Dagur - 02.12.1997, Síða 4

Dagur - 02.12.1997, Síða 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMRER 1997 D^ur UMBÚÐALAUST Hvenær hefur réttlætið borgað sig? GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON SKRIFAR Stundum þegar ég mæni kvíð- inn á umslagið sem geymir Visa- reikninginn og myrkrið er svo máttugt að mig langar óvenju mikið til Martinique og mér leiðist að geta ekki keypt mér stórt einbýlishús og veglegan jeppa til að stolta mig - þá hugsa ég sem svo: æ, bara að kvóta- kerfið hefði nú verið komið á þegar Thor Jensen gerði út. Þá myndum við Thorsarar halda okkur eins og miðalda- prinsar með hirðir og lista- mannaljöld í kringum okkur, sí- fellt með hugann við listir og menningu og pólitísk samsæri því við hefðum ekkert annað við tímann að gera milli þess sem við seldum inn á fiskimið lands- ins einhverjum aulum sem enn langar til að þvælast þetta út á sjó í slor og slabb. Stundum. Oftast nær er ég feg- inn að vera ekki á framfæri þjóð- arinnar með slíkum hætti. *** Menn sjá vonandi af þessu dæmi hversu fáránlegt það er að kvótaeign gangi í arf. Að maður eins og ég - hinn fullkomni ætt- leri sem umsvifa- og athafna- maður - gæti samkvæmt þessu erft eftir forföður minn hlut að einkaaðgangi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þeir sem raunverulega eiga eitthvert er- indi út á miðin þyrftu að borga mér fyrst - peninga sem ég myndi bara eyða í einhvetja vit- leysu á borð við jeppa eða tusku- búð. Það er grundvallarmunur á Thor Vilhjálmsson. slíkum arfi og svo aftur því að erfa hlut í fyrirtæki eða húseign eða peninga. Kannski er eitt- hvað rangt við allan arf: að ein- staklingur eignist tiltekin gæði án þess að leggja annað á sig en að fæðast, og lendi einhver í þeim ósköpum að fæðast inn til auðsældar er mestur manns- bragur á því að brjótast snarlega til fátæktar - slíkt varðar hins vegar einungis þann sem í lend- ir. Arfur á kvóta er annað mál. Arfur á kvóta er himinhrópandi ranglæti. Því þar erfir einstak- lingur ókeypis prívataðgang að gæðum sem frá upphafi land- náms hafa verið sameiginleg þjóðinni, og komið undir dug og áhuga hvers og eins hvernig hann nytjar. Þessi áskorun sem hafsins auð- ur hefur verið okkur Islending- um frá því að eymdin og volæðið rann af okkur í byrjun aldarinn- ar er sjálfur grunnurinn að auð- Guðmundur Andri Thorsson. sæld okkar nú. Þessi storkun sem Einar Ben orðaði í íslands- ljóðum: „Fleytan er of smá, sá guli er utar / hve skal lengi / dorga drengir, dáðlaus uppí við sand?“ hugmynd að líf okkar sé óend- anlegur mögu- leiki - þessi hug- mynd, sem kannski var að einhverju leyti blekking, að vel- sæld og ham- ingja væri undir dugnaði okkar við sjósóknina komin, að sá guli væri þarna og okkar að sækja hann, og sérhver þegn hefði möguleika á Örnólfur Thorsson. að nálgast þessa auðsuppsprettu, hefði hann at- gervi til að bera - í þessari hug- mynd er aflstöð íslensks samfé- lags. Til hennar má rekja þenn- an ótrúlega kraft sem knúið hefur þjóðfélag- ið áfram og stundum birst sem stórkostleg fjármálaglöp stundum sem afrek. Þessi hugmynd um að allir geti hér orðið ógeðslega ríkir, ef þeir nenna að leggja mikið á sig, hef- ur skapað þenn- an sérstaka titr- ing sem er hér í loftinu þrátt fyrir allt, þennan heillandi óróa, þessa mögnuðu dellu, þennan séríslenska jafn- aðarkapítalisma - þennan ís- Ienska draum. Kvótafyrirkomu lagið vegur að þessu öllu. Það er ódrengilegt. Svipt er burt þeirri hugmynd (eða blekkingu) að all- ir eigi jafna möguleika á byrjun- arreit. Sumum gefst svo óheyri- leg forgjöf án þess að hafa ann- að til þess unnið en að vera niðji, að í þjóðfélaginu öllu gref- ur um sig gremja yfir óréttlæti, og sú gremja verður smám sam- an að hreyfiafli í stað hins von- glaða athafnahugs. *** Utgerðarmenn og aðrir tals- menn þessa óréttláta gjafafyrir- komulags bera nú um mundir helst þau rök fyrir sig að um yrði að ræða álögur sem „greinin" geti ekki borið. Það er alltaf erfitt að tala um heila atvinnu- grein eins og um væri að ræða einstakling og Iandsmenn eru löngu búnir að fá sig fullsadda af afkomutölum frá þessum fé- Iagsskap og félagi fiskvinnslu- stöðva sem byggja á einhverju ímynduðu meðaltali sem segir ekki nokkurn skapaðan hlut. En þessi blankheitarök eru reyndar afar kunnugleg: þau voru Iíka í fullu gildi á meðan Thor Jensen var upp á sitt besta og hamaðist ásamt sonum sínum gegn vöku- lögunum, sem þeirra tíma kristj- ánar ragnarssynir sögðu að myndu stefna afkomu útgerðar- fyrirtækjanna í voða. Frá hag- rænu sjónarmiði borgaði sig líka að Iáta sjómenn vaka við vinnu sína út í það óendanlega. Það er nefnilega þjóðlygi frjálshyggju- mannanna að hagræn rök og siðleg fari ævinlega saman. Hvenær hefur réttlætið borgað sig? Kannski ereitthvað rangt við allan arf: að einstaklingur eignist tiltekingæði án þess að leggja annað á sig en aðfæðast, og lendi einhverí þeim ósköp- um aðfæðast inn til auðsældar er mestur mannsbragurá því að brjótast snarlega til fátæktar. Óskrnn gleðileg j ól Ósk Óskarsdóttirhef- ursentfrá sérjóla- geisladisk, „Með ósk umgleðilegjól“, sinn fyrsta disk þarsem hún semuröll lögin við þekkt gömuljólakvæði og Ijóð. Ósk hefur fengist við músík síð- an hún var 1 1 ára og hún byrj- aði að semja lög sjálf 14 ára. „Síðan hef ég stofnað nokkrar hljómsveitir og við höfum spilað á Óháðu listahátíðinni og slík- um samkomum, en þessar hljómsveitir hafa ekki lifað lengi.“ Af hverju byrjarðu á að gefa tít jólalög? „Þetta eru svo skemmtileg ljóð sem ég hef samið lögin við, þarna eru íslensku jólasveinarnir og grýla. Þetta er allt mjög ís- lenskt, fjallað er um gömlu ís- lensku jólin og þetta á rætur í mér eins og öðrum Islendingum. Ég fékk leyfi hjá aðstandendum til að búa til lög við þessa skemmtilegu texta. Eg hef líka alltaf samið eitt og eitt jólalag en byrjaði að semja við íslensk Ijóð 1984. Ég hef gaman af jól- unum enda á ég þrjú börn og spila mikið og syng fyrir þau. Við eigum heldur ekki svo mikið af íslenskum jólalögum og mér fannst vanta okkar eigin tón, þennan þjóðlega tónn.“ Hvemig er sá tónn? “Eg nota mikið fimmundar- hljóma, sem sumum finnast drungalegir, en þeir eru rammfs- lenskir." Ósk, sem leikur á fjölda hljóðfæra, gefur diskinn sinn út sjálf. „Ég var búin að leita til út- gefanda en þeir eru auðvitað alltaf að Ieita að stórlöxum og þorðu ekki að gefa þetta út. Ég á upptökugræjur sjálf og tek þetta að mestu upp heima í stofu og hef verið að því síðustu þrjú árin.“ -MAR Ósk Óskarsdóttir segir að það veiti ekkert afíslenskum jólalögum til mótvægis við þau amerisku þar sem einungis er bú/ð að þýða textann yfir á íslensku. mynd: brynjar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.