Dagur - 30.12.1997, Page 7
Þ KIDJUDAGUK 30.DESEMB ER 19 9 7 - 7
ÞJÓÐMÁL
í aldanna skaut
IIALHJOR
ASGRIMS
SON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
SKRIFAR
Árin líða hraðar nú, en áður. Ég
verð var við, að flestum okkar
sem komin eru á miðjan aldur
finnst árin nánast þjóta hjá.
Kemur þar auðvitað margt til,
annir, brauðstrit og fáar frístund-
ir. I skemmtilegu viðtali Bryndís-
ar Schram við hinn ástsæla lista-
mann Kristin Hallsson, sagði
hann frá áhrifum kristinnar trúar
á uppeldi sitt og hvers virði hún
væri sér enn í dag. Undir lok
þáttarins sló Kristinn þvf fram,
að ekki mætti einblína á að
kenna ungu fólki að takast á við
lífið, heldur ætti li'ka að huga að
því að kenna fólki að njóta lífs-
ins. Þetta vil ég taka undir af
heilum hug, og mætti leiðsögnin
gjarnan ná til okkar sem eldri
erum líka.
Fæst okkar gefa sér nægan
tíma frá önnum dagsins til að
njóta fagurra lista og hollrar úti-
veru og þó margir setji hvoru-
tveggja á dagskrá einhvern tím-
ann á lífsleiðinni, þá vildu flestir
að það væri meira og hefði byrjað
fyrr. Holl andleg og líkamleg iðja
er einkar vel til þess fallin að
áúka fölki þrek‘ og þroska til
átaka við þau verkefni önnur,
sem annars tækju allan tímann.
Verkefnl stjórnmálanna
Verkefni stjórnmálamanna eru,
eðli málsins samkvæmt, meira í
sviðsljósi, en ýmis verk önnur sem
verið er að vinna í þjóðfélaginu.
Við áramót er hinn hefðbundni
tími reikningsskila og því ekki úr
vegi að líta um öxl. Við sem stönd-
um að ríkisstjórnarsamstarfi erum
mjög sátt við árangur stjórnarinn-
ar á flestum sviðum, þó víða bíði
óleyst verkefni og margt mætti
betur fara. Efnahags- og atvinnu-
líf eru í miklum vexti og baráttan
við atvinnuleysi, sem var for-
gangsverkefni framsóknarmanna
í stjórnarsamstarfinu gengur vel.
Arangur ríkisstjórnarinnar verður
hins vegar ekki rakinn að sinni,
enda til þess næg tækifæri og
sömuleiðis hitt, að ekki er að ráði
lengur um hann deilt. Nú þegar
fjárhagslegur grundvöllur velferð-
arkerfisins hefur verið treystur,
verður að reyna að ná víðtækri
sátt um markmið og leiðir. Um-
ræðan hefur Iengi einkennst af
slagorðum og yfirboðum og eiga
allir stjórnmálaflokkar nokkra
sök.
Mál er að linni
Þjóðin stendur á þröskuldi nýrrar
aldar og ljóst er að samfélagið
mun breytast mikið á næstu
árum vegna nýrrar tækni, sem
fleygir fram af þvílíkum hraða, að
erfitt er fyrir venjulegt fólk að
fylgjast með. Alþjóðavæðing og
sífellt umfangsmeira alþjóðasam-
starf mun sömuleiðis setja mik-
inn svip á nýja öld. Af þessum
sökum er mikilvægt fyrir Islend-
inga, að möguleikar þjóðarinnar
til þátttöku í hinu óskrifaða æv-
intýri nýrrar tækni og breyttrar
heimsýnar, séu ekki takmarkaðir
af slæmri skuldastöðu landsins.
Verkefni stjórnmálaflokka fyrir
Aramót eru tími uppgjörs. Þjóðarbúskapurinn er veginn og metinn og fyrirtæki skoða afkomu sína. Einstaklingar líta sömuleiðis
yfir farinn veg til að meta árangur ársins og ævinnar. Allflestir eru sáttir og una glaðir við sitt enda sýna kannanir að l'slendingar
eru hamingjusamastir allra þjóða og könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna taldi okkur í fimmta sæti aföllum þjóðum heims
hvað lífsgæði snertir.
næstu kosningar verður því að
leggja í dóm þjóðarinnar skil-
greiningu sína á nýju samfélagi,
sem hlýtur að byggja á gildum og
hefðum, sem vel hafa reynst og
eru hluti af sjálfri þjóðarsálinni.
