Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 02.12.1997, Blaðsíða 7
 ÞRIÐJUDAGVR 2 . DE SE MB E R 19 9 7 - 23 LÍFIÐ í LANDINU Kári ritstjórnarköttur ’ skrifar \(\ó æga fólkið Hangikj ötsklíkan Bálköstur, blys, veigar og hlað- borð, ræðuhöld og nikka. Þetta var bara forsmekkurinn að kjöt- kveðjuhátíð í Straumi í Hafnar- firði á laugardagskvöld. Sverrir Olafsson, æðstistrumpur í „The dead meat society" eða Kjöt- kveðjuklíkunni, setti hátíðina undir kratarós, en þar var ekki talað rósamál: hér voru saman- komnir þeir sem ætla sér ekkert annað en besta hangikjöt í heimi. Fimm hjólbörufarmar af kjöti lágu í pækli; skán, birki, beyki greni og lyng voru í haug- um, eða „skítur" eins og Sverrir sagði. Fjöldi manna kom með kjötið, alls konar listasprautur, pólitíkusar og aðrar sprautur samfélagsins; krakkar, hundar og kettir hlupu um völl. Magnús Jón Arnason bæjarfulltrúi var sérlega hylltur íyrir hálfrar aldar afmæli, minnst var á rússneska kommúnistaflokkinn sem einnig átti afmæli þann sama dag, en aðallega var rætt um gildi góðs hangikjöts. Reykkofinn var til- búinn og sérstaklega valið lið sem þótti rétt að etja fram í „skítverkin": Hulda Hákon myndlistarkona og ritstjóri Dags látin hengja upp í kofanum - enda hann kvartað opinberlega yfir því að vera ekki í hangi- kjötsklíku. Jón Arsæll Þórðarson var látinn blessa, (líklega af því að svona var Island þennan dag). A meðan skemmtu hinir sér og bolabítur rak ketti upp í rjáfur. Sverrir tendraði svo eld- inn og kveikti upp, en Jón Ar- sæll sagði söguna af því þegar pabbi hans skaut níu álftir í tveimur skotum þarna úti með sjónum og bað fólk að þegja jólahangikjötinu til heiðurs meðan kviknaði upp. Nú rýkur í litlum kofa úti í hrauni, ein- hvern tímann á jólaföstu kemur í ljós hvar „besta hangikjöt í heimi er að finna“. Busarnir i hópnum voru settir í skítverkin, hin sönnu skítverk: hengja kjötið upp í rjáfur og skríða í skítnum, lyngi, beyki og sagi. Ritstjóri Dags og Hulda Hákon myndlistar- maður á duggarapeysu. Sverrir Ólafsson ávarpaði gesti og lofaði heimsins besta hangikjöti úr reykhúsinu í hrauninu. mvndir sjh. Fimm hjólbörufarmar voru fluttir aó húsinu. Gleðileg jól i vændum hjá sælkerum! Jón Ársæll flutti kjötbæn þegar búið var að hengja upp. Magnús Jón var hylltur fyrir 50 ára æviskeið, hér til hægrí með kommaskiltið sitt og baráttufélaga. „Ráðlegg öllum að leggja svolítið i brúðkaupsdaginn, “ segir Berlind Sigurpálsdóttir, sem hér er ásamt Jónasi Inga Sigurössyni, eiginmanni sínum. (Ljósmyndastofa Páls, Akureyri.J. Tímikomiim á giftingu Saman íþettán ár, en giftusigþá. „Tmi kominn til. “ „Okkur fannst kominn tími til að við giftum okkur, en við vor- um búin að vera saman frá ár- inu 1984,“ segir Berglind Sigur- pálsdóttir, húsmóðir á Arskógs- sandi. Hún og Jónas Ingi Sig- urðsson, eiginmaður hennar, gengu í heilagt hjónaband þann 6. september sl. Séra Hulda Hrönn Stefánsdóttir, sóknar- prestur, gaf þau saman við há- tíðlega athöfn í Stærri-Arskógs- kirkju. „Eg myndi ráðleggja öllum að leggja svolítið í brúðkaupsdag- inn sinn. Þetta var skemmtileg- ur dagur sem verður minnis- stæður," segir Berglind. „Við héldum skemmtilega veislu hér í Arskógsskóla, þar sem við buð- um uppá veitingar og fjöldi góðra og skemmtilegra ræðna voru fluttar. Nei, við fórum ekki í neitt brúðkaupsferðalag. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Sem áður segir hafa þau Berg- lind og Jónas verið saman í þrettán ár, en hún er 29 ára en hann fimm árum eldri. Þau eiga saman tvær stelpur, sjö og tveggja ára. Berglind starfar heima við að gæta bús og barna, en Jónas er stýrimaður á bátn- um Sólrúnu EA, sem gerður er út frá Arskógsströnd. -SBS. Sigríður og Kristján Gefin voru saman í Grundar- kirkju í Eyjafirði þann 6. sept- embersl., afsr. Svavari Alfreð Jónssyni, þau Sigríður Jakobs- dóttir og Kristján Vemharðsson. Heimili þeirra er á Austurbergi í Eyjafjarðarsveit. (Ljósmyndastofa Páls, Akureyri). Eva Rakel og Höskuldur Gefin voru saman í Lágafells- kirkju í Mosfellsbæ þann 3. maí á liðnu vori, af séra Sigríði Guð- mundsdóttur, þau Eva Rakel Helgadóttir og Höskiddur Ólafs- son. Heimili þeirra er í Hraunbæ 188 í Re) kjavík. (Ljósmyndarinn Lára Long).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.