Dagur - 02.12.1997, Side 10

Dagur - 02.12.1997, Side 10
26 - ÞRIÐJVDAGUR 2 .DESEMBER 1997 X^iir LÍFIÐ í LANDINU ------ BÍLAR ------ Glæsilegur með klassískum stíl Er þetta ekki klassískur glæsileiki? Síðasta þríðjudag varsagt frá bílunum sem Dodge er að slá ígegn með á Banda- ríkjamarkaði og reyndar víðarum heiminn. En önn- urbíltegund, reyndarná- skyldDodge, ereinnig að slá ígegn með nýjum bíl sem ervæntan- legurá markað innan tíðar. Olgeir Helgi Ragnarsson skrifar Plymouth Prowler er nýr bíll með gamalt út- lit ef svo má að orði komast, snaggaralegur sportbíll sem útlitslega séð gasti verið sportbíll framleiddur á sjötta áratugnum. En Prowler er nýr bíll og meira að segja eru fjölmargir hlutar bílsins ætt- aðir úr ýmsum undirtegundum Dodge. Undir vélarhlífinni er 214 hestafla 3,5 lítra V6 vél sem ættuð er úr Dodge In- trepid og Chrysler Concorde. Miðstöð- in er úr Chrysler Neon og lofttúðurnar úr Caravan. Ymislegt smálegt, t.d. hurðahandföngin eru ættuð úr Viper og sjálfskiptingin úr Stratus. Það gerir nefnilega framleiðslu Prowler mögulega að hlutar úr öðrum bílum skuli vera notaðir á þennan hátt. Það kostar mun minna að hanna bíl ef notaðir eru hlut- ir sem þegar eru til og þar að auki stytt- ir þetta þróunartíma bílsins verulega. Stór hluti bílsins er úr áli, þar á meðal hurðirnar, vélarhlífin. skottlokið auk stórs hluta grindarinnar. Prowlerinn er ekki með neinu vara- dekki en er á Goodyear "run-flat" hjól- börðum, þ.e.a.s. hjólbörðum með sér- styrktum hliðum þannig að hægt er að aka 80 kílómetra á 80 kílómetra hraða þó það sé sprungið. Þessi dekk eru sér- staklega hörð og þegar við bætist stíf fjöðrun bílsins verður hann fremur hastur. Það er sagður kostur að vera hávax- inn þegar bílnum er ekið, en þó bíllinn sé ekki kominn í framleiðslu er búið að forsmíða nokkur eintök og hafa bíla- blaðamenn vestanhafs fengið tækifæri til að reynsluaka tryllitækinu. Þeir eru ítrekað varaðir við því að reka framenda bílsins niður. Bílstjórinn situr mjög lágt og mjög uppréttur. Bíllinn er með nið- urfellanlegum toppi og þegar hann er uppi er útsýni frekar lítið til hliða og aftur. Það er frekar þröngt um fæturna og bílstjóraumhverfið þröngt þó það sé sagt nokkuð þægilegt. Farangursrýmið opnast aftur og er aðeins nokkurra sentímetra djúpt. Þar rúmast því t.d. aðeins þunnur fatapoki. Prowler er aðeins framleiddur í einni útfærslu og einum Iit, fjólubláum. Sex diska geislaspilari og leðurklæðning er staðalbúnaður. Ef þér líkar ekki fjólu- blái Iiturinn verður þú að gera svo vel og bíða til ársins 1999 en verður Prowler boðinn í skærgulum lit. Verðið? 39.000 dollarar í Bandaríkj- unum eða tæpar 3 milljónir íslenskar. Að viðbættu flutningsgjaldi upp á a.m.k. fimmtíuþúsund, 65% vörugjaldi og 24,5% virðisaukaskatti kostar hann yfir 5 milljónir kominn á götuna hér- lendis. Það er því tæplega mikil von til þess að Prowler eigi eftir að sjást á rúntinum hér á næstunni. Galdranornir og sjáendur í Rúmeníu eru orðin langþreytt á svikurum og hafa þess vegna stofnað fag- og verkalýðsfélag. Framkvæmdastjórinn, Madame Lucretia, segir að fjölmargar konur þykist vera af- komendur hinnar frægu nornar Omidiu, sem lést fyrir 30 árum, og nota orðspor það sem af henni fer, til að laða að sér viðskiptavini og stela viðskiptavinum frá öðrum heiðarlegum nornum og spámönn- um. Gífurleg auking hefur orðið í þessum geira eftir að Ceausescu féll frá, en að sögn Lucretiu eru allílestir þeirra svikarar og hafa enga hæfileika til að spá fyrir um framtíðina eða létta fólki lífið með því. o m Gæludýr Sonur minn er mjög hrifinn af dýrum og á lítinn hamstur sem honum þykir vænt um og hann hugsar mjög vel um dýrið og heldur því inni í sínu herbergi. Vandamál- ið er að ættingjar okkar eru mjög ósáttir við að hann skuli eiga hamstur, því sumir þeirra hafa ofnæmi fyrir dýrum og segjast ekki geta heimsótt okkur af þeim sökum. Á ég að Iáta dýrið fara eða hvað? Dýr skipta börn miklu og ef drengurinn hugsar vel um það og veldur engum vandræðum með því, þá finnst mér að hann eigi að halda því. Það skiptir öðru máli ef einhver inni á heimilinu hefur ofriæmi. En hversu oft heim- sækja þessir ákveðnu ættingjar ykkur? Vikulega eða árlega? Það skiptir máli líka. Vigdls svarar í símann! Ertu meö ráö, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdis svarar í síniann kl. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Bamaním, bamavagn og hjónamm Til okkar hringdi kona sem sagðist eiga í fórum sínum eitt og annað sem hentar börnum. Til dæmis barnarúm og barnavagn. Hún er líka með hjónarúm sem er bara grindin, að vísu góð grind en það vantar bæði botn og dýnu. Síminn hjá þessari konu er 553 2053 ef einhvern vantar þessa hluti. Bæknr og blöð OLesandi hringdi og var að leita eftir bókum og blöðum með leiðbeiningum um hnýtingar (Macramé, ekki fluguhnýting- ar). Dagur leitaði til nokkurra bókabúða og föndurbúða en fékk ekki lausn mála. Það virðast hvergi fást bækur eða blöð um þetta efni, en hins vegar er það nokkuð víst að bókasöfnin eiga svona bækur, alla vega eru þær til í Bústaða- safni í Reykjavík.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.