Dagur - 16.01.1998, Síða 6
6-FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar.
Aðstoöarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
stefAn jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði
Lausasöluverð: íso kr. óg 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Sfmar augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍkj563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Ámi fær að reyna
í fyrsta lagi
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa raðað í skipsrúmið. Eftir
hallærislegan vandræðagang vikum saman hefur fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna loksins tekið af skarið. Framboðslistinn
sem var samþykktur í fyrrakvöld ber með sér að Arni Sigfússon
verður ótvíræður skipstjóri D-Iistaskiítunnar í vor og fær að
reyna aftur. Guðrún Pétursdóttir, sem sumir spáðu lykilhlut-
verki í komandi kosningabaráttu, hefur verið gerð að
messagutta og send undir þiljur. Sjálf virðist hún harla sátt við
það hlutverk, enda kveðst hún líta á setu sína í níunda sæti
framboðslistans sem námskeið í pólitík.
í öðru lagi
Á sama tíma er baráttan um öruggu borgarfulltrúasætin hjá R-
listanum að komast í fullan gang, en prófkjörið fer fram eftir
rúman hálfan mánuð. Sex núverandi borgarfulltrúar leita eft-
ir stuðningi til endurkjörs, en ríflega tveir tugir karla og
kvenna leita líka eftir stuðningi kjósenda til að komast á fram-
boðslistann. Hvernig svo sem prófkjörið fer liggur ljóst fyrir að
borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun fara í átt-
unda sæti listans, sætið sem ræður úrslitum um hvort R-list-
inn heldur meirihluta sínum í borgarstjórn. Hún leggur því
setu sína í borgarstjórn að veði í kosningunum, en Árni mun
sitja í borgarstjórn hvort sem honum tekst að ná meirihluta
eða ekki.
í þriðja lagi
Skoðanakannanir síðustu vikna og mánuða gefa til kynna að
slagurinn um borgina verði afar tvísýnn. Þær bera með sér að
munurinn á milli listanna tveggja sé vart marktækur. Þá vakti
sérstaka athygli að í síðustu könnuninni á vinsældum oddvit-
anna - Árna og Ingibjargar - var munurinn mjög lítill og mun
minni en í eldri könnunum. Það undirstrikar einfaldlega að í
komandi borgarstjórnarkosningum er ekkert gefið. Úrslitin
kunna fyrst og fremst að ráðast af framgöngu foringjanna
tveggja í sjálfri kosningabaráttunni.
Elías Snæland Jónsson.
Eimi á meðal unglinga
Garri Ias í Degi að mikið bíóæði
hefði gripið um sig á Akureyri
vegna sýningar stórmyndarinn-
ar Titanic í Borgarbíói. Þar
munu bæjarbúar nánast hafa
gengið í skrokk starfsmanna
bíósins í baráttunni um miða,
en mun færri hafa
komist að en vildu á
myndina og þarf að
fara aftur til sjöunda
áratugarins til að
finna viðlíka aðsókn.
Pikkað í
Garra
Það er gott og bless-
að að áhugi Akureyr-
inga og nærsveita-
manna sé svona mik-
ill á þessari mynd, en
hitt getur Garri ekki
skilið af hveiju allir
þurfa að sjá hana á sama tíma.
Fleira hefur orðið Garra að
umhugsunarefni varðandi bíó-
menninguna norðan heiða. Til
dæmis fara fullorðnir yfirleitt
alls ekki i bíó á Akureyri og
hefur Garri upplifað það ítrek-
að að sitja einn á meðal barna
f Borgarbíói og vakið þar með
forvitni ungra bíógesta. Um
þverbak keyrði þegar eitt barn-
ið pikkaði í Garra fyrir skemm-
stu, sennilega til að athuga
hvort hann væri raunveruleg-
ur. Þegar Garri kvartaði undan
þessu við innfæddan Akureyr-
ing (Garri er ekki í þeirra hópi)
brosti heimamaðurinn skiln-
ingsríkt og svaraði síðan: „Já,
þú ert að tala um virku k/öld-
in. Á Akureyri fara fullorðnir í
bíó á sunnudögum. Þá eru bíó-
kvöld.“ Það var nefnilega það.
