Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 Xfc^MT' ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Engimi heimsendir f fyrsta lagi Á meðan suðrænar þjóðir vestan hafs og austan fá yfir sig snjó- komu og vetrarkulda hellast mikil hlýindi yfir Islendinga í jóla- mánuðinum. Veðurfræðingar upplýsa að í höfuðborginni hafi ekki mælst meiri hiti í desember síðan árið 1925. Og spáð er áframhaldandi hlýindum næstu daga. íslendingar ættu að vera í sjöunda himni yfir slíkri veðursæld. En nú til dags geta lands- menn ekki einu sinni notið hlýinda í friði fyrir heimsendisspá- mönnum sem sjá ógnir og skelfingu í öllum breytingum sem verða á veðurfari. Þó sýnir saga jarðarinnar að það eitt er víst um loftslag og veður hér í heimi að á því hafa verið og verða alltaf gífurlegar sveiflur til lengri tíma litið. í ödru lagi Auðvitað er augljóst að iðnbylting mannkynnsins hefur haft áhrif til hins verra á andrúmsloft jarðar. Þeir eru því fáir sem þora að efast um réttmæti kenninga vísindamanna um gróður- húsaáhrif. Breytt samsetning Iofttegunda í andrúmsloftinu getur vafalaust haft veruleg áhrif á veðurfar í heiminum á komandi áratugum og öldum. Þótt spákerfi sérfræðinganna séu vissulega ófullkomin verður í þessu efni að viðhafa sömu varkárni og gagnvart spám fræðimanna um fiskistofnana í sjónum. Þjóðir heims hafa einfaldlega ekki efni á að taka ekki mark á þeim. í þriðja lagi Þetta þýðir hins vegar ekki að landsmenn eigi að hafa svo miklar áhyggjur af hlýindum nú í desember að þeir geti eldci notið þess að vera lausir við frost og kulda í nokkrar vikur á jólaföstunni. Eins og Unnur Olafsdóttir veðurfræðingur orð- aði það í Degi í gær: „Það verða alltaf sveiflur í veðrinu og ég tel þetta ennþá allt innan eðlilegra marka. Það er óþarfi að hrópa alltaf „úlfur, úlfur“ þegar eitthvað sérstakt gerist. Eg held að landsmenn ættu bara að brosa vegna hlýindanna." AI- veg endilega. Það er enginn heimsendir á næsta leiti. Elias Snæland Jónsson. 0$ 1 i Nokkrir góðir klukku tíiuar án þingmaima Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður fór mikinn í þinginu í \dkunni þegar hann skammaði forsætisráðherra fyrir að skrópa í þinginu síð- ast-Iiðinn laugardag. Gagn- rýni Steingríms vakti óneitan- lega landsathygli, enda er þetta í fyrsta sinn sem stjórn- arandstaðan nær að negla Davíð á kjörtímabilinu. Raun- ar er þetta í fyrsta sinn sem einhver tekur eftir því að það er stjórnarandstaða í þinginu, enda hafa menn í þeim her- búðum verið með músarlegu yfirbragði í vetur, og þá yfir- bragði músarinnar sem læð- ist. Það var e.t.v. þetta músar- lag stjórnarandstöðunnar sem gerði það aðverkum að menn tóku svona vel eftir því hvar Davíð var á laugardag, en hann var að lesa upp úr bók sinni á veitingastað sem heitir Grái köttur- inn. Greinilegt var að Steingrími var skemmt yfir því að hafa hankað ráð- herrann á þessu, en ánægja Davíðs var í öfugu hlutfalli við gleði andstæðingsins. Fjarvist án lejrfis Fjarvist úr þingi án leyfis - ekki síst í mikilvægri at- kvæðagreiðslu er vitaskuld slæm latína og mikill álits- hnekkir fyrir forsætisráð- herra. Enda taldi Steingrímur J. það vamdrðingu við