Jafnframt því verður að gera þær
breytingar, sem nauðsynlegar
kunna að vera til að tryggja, að
sú kynslóð, sem tekur landið í
arf, eigi a.m.k. jafngóða mögu-
leika og bést gerist annars staðar.
Innri sátt þjóða, sátt þjóða í
milli
Árið 1997 hefur verið viðburð-
arríkt á innlendum og erlendum
vettvangi. Friður hefur ríkt á
vinnumarkaði, sem er ein helsta
forsenda bættra lífskjara. Aðilar
vinnumarkaðar eiga mikið hrós
skilið fyrir framsýni og skilning á
framtíðarhagsmunum. Vinnunni
við fulla innri sátt í samfélaginu
mun seint ljúka og þar berum við
stjórnmálamenn mesta ábyrgð.
Þar koma þó fleiri að, ekki síst
margvísleg félagasamtök fólks-
ins.
Ein af grundvallarstofnunum
þjóðfélagsins er kirkjan. Þar leita
einstaklingarnir eftir styrk og
skjóli. Kirkjan þarf því umfram
aðrar stofnanir á því að halda að
þar ríki innri sátt. Glæsileg og
ógleymanleg vígsluhátíð hins
nýja biskups herra Karls Sigur-
björnssonar vekur miklar vonir
um meiri einingu innan kirkj-
unnar. Þar voru saman komnir
allir þjónar kirkjunnar og von-
andi fylgir sá andi sem þar ríkti
þeim til starfa á nýju ári.
Á erlendum vettvangi hefur
margt gerst sem gefur meiri von-
ir um sátt milli þjóða. Atlants-
hafsbandalagið hefur boðið nýj-
um þjóðum inngöngu og styrkt
samstöðu og samvinnu Evrópu-
þjóða. Það er ánægjulegt að sjá
hversu víða þetta starf hefur bor-
ið árangur. Landamæradeilurnar
hafa verið leystar, staða minni-
hlutahópa hefur verið tryggð og
margvíslegur ágreiningur verið
Verkefni stjómmála-
flokka fyrir næstu
kosningar verður því
að leggja í dóm þjóð-
arinnar skilgreiningu
sína á nýju samfé-
lagi, sem hlýtur að
byggja á gildum og
hefðum, sem vel hafa
reynst og em hluti af
sjálfri þjóðarsálinni.
Iagður til hliðar.
Evrópuþjóðirnar hafa samein-
ast, undir forystu NATO, um að
tryggja frið í Bosníu. Það er
meira verkefni en fáein orð fá
lýst. Fólkið sem varð fyrir öllum
þeim hörmungum, sem heims-
byggðin varð vitni að, er langt frá
því að vera sammála um grund-
völl friðar. Alþjóðasamfélagið
hefur samt einsett sér að koma á
friði þrátt fyrir áhugaleysi margra
íbúanna. Þetta friðarstarf er ekki
aðeins mikilvægt fyrir íbúa Bosn-
íu, heldur táknrænt fyrir þá von
sem flestir ala í brjósti að sjá
aldrei slíkar hörmungar aftur í
Evrópu. Ef þetta tekst er jafn-
framt líklegra að þjóðir Evrópu
geti sameinast með sterkari hætti
gegn margvíslegri alþjóðlegri vá,
hvort sem það eru fíkniefni,
glæpir, mengun, misþyrming
barna, hungur, fátækt eða sjúk-
dómar.
Fjölskyldan og uppeldi
Ymis merki sjást nú um það í ís-
Iensku samfélagi, að gömul og
gróin fjölskyldugildi séu á und-
anhaldi með ýmsum óæskilegum
afleiðingum. Samheldni fjöl-
skyldna virðist minni. Lítill agi,
aðhald og eftirlit við heimanám
eru nokkrar af orsökum fyrir lak-
ari árangri í námi og ýmis konar
Iausung fylgir. Langur vinnudag-
ur margra á hér væntanlega ein-
hvern hlut að máli, en hrekkur
hvergi til sem eina skýringin. Er
mögulegt að afþreying við sjón-
varp og tölvur tefji svo fyrir börn-
um og fullorðnum að heimanám,
elskulegur agi og uppeldi líði fyr-
ir? Ekki er von á góðu, ef uppeldi
er í stórum stíl látið eftir tölvum
og sjónvarpi, eftirlitslaust.
