Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 1
Atvinnulausir fái líka jólauppbót Meirihluti í stjóm At- vinimleysistrygginga- sjóðs vill jólauppbót á atvinuuleysisbætur. Ráðherra ætlar að skoða málið. Kostar 80 milljónir króna. Meirihluti stjórnar Atvinnuleys- istryggingasjóðs samþykkti á fundi sínum í fyrradag að beina þeim tilmælum til Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra að at- vinnulausir fái jólauppbót á at- vinnuleysisbætur. Aætlað er að þetta muni kosta sjóðinn 80 milljónir króna og að atvinnu- laus einstaklingur með full rétt- indi fái 25.100 krónur í jólaupp- bót. Fullar atvinnuleysisbætur nema um 55 þúsund krónum á mánuði. „Það væri auðvitað voða gam- an að geta gefið öllum sem allra mest og vera góður við alla,“ seg- ir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Ráðherra segir að honum hafi ekki borist enn neitt formlegt er- indi frá stjórn Atvinnuleysis- tryggingasjóðs um jólauppbót á at- vinnuleysisbætur. Málið verði hins- vegar skoðað um leið og það berst. Hann segist hins- vegar eiga erfitt með að sjá þann lagabókstaf sem hægt væri að byggja á greiðslu jólauppbótar á at- vinnuleysisbætur. Atvinnulausir fagna „Eg er vongóður um að þetta verði að veruleika. Þeir atvinnulausu munu án efa fagna þvf ef þessi samþykkt skilar ein- hverju til þeirra," segir Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, sem bar þessa tillögu upp á stjórnarfundinum. Hann segir framhald málsins alfarið í hönd- um ráðherra, enda um pólitíska ákvörðun að ræða. Hinsvegar sé ráðherra ekki skuldbundinn til að fara eftir til- mælum stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Aðspurður hvort ráðherra þyrfti ekki að hafa hrað- ar hendur, sagði Guðmundur Þ. að það væru ekki hundrað í hætt- unni þótt uppbót- in kæmi um ára- mótin. I það minnsta hefðu at- vinnulausir full not fyrir hana hvort sem hún kæmi fyrir jól eða rétt á eftir. Aður hafði Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði skorað á stjórnvöld að hlutast til um að greidd verði jólauppbót á at- vinnuleysisbætur. I ályktun stjórnar félagsins kemur fram að það sé algjörlega óviðunandi ef atvinnulausir njóta ekki hlið- stæðra réttinda og aðrir sem hafa samningsbundinn rétt til sér- stakrar desembergreiðslu. Auk flutningsmanns greiddu atkvæði með tillögunni í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs þau Hervar Gunnarsson annar af tveimur varaforsetum ASI, Sig- riður Kristinsdóttir fulltrúi BSRB, Páll Halldórsson frá BHMR og Ellert Eiríksson bæj- arstjóri Reykjanesbæjar og full- trúi Sambands ísl. sveitarfélaga. Á móti voru fulltrúar atvinnurek- enda í sjóðnum, þau Jón H. Magnússon, Erna Hauksdóttir og Jón Rúnar Pálsson. Þórður Olafsson, stjórnarformaður At- vinnuleysistryggingasjóðs, sat hjá. Magnús L. Sveinsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, telur eðlilegt að at- vinnulausir fái jólauppbót eins og aðrir. Af þeim sökum sé sam- þykkt stjórnar Atvinnuleysis- tryggingasjóðs sérstakt fagnaðar- efni. — GRH Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að það sé voða gott að geta gefið öllum sem allra mest og verið góður við alla. Ösáttur við troðara Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Istraktors, er afar ósáttur við að Akureyrarbær skuli hafa tekið tilboði um kaup á Kassboher PB 200 snjótroðara, en umboðs- maður Kassboher er ívar Sig- mundsson, forstöðumaður í Hlfðarfjalli. Páll segir að sölu- laun Ivars vegna kaupa Akureyr- arbæjar nemi 3,5 milljónum króna. Verðmunur á Kassboher troð- aranum og Leitner troðara, sem Páll bauð til kaups, var 1,7% Kassboher í hag. Páll segir að mikill munur sé á vélarstærð troðaranna og gæðum. Kass- boher er með 6,3 lítra vél, en Leitner er með 12 lítra vél. ívar Sigmundsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli og umboðsmaður Kass- boher, sagðist í samtali við Dag ekki vilja tjá sig um þetta mál. Hún er löng biðin hjá yngstu börnunum eftir jólunum. Margt er sér til gamans gert á jólaföstunni til að stytta biðina. Börn úr leikskólum Akureyrar brugðu á leik i gær og dönsuðu i kringum jólatréð á Ráðhústorgi. - mynd: gs Jakob Björnsson og Heimir Ingimarsson á bæjarstjórnarfundinum í gærkvöld. - mynd: br/nk SkautahöHin íkuldaniun Seinni umræða um fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar fór fram í gærkvöld. Gjaldfærðar Ijárfest- ingar verða 169,2 milljónir króna, mest 67 milljónir til gatna og holræsa. Tekjur eru áætlaðar 2,1 milljarður króna en hlulfall rekstrargjalda 80,73%. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði í gær að ekki væri gert ráð fyrir framlögum í fjárhagsáætlun 1998 til yfirbyggingar á skauta- svelli í innbænum eða til bygg- ingar á yfirbyggðum knatt- spyrnuvelli á Þórssvæðinu. Hann sagðist hins vegar fastlega reikna með að tekið yrði tillit til þeirra verkefna við gerð þriggja ára áætlunar sem kæmi til af- greiðslu bæjarstjórnar á næsta ári. — GG Óánægja í Búnaðar- bankanum Fulltrúar í lífeyrissjóðanefnd starfsmanna Búnaðarbankans eru mjög óánægðir með svör Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra, en nefndin hitti ráðherra á mánudag til að ræða sjóðsrétt- indi starfsmanna við hlutafélags- væðingu bankans. „Það er óhætt að segja að það sé mikil óánægja með, svör ráð- herrans,“ segir Anna Rósa Jó- hannsdóttir, formaður starfs- mannafélags Búnaðarbankans, en hún á sæti í lífeyrissjóða- nefndinni. „Við fórum fram með okkar kröfur, sem ég vil ekki út- tala mig um, en ráðherra hafnaði þeim og bar við að búið væri að semja við starfsmenn Lands- banka og undirrita samkomulag- ið. Okkar kröfur eru aðrar, en ráðherra sagði að okkur stæði aðeins til boða það sem samið var um við starfsmenn Lands- bankans,“ segir Anna Rósa. - FÞG 7 dagar til jóla AskasleiMT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.