þing- ræðið, þingið, ríkisstjórnina, fjárlaganefnd, fjárlaganefnd- armenn, og marga fleiri að láta þjóðina verða vitni að þvi að hann kysi heldur að lesa upp lir bók sinni á veitinga- staðnum Gráa kettinum en greiða atkvæði um fjárlaga- V frumvarpið á þingi. Davíð varð að játa sig sigraðan í þessu máli, sem um leið hefur lyft Steingrími J. upp í það að verða Golíat stjórnarandstöð- unnar. Augljóslega mun sú staðreynd skipta miklu varð- andi framtíðina í forystumál- um stjórnarandstöðuflokk- anna og sameiningarmála hennar. Þar mun Steingrímur nú koma inn með vaxandi styrk. Undir leiðinleg- umrædum Davíð hins vegar situr eftir með sárt ennið og neyðist til að umbera leiðindin og arga- þrasið á alþingi. Flann getur eftir þetta ekki með góðu móti sleppt því að mæta á þing- fundi - hann er ein- faldlega ekki í stöðu hins pólitíska trúðs eins og Árni Johnsen, sem engum þykir fréttnæmt að sé þarverandi án leyfis. Eina huggun hins bókmenntasinnaða ráðherra er að skrifa fleiri bækur undir maraþonræðunum. Áður hef- ur hann upplýst að hann skrifi jólasálma undir löngum og leiðilegum þingræðunt. Nú getur hann skrifað endur- minningar sínar eða endur- minningabrot. Þannig má bú- ast við að stundin sem hann átti í góðum félagsskap á Gráa kettinum, laus við þingstörf og langlokur þingmanna sé honum afar minnisstæö. Hann gæti hægast skrifað um það bók. Nafnið kemur nán- ast sjálfkrafa: „Nokkrir góðir klukkutímar án þingmanna - sérstaklega Steingríms J.“ GARRI. Reykjavík á að vera lágreist og kotungslegt höfuðþorp þar sem dauðagráir brunagaflar skaga upp úr afar misjöfnum arkitektúr bárujárnsbygginga og fullkom- lega andlausra skúra, sem eng- inn amast við. Enda er gráupp- lagt að leggja öll gömlu við- skipta- og athafnasvæðin undir drykkjukrár, víðáttumiklar bens- ínstöðvar, viðamikil umferðar- mannvirki og bílastæði. Oll þau skammarstrik sem vondir arkitektar og smekklaus stjórnvöld eru búin að gera í gömlu Reykjavík síðustu áratug- ina hafa kallað fram viðbrögð, sem oft eru álíka kjánaleg og lág- kúruleg og tiltektir klambrarana, sem ekki virðast hafa snefii af til- finningu lyrir samræini og þá ekki hvernig gamalt og nýtt geta fallið saman og bætt hvað annað upp. Öfgar sjálfskipaðra vernd- unarsinna leika Reykjavík ekki síður grátt en nýjungagirni og umhverfisfyrirlitning stórkassa- Þankagangur þorpara smiða, sem hafa fengið að ráðskast með það sem byggt er upp í gamla þorpinu. Togað og teygt Frá þessu eru und- antekningar, svo sem þau ljótu skörð sem Gunnar Rósin- krans hefur valið góða arkitekta til að teikna í og fyllt af frambærilegum íbúðarhúsum. Nú kvað hann vera bú- inn að gefast upp vegna ofurástar lág- kúruverndara á brunagöflum, sem alls ekki mega hver- fa að þeirra áliti. Borgarstjórnir eru teygðar og togaðar á milli alls kyns sjónar- miða og einkahagsmuna þegar kemur að því að breyta og bæta í ört hnignandi miðborg, sem suma dreymir um að verði eins konar þorpsmiðja með ódýru úti- markaðsskrani og skemmtana- haldi í stíl. Kúltúrsnauð yfirvöld- in geta í hvoruga löppina .stigið og rembast við að gera öllum til hæf- is með þeim ár- angri að svokölluð höfuðborg er að verða, eða er orð- in, fáránlegur bastarður, sem