Dagur - 30.12.1997, Síða 1
Þriðjudagur 30. desember 1997
80. og 81. árgangur - 245. tölublað
Verð i lausasölu 150 kr.
Otímábært að tala
um sðlu Símans
Sala á Pósti og síma
bitbein hjá stjómar-
í lokkuniiin. Halldór
Ásgrímsson segir aHt
tal um sölu á Land-
síma íslands lullkom
lega ótímabært. HaU-
dór Blöndal segir sölu
liins vegar miMIvæga
og þá að hluta til er-
lendra aðila.
^Sala á hlutabréfum í Landsíma
Islands er einfaldlega óunnið
mál og það þarf mikla vinnu til
þess að það komist á ákvörðun-
arstig. Málið er svo hrátt og
óunnið að við erum ekki farin að
ræða það í þingflokknum og alls
ekki talið það tímabært," sagði
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, í samtali við Dag í
gær. Halldór Blöndal heldur því
hins vegar fram í viðtali á bls. 3
Sitthvad er Halldór og Hatidór. Hatldór Ásgrímsson segir sölu hlutbréfa óunniö mál
en Halldór Blöndal vill sölu hlutabréfa.
að heíja eigi sölu á hlutabréfum
í Landsíma Islánds óg fá érlent
fjármagn inn í fyrirtækið.
Halldór Ásgrímsson segir rétt
að skoða framtíð Landsíma ís-
lands í ljósi alþjóðlegrar sam-
keppni.
„I mínum huga er það alveg
Ijóst að það að selja Símann til
innlendra aðila breytir engu um
möguleika hans. Eins er það
Ijóst að alþjóðleg fyrirtæki eru í
vaxandi mæli að hasla sér völl ut
um allan heim. Það er við þær
aðstæður sem þetta nýja fyrir-
tæki, Landsími Islands, þarf að
starfa og keppa. Það er því líklegt
að skoða þurfi hvort ekki verði
með einhverjum hætti að bind-
ast alþjóðlegri samvinnu ef það á
að geta staðist til lengri tíma lit-
ið,“ sagði Halldór.
Hann bendir hins vegar á að
byggðin á Islandi sé dreifð og
það geti verið erfitt að tryggja
einhverja samkeppni í þessum
málum í dreifðum byggðum
landsins. I þessu sambandi
bendir Halldór til Norðmanna
sem hafi verið hikandi í þessum
efnum, en vandamál dreifbýlis
eru mikil þar eins og hér. Þess
vegna þurfi að skoða öll þessi
mál afar vel.
Sainvinna annað en sala
„Ljósleiðari um Iandið er sam-
göngunet sem mun skipta miklu
máli í framtíðinni. Það verður að
tryggja aðgengi allra Iandsmanna
að því neti með svipuðum hætti
og að allir verða að hafa aðgang
að vegakerfinu. Eg sé ákveðnar
hættur í þeim efnum ef Land-
sími Islands verður kominn í
einkaeign. Þetta er því afar flók-
ið mál sem á sér margar hliðar og
þarf miklu meiri undirbúnings-
vinnu en nú er áður en það er
komið á ákvörðunarstig," sagði
Halldór. - s.DÓR
Sjá einnig vidtal við
Halldór Blöndal á bls. 3
ísólfur Gylfl Pálmason.
Göng undir
Hellisheiði?
ísólfur Gylfi Pálmason vill jarð-
göng undir Hellisheiði og boðar
þingsályktunartillögu um málið.
„Ég hef mikinn áhuga á að gerð
jarðganga undir Hellisheiði verði
athuguð og ég er að spá í að
leggja fram þingsályktunartillögu
um þetta efni. Þar yrði lagt til að
kannað væri hvort þetta sé raun-
hæf hugmynd og arðbær," segir
ísólfur Gylfi Pálmason, þing-
maður Sunnlendinga, í samtali
við Dag.
„Það hefur orðið mikil við-
horfsbreyting á síðustu árum
hvað varðar jarðgangagerð. Fyrir
svo sem þremur til fimm árum
töldu fjölmargir óframkvæman-
legt að gera göng undir Hvalíjörð
- en í dag eru allir á öndverðri
skoðun." segir Isólfur Gylfi.
Flugeldar fyrir
200 uiilljónir!
Flugeldasalan er komin í fullan
gang. Sérfræðingar skjóta á að
íslendingar muni eyða um 200
milljónum króna í rakettur, púð-
urkerlingar og blys af öllu tagi.
Sérstakt átak hefur verið í
gangi við að fá fólk til að nota
hlífðargleraugu þegar flugeldar
og blys eru meðhöndluð, en
reynslan sýnir að á hverju ári
slasast fólk og hlýtur oft varan-
legan skaða á augum. Hjálpar-
sveit skáta á Akureyri hefur í
samvinnu við Sjóvá Almennar
dreift öryggisgleraugum til allra
níu ára barna og hvetur jafn-
framt til þess að allir noti slík
gleraugu.
Á Akureyri hefur Hjálparsveit-
in útsölu á þremur stöðum, í
höfuðstöðvum sínum við Viðju-
lund, í Stórholti og við Fjölnis-
götu og er opið til kl 22:00 í
kvöld og til 16:00 á morgun,
gamlársdag. Auk Skátanna sel-
ur Iþróttafélagið Þór flugelda á
Akureyri.
Hlynur Tómasson hjá Hjálparsveit skáta á Akureyri sýnir hér brot af því flugeldaúrvali sem á boðstólum er
í höfudstað Norðurlands. - mynd: brink
- SBS.
Latíbær í
útlöndum
„Stundum er maður nú á barmi
þess að hætta þessu, hér á landi
er frekar litið niður á svona iðju
en hitt,“ sagði Magnús Schev-
ing, rithöfundur og þolfimi-
kappi, í samtali við Dag í gær.
Myndbandsspóla hans um Lata-
bæjarliðið varð gífurlega vinsæl
á jólamarkaði, seldist í yfir 10
þúsund eintökum og var þó að-
eins seld í Bónusbúðum.
„Eg ætla að eyða þrem eða
fjórum næstu mánuðum í að
reyna fyrir mér í erlendri mark-
aðssetningu. Fox hefur sýnt
Latabæ áhuga og það hefur
Walt Disney Iíka gert. Þetta tek-
ur allt sinn tíma op það þarf
mikla þolinmæði. Eg verð að
muna að tvö hundruð nei eru
ekki neitt,“ sagði Magnús. Hann
segist alltaf sjá Latabæ fyrir sér
sem teiknimynd. — JBP
srasmaHBSHKi
mmm
■i
Hamlet í
diskótaJkti
Blað 2
Premium
miðlarar
Hringrá sardælu r
SINDRI
-sterkur í verki
■BDBBl