Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 10
10- MIDVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 FRÉTTIR R-lista flokkamir tílbúnir í próflq ör Hér má sjá þá sjö frambjóðendur sem taka munu þátt t prófkjörinu fyrir Alþýðuflokkinn. - mynd: gtk Nú liggur fyrir hverjir verða í framboði í prófkjöri flokkanna og óháðra sem standa að R-Iistan- um í Reykjavík við komandi borgarstjórnarkosningar. I próf- lijöri Alþýðubandalagsins verða Arni Þór Sigurðsson borgarfull- trúi, Guðrún Ágústsdóttir borg- arfulltrúi, Helgi Hjörvar fram- kvæmdastjóri, Guðrún Kr. Óla- dóttir starfsmaður Sóknar, Einar Valur Ingimundarson líffræðing- ur, Kolbeinn O. Proppe nemi, og Sigrún Elsa Smáradóttir mat- vælafræðingur. Fyrir Alþýðuflokkinn verða þau Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður, Helgi Pétursson, ferðamálafrömuður (óháður) Hrannar B. Arnarsson (óháður) Magnea Marinósdóttir verslun- arstjóri, Pétur Jónsson borgar- Þjónustusvið Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, RF, hefur hlotið alþjóölega faggildinu á 1 I efnamælingum í sjávarafurðum. Stofnunin er fyrsta íslenska prófunarstofan sem fengið hefur þessa faggildingu samkvæmt EN fulltrúi, Rúnar Geirmundsson útfararstjóri og Stefán J. Stef- ánsson þjóðhagfræðingur. 45001 staðlinum. Það var Löggildingarstofan í samvinnu við SWEDAC í Sví- þjóð sem tóku út og sannpróf- uðu hæfni Rannsóknastofnunar- innar. Faggildingin nær til sjö mælinga á örverustofnum og Fyrir Framsóknarflokkinn verða í framboði þau Alfreð Þor- steinsson borgarfulltrúi, Guðjón fjögurra mælinga á efnastofu. Þarna er um að ræða nokkrar af algengustu mælingum sem gerð- ar eru á sjávarafurðum sem flutt- ar eru út frá íslandi. Með til- komu faggildingarinnar hljóta viðskiptavinir jafnt sem kaup- Ólafur Jónsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Guðrún Jónsdóttir arkitekt, Óskar Bergs- son húsasmiður, Sigfús Ægir Arnason framkvæmdastjóri, Sig- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Þuríður Jónsdóttir lögfræð- ingur. Fyrir Kvennalistann verða í framboði þær Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona, Kristín Blöndal myndlistarkona, Steinunn V. Óskarsdóttir borgar- fulllrúi, Sólveig Jónasdóttir út- gáfu- og kynningarstjóri, Drífa Snædal formaður Iðnnemasam- bandsins, Kolbrún Jónsdóttir hreppsnefndarkona Kjalarnesi (óháð) og Ragnhildur Helgadótt- ir bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. — S.DÓH endur sjávarafurða, tryggingu fyrir því að mælingar séu fram- kvæmdar af ábyrgðum aðila sem stenst allar kröfur. Faggildingin er jafnframt samkvæmt reglu- gerðum ESB frá árinu 1994. - GRH Sýknaður af mann drápi Islendingur, sem ók í apríl 1995 ölvaður og lenti í árekstri nálægt Grásten í Danmörku, með þeim afleiðingum að farþegi í hinum bílnum lést, hefur í Hæstarétti verið sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Maðurinn var að koma af páskahátíð og ók skutbifreið sinni áleiðis heim, þrátt fyrir að hafa drukkið bjór, en hann mældist með 1,33 prómill í blóðinu. Hann virðist hafa ekið yfir á rangan vegarhelming og lent þá á bifreið með tveimur mönnum í. Ökumaður þeirrar bifreiðar dó við áreksturinn. Mál var höfðað gegn manninum á íslandi, en hinn ákærði neitaði því að það gæti passað að hann hefði ekið yfir á rangan vegar- helming og kvað uppdrátt lög- reglunnar dönsku hljóta að vera rangan, þar sem akstursstefnan væri ekki rétt. Vitni í Danmörku komu ekki fyrir dóminn, en hjá saksóknara hafði ítrekað komið fram að ekki væri þörf á skýrslu- gjöf vitna fyrir dómi. Hæstirétt- ur taldi hins vegar að upplýsing- ar skorti til að geta sakfellt manninn lyrir manndráp af gá- leysi og var hann því sýknaður af þeirri ákæru. Hann var hins veg- ar sviptur ökuleyfi í eitt ár og gert að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð og alls 120 þús- und króna sakarkostnað. — FÞG Fyrsta prófunarstofan hlýtur faggildingu Verslunarfólk ! Munið rétt ykkar til 11 klukkustunda hvíldar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur > Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Gudmundsdóttir komu færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar fjórða árið í röð. Ég vona til Guðs að góðærið sidli sér Fleiri leita nú aðstoð- ar Mæðrastyrks- nefndar en nokkru sinni síðustu tvo ára- tugina a.m.k. Ingvar Helgson hf. hefur nú, fjórða árið í röð, fært Mæðra- styrksnefnd 350 hangikjötslæri, enda telur Ingvar anda jólanna betur náð með þessari matargjöf en með jólakorti og almanaki til viðskiptavina. „Með þessari höfðinglegu gjöf mun fyrirtækið tryggja gleði og veislumat á borð- um margra þurfandi heimila um þessi jól,“ sagði Guðlaug Run- ólfsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd. Og síst mun af veita. „Það er búin að vera þvílík ös hérna hjá okkur frá því úthlutun hófst þann 10. desember. Ég skil ekk- ert í þessu - því það á að heita góðæri á Íslandi - en það hefur aldrei verið meira leitað til okkar eftir aðstoð öll þau tuttugu ár sem ég hef verið í þessu. Ég er að vona til Guðs að góðærið skili sér til sem flestra og helst allra,“ sagði Guðlaug. Jólasöfnunin hófst með því nefndin sendi gíróseðla til fyrirtækja og ein- staldinga sem Guðlaug vonar að verði vel tekið að vanda, þar sem þörfin sé mjög mikil. Póstgíró- númer Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er 36600-5. Allt frá 1928 hefur Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur styrkt efnalitlar mæður í Reykjvík. Hin síðari ár hefur jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar verið horn- steinn starfseminnar. — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.