Dagur - 30.12.1997, Page 5

Dagur - 30.12.1997, Page 5
 ÞRIÐJUDAGVR 30.DESEMRER 1997 - 5 FRÉTTIR L. Efa um lögmæti F élagsbústaða eytt F élagsmálar áðuneytið hefur svarað spum- ingiun og eytt efa- semdiun Húsnæðis- stofnunar um Félags- hústaði hf. Félagsleg leiga muu stórlega hækka en húsaleigu- bætur eiga að vega hækkunina upp. „Svarbréf félagsmálaráðuneytis- ins er nýkomið til okkar og ég lít svo á að það taki af öll tvímæli í málinu. Húsnæðisstofnun \ildi fá skýr svör og klára afstöðu ráðuneytisins um lagalega stöðu Félagsbústaða hf. og svarbréfið segir allt sem segja þarf um mál- ið,“ segir Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðis- stofnunar, en stofnunin hafði uppi vissar efasemdir um lög- mæti þess að Reykjavíkurborg stofnaði sérstakt hlutafélag um félagslegar leiguíbúðir borgar- innar. Að sögn Sigurðar Friðriksson- ar, framkvæmdastjóra Félagsbú- staða hf., er Reykjavíkurborg eini hluthafinn í félaginu og það óað- skiljanlegur hluti borgarinnar. „Félagsmálaráðuneytið veitti rekstrarleyfi, sem byggir á því að í raun séu Félagsbústaðir hf. „ígildi“ sveitarfélagsins. Þetta er það rekstrarform sem borgin valdi fyrir þennan rekstur, en hún ber alfarið alla ábyTgð á hlutafélaginu, til dæmis skuld- bindingum þess gagnvart Bygg- ingasjóði verk'imanna. Húsnæð- isstofnun vildi einfaldlega fá svör við tilteknum lagalegum spurn- ingum og hefur fengið þessi svör í hendurnar með bréfi félags- málaráðuneytisins 16. desember. Það er enginn vafi í málinu, Fé- lagsbústaðir eru ævarandi hluti af borginni og hlutabréf verða ekki seld nema með leyfi félags- málaráðuneytisins," segir Sig- urður Friðriksson. Aðspurður sagði hann rétt að Félagsbústöðum hf. væri gert að Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæöisstofnunar, segir niðurstöðu lögfræðinga félagsmálaráðuneytis segja það sem segja þarf um málið. vera sjálfbært félag og eiga fyrir skuldum og gjöldum. „Þetta þýð- ir vissulega að leiga kemur til með að hækka. En það þýðir ekki að borgin ætli sér að stórhækka leiguna hjá tekjulágu fólki. Það má ekki gleyma því að fólkið hef- ur nú aðgang að húsaleigubótum og í flestum tilfellum munu þessar bætur vega hækkun leig- unnar upp,“ segir Sigurður. Umbeðinn tók hann dæmi af 70 fermetra íbúð sem nú leigist á 16.600 krónur á mánuði. Að lík- indum mun Ieiga á slíkri íbúð hækka í 32.000 krónur, en hjón með tvö börn fá húsaleigubætur upp á 15 þúsund krónur miðað við tekjur upp á 1,4 milljón króna á ári í fjölskyldutekjur. I slíku dæmi hefur lítil hækkun átt sér stað. Ef hins vegar er um barnlaus hjón að ræða er um raunverulega hækkun að ræða og þá ekki síst með í huga að húsaleigubætur eru skattskyldar. „Borgin er með skattskylduna til sérstakrar skoðunar og hefur að leiðarljósi að tekjulágt fjöl- skyldufólk lendi ekki í stórhækk- un á leigunni. Að öðru leyti snú- ast breytingarnar á rekstrarform- inu um að gera kerfið ódýrara og skilvirkara, sem til lengri tíma litið skilar sér í lægri leígu,“ seg- ir Sigurður Friðriksson. - FÞG Jafiiaðar- menn fengju 39 prósent Samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokka, sem Gallup hefur framkvæmt fyrir Þingflokk jafn- aðarmanna, fengi flokkur sam- einaðra jafnaðarmanna eða sameiginlegs framboðs A-floltk- anna og Kvennalista, tæplega 39% atkvæða í þingkosningum. Könnunin leiddi í Ijós að á meðal þeirra sem afstöðu tóku sögðust 38,7% myndu kjósa sameinaða jafnaðarmenn, 42,1% nefndu Sjálfstæðisfiokk- inn og 19,1% Framsóknarflokk- inn. Fylgi við sameinaða jafnað- arrnenn var rneira á Iandsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu og meira meðal kvenna en karla. - FÞG Ástþór Magnús- Vonbrigði Ástþórs Ástþór Magnusson - friðarforingi segir það hafa valdið sér vonbrigðum hve lítið safnaðist hjá al- menningi á íslandi til aðstoðar börnum í írak. Hann segir að Friður 2000 hafi opnað söfnun- arreikning í Búnaðarbankanum fyrir jólin. Inn komu um 20 þús- und krónur frá tveimur sveitar- félögum, 8 þúsund krónur komu vegna tómbólu, sem samtökin héldu, og loks 5 þúsund krónur frá almenningi. Ástþór sagðist skora á almenning að bregðast betur við til þess að hægt sé að vinna að friðarstarfinu af krafti áfram. Þá sagði hann það líka valda sér vonbrigðum að Friður 2000 fær ekki að setjast að í Reyk- holtsskóla, eins og samtökin höfðu sótt um. Þess í stað hefur veitingamaður fengið skólann til afnota að sögn Ástþórs. -S.DÓR Fíkniefnalögreglumennirnir Úlafur Guðmundsson, Daníel Snorrason og Gunnlaugur 1/altýsson afhenda Hákoni Gunnarssyni tölvuna góðu. Fíknó kom færandi hendi Þrír fíkniefnalögreglumenn brugðu sér í hlutverk jólasveina á dögunum og komu færandi hendi á unglingaheimilin að Bakkaflöt í Skagafirði, Varpholti í Eyjafirði og Árbót í Aðaldal. Þeir færðu unglingunum sem á heimilunum dvelja fullkominn Hewlett Packard tölvubúnað að gjöf. Dagur var viðstaddur af- hendinguna í Arbót og krakkarn- ir 5 sem þar búa tóku fagnandi á móti gjöfinni. Fíkniefnalögreglumennirnir Gunnlaugur Valtýsson, Daníel Snorrason og Ólafur Guðmunds- son eru allir félagar í Félagi ís- lenskra fíkniefnalögreglumanna, (FÍF) sem stofnað var 1996. Ástæðan fyrir gjöfinni til ungl- ingaheimilanna er sú að Gunn- laugur á dreng sem dvelur á Bakkaflöt, og hann fór að velta því fyrir sér að gefa heimilinu eitthvað sem þar kæmi að góðum notum. Niðurstaðan var að kanna tölvukaup og FIF tók málið að sér. Viðbrögð voru svo góð að ákveðið var að færa öllum heimil- unum þremur tölvubúnað. Fyrir- tækið Einar J. Skúlason gaf grfð- arlegan afslátt af tölvunum og Is- landia Internet gaf 6 mánaða áskrift að Internetinu. — JS Tugmilljóna skaðabótamál Fyrirtækið Alþjóðleg miðlun, sem annast FIB-tryggingar, íhug- ar nú að höfða skaðabótamál gegn Skráningarstofunni, sem áður var hluti af Bifreiðaskoðun Islands, vegna meintra ólög- mætra viðskiptahindrana. Al- þjóðleg miðlun hefur þar sterkt vopn í hendinni, sem er álit Sam- keppnisráðs. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að Skráningarstofan hefði orðið uppvís að verulegri samkeppnishindrun með því að neita að skrá vátryggjandann IBEX (Lloyd's) sem tilgreindan valkost á eyðublaði við eigenda- skipti ökutækis „vegna nei- kvæðra viðbragða íslensku vá- tryggingafélaganna". Alþjóðleg miðlun segir í fréttatilkynningu um málið að ljóst sé að fyrirtæk- ið hafi „orðið af hundruð millj- óna króna viðskiptum" vegna neitunar Skráningarstofunnar. Telur íyrirtækið að tjónið sjálft nemi tugum milljóna króna. Skráningarstofan neitaði í 15 mánuði samfleytt að verða við kröfum Alþjóðlegrar miðlunar og breytti kæra til Samkeppnis- stofnunar þar litlu um. Alþjóðleg miðlun naut við málareksturinn ekki stuðnings frá Vátryggingar- eftirlitinu. - FÞG REYKJAVIK Tollstjóriim innheimtix Borgin, fjármálaráðuneytið og tollstjórinn hafa samið um að embætti tollstjóra sjái um inn- heimtu fasteignagjalda fyrir borgina. Samkvæmt því er toll- stjóra heimilt að ákveða gjald- frest á gjöldunum í venjulegum tilvikum. Aftur á móti verða eng- in gjöld afskrifuð nema með samþykki borgaryfirvalda. Ríkis- bókhald sér svo um að senda út gíróseðla fasteignagjalda til borgarbúa. Þóknun borgarinnar til ríkissjóðs vegna innheimtu fasteignagjalda verður rúmar 27 milljónir króna á ári. Fasteigna- gjöld eru áætluð um 2,7 millj- arðar króna á komandi ári, sam- kvæmt fjárhagsáætlun borgar- sjóðs. Bankaþ j ónustan kostar mest Kostnaður borgarinnar vegna sérhvers gíróseðils fasteigna- gjalda nemur samtals 67,83 krónum. Þar af nemur þóknun vegna bankaþjónustu mest, eða 32 krónum fyrir hvern gíróseðil. Af öðrum gjaldaliðum má nefna að það kostar 1 krónu að prenta einn gíróseðil, umslag með virð- isaukaskatti kostar 4,20 krónur, skurður, brot og umslög með VSK kostar 4,40 krónur, póst- burður kostar 23 krónur og 5% þóknun til Ijármálaráðuneytis af hverjum gíróseðli nemur um 3,23 krónum. Skattfríðindi af friðuðum húsum Borgaryfirvöld hafa ákveðið að nýta sér heimild í þjóðminjalög- um og fella niður fasteignaskatt af friðuðum íbúðarhúsum í einkaeign. Tilgangurinn er að hvetja til að viðhaldi friðaðra húsa sé vel sinnt og umbuna þeim sem það gera. Miðað við skrá borgarminjavarðar eru rösk- lega 30 hús í einkaeign friðuð í borginni og þar af nokkur at- vinnuhúsnæði. Við afgreiðslu málsins bókuðu borgarráðsfull- trúar sjálfstæðismanna þá skoð- un sína að fólk í góðum efnum sem velur að búa í friðlýstum húsum eigi ekki að njóta niður- fellingu á fasteignaskatti. Sér- staldega þegar haft er í huga að almennir Sorgarar njóta ekki álíka skattfríðinda hversu vel sem þeir halda heimilum sínum við. Sjúkrahús Reykjavíkiir í hið Borgarráð hefur ákveðið að taka engar ákvarðanir unt meiriháttar breytingar á starfsemi Sjúkra- húss Reykjavíkur samkvæmt beiðni heilbrigðisráðherra. Ráð- herra fór fram á að borgin héldi að sér höndum þangað til fyrstu tillögur faghóps um stöðu sjúkrahúsanna í borginni liggja fyrir, eða í síðasta lagi 1. mars nk. I bókun borgarráðs kemur m.a. fram að á meðan er litið svo á að ríkisvaldið muni bæta Sjúkrahúsi Reykjavíkur það rekstrarfé sem skortir á í tjárlög- um til að geta haldið óhreyttu þjónustustigi. Það nemur um 40 milljónum króna á mánuði. -GRH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.