Dagur - 02.12.1997, Síða 5
ÞRIBJUDAGUR 2 . D E S E UB E R 1997 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Syngj andi lýð veldi
„Þeirhafa staðið
uppúr og haft áhrifá
samtíð sína, “ segir
Indriði um þá sem
hann skrifar um í
Söngurlýðveldis.
„Þættirnir í bókinni eru um vini
mína. Eg hef skrifað minninga-
greinar að þeim látnum, sem ég
hef síðan bætt við og gert að
þeim þáttum sem hér birtast.
Þeir eru um menn sem allir
hafa, hver á sinn hátt, staðið
upp úr hópnum og haft áhrif á
samtíð sína. Mér finnst ég hafa
lært mikið af kynnum við þá; svo
sem í pólitík og í því að hegða
sér rétt og vera óragur í lífinu,“
segir Indriði G. Þorsteinsson,
rithöfundur. Hann er þessa dag-
ana að senda frá sér bókina
Söngur lýðveldis, sem Skjald-
borg gefur út.
Sungið og kveðið
„Ég var átján ára þegar lýðveldið
var stofnað. Þeim mönnum sem
ég rita hér um hef ég kynnst á
lýðveldistímanum. Um dagana
hefur verið sungið og kveðið og
nafn bókarinnar, Söngur lýð-
veldis, kemur þannig til,“ sagði
Indriði, þegar hann var spurður
um hið sérstæða nafn bókarinn-
ar. Þeir menn sem hann skrifar
um eru meðal annars Halldór
Laxness, Bergur Pálsson, Ey-
steinn Jónsson, Stefán Bjarman,
Jónas Jónsson frá Hriflu og Her-
mann Jónasson, svo nokkrir séu
nefndir.
Einnig skrifar lndriði um önn-
ur efni í bókinni, svo sem menn-
ingarástandið í landinu. A því
hefur hann löngum haft nokkuð
sérstæðar og ádeilukenndar
skoðanir og verið óragur að
halda þeim á lofti.
Eysteúm var glaður og kátur
Aðspurður segir Indriði að tveir
menn, sem hann ritar um í bók-
inni, hafi öðrum fremur haft
áhrif á sig um dagana. Stefán
Bjarman, bókari á Akureyri, síð-
ar kennari á Dalvík, og Eysteinn
Jónsson, ráðherra og formaður
Framsóknarflokk'sins. „Stefán
Bjarman leigði herbergi á heim-
ili foreldra minna við Laxagötu á
Akureyri. Þá var oft setið fram á
nætur og rætt saman. Ég lærði
mikið af þeim samtölum.“
Kynni Indriða og Eysteins
Jónssonar hófust þegar Indriði
var blaðamaður og síðar ritstjóri
Tímans. „Ég lærði mikið af Ey-
steini, til dæmis þá sjálfsögðu
mannasiði stjórnmálanna að
segja aldrei meira en maður get-
ur staðið við. Ymsir höfðu og á
orði að Eysteinn væri kreppu-
karakter, en það linnst mér ekki
rétt. Enginn maður var kátari og
glaðari en hann, þegar það átti
við. Það var ógæfa Framsóknar-
flokksins að hann hafði látið af
formennsku, þegar flokkurinn
komst loks aftur í ríkisstjórn að
Viðreisnarárunum gengnum.
Það hefði verið glæsilegur endir
á stjórnmálaferli Eysteins að
„Um dagana hefur veríð sungið og kveðið og nafn bókarínnar, Söngur lýðveldis, kemur
þannig til, “ sagði Indriði G. Þorsteinsson.
verða forsætisráðherra, eftir að þar á undan," segir Indriði um
hafa fylgt flokki sínum og þjóð í Eystein \in sinn.
gegnum sviptingar áratuganna
Lærifaðir i kj allaranmn
Þegar ég var unglingur á Akur-
eyri var það rúmt um húsnæði
hjá foreldrum mínum, að þau
gátu leigt frá sér tvö herbergi á
neðri hæð í tveggja hæða húsi
við Laxagötu á Akureyri. Ég
var seytján ára og lét mig litlu
skipta hverjir urðu leigjendur.