Allt er ööruvísi
fyrir noröau
Annað er sérkennilegt en það
er þegar metsölumyndir í
v______________________
Reykjavík kolfalla aðsóknar-
lega á Akureyri. Stundum hef-
ur Garri ætlað á einhverja
mynd (sparslað í hrukkurnar
og klætt sig að hætti ungling-
anna til að dulbúast) en þá
hefur sýningum verið hætt,
mun fyrr en menn
gátu vænst. Fram-
kvæmdastjóri Borg-
arbíós upplýsir: „Við
erum svolítið öðru-
vísi fyrir norðan,“
og hann virðist hafa
rétt fyrir sér í þeim
efnum. Tekið hefur
verið til þess að ís-
lenskar bíómyndir
eiga t.d. ekki upp á
pallborðið hjá Akur-
eyringum. Er hugs-
anlegt að það sé
vegna þess að þær
eru almennt fram-
leiddar í Reykjavík?
Bíómeiming er
betri
Garri ætlar að halda áfram að
fara í Borgarbíó til að sjá góðar
myndir og ekkert frekar á
sunnudagskvöldum en önnur
kvöld. Urvalið er fínt og eflaust
kemst það upp í vana að herma
eftir unglingunum svo Garra
Iíði ekki eins og pervert í bíó.
Best væri þó ef fullorðnir Ak-
ureyringar hættu að glápa á
myndböndin sín og kæmu út
úr skotgröfunum. Ekkert jafn-
ast á við rökkur bíósalar og
poppkornskjams. Sérstaklega
ef félagsskapurinn er góður.
En meðal annarra orða.
Skyldi vera hægt að komast á
Titanic í kvöld án þess að verða
troðinn undir?
GARRI.
Hér ríkir svo ofboðslegt góðæri
að starfstéttir með hálfa milljón á
mánuði standa í ströngu til að
hækka þá óveru um einhver
hundruð þúsund til viðbótar.
Ráðgjafar kaupsýslunnar spá
60% aukningu á smásöluverslun
á næstu árum og er því stefnt að
því að auka verslunarhúsnæði
um helming til að hægt verði að
anna viðskiptunum. Stóriðjueig-
endur eru í biðröð eftir að fá
keypta orku, sem enn er óbeisluð
og bíður gróðavænleg framtíð í
þeim vonarpeningi öllum.
Að vísu eru einhverjir smáfugl-
ar að tísta um að þeir hafi ekki
orðið góðærisins varir og spyrja
hvenær það hafi komið og hvert
það fari. Fátt er um svör við svo
fáfengilegum spurningum, enda
hafa vitringar fjármunaumsýsl-
unnar um annað að hugsa en að
velta því fyrir sér hvernig góðær-
inu er útdeilt meðal landsins
barna.
Fyrir aðeins hálfu ári stóð bun-
Blekkmg og vanþekking
an upp úr öllum fjármálasérfræð-
ingum og nokkrum áhrifamiklum
stjórnmálamönnum um góðæri
Asíutígranna. Þar voru hin miklu
fyrirmyndarþjóðfélög fjár-
málaumsýslu og gróðahyggju,
sem læra átti af. Ein-
hver var nú munur-
inn á þeim og gömlu
og úreltu, kristnu
samfélögum Norður-
álfu.
Hnmin fjármála-
veldi
Á örfáum mánuðum hrundi
spilaborgin og enginn þorir nú að
spá hvaða slóða hún á eftir að
draga á eftir sér. Hagspekingar
upplýsingaaldar rýna í tölvuskjái
og gapa hver upp í annan og
spytja, af hverju sáum við þetta
ekki fyrir?
Hægt og bítandi er þessi
spurning farin að grafa um sig og
efasemdir vakna um fjármála-
kerfi nýkapítalismans, sem
hvergi blómstraði eins fagurlega
og meðal Asíutígra. Nú er að
koma upp úr kafinu að glögg-
skyggnir menn voru búnir að sjá
hve rotið og heimskulegt spilling-
arkerfið var og er. En það var
þaggað niður í þeim
af fyrirbærum sem
áttu mikilla hags-
muna að gæta. Lygar
og blekldngar voru
þeirra fjármálavit.
