Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 7
 MIBVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Ungir íhaldsmerai dæma sig úr leik fyrirtækjum og einstaklingum sem fylgja ábyrgri stefnu í um- hverfismálum. Hættulegustu þrýstihóparnir í þessu sambandi eru samtök á borð við unga íhaldsmenn sem vilja Ieyfa hverj- um sem er að menga umhverfið að vild. Tveggja ára frændi minn átti í erfiðleikum með að læra að fara á koppinn og brást þannig við að þræta fyrir að hann þyrfti yfir höfuð að kúka. Þegar honum síðan varð mál skipaði hann fólki að láta sig í friði og fór út í horn og kúkaði í buxurnar. Mér dettur þetta í hug eftir að hafa lesið dæmalausa ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðis- manna um umhverfismál frá 5. desember sl. Alyktun sem þessi er þörf áminning til ungs fólks sem vill taka ábyrgð á lífi sínu og athöfnum og skila börnum sín- um betri heimi en það tók við. Upphafsorð þessarar lönguvit- Ieysu ungra íhaldsmanna eru þessi. „Samband ungra sjálf- stæðismanna mótmælir harðlega hugmyndum um skatta sem á að leggja á í þágu unthverfisverndar eins og umhverfisráðherra Guð- mundur Bjarnason hefur látið í veðri vaka... Slík neyslustýring er úr takti við nútímann." Neyslustýring sjálfsögð Eg mótmæli. Að sjálfsögðu eig- um við stýra neyslunni þannig að hún valdi sem minnstu tjóni á umhverfinu. Við eigum að draga úr útblæstri frá bílum með því að skattleggja óþarflega stóra bíla sem valda mikilli mengun. Við eigum að leggja lága skatta á far- artæki sem menga lítið s.s. raf- bíla og vetnisbíla. Ríkið á að beita þeirn aðferðum sem það Árni segir í grein sinni að neyslustýring sé nauðsynlegt tæki til að sporna gegn mengun. Hann vill skattleggja óþarflega stóra bíla sem valda mikilli mengun en leggja lága skatta á bíla sem lítið menga s.s. rafbíla eða vetnisbfla. hefur yfir að ráða til þess að draga úr mengun á öllum svið- um. ílialdsmeim hættulegir Framhald ályktunar ungra íhaldsmanna er í samræmi við upphafið. „Skattheimta eða um- hverfisgjöld eru eins og önnur ríkisafskipti líkleg til að markast af hagsmunum þrýstihópa frem- ur en hagsmunum umhverfs- ins...“ Að ganga vel um náttúruna og leitast við að spilla ekki umhverf- inu er skylda okkar allra og þjón- ar fyrst og fremst hagsmunum komandi kynslóða. Gjald á þá sem menga umhverfið er aðferð til að ná þessu markmiði. Til þess að koma í veg fyrir að um- hverfisgjöld hækki skatta má draga úr skattheimtu á öðrum sviðum, t.d. með því að umbuna Umhverfisráðstefnur óþarfar Réttlæting SUS fyrir áherslum sínum í umhverfismálum minnir óneitanlega á söguna af frænda mínum litla. Orðrétt segir í Iok ályktunarinnar: „Staðreyndin er sú að vísindamenn greinir á um þær breytingar sem eru að verða á umhverfi okkar. Ljóst er að áhrifin er erfitt að meta og margt bendir til þess að þau séu mjög lítil, en fréttaflutningur af hækk- un hitastigs er oftast frekar í anda æsifréttamennsku en vand- aðrar hlutlausrar umfjöllunar." Með þessu segja ungir íhalds- menn á Islandi að vandamálið sé raunverulega ekki til staðar. Mengun bara af hinu góða og ráðstefnur á borð við loftslags- ráðstefnu SÞ í Kyoto - þar sem allar helstu valdablokkir heims lögðu dag við nótt til þess að móta sameiginlegar tillögur til að sporna við þeirri geigvænlegu hættu sem stafar af sívaxandi út- blæstri mengandi lofttegunda - óþarfar. Næst þegar Iitlir íhalds- menn uppi á Islandi leggja orð í belg um umhverfismál ættu þeir að gera tilraun til að líta á málið frá öðrum sjónarhóli en grágrýt- ishæðum óheftrar markaðs- hyggju. Með núverandi afstöðu hefur forysta þeirra dæmt sig úr leik í umræðunni um umhverfis- mál - þangað til hún ratar á koppinn. AKNI GUNN- ARSSON formaður sambands ungra framsóknar- manna, skrifar Gninnskólaim í fyrsta sæti ÞORLÁKUR AXEL JÓNSSON SKRIFAR Við gerð fjárhagsáætlunar