Dagur - 31.12.1997, Page 7

Dagur - 31.12.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 - 7 X^MT. , ÞJÓÐMÁL L ^ Eru kosningar fegurdarsamkeppni? Kosningar eru ekki fegurðarsamkeppni, fólk er ekki að kjósa fallegustu stefnuna, fegurðarinnar vegna. Fólk er að velja hverjum það treystir til að stjórna og hvaða stefna verði höfð að leiðarljósi við stjórn sameiginlegra mála, fólk er að velja valdhafa. SIGRÚN ELSA SMÁRA DÓTTIR I/ARAFORMAÐUR BIRTINGAR FRAM- SÝNAR SKRIFAR Það er von okkar margra sem störfum á vinstri væng stjórn- málanna að reynslan af Reykja- víkurlistanum og Grósku verði mönnum hvatning til frekari dáða í samvinnu og sameiningar- málum félagshyggjuaflanna. Að Reykjavíkurlistanum koma vissu- lega fleiri öfl en þau sem öllu jöfnu eru tengd við sameiningu vinstri flokkanna en reynslan af svo stóru framboðsafli ætti þess þá heldur að vera sönnun þess að þegar smærri einingar komast að sameiginlegri niðurstöðu um stefnumörkun og meginmarkmið má búast við meiri árangri og áhrifum en þegar kraftarnir eru dreifðir. Löngu er orðið tfma- bært að „sjattla" gömul ágrein- ingsmál og beina sjónum að þeim mikilvægu grundvallarmál- um sem sameina félagshyggju- fólk. Reynslan af Grósku, þar sem fólk úr Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki, Kvennalista og Þjóðvaka ásamt óháðum fann sér sameig- inlegan starfsvettvang, sýnir að það er vel gerlegt fyrir þessa hópa að komast að sameiginlegri niðurstöðu f landsmálunum. Hin opna bók Grósku, sem geymir þá stefnumörkun sem samstaða náðist um, nær til flestra sviða íslenskra stjórnmála. Tekið var á öllum þeim þáttum sem talið hefur verið að greini vinstri flokkana að og skýr stefna mörk- uð í öllum málaflokkum. Ekki er hægt að segja að meiri togstreita hafi verið í þeirri vinnu en gerist og gengur á rólegu flokksþingi gömlu Ijórflokkanna. Sjálf stjórnaði ég málefnahópi um alþjóðamál, sem í upphafi þótti ekki líklegt að mikil sam- staða næðist um, en þegar upp var staðið reyndist ekki erfitt að miðla þar málum og ná sameig- inlegri niðurstöðu. Það er ekkert nýtt að innan allra lýðræðíslegra stjórnmálahreyfinga, sama hversu smáar þær eru, koma alltaf til með að vera skiptar skoðanir um einhver mál, við þekkjum það vel úr smáflokka- samfélaginu að öll þau mál sem ágreiningur er um milli flokkana er jafnframt ágreiningur um inn- an þeirra. Spilltar sálir Þeir sem mæla fyrir sameiningu gera það á misjöfnum forsend- um, hjá mér er það tvíþætt, ann- arsvegar horfi ég til þess að slíkt sameinað afl gæti í kosningum boðið íslenskum kjósendum markvisst aðgerðarplan og jafn- vel séð fram á að geta staðið við það, hins vegar er það löngunin til að starfa í stórum öflugum fé- lagshyggju- og kvenfrelsisflokki sem hefði verulega vigt á valda- tafli íslenskra stjórnmála. Eg lít síður en svo á að menn væru með sameiningu að selja úr sér sálina fyrir völd eins og ráða má af orðum nokkurra efasemdar- manna, enda vandséð að mikið sé eftir af óspilltum flokkssálum til að selja eftir ríkisstjórnarsátt- mála undangenginna ára og ára- tuga. Sú stefna sem næst á vettvangi sameinaðrar vinstri hreyfingar hlýtur bæði að vera lýðræðislegri og heilsteyptari heldur en sú sem næst á nokkrum dögum, hvort sem er í ríkisstjórnarvið- ræðum eða meirihlutamyndun- um í bæjar- og borgarstjórnar- kosningum, þar sem einungis koma að nokkrir einstaklingar sem ráðskast með það sín á milli hvað af stefnum „sinna“ flokka skuli keypt og hvað selt. Úrval listabókstafa Þær raddir hafa jafnframt heyrst að með sameiningu