Dagur - 16.01.1998, Síða 8
8 - FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998
FRÉTTASKÝRING.
MHdl ÓYÍssa i
VALGERÐUR
JÓHANNS-
DÓTTIR
SKRIFAR
Tuttugu og átta
maims bítast iim 7
sæti í borgarstjóm í
prófkjöri Reykjavíkur-
listans í lok mánaðar-
ins og ríkir wiikil
óvissa um útkomuna.
Mik.il óvissa ríkir um niðurstöð-
una í prófkjöri Reykjavíkurlistans
í lok mánaðarins enda fyrir-
komulagið nýtt og þátttaka að
auki heimil öllum stuðnings-
mönnum, en ekki bundin við
flokksmenn. Flokkarnir sem
standa að Reykjavíkurlistanum
hafa ekki mikla reynslu af galopn-
um prófkjörum og eitt er að
þekkja sitt heimafólk og annað að
spá í óútreiknanlega kjósendur út
í bæ. Fyrirkomulagið er líka frá-
brugðið hefðbundnum prófkjör-
um og því erfitt að spá og reyndir
flokkshestar, sem venjulega telja
sig vita hvernig landið liggur,
naga nú á sér neglurnar í óvissu.
Stigafjöldinn ræöur
Þátttakendur í prófkjörinu kjósa
bæði fólk og flokka, en fylgi
flokkanna ræður því hvaða flokk-
ur fær hvaða sæti. Sá fiokkur sem
fær flest atkvæði fær efsta sætið
og það skipar sá frambjóðandi
flokksins sem flest atkvæði fær.
Kjósendur eiga að merkja við
fimm frambjóðendur í þeirri röð
sem þeir vilja hafa þá. Fyrir at-
kvæðið í fyrsta sætið fær fram-
bjóðandi 8 stig, fyrir 2. sætið 7
stig, fyrir 3. sætið 6 stig og svo
koll af kolli. Samanlagður stiga-
fjöldi segir til um hvar menn
lenda á listanum og það er ekki
síst þessi stigagjöf sem veldur
þeim heilabrotum sem spá í próf-
kjörsspilin þessa dagana.
Frambjóðandi sem fær mjög
mörg atkvæði í neðri sætin getur
hugsanlega færst upp fyrir mann
sem fékk mun fleiri atkvæði í sæti
ofar en færri stig samtals.
Kinrt óháður
En hvaða fólk er þetta sem kepp-
ir við virðulega starfandi borgar-
fulltrúa um sætin góðu? Fyrst að
keppinautum Arna Þórs Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Ágústsdóttur
um Alþýðubandalagssætin.
Einar Valur Ingimundarson er
umhverfisverkfræðingur og kem-
ur inn sem óháður hjá Alþýðu-
bandalaginu. Hann var í flokkn-
um, en er nú utan flokka. Einar
Valur er kunnur fyrir skrif sín um
umhverfismál og tekur ábyggilega
nokkuð af róttækum og grænum
atkvæðum.
Guðrún Kr. Oladóttir er vara-
formaður Sóknar, varaborgarfull-
trúi og hefur m.a. setið í Hús-
næðisnefnd fyrir Reykjavíkurlist-
ann.
Helgi Hjörvar, framkvæmda-
stjóri Blindrafélagsins, hefur
starfað lengi í Alþýðubandalag-
PRÓFKJÖR
REYKJAVÍKURLISTANS
Frambjóðendur Alþýðubandalagsins
taka á móti stuðningsfólki í
Miðgarði, Austurstræti 10,
sunnudaginn 18. janúar kl. 16.00.
Einar Már Guðmundsson les upp úr
nýjustu bók sinni, Fótspor á himnurm.
Reynir Jónasson mætir með harmonikuna.
Ný málverk eftir Bjartmar til sýnis.
Sterkt Alþýðubandalag - Sterkur Reykjavíkurlisti
inu, er formaður Birtingar-Fram-
sýnar og hefur einnig starfað með
Grósku. Hann er varaborgarfull-
trúi og gegnir ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Reykjavíkurlistann.
Kolbeinn Ottarson Proppe,
sagnfræðinemi, ungur og ekki
mjög þekktur en sagður vinsæll í
flokknum.
Sigrún Elsa Smáradóttir hefur
starfað með Grósku, er varafor-
maður Birtingar-Framsýnar, en
ekki mikið þekkt.
Kratar hæta við sig
Pétur Jónsson er eini borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins, en reiknað
er með að flokkurinn fái 2 menn
í prófkjörinu.
