Dagur - 30.12.1997, Síða 11

Dagur - 30.12.1997, Síða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 11 ERLENDAR FRETTIR Við kjörstað í Suður-Afríku: óvist hvort ANC helst sameinað til næstu kosninga. Sundnmg í ANC DAGURÞOR- LEIFSSON SKRIFAR Nelson Mandela, sem kominn er undir áttrætt, hefur Iátið af störfum sem formaður Afríska þjóðarráðsins (ANC), er fer með stjórn í Suður-Afríku. Við for- mennskunni af honum hefur tekið Thabo Mbeki, varaforseti landsins. Gert er ráð fyrir að Mbeki taki einnig innan skamms við for- setaembættinu. Tákn bjartsýni Þetta verða að líkindum mikil- vægustu umskiptin í sögu lands- ins frá því að apartheid var af- numið ogANC tók við völdum af Þjóðernisflokknum. I því fólst í raun að blökkumenn tóku við völdunum af hvftum mönnum. Suður-Afríka er undirlögð af mestu glæpaóöld í heimi og Ioft er þar lævi blandið í mörgu, en yfirleitt er þó látið svo heita að þar sé stöðugleiki nokkur, er hægt sé að byggja á nokkuð gæfulega framtíð í félags- og efnahagsmálum. Tákn þessarar bjartsýni hefur öðrum fremur verið Mandela. Ekki fer mjög fjarri því að segja mætti að mannkynið hefði orðið sammála um að lýsa hann allt að því full- kominn mann (af mismikilli ein- lægni þó, að líkindum), er haldi ástandinu í landi sínu í a.m.k. þolanlegu horfi og tryggi því grundvöll til þess að byggja á betri tíð. Þessi sérstaka dýrkun á Mand- ela hefur að öllum líkindum átt talsverðan eða mikinn þátt í því að Suður-Afríka hefur ekki farið meira úr böndunum en raun ber vitni um. Og nú fer ekki leynt að margir óttast að stöðugleiki sá, er Mandela er talinn hafa tryggt að miklu leyti, hverfi með hon- um sjálfum. Sá ótti er fyrir hendi á alþjóðavettvangi og enn frekar í Suður-Afríku sjálfri, meðal svartra manna, hvítra og ann- arra. ,;Byltingu“ ekki lokið A nýafstöðnu flokksþingi ANC, er Mbeki tók við formennskunni af Mandela, fórust þeim báðum orð á þá leið að ýmsuin þótti ískyggilegt. Téð ummæli Mand- ela voru túlkuð svo að hann teldi nauðsyn á frekari ráðstöfunum til þess að mjókka lífskjarabilið milli hvítra og svartra lands- manna. Hefur því verið haldið fram að forsetinn hafi í því sam- bandi í huga frekari ráðstafanir af því tagi, sem á íslensku hafa verið kallaðar „jákvæð mismun- un.“ Þesskonar mismunun hefur lengi verið stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum, og einnig þar einkum blökkumönnum í vil, en hefur sætt harðri gagnrýni þar síðustu ár, m.a. á þeim grund- velli að hér sé í raun um að ræða rasisma gegn hvítum mönnum. Mbeki sagði af tilefni ummæla Mandela að ljóst væri að bylting- unni væri ekki lokið, eins og hinn nýi formaður ANC orðaði það. Vera kann að þessi málflutn- ingur nefndra tveggja leiðtoga ANC sé helst til þess ætlaður að Iægja óánægju í röðum flokksins og meðal fjölmargra blökku- manna. Fréttamenn þar syðra segja sem svo að nú sé svo kom- ið að ANC þurfi ekki svo mjög að óttast andstæðinga sína, heldur eigin flokksfélaga. Fjölmargir þeirra eru óánægðir með stjóm- völd og ANC og orða það gjarn- an þannig að flokkurinn hafi færst langt til hægri í efnahags- málum. COSATU og koimmxnistar Hér er um að ræða splundrun meðal blökkumanna. Samkvæmt sumum fréttum hefur síðustu árin vaxið upp ný svört millistétt og milli hennar og annarra blökkumanna er að sögn mikill og vaxandi lífskjaramunur. For- ysta ANC hefur látið hafa eftir sér að lífskjarabilið milli „10% blökkumanna og mikils meiri- hluta þeirra hafi hreikkað mjög hratt." I fylkinu Eastern Cape (aust- urhluta fym'erandi Höfðalands) hafa allmargir ANC-félagar gengið úr flokki sínum og í nýjan stjórnmálaflokk, sem nefnist Sameinaða lýðræðisfylkingin. Þetta veldur forystu ANC senni- lega miklum áhyggjum, þar eð svæði það, sem nú heitir Eastern Cape, hefur löngum verið talið helsta kjarnasvæði ANC. Þar búa Sósar (Xhosa), þjóð sú sem löngum hefur ljáð ANC mesta Iiðsemd allra þjóða landsins. Verulegar líkur eru sagðar á því að tveir áhrifamiklir aðilar, sem Iengi hafa verið í bandalagi viðANC eða jafnvel hálft í hvoru í þeim Hokki, segi skilið við ANC fyrir næstu þingkosningar, sem eiga að fara fram árið 1999. Þessir aðilar eru verkalýðssam- bandið Congress of South Afric- an Trade Unions (COSATU) og Kommúnistaflokkur Suður-Afr- íku. Samband flokks þessa, sem til skamms tíma var einkum stjórnað af hvítum mönnum, og ANC stendur á gömlum merg. Munu kommúnistar jafnan hafa verið áhrifamiklir í forystu ANC og átt drjúgan hlut að skipulagn- ingu þess flokks og starfsemi hans. Joe Slovo, Iitháískur gyð- ingur sem lengi var formaður kommúnistaflokksins, var einnig um skeið forstöðumaður vopn- aðs liðs ANC, sem nefnt var Spjót þjóðarinnar. Siður er með- al ANC-manna að kalla hver annan „félaga," að sið kommún- ista. Ekki er Iaust við að áðurnefnd ummæli þeirra Mandela og Mbeki á flokksþinginu þyki benda til þess að forysta ANC kunni að láta freistast til þess að reyna að sefa óánægjuna í eigin röðum með því að beina athygl- inni að hvítum landsmönnum sem sameiginlegum andstæð- ingi. fSenc/iun/ aufsAfétxiaimarb oÁ/ a/' /e&tw (hs //e u/?i c (j/e J/ '/ecj/ //ýtt ár /ned jbö/Afyrir (nS&/fetm/ á/ á/H/iu 'Sem er (uJ // Ja. Verslunarmiöstöðin Sunnuhlíð <Senc/um/ olds/fetaoáiunt/ o/Aae (hj rSta/^s/o//i AeAtu ós/tá ////( (j/edi/ecj/ nýtt á/* / / • / • ar/. O//U0U/ ISLANDSBANKI Akureyri '4 •, : '( ^ - ÁöÁÁJ/y/1//1 á/ltd 'Se/ft e,r axt tl(ta/. Bæjarstjórn Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.