Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Kofi Annan og símbréfið DAGUR ÞORLEIFS \f| SON Fyrir rúmu ári hélt danska blað- ið Information því fram að frið- argæsludeild S.Þ. (þekkt undir skammstöfuninni DPKO) hefði látið undir höfuð leggjast að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir fjöldamorðin á Tútsum í Rúanda 1994, þrátt fyrir ítrekað- ar viðvaranir þaðan. M.a. hafði DPKO ekki iátið Oryggisráð S.Þ. vita af viðvörun- um þessum. Forstöðumaður deildar þessarar var þá Ghana- maðurinn Kofi Annan, núver- andi framkvæmdastjóri S.Þ. Samsæri þjóóar gegn þjóð? Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, lét í framhaldi af þessu sendinefnd Danmerkur hjá S.Þ. hefj'a rann- sókn í málinu, en ekki kom mik- ið út úr því. Kofi Annan varð fljótt eftir þetta framkvæmda- stjóri SÞ. og vart er óhugsandi að þá hafi mál þetta verið talið of „viðkvæmt" til að hægt væri að fylgja því fram. Nú er umrætt mál komið á daginn á ný með um 1000 blað- síðna skýrslu um það frá nefnd, sem öldungadeild belgíska þingsins fól að rannsaka málið. Niðurstöður nefndarinnar, sem fram koma í skýrslunni, eru mjög á sömu lund og þær sem Information komst að. Oft hefur verið látið að því liggja að Afríkumönnum sunnan Sahara væru mislagðar hendur um skipulagningu, en fjölda- morð þau er hér um ræðir renna ekki stoðum undir það. Því sést nú haldið fram í fjölmiðlum að aldrei fyrr í mannkynssögunni hafi þjóðarmorð verið framið af slíkum skjótleik og með meiri ár- angri en umrætt þjóðarmorð Hútúa á Tútsum. I áminnstri belgískri skýrslu stendur að þá hafi um 800.000 manneskjur verið skotnar, höggnar og barðar í hcl. Liggur nærri að ætla að þetta hefði vart komist í fram- kvæmd svo fljótt og svo auðveld- lega sem raun varð á, nema því aðeins að á bak við það hafi ver- ið rækileg skipulagning og víð- tæk samstaða og þátttaka hútúsku þjóðarinnar. Vantar e.t.v. ekki mjög mikið á að segja megi að hér hafi verið um að ræða morðsamsæri einnar þjóð- ar gegn annarri. Ætla mætti að í þessu gæti falist viðvörun fyrir mannkynið. Stöðuhækkanir Fjöldamorð þessi virtust koma alþjóðasamfélaginu á óvart, en svo hefði ekki þurft að vera, seg- ir í belgísku skýrslunni, því að þegar ári fyrir fjöldamorðin voru S.Þ. farnar að berast viðvaranir um að þau stæðu fyrir dyrum, frá erindrekum sínum í Rúanda. Þær viðvaranir héldu áfram að berast, og frægust þeirra hefur orðið símbréf sem Romeo Dallaire generalmajór, kanadísk- ur yfirmaður UNAMIR, gæslu- liðs S.Þ. í Rúanda, sendi DPKO í New York 11. janúar 1994 - þremur mánuðum áður en fjöldamorðin hófust. Fyrir löngu er ljóst að deildin lét símbréf þetta ekki ganga eðlilega boðleið til Oryggisráðsins. Kofi Annan var þá forstöðu- maður DPKO, og viss ummæli í belgísku skýrslunni eru í fjöl- miðlum túlkuð svo að höfundar hennar telji að Annan hafi vitað um símbréf Dallaire og tekið ákvörðun um að láta það eða innihald þess ekki ganga áfram til Öryggisráðsins. Ekki bætir málstað Annans í þessu sam- hengi að hann hefur neitað að hafa nokkurt samstarf við Rann sókn a n eíiul belgíska þingsiiis gagnrýuir Kofi Ann- an, framkvæmda- stjóra S.Þ., harólega fyrir að hindra rann- sóknir nefndarinnar viðvíkjandi aðdrag- anda Jjjóðarmorðsins í Rúanda. Baksvið belgísku rannsóknanefndina og ofan á það bannað að nefndin yf- irheyrði aðra starfsmenn aðalrit- araembættis SÞ., sem DPKO heyrir undir. Þessu banni til rök- stuðnings vísar Annan til regl- unnar um friðhelgi diplómata. Belgíska nefndin hefur lýst yfir megnri óánægju með þessa af- stöðu Annans. Astæða er til þess að ætla að samstarfsmenn Annans úr DPKO meti málin svo að hyggi- Iegt sé fyrir þá að tala sent fæst um það sem skeði í deildinni við- víkjandi Rúanda fyrri hluta árs 1994. Þegar Annan var orðinn framkvæmdastjóri S.