíþjóð og Danmörku. Starfsmenn Heima- Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu með 1 SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavík • Simi S88-7200 • Fax S88-7201 eyjar fullyrða að sín framleiðsla sé fyllilega samkeppnishæf í verði, og einkum þó gæðum. Verðið sé sambærilegt, en brennslutími íslensku kertanna sé stundum þriðjungi lengri. Styrkir mimnka Þegar litla \ánnu var að hafa borgaði ríkið nær helming launa starfsmanna. Með meiri sölu, af- köstum og vinnu hefur hlutfall rfkisins f Iaunum lækkað mikið. Verksmiðjan er því ekki lengur al- veg háð styrkjum, heldur fram- leiðslan að verða sjálfbær í rekstrarlegum skilningi. „Þetta eru kerti sem eru unnin með hjartanu,“ segir María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar á Kjarvalsstöðum og stjórnandi söluátaksins „Færum fötluðum framtíð". Það átak hófst fyrr á árinu og miðaði að því að festa í EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 sessi atvinnusköpun og starfs- þjálfun fyrir öryrkja og fatlaða. Markaðssókn Markaðssóknin felst ekki bara í að framleiða meira eins og stundum er gert þegar hægri höndin gleymir þeirri vinstri. Salan er hluti af átakinu, og til að koma kertunum á framfæri eru þau nú komin í nýjar áberandi fallegar umbúðir sem hannaðar eru hérlendis. Þá hafa verið sett- ir upp sérstakir standar í verslun- um svo kertin séu meira áberandi en fyrr. Og nú fást þau víðar um land en áður. Alll miðar að því að auka söluna. Og útlitið ætti að vera gott: jólaljósin í ár koma frá hjartanu. Sjd einnig viðtal dagsins « bls. 27. -SJH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.