og jafnvel með sameiginlegu framboði væri verið að skerða valfrelsi þegn- anna til að velja sér þá stefnu sem þeim stendur næst og tala sömu raddir á myrkum stundum um aðför að Iýðræðinu í þessu sambandi. Vissulega er það rétt að í sam- eiginlegu framboði er minna úr- val af listabókstöfum í boði í kjörklefanum, en lýðræðið virkar nú einu sinni þannig í prinsipp- inu að meirihlutinn ræður og af því leiðir óhjákvæmilega að minnihlutinn ræður ekki og ef félagshyggjuflokkarnir sem í grundvallaratriðum eru sammála krefjast þess að boða fagnaðarer- indið sitt í hvoru horninu verða vinstri flokkarnir aldrei annað en litlir minnihlutaflokkar sem engu fá að ráða meðan stór hluti, „Ég lít síður en svo á að menn væru með samemingu að selja úr sér sáltna fyrir völd eins og ráða má af orðum nokkurra efasemdarmanna, enda vandséð að mik- ið sé eftir af óspillt- um flokkssálum til að selja eftir ríkis- stjómarsáttmála und- angenginna ára og áratuga.“ jafnvel meirihluti, þjóðarinnar eru jafnaðar- og félagshyggju- fólk. Er þetta það lýðræði sem við viljum bjóða upp á? Það er enginn að tala um sameiningu sameiningarinnar vegna. Það er verið að tala um að koma á fót eðlilegum valdahlutföllum í landinu. Það er verið að tala um að félagshyggjuöflin komi sér saman um stefnu, ekki bara til að veifa í kosningabaráttu, held- ur til að framfylgja. Fallegasta stefnan Þeir eru margir sem unnið hafa að málefnavinnu innan vinstri- flokkanna og staðið ár eftir ár á landsfundum eða miðstjórnar- fundum og þrefað um einhverja stefnu til að kvitta upp á. Allir sem að vinnunni koma mega þó vita að þessi stefna verður aldrei framkvæmd þar sem aldrei verði unnt að komast að samkomulagi við nokkurt annað stjórnmálaafl um óbreytta stefnu. Þessi vinna yrði markvissari ef um stórt sameiginlegt afl væri að ræða þar sem menn gætu vissu- lega haft prívatskoðanir á öllu mögulegu og viðrað þær þegar svo ber undir, en meginvinnan færi í raunhæf stefnumarkmið sem sameiginleg niðurstaða næðist um. Þá fyrst væri hægt að bjóða íslenskum kjósendum upp á raunhæfa félagshyggju. Þá fyrst væri hægt að birta mark- tækt aðgerðarplan. Segja svo mark sé á takandi: þetta ætlum við að gera, en ekki: þetta langar okkur til að gera eða finnst okk- ur að ætti að gera. Því staðreynd málsins er einfaldlega sú að það er ekki endalaust hægt að biðja kjósendur um að taka viljann fyr- ir verkin. Kosningar eru ekki feg- urðarsamkeppni, fólk er ekki að kjósa fallegustu stefnuna, feg- urðarinnar vegna. Fólk er að velja hveijum það treystir til að stjórna og hvaða stefna verði höfð að leiðarljósi við stjórn sameiginlegra mála, fólk er að velja valdhafa. Fólk vill að sú stefna sem það kýs sé stefna sem hægt sé að framfylgja og verði framfylgt. Fyrirgefning syndanna Islensk vinstri hreyfing verður að fara að hreinsa til í sínum mál- um; fyrirgefa gamlar syndir og fara að vinna að uppbyggingu vinstri stefnunnar á landinu í stað niðurrifsins. Það er ekki endalaust hægt að skýla sér bak- við hugsjónir; að hugsjónir allra rúmist ekki innan sameinaðs flokks vinstri manna, því það er einkenni allra alvöru hugsjónar- manna að vilja sjá hugsjónir sín- ar í framkvæmd, ef sá vilji er ekki fyrir hendi og ef menn treysta sér ekki til að vinna útfærslum sameiginlegra hugsjóna fylgi í stórum hópi, þá er varla hægt að segja að menn hafi brennandi hugsjónir og ættu fremur að snúa sér alfarið að heimspeki og láta þá sem raunverulega vilja hafa áhrif um stjórnmálin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.