Dagur - 06.02.1998, Síða 1
~4
Vilja stórhækka
vanskilavexlina
Dráttarvextir geta
orðið allt að 10%
ofan á samningsvexti,
eða allt að 25% mið-
að við núverandi
bankavexti sam-
kvæmt nýju vaxta-
lagaframvarpi.
Dráttarvextir verða frjálsir upp
að vissu marki, en ekki lengur
ákvarðaðir af Seðlabankanum.
Þetta er ein athygliverðasta
breytingin sem lögð er til í nýju
frumvarpi um vexti. Frumvarpið,
sem raunar er heildarendurskoð-
un vaxtalaganna frá 1987, gerir
ráð fyrir að samningsaðilar geti
ákveðið dráttarvexti sem álag, að
hámarki 10%, ofan á samnings-
vextina. Þetta gæti þýtt allt að
25% vanskilavexti miðað við allt
að 14-15% nafnvexti bankakerf-
isins um þessar mundir.
Verkbann
LÍÚ ólöglegt
Félagsdómur úrskurðaði í gær að
boðað allsherjarverkbann LIÚ á
flotann væri ólöglegt, en það átti
að taka gildi á mánudaginn kem-
ur. Dómurinn telur lög VSI ekki
samrýmast vinnulöggjöfinni.
Samkvæmt dómnum verður
hvert aðildarfélag LÍÚ að ákveða
hvort það ræðst í atkvæða-
greiðslu um boðun verkbanns og
það verður einnig að telja í
hverju félagi fyrir sig.
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bandsins, segir niðurstöðuna
fagnaðarefni, en það var SSÍ sem
kærði atkvæðagreiðsluna.
„Þetta kemur verulega á óvart
og þá sérstaklega þegar haft er í
huga að VSÍ hefur starfað í 60
ár,“ sagði Ólafur B. Ólafsson,
formaður VSÍ. Hann vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um dóm-
inn. - GHH
Sjá einnig bls. 8-9.
Dráttarvextir gætu þannig
hækkað stórlega, því þeir eru nú
ákvarðaðir 16,5% af Seðlabank-
anum. Honum verður einungis
ætlað að ákvarða eins konar við-
miðunarálag, sem notast yrði við
í þeim tilvikum þegar menn
semja ekki sjálfir um dráttar-
vaxtaálagið. Seðlabankinn á líka
að hætta að gefa út meðalvexti.
Dráttarvöxtum ætlað að vera
refsiálag
„Astæða þess að við setjum þetta
fram með þessum hætti er fyrst
og fremst sú, að við erum að
færa íslenskt viðskiptaumhverfi
nær þvi sem gengur og gerist í
Iöndunum kringum okkur," sagði
Benedikt Arnason, deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu. „Dráttar-
vöxtum er ætlað að hafa varnað-
aráhrif; hvetja skuldara til réttra
efnda á skuldbindingum sínum,
og það teljum við best gert með
samningsbundnu refsiálagi ofan
á umsamda vexti.“
Benedikt bendir á, að í núgild-
andi kerfi geti samningsbundnir
vextir til ótraustra skuldara jafn-
vel verið hærri en þeir dráttar-
vextir, 16,5%, sem Seðlabankinn
ákvarðar, t.d. vextir á greiðslu-
kortalánum, yfirdráttarlánum og
lánum manna á milli.
Það hefur alltaf verið dýrt að borga
ekki skuldir sínar á réttum tíma,
. en það verður enn dýrara ef
vaxtalagafrumvarp viðskiptaráðherra
verður að lögum.
Lægstu bankavextir í stað
meðalvaxta
I frumvarpinu er líka lagt til að
Seðlabankinn hætti að birta
meðalvexti, en birti þess í stað
lægstu vexti í bankakerfinu.
Benedikt segir óskaplega algengt
að menn noti hina almennu við-
miðun við meðalvexti nánast í
blindni. „Við gerum jafnv'el ráð
fyrir að meðalvextir geti Ieitt til
hærri vaxta en ella, þar sem þeir
eru í svo ríkum mæli notaðir í
samningum manna á milli utan
bankakerfisins, án þess að tillit
sé tekið til mismunandi að-
stæðna lántaka."
Því er lagt til að Seðlabankinn
birti vexti sem miðast við lægstu
vexti í bankakerfinu. Þá viðmið-
un geti menn notað sem grunn
og síðan samið um viðbótarálag
ofan á hann, mismunandi hátt
eftir stöðu lántakanda, svipað og
í kjörvaxtakerfinu. „Við viljum
þannig búa svo um hnútana að
það sé hvati fyrir menn að semja
um vexti sín í milli í stað þess að
nota í blindni þessa almennu
viðmiðun við meðalvexti," sagði
Benedikt. — hei
Jóhann G. Bergþórsson.
Jóhanná
Hafnarfjarð-
arlistann
Jóhann G. Bergþórsson, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði, hefur látið
skrá nafn Hafnarfjarðarlistans í
firmaskrá. Þykir það sterk vís-
bending um að hann hyggist
bjóða fram lista í bæjarstjórnar-
kosningunum í vor, en jafnframt
leiða menn getum að því að
hann hafi viljað tryggja að fram-
boðslisti A-flokkanna í Hafnar-
firði fengi ekki nafnið.
Viðmælendur Dags töldu ólík-
legt að Jóhann hefði tryggt sér
einkarétt á nafninu Hafnarfjarð-
arlistinn með því að skrá „félaga-
samtök um starfsemi stjórnmála-
samtaka" með þessu nafni í
firmaskrá. Það var varamaður Jó-
hanns í Hafnarstjórn, Þorkell
Guðnason, sem skráði nafnið
fyrir síðustu áramót. Ekki náðist
í Jóhann í gær, en hann er í or-
lofi erlendis.
Á viðkvæmu stigi
Viðræður A-flokkanna um sam-
eiginlegan lista fyrir kosningarn-
ar hafa staðið linnulaust yfir
undanfarna daga, en undirbún-
ingsnefnd á að skila endanlegum
tillögum fyrir 8. febrúar. Nefnd-
in bar í gær til baka fréttir um að
leggja ætti fram tillögu um lista
þar sem aðeins væri gert ráð fyr-
ir að tveir núverandi bæjarfull-
trúar, Ómar Smári Armannsson
og Lúðvík Geirsson, yrðu áfram í
öruggum sætum og að Gestur
Gestsson, formaður undirbún-
ingshópsins, Ieiddi listann. „Við-
ræðurnar eru á viðkvæmu stigi
og ýmsar tillögur í gangi. Ef einu
nafni er hnikað til breytist allur
listinn. Það er ekkert hægt að
segja um útkomuna fyrr en á
lokastundu,'1 sagði einn \aðmæl-
enda blaðsins í gær. — FÞG
Þó fyrr hefði verið, kunna einhverjir að segja um snjóinn sem féll i höfuðborginni. Þessi maður er að minnsta kosti sæll með að
komast á gönguskíöi. Þeir sem töfðust í umferð vegna snjókomunnar voru ekki jafn kátiryfir snjókomunni, en þeir geta vart
kvartað yfir snjóþyngslum þennan veturinn.
Gabriolrif
(höggpeyfar)
Gi
varahlutir
Hamarshöfða 1-112 Reykjavík
Sími 567 6744-Fax 567 3703
ÍBUCKSiDEGKER
_Handverkfæri
SINDRI k,
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024
m
X