Dagur - 30.12.1997, Page 13

Dagur - 30.12.1997, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Jólaknattspyrnu- veisla í Coventry Englendingar héldu veglega jólaknatt- spyrnuveislu um há- tíðamar. Liverpool hrökk í gang. Meistar- amir töpuðu fyrir Coventry og Blackhura hikstaði á heimavelli. Kliusmaun er koiniim aftur. Botnliðin nældu öll í stig. Það voru margir stórleikirnir í ensku úrvalsdeildinni í vikunni. Manchester United tapaði dýr- mætum stigum í toppbaráttunni en heldur eftir sem áður fimm stiga forystu á Blackburn, sem að- eins náði einu stigi á móti Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Crystal Palace á heimavelli sín- um. Jólasveinninn gaf Roy Evans og lærisveinum hans í Liverpool dágóðan skammt af sjálfstrausti í jólagjöf. Alla vega vann Liverpool sinn fjórða sigur í röð í vikunni og hefur blandað sér í toppbaráttuna fyrir alvöru. Coventry - Manchester United 3 2 Alex Ferguson var sæll á svip á Higfield Road í Coventry lengst af Ieiknum á laugardaginn. Ekkert benti til annars en að meistaralið hans, Manchester United, væri að vinna sigur á Coventry, sem hefur verið að ströggla við botn- inn allt tímabilið. En sá hlær best sem síðast hlær og það kom í hlut Gordon Strachan, stjóra Coventry, að brosa breitt í leiks- lok. Á síðustu fimm mínútunum skoruðu menn hans tvö mörk og tryggðu liði sínu óvæntan sigur. Reyndar skoraði Coventryleik- maðurinn, Noel Whelan, fyrsta markið en Ole Gunnar Solskjaer og Teddy Sheringham komu meisturunum yfir. Coventry fékk vítaspyrnu á 85. mínútu, sem Dion Dublin nýtti til fulls og punktinn yfir i-ið setti svo Darren Huckerby með glæsilegu sigur- marki sem hann átti sjálfur frá A til O. Þetta var skot sem Peter Schmeichel hefði ekki látið fram hjá sér fara en Kevin Pilkington, varamarkvörður, lék í stað Dan- ans í þessum leik. Staða Coventry vænkaðist lítillega við sigurinn en Iiðið er nú í 13. sæti deildarinnar. Tottenham - Arsenal 1 -1 Það er alltaf hátíð í London þegar þessi Iið mætast. Týndi sonurinn, Jurgen Klinsmann, er kominn heim og hafði góð áhrif á Totten- ham. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig í þessum leik sem er mikil breyting til batnaðar. Það sorglega var að markið var sjálfsmark, Ray Steve McManaman leiddi sína menn til sigurs á St. James's Park með stórleik á sunnudaginn. Parlour átti gott skot sem Walker hefði varið ef boltinn hefði ekki lent í Ramon Wega og af honum fór boltinn í öfugt horn. Áður en þessi ógæfa dundi yfir hafði Tottenham náð forystunni með marki frá Allan Nielsen. Everton - Bolton 3 - 2 Þrátt fyrir að Guðni Bergsson, Boltonfyrirliði, skoraði í sínum öðrum leik í röð voru það leik- menn Everton sem loks unnu langþráðan sigur og það á heima- velli sínum, Goodison Park. Skot- inn, Duncan Ferguson, skoraði öll mörk Everton en Guðni og Scott Sellars skoruðu fyrir gest- ina. Blachurn - Crystal Palace 2 2 Blacburn Rovers tapaði tveim rándýrum stigum, í toppslagnum við Manchester United, þegar lið- ið náði aðeins jafntefli við Crystal Palace á Ewood Park. Palace náði tvívegis forystunni í leiknum með mörkum frá Bruce Dyer og Paul Warhurst. Kevin Gallacher og Chris Sutton sáu um að bjarga því sem bjargað varð fyrir Blacburn. Sutton jafnaði 12 mínútum lyrir leikslok. Barnsley - Derby 1 - 0 Barnsley vann sætan sigur á Der- by á heimavelli sínum með marki frá fyrrum Derby leikmanni, As- hley Ward. Barnsley situr þó enn sem fastast í botnsætinu. Leicester - Sheffield Wed. 11 Leicester náði aðeins jafntefli gegn tíu leikmönnum