Ungir menn glenntu upp aug-
un við öllu sem var á líku reki
og þeir sjálfir, en sáu ekki það
sem stóð hið næsta þeim. Svo
var um leigjendurna í Laxa-
götu, sem voru tvær systur
framan úr Eyjafirði, hinar
mætustu manneskjur, sem mig
minnir að hafi saumað eins og
llestar ungar stúlkur á þeim
árum. Þær bjuggu í innra her-
berginu í kjallaranum, en í
herberginu nær götunni hjó
Stefán Bjarman, sem vann um
þessar mundir hjá Bókaverslun
Þorsteins Thorarensen við
bókhald og þýddi heimslittera-
lúr að sumrinu austur í Mý-
valnssveit.
Hefði ég haft eitthvað fyrir
því að spyrjast fyrir um Stefán
hefði ég fljótlega komist á snoð-
ir um, að þar var sérstæður
heimsborgari á ferð, kominn úr
löngum og ströngum útivístum
og frá háu líferni hæði vestan-
hafs og austan til að setjast hér
að við langan og lygnan fjörð,
þar sem systkini hans tvö
bjuggu og afkomendur þeirra.
Annars var hann Skagfirðingur,
upprunninn á Beykjum í
Tungusveit og mig minnir
stórættaður í móðurætt og bar á
sér nokkurn meðfæddan brag
íslensks aðalsmanns án þess að
vera þess meðvitaður.
Alveg kom mér á óvart \'ið
nánari kynni af leigjanda for-
eldra minna, að þar fór maður
sem lagði samtíðinni til svipmót
og yfirbragð. Þetta svipmót var
lagt til í kyrrþei og fjarvistum
við djöflaganginn í dagstjörnum
og uppáfallandi halastjörnum.
Straumköst af starfi Stefáns í
samtíðinni eru stórum meiri en
liggja í augum uppi, einskonar
árniður í djúpunum. Hann hélt
góðan félagsskap á Akureyri á
þessum tíma; var í mötuneyti
Sesselju Eldjárn, ásamt Davíð
Steíánssyni og lleirum, og hélt
sig yfirleitt alltaf þar sem ein-
hverrar andagiftar var von.
Á stríðsárunum kom út hér á
landi hið mikla skáldverk John
Steinheck, Þrúgur reiðinnar, í
þýðingu Stefáns Bjarman.
Hann - var að þýða þetta af-
burðaverk þegar við kynntumst.
Hér var um að ræða tvö þykk
bindi sem voru prentuð með árs
millibili eða svo. Þýðing Stefáns
var afrek. Hún hefur haft meiri
sögulega þýðingu fyrir hók-
menntirnar í landinu en svo að
hægt sé að meta hana til fulls f
þeirri návist sem þýðingarverkið
er aðeins fimmtíu árum sfðar.
Þrúgur reiðinnar voru ekki
þýddar heldur ísienskaðar. Það
á sér því miður allt of sjaldan
stað. Þeir sem hafa sktifað hæk-
ur undanfarna áratugi vita vel
að þær bækur sem hafa gert þá
að frjálsari höfundum eru sára-
fáar. Við getum nefnt Bréf til
Láru eftir Þórberg, Vefarann
mikla frá Kasmír eftir Laxness
og Þrúgur reiðinnar í þýðingu
Stefáns Bjarman.
Mér eru minnisstæðar sam-
ræðurnar í eldhúsi móður
minnar á kvöldin. Þá var mað-
ur manns skemmtan og
kannski hlustað á útvarp. Stef-
án kom og fékk sér kaffi og tók
þátt í spjallinu. Annars var eins
og hann væri áhugalítill um
fréttir frá Akureyri. En nefndir
þú Skagaljörð. Þá var honum
kært umræðuefni sumardvölín
í Mý\'atnssveit í félagsskap við
Steinbeck og bændur jarðar-
innar sem reyktu forláta reið.
Síðan hefur mér fundist að
stór hluti af Þrúgunum hans
Stefáns hafi gerst í Mývatns-
sveil en ekki í Oklahoma, þar
sem enga Mývatnsbleikju var
að finna.
Fyrir ungling var merkileg
rejTisla að kynnast Stefáni
Bjarman. Hann llutti með sér
frjálslyndi og þyt erlendra skoð-
ana og orða. Fyrir strák á Odd-
eyrinni var það engin smávegis
uppfræðsla að eiga tal við slíkan
mann og þess þá heldur, þegar
um var að ræða mann, sem
gerði sér far um að uppfræða
unglinginn um muninn á réttu
og röngu í máli og framsetn-
ingu og um lífsins lystisemdir.
