Dagur - 16.01.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 16.01.1998, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 ÍÞRÓTTIR KFI vann Grmdavík Stdrleikur uiníerdar iiuiar var í GrindavLk þar sem heimamenn tdku á mdti KFÍ. Það voru gestimir sem fdru brosandi heim. Leikur Grindvíkinga og Isfirðinga var mjög jafn fyrstu 12 mínúturn- ar og liðin skiptust á að hafa eins til þriggja stiga forystu. Seinustu 5 mínúturnar tóku Grindvíkingar af skarið og juku forskotið upp í 12 stig og staðan í hálfleik var 53:41 fyrir heimamenn í Grinda- vík. Darryl Wilson lék frábærlega og skoraði 22 stig í fyrri hálfleikn- um. Isfirðingum tókst að jafna met- in og komast yfir í seinni hálfleik. Eftir það varð leikurinn æsispenn- andi þar sem gestirnir leiddu lengst af og Darryl Wilson náði að jafna, 92:92, með skemmtilegu gegnumbroti þegar 2 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Isfirðingar voru mun ákveðnari í framlengingunni og náðu að fiska Darryl Wilson út af með 5 villur. Eftirleikurinn var auðveld- ur og gestirnir unnu, 96:112. Darryl Wilson var yfirburða- maður í liði Grindvíkinga og skor- aði 40 stig en það var liðsheildin sem bar ísafjarðarliðið uppi. KR-ingar sigruðu Njarðvík næsta auðveldlega, 100:89, eftir að hafa Ieitt í hálfleik með 50 stig- um gegn 39. Keflvíkingarnir unnu botnlið deildarinnar IR, í hörkuleik á heimavelli sínum í Keflavík. ÍR- ingar áttu í fullu tré við íslands- meistarana en urðu að játa sig sigraða eftir langa og stranga bar- áttu, 90:81. Haukar unnu Skallagrím í mikl- um baráttuleik, þar sem varnirnar voru í fyrirrúmi, með 68 stigum gegn 65. I botnslag DHL-deildarinnar rótburstaði Valur Þór með 112 stigum gegn 84. Úrslit gærkvöldsins urðu eftirfarandi: KR-Njarðvík 100: 89 Haukar-Skallagr. 68: 65 Valur-Þór 112: 84 Grindavík-KFÍ 96:112 Keflavík-ÍR 90: 81 Grindavík hefur nú aðeins 2ja stiga forskot í deildinni, liðið hef- ur 22 stig, Haukar 20, KFÍ 18, Tindastóll og Keflavík 16, ÍA 14, KR og Njarðvík 12, Skallagrímur 10, Valur 8, Þór 4 og ÍR situr á botninum með 2 stig. 13. umferðinni lýkur í kvöld kl. 8 þegar Tindastólsmenn taka á móti IA. — GÞÖ KR-ingar eru allir að braggast og lögdu Njardvikinga næsta auðveldlega í gærkvöld. - mynd: hilmar Öm varðí 33. sæti Orn Arnarson frá Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í 33. sæti af 51 í 100 m baksundi á heims- meistaramótinu í sundi í fyrri- nótt, en keppnin stendur nú sem hæst í Perth í Astralíu. Tími Arnar var 58,01 sek. og millitími hans 28,61 sek. Örn bætti árangur sinn í greininni um 11/100. úr sek- úndu frá móti í Svíþjóð í nóvem- ber og hann er nú farinn að nálgast rúmlega tíu ára gamalt íslandsmet Eðvarðs Þórs Eð- varðssonar, 57,15, sem hann setti á Evrópumóti í Frakklandi. Örn hefur því lokið keppni í tveimur greinum og á einungis eftir að keppa í sinni aðalgrein, 200 m baksundi, en keppt verð- ur í henni um aðra nótt að ís- lenskum tíma. Eru mjólkursýru- mælingar óþarfar? Trond Sollid, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðsins Rosenborg frá Þrándheimi, sem hampað hefur norska meistaratitlinum undan- farin ár, og Hermundur Sig- mundsson, íþróttafræðingur sem búsettur hefur verið í Þránd- heimi undanfarin ár, munu um aðra helgi halda fyrirlestur á veg- um ISI um um knattspyrnuþjálf- un og skipulagningu hennar. Is- lenskum knattspyrnuþjálfurum ætti að vera fengur í að fá þá Sollid og félaga, en uppgangur knattspyrnunnar í Noregi hefur verið með miklum ólfkindum á undanförnum árum. Ekki er langt síðan Islendingar stóðu nær jafnfætís frændum sínum, þegar kom að árangri á knatt- spyrnuvellinum, en því er ekki að heilsa nú. Dagur sló á þráðinn til Her- mundar, sem fylgst hefur grannt með þjálfun Rosenborgarliðsins, og hann segir að íslenskir knatt- spyrnuþjálfarar geti lært margt af þeim hjá Rosenborgarliðinu, sem hefur verið yfirburðalið í Noregi á undanförnum árum. Þrek með bolta „Það sem kom mér einna mest á óvart er að norska Iiðið byggir að langmestu leyti þrekæfingar sín- ar upp með boltaæfingum. Það er fáséð að sjá leikmenn Rosen- borgar í langhlaupum, en bolta- æfingarnar eru keyrðar