Akur- eyrarbæjar þarf að taka ákvörðun um að á næstu árum njóti grunnskólarnir forgangs. Tvennt er mikilvægast að ákveða nú þeg- ar, að byggja kennslustofur og að bæta kjör kennara. Til framtíðar þarf að marka heildarstefnu, sem fær grunnskóla okkar það hlutverk að vera burðarás í varð- veislu menningar og samfélags. Nú er svo komið að valdið til þess að tryggja grunnskólunum hæft starfsfólk, að halda í það ágæta fólk, sem þar hefur starf- að, er hjá okkur sjálfum. Nýgerð- ur kjarasamningur getur aðeins verið fyrsta skrefið í því efni. Frumkvæði bæjarins gæti t.d. falist í því að fjölga kennslu- stundum strax á næsta skólaári. Slíkt hefur marga kosti, það tryggir börnunum betri mennt- un, það dregur úr þörf fyrir gæslu, styrkir stöðu fjölskyld- unnar eins og sagt er. íþróttamannvirki bíði Bæjarfélagið á að vinda bráðan bug að því að byggja kennslu- stofur, engin ástæða er til annars en að líta á það sem forgangs- verkefni, því væri ekki einu sinni erfitt að ljúka á svo sem eins og tveimur árum. En þá verður annað að bíða á meðan. íþrótta- mannvirki verða að bíða síns tíma, hann mun koma. Eg þykist vita að þetta nýtur ekki náðar hjá mínum mönnum í Þór og kanns- ki ekki hjá öðrum íþróttafélögum heldur. Skautafélagið þarf, finnst mér, að sýna betur fram á þörfina fyrir 100 milljóna króna höll áður en slíkum fjármunum er varið í skautasvell. Að mínu mati væri nóg í fyrstu umferð að gera þær ráðstafanir sem dygðu til þess að þeir gætu „haldið svellinu" eins og þeir orða það, allan veturinn. Borgarbraut, sem „fæst endur- greidd", eins og Jakob Björnsson bæjarstjóri segir, ætti ekki að Það verður að takast á við að gruimskdliim hlýtur í framtíðiimi kosta okkur meira fé heldur en haun hefur gert hingað til. Gruunskóliim á að geta hetur siunt því hlutverki sínu að vera hömum okkar skjól til menntunar og þroska. vefjast fyrir framkvæmdaglöðum mönnum. Dalsbraut getur beðið. Það verður líka að teljast glæfra- stefna að byrja á mörgþúsund rnanna hverfi, sem er „útúr“ að sögn bæjarskipulagsins, Nausta- hverfi, þegar hægt er að halda árfam með byggðina, sem hin nýja Borgarbraut tengir háskóla- svæðinu og miðbænum. Þar eru skólar og þar mætti í framtíðinni fela íþróttafélaginu Þór, að bygg- ja og reka íþróttahús. Rannsóknarhús fyrir HA Rannsóknarhús fjMr Háskólann á Akureyri verður ekki byggt fyr- ir afrakstur af peningaspili eins og Háksóli Reykjavíkur verður að gera með sín hús. Auðvitað er það ein af mörgum skyldum Ak- ureyrarbæjar að hlú að háskólan- um okkar en þetta vandræðalega ástand varðandi byggingarfé til æðri menntastofnana er á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar og þeir- ra að leysa það. I þessu tilfelli finnst mér þó að fyrirtæki ættu að fá tækifæri til þess að leggja fé í byggingu rannsóknarhúss Háskólans á Akureyri og það væri sanngjarnt að á móti fengju þau skattaafslátt hjá miðstjórn- arvaldinu þarna fyrir sunnan. Þrátt íýrir allt er forgangur grunnskólans í byggingarfram- kvæmdum ekki hinn erfiði hluti þeirrar nýju stefnu, sem verður að marka. Það verður að takast á við að grunnskólinn hlýtur í framtíðinni að kosta okkur meira fé heldur en hann hefur gert hingað til. Grunnskólinn á að geta sinnt betur því hlutverki sínu að vera börnum okkar skjól til menntunar og þroska. Sér- kennsla, samfelldur skóladagur, tónlistarkennsla í grunnskólun- um, skólaskylda frá fimm ára aldri, skólamáltíðir, Ijósritunar- pappír. Svona mætti lengi telja það sem koma skal. Vonandi nýt- ir bærinn það tækifæri sem nú er grunnskólanum til eflingar og sýnir með fjárhagsáætlun sinni fyrir árið 1998, að horfið hefur verið frá sveltistefnu fyrri ára. Vonandi yrði það kennurum, sem hafa sagt upp störfum sín- um að undanförnu, lilefni til þess að endurskoða þá ákvörðun sína.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.