Sheffield Wednesday. Steve Guppy skoraði fyrir Leicester en Andy Both létti pressunni af Ron Atkinson þegar hann jafnaði fyrir gestina frá Sheffield á 86. mínútu. Leik- manni Sheffield, Dejan Stefanovic, var vikið af leikvelli í íyrri hálfleik. West Ham - Wimbledon 2 -1 Harry Redknap heldur áfram að reita stig af andstæðingum sín- um. Hann stýrði Iiði sínu West Ham til sigurs gegn Wimbledon og hefur nú mjakað liði sínu upp í 8. sæti deildarinnar. Leikmaður Wimbledon, Alan Kimble, kom Hömrunum yfir með sjálfsmarki og Paul Kitson bætti við marki fyrir þá. Staale Solbakken skoraði lyrir Wimbledon á síðustu sek- úndu leiksins. Leeds - Aston Villa 1 -1 Leeds maskínan hikstar þessa dagana. Liðið var tekið í bakaríið á Anfield á dögunum og nú náði það aðeins jafntefli á heimavelli. Jimmy Hasselbaink kom heima- mönnum í 1 - 0 á 78. mínútu en Savo Milosevic bjargaði deginum fyrir Aston Villa með marki á 85. mínútu. Newcastle - Liverpool 1 - 2 Liverpool er komið á fulla ferð í toppbaráttunni. Rauði herinn vann góðan sigur á Leeds á föstu- daginn og lét nú kné íylgja kviði og lagði Newcastle á útivelli. Eft- ir að Steve Watson kom heima- mönnum yfir tóku gestirnir, eða öllu heldur Steve McManaman, öll völd á vellinum og áður en til hálfleiks var flautað hafði McManaman skorað tvö glæsileg mörk. Seinni hálfleikurinn var þó aldeilis ekki fýrirhafnarlaus fyrir Liverpool. Newcastle lék frábær- lega og einstefna var að marki Liverpool í 40 mínútur. Aðeins David James og hundaheppni komu í veg fyrir að heimamenn næðu að hirða stigin sem í boði voru. — GÞÖ Úrslit og staðan eftir 21. umferð Barnsley - Derby 1 -0 Blackburn - Crystal P. 2-2 Coventry - Manchester 3-2 Leeds - Aston Villa 1-1 Leicester - Sheffield W. 1-1 Newcastle - Liverpool 1-2 Tottenham - Arsenal 1-1 Wibledon - West Ham 1 -2 Manch. U 21 14 4 3 49-16 46 Blackburn 21 11 8 2 38-21 41 Chelsea 20 12 3 5 46-20 39 Liverpool 20 11 4 5 36-19 37 Leeds 21 10 5 6 30-23 35 Arsenal 20 9 7 4 35-23 34 Derby 21 9 5 7 34-28 32 West Ham 21 10 1 10 28-32 31 Leicester 21 7 7 7 25-21 28 Aston Villa 21 7 5 9 25-27 26 Newcastle 20 7 5 8 21-25 26 Wimbled. 20 6 6 8 21-24 24 Coventry 21 5 8 8 20-28 23 Crystal P 21 5 8 8 20-28 23 SheffiW. 21 6 5 10 32-44 23 Southam. 20 6 3 11 24-30 21 Bolton 21 4 9 8 19-33 21 Everton 21 5 5 1 1 20-31 20 Tottenham 21 5 5 11 19-37 20 Barnsley 21 5 3 13 19-5118 Einar Karl í ÍR Einar Karl Hjartarson, íslands- meistaii í hástökki, sem keppt hefur fyrir USAH, hefur ákveðið að ganga til liðs við frjálsíþrótta- deild ÍR og æfa með Reykjavíkur- félaginu næstu þrjú árin. Einar Karl, sem er nýorðinn sautján ára bar sigur úr býtum á Olympíudög- um æskunnar sl. sumar, en besti árangur hans er 2,13 sm. Þess má geta að þjálfari Einars Karls, Jón Sævar Þórðarson, sem þjálfaði frjálsíþróttafólk á Akureyri, var ráðinn til ÍR-inga í haust. Fjölmargir frjálsíþróttamenn hafa gengið f raðir ÍR-inga á síð- ustu vikum og mánuðum. Þegar hefur verið sagt frá Sunnu Gests- dóttur, spretthlaupara úr USAH, og Vigfúsi Dan, kúluvarparanum unga úr USÚ. Þá mun Maríanna Hansen, úr UMSE, sem meðal annars var valin á smáþjóðaleik- ana í hástökki, ganga til liðs við 1R og einnig þau Unnsteinn Grét- arsson, grindahlaupari úr HSK, Daníel Smári Guðmundsson, langhlaupari úr Armanni og Þor- valdur Hauksson, ungur og efni- legur spretthlaupari úr USÚ. AKSJÓN bæjarsjónvarpið á Akureyri, óskar eftir að ráða starfs- fólk til eftirtalinna starfa: Dagskrárgerð, myndatökur, klippingar, grafíska hönnun, sölustörf og ræstingar. Uppl. veittar á skrifstofu Aksjón ehf. Hafnarstræti 98 og í síma 461 1050. Starf forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er laust til umsóknar. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem er sjálfstæð ríkisstofnun undir yf- irstjórn umhverfisráðherra, tekur til starfa í byrjun árs 1998 á Akureyri, í samræmi við lög nr. 81/1997, um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða. Stofnunin er samstarfsvett- vangur þeirra sem sinna málefnum norðurslóða hér á landi og er ætlað að efla rannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku íslendinga í alþjóðasamstarfi um málefni norðurslóða. Verkefni stofnunarinnar eru m.a. eftirfarandi: a. safna og miðla upplýsingum um málefni norðurslóða, b. stuðla að því að rannsóknir á norðurslóðum séu sam- ræmdar og gera tillögur um forgangsröð þeirra, c. miðla fræðslu um málefni norðurslóða til skóla og al- mennings, d. vera stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni norður slóða, einkum umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, e. annast samstarf við sambærilegar stofnanir erlendis, t.d. um rekstur fjölþjóðlegra verkefna, f. skapa aðstöðu fyrir fræðimenn sem stunda rannsókn- arstörf á fræðasviði stofnunarinnar og g. sinna öðrum verkefnum samkvæmt ákvörðun ráð- herra. Umhverfisráðherra skipar forstöðumann stofnunarinnar til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Forstöðumaður skal hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi, hafa stundað rannsóknir og tekið virkan þátt í alþjóðasamstarfi sem tengist fræðasviði stofnunarinnar. For- stöðumaður fer með daglega stjórn stofnunarinnar og hefur umsjón með rekstri hennar. Hann skal í samráði við stjórn annast stefnumótun og áætlanagerð og hafa umsjón með fjáröflun. Einnig starfar forstöðu- maður með samvinnunefnd um málefni norðurslóða sem skipuð er af umhverfisráðherra. í nefndinni eiga sæti aðilar tilnefndir af stofnunum og samtökum sem hafa með höndum verkefni er tengjast norðurslóða- rannsóknum. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um nám og starfsferil svo og ritaskrá. Enn fremur skulu umsækjendur skila nöfnum minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Upplýsingar um starfið fást í umhverfisráðuneytinu í síma 560 9600 (800 6960 grænt númer) og hjá Ólafi Halldórssyni, formanni stjórnar stofnunarinnar í síma 461 2494. Umsóknir skulu berast umhverfisráðuneytinu fyrir 1. febrúar 1998. Umhverfisráðuneytið, 23. desember 1997. Siglufjarðarkaupstaður, Langeyrarsvæði Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 1980-2000. Samkvæmt ákvæðum í 17. og 18. gr. skipulagslaga nr.19/1964, er hér með augýst eftir athugasemdum við breyt- ingartillögu á aðalskipulagi Siglufjarðar 1980-2000. Tillagan nær til svæðis sem afmarkast að vestan af efri mörk- um fyrirhugaðra leiðigarða, að austan af sjó, að sunnan af Fjarðará og að norðan af norðurmörkum Strengsgilsleiðigarðs og línu sem dregin er milli rýmingarsvæða Jörundarskál- ar/Strengsgils annarsvegar og Fífladalssvæðis syðra hins- vegar. Uppdrættir og greinargerð liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagi ríkisins Laugavegi 166, Reykjavík, á skrifstofutíma, frá 30. des. 1997 til 10. febr. 1998. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofurnar Gránugötu 24, Siglufirði í síðasta lagi 24. febr. 1998 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillög- unni. Bæjarstjórinn f Siglufirði. Skipulagsstjóri ríkisins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.