Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 4
4 -MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 Dí^ur FRÉTTIR Flugleiðir og FÍ mega stofna hótelfélag Samkeppnisráð nefur komist að þeirri niðurstöðu að Flugleiðum og Ferðaskrifstofu Islands sé heimilt að stofna hlutafélag utan um rekstur hótela í eigu þessara aðila. Ráðið setur þó skilyrði vegna Flugleiða og þá aðallega að í stjórn hótelfélagsins skuli ekki sitja stjórnarmenn eða starfsmenn ferðaskrifstofa sem Flugleiðir eða dótturfélög Flugleiða eiga hlut í. Einnig eru það skilyrði að öll viðskipti Flugleiða og hótelfélagsins verði eins og viðskipti milli óskyldra aðila og að keppinautum hótel- félagsins verði tryggð sambæriieg viðskiptakjör og hið nýja félag mun njóta hjá Flugleiðum. Nokkur fleiri skilyrði eru sett og kveðið á um að þau séu öll bindandi fvrir Flugleiðir. - FÞG Flugleiðum er heimilt meö skilyrdum að stofna hlutafélag um rekstur hótela að dómi Samkeppnisráðs. Svínaræktendur gefi ekki nt leiðbeinandi verð Samkeppnisráð hefur hafnað beiðni Svínaræktarfélags íslands um að fá að gefa út leiðbeinandi verð (viðmiðunar- verðskrá) á svínaafurðum. Svínaræktarfélagið vildi fá undanþágu frá hinni almennu reglu, sem bannar við- miðunarverðskrár og vísaði til undanþágu sem kjúklingabændur og eggjaframleið- endur hafa fengið. Svínaræktendur telja að þegar sé búið að stuðla að aukinni samkeppni í greininni og tryggja að neyt- endur njóti árangurs umbótanna í lægra vöruverði. Samskonar beiðni var hafnað fyrir nokkrum árum og nú eins og þá var Framleiðniráð landbúnaðarins hlynnt undanþágu en Neytendasam- tökin mótfallin. - FÞG Sirkus ekki í beinni samkeppni Samkeppnisráð telur að sirkusstarfsemi hafi ekki verið í beinni sam- keppni við aðra aðila þar sem sýningar eru á ýmsum tímum. Jörund- ur Guðmundsson sendi ráðinu erindi vegna sýninga sirkus Ronaldo á Listahátíð, en Jörundur er umboðsaðili fyrir sirkus Arena og taldi að aðilunum hefði verið mismunað með því að skemmtana- og virð- isaukaskattur hefði ekki verið innheimtur af sirkus Ronaldo. Samkeppnisráð benti á að sirkus Arena hefði sýnt hér aðeins fimm sinnum á fimmtán árum og sirkus Ronaldo hluti af alhliða listkynn- ingu. Ronaldo hefði haft sýningar þegar Arena var ekki starfandi hér á landi. Ráðið sá þ ví ekki ástæðu til að hafast nokkuð að í þessu máli. - FÞG Á að borga 5 milljónir Fyrrum framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs starfsmanna Aburðarverk- smiðjunnar, Þorsteinn V. Þórðarson, hefur verið dæmdur til að greiða sjóðnum fímm milljónir króna. Þorsteinn var 1995 dæmdur fyrir uppboðssvik, en hann hafði skuldbundið sjóðinn vegna skuldabréfa upp á tæplega 100 milljónir króna. I málinu var ríkið sýknað af kröfum um bætur til sjóðsins og sömuleiðis Sveinn Sæmundsson, sem sá um bókhald sjóðsins, en hann var einnig sakfelldur í refsimálinu 1995. -FÞG Svínakjöt má ekki verðleggja samkvæmt leiðbeinandi verðskrá frá svínaaræktunarfélagi Islands. Sendiherram brókerað Talsverðar tilfærslur eru framundan í ut- anríkisþjónustunni. Ólafur Egilsson, sendiherra, tekur við embætti sendiherra í Kína fyrsta mars á næsta ári, en hann hef- ur undanfarið gegnt sérstökum störfum í utanríkisráðuneytinu. Hjálmar W Hannes- son, núverandi sendiherra í Kína, verður skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Jón Egill Egilsson, núver- andi skrifstofustjóri, verður sendiherra í Moskvu, en Gunnar Gunnarsson, sendi- herra þar, kemur til starfa í utanríkisráðu- neytinu. Þá hefur Kristinn F. Arnason verið skip- aður sendiherra en hann mun áfram gegna starfi skrifstofustjóra viðskiptaskrifsstofu utanríkisráðuneytisins. Veður og sjólag á Intemetið Sjófarendur og aðrir geta nú fengið upplýsingar um veður og sjólag á heimasíðu Siglingastofnunar htttp: //www.sigling.is. Nýjar upplýsingar berast á heimasíðuna á klukkutíma fresti. Þar geta menn nálgast upplýsingar um veður og sjólag frá ölduduflum og vitum, veður og sjávarstöðu í höfnum og ölduhæðir. Fram til þessa hefur fólk getað fengið þessar upplýsingar í gegnum símsvara Sigl- ingastofnunar