undir miklu álagi, með hvíldum á milli,“ sagði Hermundur. Mjólkusýrumælingar á knatt- spyrnumönnum voru teknar upp hér á landi í byrjun þessa áratug- Hermundur Sigmundsson. ar og eru víða notaðar, þrátt fyrir að mörg knattspyrnufélög hér á landi hafi horfið frá þeim vegna mikils kostnaðar, en ekki er óal- gengt að mælingar á leikmanna- hópi liðs, tvisvar á tímabili, kosti félag um 300 þús. kr. Hættu með mjólkursýrumæl- iugar Hermundur sagði að norska fé- Iagið hefði lagt mjólkursýrumæl- ingar af, því þær hefðu ekki ver- ið taldar þjóna neinum tilgangi. „Ég mundi ekki segja að mjólkur- sýrumælingar væru almennt úr- eltar, en fyrir knattspyrnumenn og handknattleiksmenn, eru sér- fræðingar f Iífeðlisfræði við há- skólann hér, á þeirri skoðun að þær séu óþarfar," sagði Her- mundur og rökstuddi mál sitt með því að þessar mælingar þjónuðu aðeins tilgangi fyrir íþróttafólk sem er undir miklu stöðugu álagi, eins og til að mynda millivegalengdarhlaupara og langhlaupara, því áreynsla þeirra væri mun jafnari, heldur en hjá knattspyrnumönnum. Tíu km í leik Að sögn Hermundar er algengt að knattspyrnumenn hlaupi tíu kílómetra í níutíu mínútna leik, stundum við hinn loftfirrða þröskuld, en munurinn á knatt- spyrnumönnum og langhlaupur- unum er sá að þeir fyrrnefndu fá alltaf tækifæri til að kasta mæð- inni, því áreynsla þeirra er eldd stöðug. Því er nóg að mæla súr- efnisupptöku Ieikmanna, hún segir til um það, hve fljótir menn eru að jafna sig eftir álag, og það skipti mestu máli, að sögn Her- mundar. Þvf má svo bæta við til gamans og fróðleiks að Háskólinn í Þrándheimi gekkst fyrir rann- sókn fyrir síðasta tímabil, á þeim fjórtán leikmönnum sem léku mest fyrir liðið. Að meðaltali mældist hver leikmaður með 67,5 ml/kg súrefnisupptöku, sem að sögn Hermundar er með því hæsta sem náðst hefur hjá knatt- spyrnuliði og þess má geta að einn þindarlaus miðjumaður liðsins mældist með 75 ml/kg. I sömu rannsókn var styrkur leik- manna mældur. Að meðaltali stökk hver leikmaður Rosenborg- ar 57,6 sm (beint upp), Iyfti 164,6 kg í hnébeygju og tók 82,7 kg í bekkpressu. -FE X^MT Kristiim á tveimur stöðvum Kristinn Björnsson. Það hefur ekki farið mikið fyrir áhuga íslenskra sjónvarps- stöðva, og kannsld einnig al- mennings, hér á landi fyrir heimsbikarmótum í svigi, en það hefur heldur betur breyst með tilkomu Ólafsfirðingsins Krist- ins Björnssonar á mótaröðina. Sýn og Ríkissjónvarpið hafa til þessa sýnt frá mótunum í vetur, en nú ber svo við að báðar stöðv- arnar sýna beint frá fimmta heimsbikarmóti vetrarins sem fram fer í Sviss á mánudag. Norðmaður með í hástökkinu Vegard Hansen, tvítugur há- stökkvari frá Osló, hefurjjekkst boð frjálsíþróttadeildar IR um að keppa á innanhússmóti fé- lagsins í næstu \iku. Hansen á best 2,20 m og er annar erlendi keppandinn í hástökkinu. Sví- inn Thomas Hansen verður einnig með og þeir mæta íslend- ingunum Einari Karli Hjartar- syni, Ólafi Símoni Ólafssyni og Theodóri Karlssyni. SJÓNVARP Sýiit beint frá Nagaiio Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að senda í beinni útsendingu frá vetrarólympíuleikunum í Naga- no í Japan, sem hefjast þann 6. næsta mánaðar. Aformað er að senda 75 klukkustunda efni frá leikunum í beinni útsendingu og 35 klst. til viðbótar í endur- sýningu, en þess má geta að keppnin fer fram á fyrri hluta nætur og endursýningar síðdeg- is sama dag. Leikarnir standa yfir í sextán daga og mun Ríkissjónvarpið vera með sérstaka ólympíuþætti daglega um kvöldmatarleytið. Þá verður lögð áhersla á beinar útsendingar frá alpagreinum, norrænum greinum og list- hlaupi á skautum. Ákvörðun um að sjónvarpa beint frá leikunum var tekin á fundi útvarpsráðs í fyrradag, en vegna kostnaðar hafði Ríkissjón- varpið ekki áformað að senda frá leikunum. Það sem réði því að ákveðið var að sýna frá leikun- um var að það tókst að semja um lægri greiðslur til rétthafa. Rtkissjónvarpið mun ekki senda fréttamenn á staðinn, heldur verður keppninni lýst beint úr myndveri, þá hefur Skíðasam- bandið unnið að því að fá styrkt- araðila til að hlaupa undir bagga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.