Munu unglingar allt of sjaldan
verða þess aðnjótandi að eiga
slíkt tal við fullorðna menn.
Stefán Bjarman las mikið um
dagana. Hann var vandlátur les-
andi og mikill og opinskár aðdá-
andi þess sem hann taldi vel
gert. Allt kemur þetta heirn og
saman við þau verk, sem hann
hefur tengt nafn sitt við með
eftirminnilegum hætti. Þó voru
þeir fáir sem tóku jafnskynsam-
lega á hyrjendaverkum og hann
og voru fyllri af fyrirgefningu,
sæi hann á annað borð ein-
hvern mannsþrótt á bak við
klaufaskapinn. Og þá er maður
einmitt kominn að því orði sem
var mest einkennandi fyrir
skaphöfn Stefáns Bjarman. Það
var mannsþrótturinn; þessi
stælti hugur og þetta víllausa
geð. Bókmenntir eru ekki skrif-
aðar af kisulórum, pempíum,
stælgæjum og frussandi egóist-
um, heldur fólki sem hefur lifað
hættulega; fólki sem leitar sig
þreytt að viðeigandi orðum og
minnist hvers einstaks atviks
eins og vörðuhrots í blindhríð.
Þær eru skrifaðar af fólki sem
þreytir linnulausa glímu við
sannleika í framsetningu, sann-
leika hvers orðs og sannleika
heilla bóka. Slíkur mannsþrótt-
ur var Stefáni Bjarman eðlileg-
ur.
Lifandi dauðnr
Hamani-sagan af Hálfdáni
Fergussyni er heitið á nýjustu
skáldsögu Steinunnar Sigurðar-
dóttur. Þar segir frá Hálfdáni
sendibílstjóra, sem er kvæntur
og á tvö börn og býr í Reykjavík.
Hálfdán fer á uppboð hjá toll-
stjóra og þar fær hann þá óbil-
anlegu vitrun að vera dauður.
Aðstandendur og vinir taka tíð-
indunum heldur fálega, enda er
Hálfdán enn á meðal þeirra. En
tillvera söguhetjunnar breytist
að vonum og örlög hans ráðast
svo að hann Iendir austur í Jap-
an.
Utgefandi er Mál og menning
og kostar Hanami 3.680 kr.
LjóðleiMr á
íslensku
Mál og menning gefur út bókina
Sígildir Ijóð-
Ieikir í þýð-
ingu Helga
Hálfdánar-
sonar. I
bókinni
eru fimm
Ieikrit,
sem öll
eru
hundnu
máli, og
teljast til
gildra leikbókmennta.
Elst verkanna er Lífið er
draumur, sem er frægasta verk
fremsta leikskálds Spánverja,
Don Pedro Calderón de la
Barca, sem uppi var á 17. öld.
Verk eftir tvo 17. aldar Frakka
eru í bókinni, Ofjarlinn eftir Pi-
erre Orneille og Feta eftir Jean
Racine. Þá hefur Helgi snarað
Pétri Gaut á íslensku og einnig
er leikritið Kardinálar að kvöld-
verði eftir Portúgalann Julios
Dantas í bókinni, en hann lést
1962.
Verð: 3680 kr.
Skrásetning
atburða
Frásögn af mannráni eftir Kol-
umbíumanninn Gabriel García
Márquez er frásögn um atburði
sem gerðust fyrir örfáum árum.
Höfund-
urinn rekur
ótrúlega og
átakanlega
sögu tíu
gísla sem
eiturlyfja-
baróninn
Pablo
Escobar
tók árið
1990 og
í haldi
mánuðum saman. Gíslana átti
að nota sem skiplimynt, til að
tryggja að glæpamaðurinn yrði
ekki framseldur til Bandaríkj-
anna. Rakin er refskák glæpa-
manna og sagt frá vanmáttugum
tilraunum vandamanna og
stjórnvalda til að leysa málið.
Mál og menning gefur út.
Verð: 3480 kr.
Griind 75 ára
Afmælisrit um Elli- og hjúkrun-
arheimilið Grund er komið út,
en stofnunin tók til starfa 1922.
Greint er frá aðdraganda og
stofnun heimilisins og sagt frá
frumherjunum sem að verkinu
stóðu. Rakin er byggingarsagan
og starfssaga í veigamestu þátt-
um, allt frá upphafi till þessa
dags.
Gamlar og nýlegar ljósmyndir
prýða bókina.