Þ. veitti hann flestum téðra samstarfs- manna sinna stöðuhækkun. Enginn þeirra hefur ennþá haft samband við fjölmiðla og sagt, hvað í rauninni varð af símbréfi Dallaire, né heldur svarað spurningunni um það hvort Ann- an hafi bannað eða ekki bannað að það væri sent Öryggisráði. Belgískir hermeim inyrlir I skýrslunni er belgíska stjórnin einnig harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert meira en hún gerði til að koma í veg fyrir fjöldamorðin. Þau hófust 7. apr- íl 1994 með sóðalegum morðum hútúskra hermanna á tíu belgískum hermönnum. Dallaire hafði í nefndu símbréfi sagt að Interahamwe, vopnað lið Hútúa, hyggðist myrða einhverja af þeim belgísku hermönnum, sem voru kjarninn í UNAMIR, í þeim til- gangi að Belgía kallaði þetta her- lið sitt heim, sem og varð. Skýrslan: Umhoð UNAMIR var skilgreint óljóst og ástæða er til að ætla að þar sé að Ieita orsakar þess að UNAMIR var miður vel undir það búið að snúast við árásum á eigin liðsmenn og Tútsa. Belgíska stjórnin hefði átt að sjá til þess að úr því yrði bætt. Fréttastofur hafa eftir nokkrum þeirra er sæti áttu í rannsóknanefnd öldungadeildar- innar að Jean-Luc Dahaene, for- sætisráðherra Belgíu, ætti að segja af sér. Sú skoðun virðist of- arlega í Belgíu að Dahaene, sem og Willy Claes og Leo Delcroix, sem á tíð þjóðarmorðsins voru utanríkisráðherra og varnar- málaráðherra Belgíu, hafi með því vanrækja vandann í Rúanda stofnað lífum belgískra her- manna þar í hættu. Bannar hæstiréttur Tyrklands Vel- ferdarflokkinn? 'IYRKLAND - Stjórnarskrárdómstóllinn í Tyrklandi hóf í gær umfjöllun um hvort banna eigi starfsenri Velferðarflokksins, stjórnmálaflokks múslima sem fyrir skemmstu fór ineð stjórn landsins undir forustu Nekmettins Erbakans. Urskurðar dómstólsins er eleki að vænta á næstu dögum, því fyrst þarf að fara yfir 470 blaðsíðna skýrslu um flokkinn sem lögð hef- ur verið fram. Höfundar skýrslunnar komast að þeirri niðurstöðu að flokkinn beri að banna á þeim forsendum að hann sé miðpunktur starfsemi bók- stafstrúarmanna sem miði að því að kollvarpa stjórn- skipan landsins. Necmettin Erbak- an, sem um skeið var forsætisráð- herra Tyrklands. Harðari refsingar fyrir verslun með konur FRAKKLAND - Evrópuþingið í Strasborg krafðist þess í gær að refs- ingar íyrir þrælaverslun með konur og nauðungarvændi verði hertar til rauna, og þær konur sem séu fórnarlömb þrælasölunnar eigi að fá tímabundið dvalarleyfi og atvinnuleyfi í viðkomandi landi. Bæði þeir sem flytja konurnar milli Ianda á fölskum forsendum og mellu- dólgarnir eigi að hljóta hæstu fangelsisdóma og háar fésektir. Fram- kvæmdastjórn ESB telur að um 500.000 konum í Evrópu sé haldið nauðugum í vændi eftir að hafa verið seldar milli Ianda. Fleiri börn með „fuglaflensiina66 FIONG KONG - I Hong Kong hafa tvö börn í viðbót, tveggja og þriggja ára, greinst með inflúensu sem hingað til hefur aðeins þekkst í fuglum. Þar með er fjöldi þeirra sem smitast hefur kominn í níu. Tveir sjúklinganna hafa þegar látist af völdum veirunnar, tveir eru enn í lífshættu en hinir hafa náð sér að mestu. Mandela lítur yfir farinn veg SUÐUR-AFRÍKA - Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, flutti í gær opnunarræðu á flokksþingi Afríska þjóðaráðsins þar sem hann leit til baka yfir þau þrjú ár sem liðin eru frá því aðskilnaðarstefnan íeið undir lok og hann tók við forsetaembættinu. Sagði hann lýðræðið hafa fest sig vel í sessi, engin al- varleg mistök verið gerð en varaði jafnframt við aft- urhaldsöflum og andstæðingum byltingarinnar í röð- um fyrrverandi valdhafa sem hafi safnað um sig neti stuðningsmanna sem stefna að því að grafa undan stjórninni. Nelson Mandela varar við leyni- makki stjórnar- andstæðinga. Erum flutt að Hjalteyrargötu 2 , . ORÐ DAGSINS 462 1840 ^___________r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.