I þessu máli er fagnaðarefni að
kjör kennara bötnuðu til muna í
síðustu kjarasamningum og því
er ólíklegt að kjaradeilur spilli
næði til náms á næstunni. Um-
ræðan um fræðslu- og uppeldis-
mál verður í framtíðinni að vera
opnari og þátttakan almennari.
Ég tel, að nánast vakningar sé
þörf meðal þjóðarinnar í fjöl-
skyldumálum til að hefja til vegs
og virðingar á ný Jrau gildi, sem
best hafa reynst. Ég tel, að sam-
tökin „Heimili og skóli“ séu eink-
ar vel til þess fallin að vera í far-
arbroddi slíkrar vakningar. Sam-
tökin hafa raunar með starfi sínu
hafið slíkt starf, en stjórnvöld
ættu að gera samtökunum kleift
að efla starfsemi sína. Mér er
sérstök ánægja að segja frá því
hér, að fyrstu „bjartsýnisverð-
laun“ Framsóknarflokksins, sem
aflient voru á miðstjórnarfundi
nú um daginn, voru veitt for-
manni „Heimila og skóla“ Jónínu
Bjartmar/. og samtökunum.
Fikniefnavandrnn
Víða um lönd er neysla eiturlyfja
og ýmis ógæfa þeim tengd einn
helsti bölvaldur æskufólks. Við
hér á íslandi höfum verið minnt
rækilega á það undanfarið að
þessi vandi hefur skotið hér kirfi-
lega rótum. Glórulaust ofbeldi er
fylgifiskur fíkniefnaneyslunnar
eins og dæmin sanna. Ymis önn-
ur niðurlæging verður oft hlut-
skipti ungra neytenda og veldur
sálarháska hjá þeim sjálfum og
aðstandendum. Sársaukinn fylg-
ir sumum til æviloka. SÁA og
fleiri hafa unnið þrekvirki við að
hjálpa þúsundum eiristaldinga til
að ná aftur tökum á lífi sínu. Sú
blessun sem af starfi þeirra hefur
hlotist er helsti ljósgjafinn á
mörgum heimilum þessa lands
um áramótin. Forvarnastarf
þessara samtaka hefur verið þarft
og verður að tryggja að það nái
sem víðast. Hér tel ég einnig að
ríki og sveitarfélög þurfi að leggja
meira lið, en hingað til.
Ráðstafanir til að efla aðgerðir
gegn sölu, dreifingu og innflutn-
ingi á fikniefnum hafa verið
gerðar í tíð þessarar ríkisstjórnar
en samt blasa verkefnin víða við.
Samhjálp hefur um árabil verið
griðastaður þeirra, sem ekki eiga
máltíð vísa, né þak yfir höfuðið.
Með trúna sem kjölfestu í starfi
sínu hafa þeir, sem þar stjórna
unnið frábært starf. Um þessi
mál er, að ég held, lítill eða eng-
inn pólitískur ágreiningur, svo
átakalaust á að vera að gera frek-
ari átak í þessum málaflokkum.
Áramót
Áramót eru tími uppgjörs. Þjóð-
arbúskapurinn er veginn og met-
inn og fyrirtæki skoða afkomu
sína. Einstaklingar líta sömuleið-
is yfir farinn veg til að meta ár-
angur ársins og ævinnar. Allflest-
ir eru sáttir og una glaðir við sitt,
enda sýna kannanir að Islending-
ar eru hamingjusamastir allra
þjóða og könnun á vegum Sam-
einuðu þjóðanna taldi okkur í
fimmta sæti af öllum þjóðum
heims hvað lífsgæði snertir.
Mörgum hefur árið verið
þungt í skauti, vegna veikinda,
ástvinamissis, eða annars óláns.
Enn aðrir standa yfir brostnum
draumum um betra líf. Þeim ber
að hjálpa og sýna nærgætni og
samúð og mér sýnist, að sem bet-
ur fer sé samkenndin rík í þjóð-
arsálinni. Einar skáld Benedikts-
son segir í kvæði sínu „Odáins-
ævi“:
„Augnablikið og aldanna veldi
að eilífu vitnar gegn tímans
draumi.
Hvar árdegi líður aldrei að
kveldi,
er ævin hreyfing með þrotlaus-
um straumi.
En sálin á líf, hún syrgir og
kætist.
Sanntrú á heilagan grun, sem
rætist. “
Ég óska landsmönnum öllum
gleðilegs nýs árs og þakka liðið
ár.