Bryndís Kristjánsdóttir rekur
kvikmyndagerðarfyrirtæki. Hún
hefur starfað lengi í Alþýðu-
flokknum, verið þar í stjórn og í
forystusveit félags Alþýðuflokks-
kvenna í Reykjavík og er formað-
ur umhverfisnefndar borgarinnar.
Helga Pétursson, kenndan við
Ríó Tríó, þarf tæpast að kynna.
Hann sagði skilið við Framsókn-
arflokkinn fyrir nokkrum árum og
gékk nýlega til liðs við krata.
Hrannar Arnarson er ekld í Al-
þýðuflokknum, en kemur inn
sem óháður. Hann er þó ekki
ókunnur pólitík, hefur starfað í
Reykjavíkurlistanum frá upphafi
og með Grósku og var kosninga-
stjóri Þjóðvaka í alþingiskosning-
unum 1995.
Magnea Marinósdóttir hefur
starfað í ungliðahreyfingu krata
og kvenfélagi flokksins en hefur
ekki verið mjög áberandi í flokks-
starfinu að sagt er. Rúnar Geir-
mundsson, útfararstjóri, er for-
maður Alþýðuflokksfélagsins í
borginni. Hann er eðalkrati eins
og stundum er sagt og hefur
starfað lengi með flokknum.
Stefán Jóhann er hagfræðingur
hjá Seðlabankanum, er af vest-
firskum krataættum en nýr í
flokksstarfi og lítt þekktur.
Enginn óháður
Alfreð Þorsteinsson og Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúar
Framsóknar, sækjast bæði eftir
endurkjöri. Fimmmenningarnir
sem við þau keppa eru öll flokks-
bundnir framsóknarmenn, því
það gaf enginn óháður kost á sér
fyrir Framsókn þótt boðið væri
upp á það. Guðjón Olafsson er
aðstoðarmaður umhverfisráð-
herra. Hann hefur starfað lengi í
Framsókn og var m.a. formaður
Sambands ungra framsóknar-
manna og framkvæmdastjóri
þingflokksins.
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, er
vel þekkt úr borgarmálastarfinu.
Hún var borgarfulltrúi Nýs vett-
vangs á síðasta kjörtímabili og er
núna varaborgarfulltrúi R-listans.
Hún gekk í Framsóknarflokkinn
1995 og var á Iista hans í síðustu
kosningum.
Oskar Bergsson hefur hins veg-
ar starfað lengi í flokknum og var
m.a. formaður Félags ungra
framsóknarmanna í Reykjavík.
Hann er varaborgarfulltrúi og sit-
ur í nefndum á vegum Reykjavík-
urlistans og er m.a. í skólanefnd
Iðnskólans í Reykjavík.
Sigfús Ægir Árnason, fram-
kvæmdastjóri TBR, er einnig
gamalreyndur flokksmaður.
Hann er varaborgarfulltrúi og í
stjórn íþrótta- og tómstundaráðs.
Þuríður Jónsdóttir, lögfræðing-
ur, hefur verið í forystusveit
Neytendasamtakanna. Hún situr
í framkvæmdastjórn flokksins og
er einnig formaður Félags fram-
sóknarkvenna í Reykjavík.
Missa eiim
Kvennalistinn hefur tvo borgar-
fulltrúa, Steinunni V. Oskarsdótt-
ur og Guðrún Ögmundsdóttur.
Guðrún gefur ekki kost á sér aft-
ur, en það er ekki þar með sagt að
fleiri komist að því ólíklegt er
talið Kvennalistinn fái nema einn
mann.
Drífa Snædal er formaður Iðn-
nemasambandsins. Hún hefur
verið viðloðandi samtökin mörg
undanfarin ár, en ekki mjög virk
fyrr en nú undanfarið.
Guðrún Erla Geirsdóttir,
myndlistarkona, hefur verið vara-
borgarfulltrúi Kvennalistans tvö
síðustu kjörtímabil.
Krístín Blöndal, fóstra, hefur
starfað lengi með Kvennalistan-
um, ekki síst í borgarmálum og
verið á lista samtakanna í borgar-
stjórnar- og þingkosningum.
Einn óháðan frambjóðanda er
að finna hjá Kvennalistanum.
Það er Kolbrún Jónsdóttír,
sjúkraliði af Kjalarnesi. Hún hef-
ur ekki starfað með samtökunum
áður en sat á þingi fyrir Bandalag
Jafnaðarmanna á sínum tíma.