Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 ro^ir ÍPRÓTTIR Hraimar hættir, Jón Sigurðsson tekur við Hrannar Hólm var rekinn frá KR í fyrrakvöld. Hanii heíiir því verid rekinu tvisvar frá úrvals- deildarfélögiun á sama árinu. Jón Sigurðsson er efstur á óskalista liðsins. Leikmannasamn- ingar hugsanlega endurskoðaðir. „Leiðin getur ekki legið nema upp á við eftir það sem á und- an er gengið,“ segja forráðamenn deildarinnar. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR tók á mánudagskvöldið ákvörðun um að skipta um þjálfara hjá úr- valsdeildarliði félagsins. Hrannar Hólm, sem tók við liðinu af Benedikt Guðmundssyni, núver- andi þjálfara Grindvíkinga, um síðustu áramót, var látinn hætta og allar líkur benda til þess að Jón Sigurðsson, fyrrum KR-ingur og landsliðsmaður, taki við liðinu í dag. Heimildarmaður Dags sagði að stjórnarmenn deildarinnar gætu á engan hátt sætt sig við gengi liðsins það sem af er tímabilinu. „Þetta er hundleiðinleg ákvörðun sem engan langar til að taka en við verðum náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um hag félags- ins. Eins og staðan er í dag er lið- ið ekki inni í úrslitum sem er al- gerlega óásættanlegt með þann leikmannahóp sem fyrir hendi er. Leiðin getur ekki legið nema upp á við úr því sem komið er.“ Þegar ferill liðsins sem af er hausti er skoðaður blasa þessar staðreyndir við: Tveir landsliðsmenn ganga til Iiðs við KR, Nökkvi Jónsson og Marel Guðlaugsson. HAFtyASAHiLAe rviORUUHLArvn^ Verbúðir í Sandgerðisbót Akureyri Kynningar- og umræðufundur Boðaö er til fundar með áhugamönnum um byggingu verbúða í Sandgerðisbót. Á fundinum verða kynntar frumskissur verbúða sem áformaðar eru við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Fundurinn verður haldinn í Hamri við Skarðshlíð, Akur- eyri, fimmtudaginn 18. desember kl. 18.00. Hafnarstjóri. Sundlaug Akureyrar og íþróttahús við Laugargötu Starfsmaður óskast Um er að ræða fullt starf, sem unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. í starfinu er fólgin öryggisgæsla, baðvarsla og ræstingar ásamt þjónustu við gesti staðanna. Við leitum að reglusömum einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og á auðvelt með að umgangast börn sem fullorðna, hefur góðan samstarfsvilja og reykir ekki. Þær kröfur eru gerðar til umsækjanda að þeir standist hæfnis- próf sundstaða skv. reglum um öryggi á sundstöðum. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveit- arfélaga. Upplýsingar um starfið gefa forstöðumaður, Gísli Kr. Lórenzson, í síma 461 4455 og starfsmannastjóri Akureyr- arbæjar, í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 30. desember nk. Sundlaug og íþróttahús eru reyklausir vinnustaðir. Starfsmannastjóri. Hrannar Hólm. Tvisvar rekinn á einu ári. Baldur Ólafsson, 206 senti- metrar og efnilegasti miðherji landsins, er farinn að leika með liðinu. Allir þessir leikmenn væru í hvaða byrjunarliði deildarinnar sem er. Liðið tapaði úrslitaleiknum um Reykjavíkurmeistaratitilinn fyrir Tindastóli frá Sauðárkróki. Þrátt fyTÍr alla stjörnuleikmenn sína er liðið í 9. sæti DHL-deild- arinnar. Það hefur aðeins unnið 4 leiki og er ekki í úrslitasæti. Liðið tapaði úrslitaleik Eggja- bikarkeppninnar fyrir Keflvíking- um. Liðið er fallið út úr bikar- keppninni. I síðustu tveim heimaleikjum sínum, á Seltjarnarnesinu, hafa KR-ingar aðeins skorað 125 stig samtals, 60 stig á móti Val og 65 stig á móti Njarðvík. Liðið skipti nýlega um útlend- ing og fékk leikmann sem reynd- ist ekki sá leikstjórnandi sem bú- ist var við. Reyndar vissu menn það fyrir þar sem tölfræði Jermaine Smith sýndi aðeins 1.4 stoðsendingar í leik í háskóla. Eftir því sem Dagur kemst næst vildi stjórnin ráða annan bandarískan leikmann en þjálfar- inn. Stjórnin vildi Marcus Grant, sem var með mun hagstæðari töl- fræði en Jermaine Smith, sem Hrannar Hólm vildi og fékk. Þjálfarinn stendur og fellur með ákvörðunum sínum. I þetta sinn féll hann. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að stjórn deildarinnar sé að íhuga að segja upp einhverjum leikmannasamningum vegna slakrar frammistöðu Ieikmanna. Þegar þessi upptalning er skoð- uð þarf enginn að verða undrandi á ákvörðun stjórnarinnar. Eitt- hvað varð að gera og gripið var til Jón Sigurðsson stýrði KR til margra sigra sem ieikstjórnandi. Endurtekur hann ieikinn sem þjáifari. gamla hálmstrásins, þjálfarinn rekinn. Fyrsta verk nýs þjálfara verður að sjálfsögðu að greina vanda liðsins. Hvað er að og hvernig er hægt að bæta úr því. Þrátt fyrir að Hrannar bæði stjórnina um stuðning treysti hún honum ekki til að stjórna'liðinu áfram og því varð hann að víkja. Surnir leik- manna liðsins voru einnig