og hefur sú þjónusta notið vaxandi vinsælda. -GRH Halldór Blöndal: Málið er i athugun. Halldór þegir um eldsneytisgj aldið HaHdór Blöndal kom sér hjá því að gefa efn- islegt svar við fyrir- spum þingmanns um eldsneytisgj aldið. Halldór Blöndal kom sér hjá því að svara þinglegri fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þing- manns jafnaðarmanna, um hvort ráðherra ætlaði að bregðast við tilmælum samkeppnisráðs vegna erindis Cargolux um eldsneytis- gjald. Samkeppnisráð telur að með því að innheimta eldsneytisgjald af Cargolux en ekki af Flugleið- um séu stjórnvöld að raska sam- keppni. Beindi ráðið þeim til- mælum til samgönguráðuneytis- ins að annað hvort yrði gjaldið fellt niður eða allir aðilar rukkað- ir. „Þessi mál og niðurstaða sam- keppnisráðs eru í athugun hjá lögfræðingum samgönguráðu- neytisins," er það eina sem Hall- dór Blöndal vildi segja á Alþingi og brást Lúðvík hart við þessari afgreiðslu. Lúðvík sagði að Halldór treysti sér augljóslega ekki í efnisum- ræðu um málið og væri í staðinn með stæla, geðsveiflur og upp- skafningshátt. Lúðvík beindi til þingforseta að hann tæki það upp við ráðherra að hann svaraði því sem til hans væri beint. Lúðvík sagði að einungis væri um tvennt að ræða, að fara eftir áliti samkeppnisráðs eða skjóta málinu til dómstóla. „Og það kæmi mér svo sem ekkert á óvart að samgönguráðherra færi að reka mál fyrir Flugleiðir fyrir dómstólum. Halldór sagði að hann hefði gefið fullkomlega eðlilegt og glöggt svar „á þessu stigi málsins". I síðustu viku sagði Halldór í Dagsfrétt að undanþágan á greiðslu eldsneytisgjalds hafi nánast komið fótunum undir Flugleiðir á sínum tíma. „Þetta hefur verið framkvæmt á þann veg að ef flugfélag á sjálft sitt bensfn þarf það ekki að greiða eldsneytisgjald. Það hafa Flug- Ieiðir gert og það felur alls ekki í sér mismunun, því þetta geta all- ir gert sem vilja. Það er enda í hæsta máta eðlilegt, þegar mikil viðskipti eiga sér stað, að reynt er að hagræða þar sem mikill kostn- aður Iiggur fyrir," sagði Halldór. - FÞG Undrandi á Halldóri Gunnar Hilmarsson, sem situr í flugráði, segir í samtali við Dag að hann sé afar undrandi á af- stöðu Halldórs Blöndais sam- gönguráðherra í eldsneytisgjalds- málinu. Halldór sagði í Degi að honum þætti furðulegt að flug- ráðsmenn vissu ekki hvernig inn- heimtu gjaldsins væri háttað. „Eg er undrandi á afstöðu ráð- herrans. Við í flugráði höfum í eitt og hálft ár spurst fyrir um eldsneytisgjaldið og fengið fá svör frá Flugmálastjórn, inn- heimluaðila gjaldsins. Loks þeg- ar svör komu reyndust fyrri svör Gunnar Hilmarsson sem situr í flugráði segist undrandi á afstöðu Halldórs Blöndal. röng. Flugmálastjórn vissi ekki betur né heldur skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins, sem sit- ur ílugráðsfundi. Halldór virðist vita það sem fulitrúar hans vita ekki,“ segir Gunnar. Gunnar segir það mjög alvar- legt fyrir aðila sem fara með fjár- mál ríkisins að tugi milljóna króna vanti í innheimtuna. „Þetta mál þarf augljóslega að skoða miklu betur og raunar rannsaka rækilega af þar til bær- um aðilum,“ segir Gunnar. - FÞG Þrotabú E.G. fær S0 miUjónir Samkomulag hefur náðst milli skiptastjóra þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. (EG) á Bol- ungarvík um að þrotabúið fái greiddar út um 50 milljóna króna inneign fyrirtækisins í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna (SH). Gjaldþrot EG var afar stórt með lýstar kröfur upp á samtals um 1,6 milljarð króna. Eignir seldust upp í veðkröfur upp á um 900 milljónir króna, en óvissa er um almennar kröfur upp á um 600 milljónir króna. Þær 50 milljónir sem nú koma frá SH duga nokkurn veginn til greiðslu forgangskrafna. SH hélt þessum fjármunum eftir á sínum tíma vegna rannsóknar á uppruna- vottorðum vegna nýfrystrar rækju en talið var að skaðabóta- mál erlendra aðila gæti verið í farvatninu. Þessi mál hafa dottið upp fyrir og eftir að þrotabúið höfðaði mál til innheimtu á inn- eigninni í SH náðu aðilar sam- komulagi um útgreiðslu. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.