Dagur - 31.12.1997, Page 11

Dagur - 31.12.1997, Page 11
1^0- ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Sjúkrahús í Kongó þar sem ebólaveiran skaut heimsbyggðinni skeik í bringu fyrir rúmiega tveimur árum. Bóluefni gegn ebola Hópur vísindamanna í Michig- an, Bandaríkjunum, skýrði frá því á mánudag í tímaritinu Nat- ure Medicine að þeim hefði tek- ist að búa til bóluefni gegn hinni skæðu ebola-veiru. Notkun þess hafi borið góðan árangur í mús- um og svínum og þess kann að vera skammt að bíða að það dugi einnig til að bjarga mannslífum. Vísindamennirnir sprautuðu litlum skammti af erfðaefni veirunnar í dýrin, með skjótum áhrifum því dýrin mynduðu þeg- ar mótstöðu gegn veirunni sjálfri. Vísindamennirnir segja þessa aðferð hættulausa vegna þess að veiran sjálf er ekki í bóluefninu, en með þessu segja þeir í fyrsta sinn vakna von um að fundin sé leið til að bólusetja gegn ebola- veirunni, og sömuleiðis gegn HlV-veirunni og fleiri veirum sem menn hafa hingað til ekki fundið ráð gegn. „Við erum komin með fótinn inn fyrir dyrnar,“ segir Gary Nabel, sem vann að gerð bólu- efnisins ásamt starfsfélögum sín- um við Michigan-háskóla. „Nú þurfum við að athuga hvort það hefur sömu áhrif hjá öðrum dýrategundum." Fram til þessa hafa allar tilraunir til að finna bóluefni gegn ebola-veirunni mistekist, og hafa margir jafnvel efast um að nokkru sinni verði hægt að bólusetja menn gegn þessari hættulegu veiru. Þótt enn hafi ekki látist nema um 1.000 manns af völdum ebola-veirunnar er hún talin mjög hættuleg og gæti valdið miklu manntjóni ef hún næði að breiðast út. Hún smitast mjög auðveldlega milli manna og leið- ir í flestum tilvikum til dauða á skömmum tíma. Stutt er síðan veirunnar varð fyrst vart í mönnum, en hennar hefur hingað til aðeins orðið vart í Afríku, einkum í Saír (sem nú heitir Kongó), Súdan og á Fíla- beinsströndinni. „Við getum ekki verið alveg viss um að ónæmisviðbrögðin sem við náum fram í nagdýrum verði einnig í öpum og síðar meir loks í mönnum," sagði Nabel og varaði við of mikilli bjartsýni. Engu að síður færir þessi árang- ur okkur aðeins nær því að finna bóluefni sem gæti „losað okkur við þessa veiru fyrir fullt og allt,“ segir dr. Thoma Folks, sem er sérfræðingur í veirusjúkdómum í Atlanta. - NEWSDAY Eim á ný fjöldamorð í Alsír ALSIR - Fjölmiðlar í Alsír tilkynntu í gær að vopnaðir hópar hefðu myrt 37 alsírska borgara, en það orðalag er venjulega notað þegar bók- stafstrúaðir múslimar standa að verki. Fjöldamorðin skyggja á upphaf ramadan, helgasta mánaðar ársins hjá múslimum, sem þetta árið hófst í gær, 30. desember. Samkvæmt frásögnum fjölmiðlanna voru 14 manns myrtir við vegartálma vestast í landinu, en að auki áttu sér stað tvö fjöldamorð rúmlega 200 km suður af Algeirsborg, höfuðborg lands- ins. Kosningar framlengdar KENÍA - Kjörstjórn í Kenía sá sig í gær tilknúna að framlengja kosn- ingarnar í sumum héröðum landsins um einn dag vegna mikillar óreiðu sem fylgdi framkvæmd þeirra á mánudag. Meðal annars mynduðust langar biðraðir á kjörstöðum, kjörkassa vantaði og eitthvert rugl var á kjörseðlum. Vildu stjórvöld m.a. kenna slæmu veðri um það sem mis- fórst, en gagnrýnendur sögðu kosningakerfið ekki rísa undir því sem til er ætlast og vafasamt verði hvort kosningarnar verði í raun frjálsar og sanngjarnar. Concorde til Kúbu KÚBA - Fyrsta Concorde-þotan flýgur til Kúbu í kvöld, gamiaárskvöld, á vegum franska flugfélagsins Air France, að því er ferðaskrifstofa á Kúbu skýrði frá. Innanborðs verða 100 breskir kaupsýslumenn sem hyggjast að sögn kanna hvaða fjárfestingatækifæri bjóðast á eyjunni. Vonast ferðaskrifstofan tii þess að þessi ferð verði til þess að auka ferðamannastraum til Kúbu frá Evrópulöndum, einkum Bretlandi, Frakldandi og Þýskalandi. Friðsamleg mótmæli brotin á bak aftur JÚGÓSLAVÍA - Serbneska lögreglan réðst í gær með valdi gegn frið- samlegri mótmælagöngu albanslrra námsmanna í Pristina, höfuðborg Kosovo-héraðs. Samkvæmt fréttum var Ijöldi manns handtekinn og margir hlutu meiðsl af. I sex öðrum borgum í Kosovo kom einnig til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Um það bil 2000 manns tóku þátt í mótmælunum í miðborg Pristina, en lögreglan hafði ekki gefið leyfi fyrir fjöldasamkomu. Ástkær kona mín og móðir okkar HERGERÐ G. PETURSSON var jörðuð í Klakksvík, Færeyjum, 23. des. sl. Þökkum innilega samúð og vinahug. Kær kveðja, Guðmundur Petursson og börn. (%Aum uúkÁffetaui/ium oAAu/1 oíj AjuuAs/nönmun/ öi/u/n^ (j/edi/ecjs cuss o cj '^fu/'&œA/an cí Aío/na/u/i dri\ Dreifing h.f. /iód/t fÁ'/e/u///iya/t/ Vúuuini sarncui/, /xí nmn oe/Jomo&t. cl/eru/n/s/ájstœc£, óttiunst/ad eAAi, ru£t/um s/ó/f /a/ix/syœáin, sj/tun/au e/Ái, eJ/un/ (/at//i//uen/, /eúfar/etj s/ú/tl/oar se/n^t/Júst. .yf/ex/i 'J/o órijjœ/xt o//ttr (//iau}(f oi/u/u, Jarste/t/ qt//Jritf. Þórhallur Bjömsson Hamraborg 14 SlAHV Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. janúar 1998 er 24. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 24 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.252,20 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1997 til 10. janúar 1998 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. janúar 1998. Reykjavík, 31. desember 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.