sinnir því hlutverki best og mest að vera eitt þéttriðn- aðsta búlluhverfi í heimi hér. Út- hverfin sldpta ekki máli í þessu sam- bandi. Engu gleymt og ekkert lært Á meðan ofurkapp er lagt á að viðhalda Laugaveginum sem íbúafárri þorpsgötu með ölkrá í öðru hvoru húsi, byggja þeir í Kópavoginum háreist íbúðarhús í námunda við mikil viðskipta- hverfi. Þarna seljast allar íbúðir á svipstundu á sama tíma og lítil sem engin eftirspurn er eftir nýreistum og tómum sveita- byggðum Reykjavíkur. Enda er íbúafjölgun Kópavogs meiri en nokkurs annars byggðarlags. Þetta sýnir einfaldlega að þeir eru ærið margir sem vilja búa í borgarkjörnum og í námunda við athafnalífið. Þetta hafa skipu- leggjendur Reykjavíkur aldrei skilið, en hlaupið á eftir öllum tískubólum í skipulagi og arki- tektúr og ekki síður tískuvernd, sem oftar en ekki er hið argasta afturhald og ávísun á hnignun og dauða byggðarlaga. Annars skiptir engin þróun máli önnur en sú, að greiða sem mest og best fyrir bílaumferð, til að þarfasti þjónn bílsins þurfi helst aldrei að yfirgefa hann. svárauð Sýndi Davíð Cldsson Alþingi, eigin ríkis- stjóm ogfjárlagafmm- varpi óvirðingu með því að lesa upp úr bók sinni á veitingahúsi í stað þess að mæta til þing- Jundarsl. laugardag? Pétur Blöndal þmgmaður Sjálfstæðisfloklts. „Það tel ég ekki. Málið er að þessi atkvæðagreiðsla átti að fara fram á öðrum tíma og Davíð hefur efa- laust verið búinn að skipuleggja upplesturinn fram í tímann, svo honum hefur efalaust láðst að biðja um leyfi. Það er einkenni þingstarfa rétt lyrir jól að ill- mögulegt er að skipuleggja nokkurn hlut vegna sífelldra breytinga á dagskrá þings og vegna nefndafunda. Ég get nefnt að í dag var ég boðaður á tvo lundi, í efnahags- og viðskipta- nelnd og í félagsmálanefnd, sem báðir áttu að hefjast kl. 12:30 á sama tíma og þingfundur stóð yfir.“ Siv Friðleifsdóttir þiiigmaður Framsókmrflohlts. „Eg býst við að ástæðan fyrir fjarveru Davíðs hafi verið að sú að atkvæða- greiðsla um íjár- lagafrumvarpið átti upphaflega að hefjast fyrr en raunin varð. Því var Davíð væntanlega búinn að festa sig vegna upplestrar úr bók sinni. Hinsvegar eiga þing- menn almennt að biðja um fjar- vistarleyfi ef þeir geta ekki mætt í atkvæðagreiðslu.“ Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags. „Ég tel að Davíð hefði átt að mæta og bendi á að þingmenn Vestfirðinga hættu við ferð vestur á Látra- bjarg til að vera viðstaddir vígslu minnismerkis um strand togarans Dhoon fyrir 50 árum. Ástæðan var að forseti Alþingis Iagðist gegn förinni, þar sem hann taldi að þingmenn ættu að vera við atkvæðagreiðslu um frjárlagafrumvarpið. Ég beygi mig undir vilja forseta." Davíð Þór Jónsson skemmtimaður. „Mér finnst djúpt í árinni tekið að kalla þetta óvirðingu. En óneitanlega ber það vott um brogaða for- gangsröð ráð- herrans að þykja mikilvægara að lesa upp iir bók sinni á veitinga- húsi, en sinna þeim störfum sem hann hefur verið kosinn til, sér- staklega þar sem hann hefur lýst yfir að ritstörf séu hliðarskref, áfram muni hann hafa pólítík að aðaistarfi. Persónulega finnst mér að Davíð ætti að endurskoða þá ákvörðun."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.