Margrómað upp-
lýsingastreymi er
notað til að viðhalda
blekkingu ekki síður en til að
miðla þekkingu.
Hiö óvænta
Vonandi hvílir íslenska góðærið á
traustari grunni en Asfuundrin
miklu. En hvort það stendur
undir þeim miklu væntingum
sem til þess eru gerðar, er önnur
saga. Það hljóta að vera takmörk
fyrir því hve margar og fjölmenn-
ar stéttir geta fengið tvenn ráð-
herralaun. Að smásöluverslun
meira en tvöfaldist á næstunni er
svo gagnsæ blekking, að það þarf
meira en meðalheimskingja til að
gleypa við henni. En risaversl-
anaklasar verða byggðir eigi að
síður.
Enginn þorir að véfengja spár
um orkuþörf framtíðar og sam-
göngur skulu aukast þar til mal-
bikið verður allsráðandi í byggð
sem óbyggð.
Alltaf er verið að spá og fjár-
festingar af öllu tagi við þær mið-
aðar. Og alltaf er eitthvað óvænt,
sem enginn spáði, að koma upp á
og allar forsendur breytast á svip-
stundu. Og þá stendur upplýs-
ingaöldin eins og átján barna fað-
ir í álfheimum, frammi fyrir hinu
óþekkta og hefur „aldrei séð svo
langan gaur í svo lítilli grýtu“.
Og þjóðarsáttarlýðurinn spyr
um góðærið og fær útúrsnúninga
eina að svari. Lítið dæmi: Friðrik
segir það vera hjá skattpíndum
launþegum.
-OMfur
svaraö
Gefur framganga Hall-
dórs Blöndals í ýmsum
málum að undanfömu
tilefni til að nafn hans
sé í umræðunni um ráð-
herrahróheringar?
Ámi M. Matihesen
þingmaður Sjálfstæðisfloltks.
Nei, hún gefur
ekki tilefni til
þess. Kastljósið
hefur aðallega
beinst að mál-
efnum Pósts og
síma hf. og þar
er Halldór að
gera góða hluti við breytingar á
fyrirtækinu. Þó upp hafi komið
vandamál því samfara eru þau
minni en hinar stóru og góðu
breytingar sem Halldór hefur
gert í málum fyrirtæksins. Hvað
varðar Raufarhafnarmálið þá er
það ekki stórmál, þó það skipti
miklu fyrir þá sem á Raufarhöfn
búa. Það mál verður í löglegum
og eðlilegum farvegi.
SigurðuT J. Sigurösson
oddviti sjálfstæðismanna í bæjar-
stjóm Akureyrar.
Nei, það er
ósköp einfalt í
mínum huga að
Halldór hefur
verið að vinna að
málefnum á sviði
samgöngumála
með hagsmuni
allra landsmanna í huga og verið
afar farsæll 1' sínum störfum. Ég
sé því enga ástæðu til þess að
breyta stöðu hans innan ríkis-
stjórnarinnar.
Guðmundur Ámi Stefánsson
þingmaður Alþýðufloltks.
Eg sé ekki
ástæðu til þess
að taka Halldór
Blöndal út frem-
ur en aðra. Helst
vildi ég sjá þá
alla fara, og við
fengjum nýja -
ekki bara ráðherra - heldur líka
ríkisstjórn.
Kristín Ástgeirsdóttir
þingkona ntan flokka.
Embættisfærslur
Halldórs Blön-
dals á Iiðnu
hausti voru um
margt sérkenni-
legar, bæði hvað
varðar Póst og
síma hf. og nú
síðast í sambandi við upplýsingar
til Flugmálastjórnar og veitingu
flugleyfis til Raufarhafnar, sem
átti að bjóða út. Alltaf er slæmt
þegar ráðherrar verða berir að
vanþekkingu og þetta sýnir slæ-
leg vinnubrögð í ráðuneytinu.
Halldór þarf greinilega að taka
sig á, ef hann ætlar ekki að missa
stólinn.