orðnir pirraðir og því fátt annað sem stjórnin gat gert. Hermann Hauksson, fyrirliði KR, sagðist verða ánægður ef Jón Sigurðsson tæki við liðinu. „Eg þekki Jón vel sem þjálfara frá því hann þjálfaði unglingalandsliðið sem ég var í og hann er frábær. Þó hann hafi ekki reynslu af því að þjálfa í úrvalsdeildinni hér náði hann góðum árangri með unglingalandsliðið og einnig með topplið í Noregi. Eg held að Jón sé besti kosturinn í stöðunni íyr- ir okkur í dag. Hann þekkir líka flesta strákana í liðinu og veit að hverju hann gengur." Hvort sem það verður Jón Sigurðsson eða einhver annar sem tekur við úrvalsdeildarliði KR er ljóst að sá á mikið verk fyrir höndum. Að öllum Iíkindum er það rétt hjá fyrirliðanum að Jón Sigurðsson er besti kostur KR-inga í dag. Hann er sjálfur KR-ingur og hef- ur séð flesta leiki liðsins á leiktíð- inni. Því er hann sá maður sem er í bestri aðstöðu til að sjá hvað það er sem gera þarf. KR-ingum hefur haldist illa á þjálfurum á undanförnum árum. Fyrir um tveimur árum var Axel Nikulásson rekinn, þá tók Bene- dikt Guðmundsson liðið í eitt og hálft ár, og nú hefur arftaki hans, Hrannar, verið rekinn. — GÞÖ Þrír með guHinerki BLÍ Blaksambandið sæmdi þá Grím Magnússon frá Neskaupstað, Halldór Jónsson frá Akureyri og Gunnar Arnason frá Reykjavík gullmerki sambandsins um sfð- ustu helgi, en þá hélt BLI upp á 25 ára afmæli sitt. Þremenning- arnir fengu gullmerkið veitt fyrir ómetanleg störf í þágu blak- íþróttarinnar. Oddný Erlends- dóttir, sem leikið hefur flesta landsleiki í kvennaflokki, alls 57 talsins, var sæmd silfurmerki sambandsins og sömuleiðis Berglind Þórhallsdóttir. Þá fékk Blakdeild Þróttar á Neskaupstað sérstaka viðurkenningu fyrir starf í yngri aldursflokkum. Iverson í bann AUen Iverson, ein helsta stjarna Philadelphia 76-ers í NBA-deild- inni, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af félagi sínu fyrir að skrópa á æfingu. Iverson, sem var valinn nýliði ársins í deild- inni í fyrra, var ekki með liði sínu gegn Boston Celtics í gærkvöld. Hudson í lifshættu Fyrrum landsliðsmaður Eng- lendinga, Alan Hudson, sem margir knattspyrnuáhugamenn muna eflaust eftir, frá því hann lék með Chelsea, Stoke og Arsenal, er í Iífshættu á sjúkra- húsi í Lundúnum eftir að hafa lent í bílslysi. Hudson, sem er 46 ára, hefur þegar gengist undir aðgerð og er á gjörgæslu. Engin hjálp frá Oasis Breski popptónlistarmaðurinn Noel Gallagher sem er meðlimur Oasis, sem er ein vinsælasta hljómsveit heims, tilkynnti það í gær að hann mundi ekki koma uppáhaldsliði sínu, Manchester City, til hjálpar í fjárhagskrögg- um félagsins. Forráðamenn Iiðs- ins höfðu vonast eftir stuðningi frá Gallagher sem er orðinn mjög vel stæður. Popparinn til- kynnti ákvörðun sína á útvarps- stöð i gær. Gallagher sagðist hafa farið á leik liðsins í 1. deildinni fyrir skömmu og þá hafi stuðn- ingsmenn félagsins hrópað til hans og beðið um fé. „Eg vona bara að þessir stuðningsmenn félagsins komi ekki heim til mín og brjóti alla glugga f húsinu, þegar liðið er komið niður í 3. deildina.“ Metþátttaka í Nagano Mótshaldarar vetrarólympíuleik- anna í Nagano í Japan tilkynntu í gærdag að ráðgert væri að 2593 keppendur myndu keppa á leik- unum í febrúar. Þátttökuþjóðirn- ar hafa frest til 26. janúar til að senda endanlegan lista, en þrátt fyrir að listinn eigi eftir að þynn- ast stefnir allt í að leikarnir í Nagano verði þeir langfjölmenn- ustu í sögunni. Fjölmennustu leikarnir til þessa voru í Albert- ville árið 1992, en þar voru kepp- endur 1801 talsins, nokkrum tugum fleiri en á síðustu leikum, sem fram fóru í Lillehammer. Alls eru 67 þjóðir búnar að senda lista yfir þátttöku og ekki er ólíklegt að keppendur frá sjö- tíu löndum verði á leikunum. Bandaríkjamenn verða fjölmenn- astir, þeir gera ráð fyrir því að senda 207 þátttakendur, Japanir 166 og Svisslendingar 163. íslenska skíðasambandið sendi nöfn átta keppenda í alpagrein- um, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort allur sá hópur verður sendur. Skíða- mennirnir átta hafa allir náð lág- mörkunum, sem eru sæti á lista þeirra 500 bestu í heiminum í einstökum greinum á nóvember- lista alþjóðaskíðasambandsins. Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson og Brynja Þorsteins- dóttir Akureyri hafa rétt til að keppa í þremur greinum, svigi, stórsvigi og risasvigi. Hinir sex keppendurnir eru Haukur Arn- órsson Reykjavík (svig og stór- svig), Arnór Gunnarsson ísafirði (svig), Jóhann Hafstein Reykjavík (stórsvig), Sveinn Brynjólfsson Dalvík (svig), Theodóra Mathiesen Reykjavík (svig og stórsvig) og Sigríður Þorláksdótt- ir ísafirði (svig).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.